Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013 S agt hefur verið, að sá sem leggur til að fé sé fært með valdboði frá Pétri til Páls geti jafnan reitt sig á stuðning Páls. Þessi kenning hljómar senni- lega. Til þess að hún standist ekki þarf Páll að vera einkar vel innrétt- aður, og sjá út fyrir sína þrengstu hagsmuni. Margir þeirra sem feimnislaust lýsa sjálfum sér svo, að þeir búi yfir ríkari réttlætiskennd en náunginn, færa ein- mitt réttlætisrök fyrir slíkri aðgerð. Krafan um jöfn- uð sé réttlætiskrafa og í þeim tilvikum sem Pétur hafi meira á milli handanna en Páll leiði jafnaðarstefna, byggð á almennri kröfu um réttlæti, til þess að rétt sé að færa fé frá Pétri til Páls. Og það getur verið snúið að standa í senn gegn hljómþýðri kenningu um jöfnuð og meintu algildu réttlæti. Sæluveldi jafnaðar Heimsveldi, skammt fyrir austan okkur, var sagt reist á jafnaðarkröfunni sjálfri. Það hélt úti starfsemi á þeim grundvelli í rúma 7 áratugi, en hrundi þá, næsta óvænt, með furðu litlu brauki og bramli. Þá hafði hver hryllingurinn á fætur öðrum gengið yfir þjóðirnar sem undir okinu voru þegar ríki keisaranna var breytt í pólitíska tilraunastofu í nafni jöfnuðar og réttlætis. Milljónir manna, sennilega nærri 20 millj- ónir, höfðu verið drepnar í nafni þess réttlætis. Annar eins hópur hafði dvalið í ömurlegum fangabúðum, Gulaginu, og skapandi tilvera utan fangelsisveggj- anna var drepin í dróma, landbúnaður einstaklinga eyðilagður og frumkvæði eytt, svo stiklað sé á fáein- um steinum. Sum bestu skáld og rithöfundar veraldar féllu fyrir þessum galdri. Og það gerðist auðvitað einnig hér á landi sem annars staðar. Nokkuð lengi var kenningin sú að þessi hópur listrænna snillinga hefði verið blindaður af birtu hugsjónaeldsins. Og einhverjir voru það og sáu sumir að sér. En óþægilega margir höfðu glaðbeittir gengið lyginni á hönd, talað máli hennar og réttlætt það fyrir sjálfum sér og síðar fyrir öðrum með því að þeir töldu að ógnir og skelfing væru þekkt björg sem lægju jafnan í götunni til stjarnanna. Og eins og það er þverstæðukennt voru það iðulega „gáfumennirnir“ í hverju landi sem fyrst- ir gengu hinum glataða málstað á hönd. Nú er sovétið á bak og burt, en fyrrverandi áhangendur kenning- anna, sem það byggðist á, eru margir enn bærilega brattir. Kenningin, segja þeir sumir, sem trúað var á, sé gjaldgeng enn og ill örlög og loks hrun hins komm- úníska heimsveldis dragi ekki úr sannleiksgildi henn- ar. Því miður hafi komið í ljós að þeir sem náðu völd- um eftir byltinguna 1917 hafi snemma svikið málstaðinn og útfærslan því verið brengluð og geti ekki afsannað eitt né neitt. Enn stærra og enn í blóma Austan við Sovétríkin var enn fjölmennara ríki, Kína, sem gekk kommúnismanum á hönd þrjátíu árum síð- ar en þau. Þar ríkir hann enn. Gömlu goðin, Marx og Engels, eru hafin til skýja á tyllidögum og Mao skrín- lagður hafður til sýnis, eins og goðmagn sem lotningu ber. Þó er talið að auk miskunnarlausrar kúgunar beri hann ábyrgð á dauða um 70 milljóna landa sinna, og komi því jafnvel þeim auma Adolf Hitler auðveld- lega í skuggann af sér. Og kommúnistaflokkurinn fer enn með völdin, og heldur sinni þjóð í aga með svip- uðum aðferðum og áður tíðkuðust. Það voru aðferð- irnar sem „gáfumennirnir“ sannfærðu sig um, en þó einkum aðra, að væru nauðsynleg lyf, sem fólkið yrði að kyngja, þrátt fyrir ógurlegar aukaverkanir, vildi það eiga von um að komast inn í ríki sælu, jöfnuðar og réttlætis. En nýjungin er sú, að þótt þessum með- ulum sé enn beitt í Kína, og í aðeins veikari skömmt- um en áður, er gamla markmiðið, sem réttlætti beit- ingu þeirra, varla sjáanlegt. Þvert á móti spretta þar upp auðmenn eins og gorkúlur, og þá ekki síst úr ranni kommúnistaflokksins eða í skjóli hans. Ekki er fátítt að einn slíkur eigi meira fé, einn og sjálfur, en milljón fátækra landa hans á. Íslendingar eru svo lán- samir að hafa kynnst einum slíkum, sem að auki er sjálfur skáld, eins og svo margir eyjaskeggja, svo varla verður á betra kosið. Þegar valdastéttin í Kína hreyfði sig á milli stóla s.l. haust varð umræða um hve miklum auði þessi eða hinn forystumaður alþýðulýðveldisins hefði náð að sanka að sér fram að þessu. Og það var oft ógrynni fjár. Kínverskum rokkefellerum og wallenbergurum fjölgar ótt, þótt enn séu landar þeirra taldir í hund- ruðum milljóna sem eiga ekki annað en hrísgrjóna- skálina sína og hreysið þar sem þeir hírast. Jafnvel íslenskir útrásarvíkingar á háglanstíð sinni virðast í samanburði við helstu kínverska auðmenn vera eins og hópur af putum í kringum Gúllívera. En kannski verður þessi einkennilega blanda, alræði komm- únistaflokks og ótrúleg auðsöfnun, til þess að alræð- isflokkur alþýðunnar lifi eitthvað lengur þar en sá rússneski náði að gera. Það fáum við að vita innan tíu ára. Ofgnóttin vestra er völt Hagkerfi Vesturlanda stendur ekki of styrkum fótum þessa stundina og hagsmunir ríkjanna þar felast í því að kínversku þjóðarskútunni verði ekki ruggað um of, hagvöxtur haldi áfram að vera fjórfaldur á við þann vestræna svo kaupgetan vaxi ár frá ári og pantanir Páll er ekki eins vitlaus og þau halda *Og eins og það er þverstæðu-kennt voru það iðulega „gáfu-mennirnir“ í hverju landi sem fyrstir gengu hinum glataða málstað á hönd. Nú er sovétið á bak og burt, en fyrrverandi áhangendur kenning- anna, sem það byggðist á, eru margir enn bærilega brattir. Reykjavíkurbréf 18.01.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.