Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Steinasteik og draumar nýs árs voru í aðalhlutverki í nýársmatarboði hjá Bryndísi og Örnólfi »32 Þ etta er einfaldur og mjög góður réttur,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi í Reykjavík, en hann eldaði dýrindis aðalrétt fyrir Sunnudagsblað Morgunblaðsins sem hann kýs hann að kalla því ítalska nafni un pollo improvvisato. Júlíus stundaði söngnám á Ítalíu og er því vel kunnugur ítalskri matargerð. „Það er eiginlega ekki neitt almennilegt íslenskt orð yfir þetta en það má eiginlega segja að þetta þýði að leika af fingrum fram nú eða að nota innblásturinn í matargerðina og það gerði ég þegar ég bjó til kjúklingaréttinn. Hann er mjög einfaldur og aldrei eins sem hentar mér vel því ég er frekar óagaður þegar kemur að matargerð,“ segir hann og hlær. „Það er raunar hægt að nota það sem til er í eldhússkáp- unum í það og það skiptið. Þetta er semsagt ekki hefðbund- inn hátíðarréttur en engu að síður bragðmikill, léttur réttur, fljótlegur og stundum er svolítið spennandi hvað kemur út úr ofninum,“ segir Júlíus Vífill og brosir. Morgunblaðið/Styrmir Kári BRAGÐMIKILL KJÚKLINGARÉTTUR Á ÍTALSKA VÍSU Innblásinn kjúklingur JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON HEFUR DÁLÆTI Á ÍTALSKRI MATARGERÐ EN SEGIST ÓAGAÐUR Í ELDHÚS- INU. HANN MATREIDDI KJÚKLINGARÉTT AF FINGRUM FRAM OG DEILIR HÉR UPPSKRIFTINNI. Unnur H. Jóhannsdóttir uhj@simnet.is Júlíus Vífill Ingvarsson segir að hægt sé að nota nánast hvað sem er í kjúklingaréttinn. Uppskrift Kjúklingabringur saxaðar döðlur ólífur, skornar í tvennt sólþurrkaðir tómatar, skornir í þunnar sneiðar fetaostur rautt pestó salt og pipar grænmeti af ýmsum toga eins og paprika í öllum litum, svepp- ir, kúrbítur ólífuolía Skerið vasa í kjúklingabringurnar og fyllið þær með söxuðum döðlum, ólíf- um, sólþurrkuðum tómötum og feta- osti. Ef skorið er langt inn í bringurnar er gott að hafa tannstöngla við höndina til að loka þeim svo fyllingin renni ekki út. Þegar fyllingin hefur verið sett í eru bringurnar smurðar að utan með rauðu pestói og saltaðar og pipraðar. Þá er nokkrar döðlur settar ofan á bringurnar og kjötinu síðan lokað með því að snúa bringunum á vel heitri steik- arpönnu í örfáar mínútur. Áður en bringurnar eru settar í eld- fast mót er það botnfyllt af fetaosti og olían frá ostinum sett í botninn ásamt miklu af rauðu pestói, handfylli af döðl- um, sveppum, kúrbítssneiðum, papr- ikum og raunar má setja hvaða græn- meti sem er. Áður en rétturinn er tekinn úr ofninum er gott að hella smá- vegis af ólífuolíu yfir bringurnar. Með réttinum er gott að hafa hrís- grjón eða pasta og léttan hvítlauks- og steinseljulög. Hvítlauks- og steinseljulögur Ólífuolía steinselja hvítlaukur Allt sett í mixara og borið fram með réttinum. Un pollo improvvisato Morgunblaðið/Styrmir Kári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.