Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Qupperneq 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013 B ergsteinn Björgúlfsson, oftast kallaður hinu hógværa nafni Besti, hefur stýrt kvikmynda- töku á mörgum af áhugaverðari íslensku bíómyndum síðari ár. Hann stýrði kvikmynda- töku á íslensku kvikmyndinni XL sem var frumsýnd föstudaginn 18.janúar. Hann byrjaði fyrst sem kvik- myndatökumaður hjá Stöð 2 árið 1986 eða þegar sú sjónvarpsstöð var stofnuð. Þar vann hann í ein fimmtán ár. Síðan fór hann utan og lærði hljóðvinnslu í Bandaríkjunum og fór eftir hljóðnámið til kvik- myndaháskólabæjarins Rockport í Maine-ríki þar sem hann lærði meira í kvikmyndatöku. Þegar hann kom heim fór hann beint upp á Stöð 2 á nýjan leik, en byrjaði að vinna að sínum eigin verkefnum meðfram vinnunni. Ekki sóst eftir vandaðri vinnu hjá sjónvarpinu „Það er einhvern veginn þannig á sjónvarpsstöðvunum að hraðinn skiptir öllu máli,“ segir Besti. „Maður er ekkert skammaður fyrir að vinna verk sitt vel, en það er ekkert sérstaklega sóst eftir því. Aðalmálið er að skila á réttum tíma. Eftir að ég kom úr náminu fór ég að færa mig hægt út í aug- lýsingagerð og heimildarmynda- gerð og síðan út í bíómyndir. Síð- ustu sjö árin mín á Stöð 2 var ég í hálfri vinnu og notaði tímann sem var aukreitis í það sem mig langaði til að gera. Fyrsta bíómyndin sem ég tók hét Leirburður og var aldrei klár- uð. Viðar Víkingsson leikstýrði henni en það vantaði ekki nema nokkra daga til að klára hana en fjármögnunin tókst ekki. Fyrsta bíómyndin sem ég tók og fór alla leið, var Börn og Foreldrar með Ragnari Bragasyni, tvíbura- myndirnar svokölluðu. Manni leið strax betur við kvik- myndatökuna á þessum myndum, þetta var svo miklu meira gefandi en að taka upp fyrir sjónvarp. Manni fannst maður vera kominn heim og ég er búinn að vera heima síðan þá.“ Munurinn á auglýs- ingagerð og kvikmynda- gerð er mikill Munurinn á tökum fyrir sjónvarp og kvikmyndir er augljós en varð- andi muninn á því að taka upp fyrir auglýsingar annarsvegar og bíó- myndir hinsvegar segir Besti að hann sé líka töluverður. „Þegar maður tekur upp fyrir auglýsingar fær maður tíma til að vanda verk sitt og maður skilar af sér fallegu sjónrænu verki sem er gaman. En eðli þeirra er einhvern veginn hvorki aðlaðandi né gefandi. Maður er að gefa allt í það að telja fólk á að kaupa eitthvað sem það þarf ekki á að halda. En í bíómyndunum er maður að koma einhverju til skila sem skiptir máli; eitthvað sem maður skilur eftir sig og er stoltur yfir að hafa komið á framfæri. Það sama á við um heimildar- myndirnar. Við vorum margir sem komum að vinnu við heimildar- myndina um Breiðavíkurpiltana og það tók á en við vorum stoltir af því að koma því efni frá okkur. Við vorum lengi að vinna með þetta efni því menn voru svo tregir til að tala í byrjun. En svo fóru menn hægt að gefa sig og á endanum sprakk þetta út. Það var alveg ótrúlegt að taka þátt í því verkefni. Við fengum þetta verkefni á heilann, við urðum að klára að gera þessa mynd. En trúðu mér, maður græðir ekki á svoleiðis mynd.“ Allir leikstjórar eru með sinn sérstaka stíl Spurður um leikstjórana sem hann hefur unnið með og muninn á þeim segist hann hafa unnið með þeim ansi mörgum. „Viðar Víkingsson og Ragnar Bragason voru þeir fyrstu. Svo er það Marteinn Þórsson núna sem leikstýrði XL en ég er líka bú- inn að taka eina með Benedikt Er- lingssyni og svo með Ágústi Guð- mundssyni. Ég var kvikmyndatökumaðurinn á nýju myndinni hans Ágústs, Ófeigur gengur aftur, sem verður frumsýnd í lok mars. Ég hafði aldrei unnið með honum, það var mjög gaman. En það er munur á öllum leik- stjórunum, ekki beint tengt kyn- slóðum heldur er bara persónu- munur á fólkinu. Eftir því sem menn eru reyndari, því slakari verða þeir. Þeir stressa sig minna yfir því sem þarf ekki að stressa sig yfir. En í flestum tilfellum er munurinn á milli þeirra aðallega tengdur persónum þeirra. Það er mikið bragð af leikstjórunum í hverju verkefni. Því þetta eru þeirra börn. En það hefur hver sitt, allir með sína sérstöku sýn. Ég hef mjög oft verið spurður að því hvort ég ætti uppáhalds- leikstjóra. En ég á erfitt með það, því allir hafa sína plúsa og mínusa. Það er bara gott að vinna með nýj- um mönnum, það heldur manni við efnið og maður staðnar ekki. Ég vil helst vera að vinna við eitthvað sem ég hef ekki reynt áður.“ Tilraunastarfsemi við gerð XL Samstarfið í kringum XL kom þannig til að ég tók fyrir hann Matta „show-reel“ yfir vetrartím- ann á bíómyndinni hans, Roklandi. Ég tók allar vetrarsenurnar fyrir Besti fer til Banda- ríkjanna LEIKARAR NJÓTA MIKILLAR ATHYGLI VIÐ GERÐ KVIK- MYNDA OG ÞAÐ GERA LEIKSTJÓRAR LÍKA. EN MINNI AT- HYGLI FÁ OFT HINIR MIKILVÆGU LISTAMENN SEM ERU Á BAKVIÐ KVIKMYNDATÖKUVÉLINA OG STÝRA HENNI. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Svipmynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.