Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 38
*Föt og fylgihlutir Létt og leikandi efni í gulu, bleiku og hvítu einkenna vor- og sumarlínu Malene Birger »40 Skipta fötin máli í þínu starfi í sjónvarpi? Já fötin skipta sko sannarlega máli og því miður er ég ekki sú besta að velja þau. Þetta mætir alltaf afgangi hjá mér. Ég hins vegar nýt góðrar aðstoðar Ragnheiðar Óskarsdóttur í Ilse Jacobsen í Garðabæ og kvennanna í Hugo Boss-búðinni. Þessar konur hafa reynst mér afskaplega vel við að velja klæðileg og falleg föt. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ætli minn fatasmekkur myndi ekki kallast klassískur. Ég legg mikla áherslu á að kaupa vönduð föt og kaupi mér því færri flíkur en aðeins dýrari. Stundum langar mig að vera í fleiri litum og sniðum en það er svo skrýtið, í sjónvarpi gengur bara einfalda sniðið, pokar og pífur er nokkuð sem ekki gengur í fréttalestri og sjónvarpsdagskrárgerð. Hver eru bestu fatakaupin þín? Það er nú saga að segja frá því, datt inn í Gyllta köttinn um daginn með vinkonu minni Stefaníu Thors og keypti mér „óvart“ stuttan pels á kostakjörum. Ég gerði svo góð kaup að mér fannst, að ég gleymdi að spyrja hvers lags feldur þetta væri. Komst að því síðar. Er í pelsinum öllum stundum, hann er bæði smart og hlýr. Góð tilbreyting frá því að vera alltaf í úlpu í slagviðrinu. En þau verstu? Ætli þau verstu hafi ekki verið þegar ég keypti einhvern rán- dýran pallíettutopp fyrir mörgum árum (áður en pallíettan var komin í tísku aftur) og taldi mér trú um að þetta væri málið. Ég fór aldrei í hann og klippti hann svo seinna niður í skraut á jólapakka og gleymdi svo að setja það á pakkana þegar kom að því. Hreinlega verstu kaupin svo ekki sé meira sagt. Hverju er mest af í fataskápnum? Það er mest af ónotuðum gallabuxum sem þarf að fara að grisja. Var að máta einar um daginn og þær voru frá árinu 1999 – minnir að það hafi verið frekar útvíð tíska þá. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur þér föt? Ég passa að efnið sé gott og við hversu mörg tækifæri ég get notað fötin. Sjónvarp, kokteilboð, venjulegur vinnudagur og heima við, er ekki gott að geta samnýtt flíkurnar svona? Hvar kaupir þú helst föt? Ég versla helst í búðinni Ilse Jacobsen í Garðabæ, þar eru skandinavísk föt, góð merki og passa vel hávöxn- um konum eins og mér. Auk þess versla ég stundum í Hugo Boss- búðinni. Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í? Filippa K-búð í Berlín, gerði líka ein bestu kaupin þar, keypti þrjá kjóla, tvennar buxur og bol á góðu verði. Filippa K og Ilse Jacobsen eru mín uppáhaldsmerki. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Dorrit er stór- glæsileg að mínu mati. Ef þú þyrftir ekki að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgi- hlut myndirðu kaupa þér? O, hvar á ég að byrja? Efst á óska- listanum er svört Marc Jacobs-taska sem ég hef augastað á í Kron. Hljómar hégómlegt en þær eru bara svo fallegar. Ég þyrfti helst að fá smáræðis vinning í happaþrennu eða svo til að leyfa mér það þannig að við sjáum til. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó þegar kemur að fatakaupum? Svartur kjóll fer vel við allt og svo er hægt að djassa hann upp með alls konar fylgihlutum. Afskaplega frum- legt ráð hjá mér, held ég hafi fengið þetta ráð frá einhverjum öðrum í sambærilegu viðtali. En þetta virkar. Ef þú gætir sest upp í tímavél og farið á annað tískutímabil, hvert myndirðu vilja fara? Það er ekki nokkur spurning að ég myndi fara aftur til charleston-tímabilsins. Finnst allt flott, glæsilegt og kvenlegt frá þeim tíma, hvort sem það eru föt, hártíska, hattar, skartgripir eða fylgihlutir. Hefði átt að vera fædd þá – með tilliti til tísku, ekki réttinda kvenna. Í Gyllta kett- inum fann Helga forláta pels sem hún notar mikið. HELGA ARNARDÓTTIR FÍLAR KLASSÍSK FÖT Klippti pallí- ettutopp niður í pakkaskraut HELGA ARNARDÓTTIR, FRÉTTAKONA Á STÖÐ 2, HEFUR VAR- IÐ SÍÐUSTU MÁNUÐUM Í VINNSLU Á ÞÁTTUNUM MANNS- HVÖRF SEM NÚ ERU SÝNDIR Á STÖÐ 2. HÚN SEGIR FATAVAL ÞVÍ MIÐUR OFT MÆTA AFGANGI HJÁ SÉR EN NÚ SÉ KOMINN TÍMI Á AÐ GRISJA FATASKÁPINN. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Dorrit Moussaieff er ávallt flott. Helga Arnardóttir hefur vakið athygli fyrir þætti sína Mannshvörf. Hún segir fötin skipta máli í starfi sjónvarpsfólks. Gallabuxur eru farnar að hlaðast upp í fataskáp Helgu. Gwyneth Paltrow veit að svarti kjóllinn virkar hvar og hvenær sem er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.