Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Qupperneq 34
*Græjur og tækniSjálfsvíg undrabarnsins Aarons Swartz hefur vakið spurningar um lagaumhverfi netheima »36 É g hef alltaf verið mikill græjupúki, segir Gunnar Björn Þórhallsson, framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Tengis á Akureyri. Hann varð fimmtugur í vikunni, og keypti af því tilefni nýtt sjónvarp; Samsung 8000, 65 tommu, háskerpu-þrívíddartæki. „Ég er sjúkur í allt nýtt, verð alltaf að prófa og helst að eignast það!“ Gunnar eignaðist fyrstu tölvuna 14 ára, sjónvarpstölvu, fyrstu „venjulegu“ tölvuna 18 ára og fyrstu PC-tölvuna um miðjan níunda áratuginn, liðlega tvítugur. „Menn spurðu hvað ég ætlaði eiginlega að gera með hana, enda var sú tölva stærri en flest fyrirtæki notuðu. Ég hefði verið að forrita í nokkur ár, alltaf verið í annarri vinnu, en á þessum tíma, þegar tölvu- eign var orðin almenn, ákvað ég að snúa mér alfarið að þessu – og þurfti því öfluga tölvu.“ Gunnar stofnaði fyrirtækið Netkerfi og tölvur um tölvuvinnuna fyr- ir hálfum öðrum áratug og Tengir varð að veruleika 2002, til að halda utan um ljósleiðarakerfi og -lagnir. En fleira kemst að; nefna má að Gunnar á vélsleða, fjarstýrða þyrlu til að leika sér að og forláta bíl, og keppir í kvartmílu og götuspyrnu. „Það er Chevrolet Pickup, sennilega kraftmesti dísel-pickup landsins; á góðum degi – þegar búið er að stilla tölvuna í bílnum og bæta á hann nítrógasi – slagar hann í 800 hestöfl og er innan við fimm sekúndur í hundraðið.“ Eins tölvur heima og í vinnunni; 24 og 30 tommu Intel I 7 með 32 gb vinnsluminni. Samsung Galaxy S III sími. Gunnar stjórnar sjónvarpinu góða með handahreyfingu einni saman. Fjarstýrða þyrlan sem Gunnar eignaðist fyrir nokkrum árum og hefur mjög gaman af. Með dóttursyninum Kára Gunnari á Arctic Cat-vélsleða, 2011. Sleðinn er 165 hestöfl. Mitsub- ishi 3000. Hætt var að fram- leiða teg- undina fyrir rúmum áratug. Gunnar Björn við 65 tommu, Samsung 8000, háskerpu-þrívíddarsjónvarp sem hann keypti nýlega. Það skynjar handahreyfingu svo hægt er að stjórna því þannig eða með því að tala við það! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson TÖLVUKARL SEM SEGIST GRÆJUPÚKI Verð að prófa allt GUNNAR BJÖRN ÞÓRHALLSSON FÉKK TÖLVUBAKTERÍUNA SNEMMA OG ÁHUGAMÁLIÐ TÓK SVO MIKINN TÍMA AÐ HANN ÁKVAÐ AÐ GERA ÞAÐ AÐ ÆVISTARFI. HANN SEGIST HALDINN ÓSLÖKKVANDI GRÆJUDELLU. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Ein af spjaldtölvum heimilisins. 64 gb Ipad 2. Líklega kraft- mesti dísel- pickup landsins; tæpar 5 sek. í hundraðið!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.