Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013
Menning
Lykillinn að góðri myndasögufelst í jafnvæginu á millimynda og texta,“ segir teikn-
arinn og útgefandinn Jean Posocco.
Hann hefur um árabil rekið útgáfu-
fyrirtæki er nefnist Froskur útgáfa
(myndasogur.is) sem sérhæfir sig í
útgáfu á myndasögum og hefur m.a.
stýrt útgáfu á myndasögublaðinu
NeoBlek sem áður hét hasarblaðið
Blek og hóf göngu sína árið 1996 og
kemur út fjórum sinnum á ári. Ný-
verið komu út hjá Froski útgáfu
þrjár nýjar bækur, barnabók er
nefnist Lára lygakokkur og mynda-
sögurnar Lóa! – Trúnaðarkver eftir
Julien Neel og Tímaflakkararnir
eftir Zep, Stan & Vince.
„Ég valdi þessa tvo myndasögu-
titla af því að mig langaði til að
kynna nýtt efni fyrir landanum.
Þetta eru stuttar sögur sem eru
mjög skemmtilegar aflestrar,“ segir
Jean og tekur fram að hann hafi
góð tengsl við myndasögubransann
erlendis, því hann hefur síðustu ár
keypt myndasögur fyrir NeoBlek-
blaðið. „Sumir líta á myndasögur
sem strákabækur, enda eru margar
af þekktustu söguhetjunum karl-
kyns. Mér fannst því mikilvægt að
bjóða líka upp á myndasögu sem
höfðað gæti til stelpna,“ segir Jean
og vísar þar til Lóu. Bendir hann á
að Lóa hafi notið mikilla vinsælda í
Frakklandi á síðustu árum og komið
út í tuttugu löndum. „Ef viðtökur
hérlendis við bókunum tveimur
verða góðar stefni ég að því að gefa
út fleiri bækur í sömu seríu.“
Jean segist sakna þess tíma hér-
lendis þegar meira var gefið út af
myndasögum. „Ég veit að ég er
ekki sá eini sem saknar þess. Fjölvi
og Iðunn stóðu sig mjög vel á sínum
tíma og gáfu meðal annars út
Lukku-Láka, Ástrík galvaska,
Tinna, Sval og Val svo fáeinar sögu-
hetjur séu nefndar. Um aldamótin
síðustu dró verulega úr myndasögu-
útgáfunni hérlendis sem varð til
þess að Íslendingar hafa að miklu
leyti misst af þeim breytingum sem
orðið hafa í myndasögubransanum.
Þannig eru t.d. mun fleiri konur
farnar að skrifa og teikna mynda-
sögur, sem er spennandi því þær
hafa oft aðra sýn og áherslur í sög-
um sínum.“
Aðspurður segir Jean Lóu og
Tímaflakkarana ætlaða fyrir les-
endur frá sex ára aldri og upp úr.
Hann leggur hins vegar áherslu á
að myndasögur séu ekki aðeins fyrir
börn. „Erlendis eru lesendur
myndasagna á öllum aldri. Þar
skammast fullorðið fólk sín ekkert
fyrir að lesa myndasögur, enda eru
þær teknar mun alvarlegar sem list-
form. Það væri ánægjulegt ef hægt
væri að innleiða viðlíka viðhorf hér-
lendis. Mér finnst alltaf leiðinlegt
þegar lítið er gert úr myndlæsi og
myndskreytingum bóka. En vonandi
fer þetta að breytast og það mun
auðvitað fyrst og fremst gerast með
meiri og faglegri umfjöllun. Hafa
verður í huga að fólk sem í dag er á
þrítugsaldri ólst upp við mun meira
úrval myndasagna hérlendis en
finna má í dag. Vonandi vill þetta
sama fólk halda myndasögunum að
sínum börnum og þá er mikilvægt
að gott úrval sé fyrir hendi,“ segir
Jean og tekur fram að hann ali með
sér draum um að geta líka gefið út
klassískar myndasögur. „Sem dæmi
er ég að vinna í því að gefa út bók
um Sval og Val sem ekki hefur áður
komið út hérlendis.“
Julien Neel er höfundur bókanna um Lóu. Sú fyrsta leit dagsins ljós árið 2004 og eru þær orðnar sex talsins. Gerðir hafa verið sjónvarpsþættir upp úr bókunum sem m.a. eru sýndir í Ríkissjónvarpinu. Í
fyrstu bókinni glímir Lóa við mörg dæmigerð vandamál táningsstúlkna, hún kynnist fyrstu ástinni auk þess sem hún reynir að koma móður sinni saman við sjarmerandi nágranna.
LYKILLINN AÐ GÓÐRI MYNDASÖGU FELST Í JAFNVÆGINU Á MILLI MYNDA OG TEXTA
Myndasagan merkilegt listform
TEIKNARINN OG ÚTGEFANDINN JEAN POSOCCO HEFUR ÞAÐ AÐ MARKMIÐI AÐ KYNNA GÓÐAR MYNDASÖGUR FYRIR LANDANUM. NÚ Í BYRJUN ÁRS
BÝÐUR HANN LESENDUM UPP Á NÝTT EFNI EN Í FRAMHALDINU STENDUR TIL AÐ GEFA ÚT GÓÐKUNNINGJA ÚR HEIMI MYNDASÖGUNNAR.
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Kápurnar að
Lóu og
Tímaflökk-
urum sem
nýverið
komu út á
íslensku.
Tímaflakkarar koma úr smiðju Zep, Stan & Vince. Fyrsta bókin kom út árið 2008 og síðan hafa fjórar fylgt í kjölfarið. Systkinin Soffía og Snorri komast yfir farsíma sem getur flutt þau fram og til baka í
tíma. Þau ferðast víða í fyrstu bókinni og valda iðulega miklum usla. Oft reyna þau að nýta sér nýfengna söguþekkingu í skólaritgerðum sínum sem fellur í misgóðan jarðveg hjá kennara þeirra.
Jean Posocco hefur myndskreytt fjölda barna- og kennslubóka en einbeitir sér
nú fyrst og fremst að útgáfu myndasagna fyrir fólk á öllum aldri.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Jean Posocco hefur verið búsettur
hérlendis sl. þrjátíu ár, en hann er
Frakki af ítölskum ættum. Hann
lauk námi frá Myndlista- og hand-
íðaskóla Ís-
lands árið
1989 og hefur
síðan þá unn-
ið á auglýs-
ingastofu,
starfað sjálf-
stætt við
myndskreytingar og gefið út
myndasögur. Jean hefur á ferli sín-
um myndskreytt mikinn fjölda
barna- og kennslubóka. Sú nýjasta
er Lára lygakokkur sem er saga
eftir Margréti Björgu Júlíusdóttur.
Aðspurður segist Jean vera af
gamla skólanum þar sem sér þyki
alltaf best að vinna myndir með
blýanti á pappír, síðan fer hann ofan
í línurnar með blekpenna, skannar
myndirnar inn og litar þær loks í
tölvunni þegar við á.
Langur
ferill