Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Page 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Page 64
SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2013 Tvær tilnefndar komnar í Leiguna Þín ánægja er okkar markmið Beasts of the Southern Wild og Searching for Sugar Man eru báðar frábærar, enda tilnefndar til Óskarsverðlauna. Komdu þér í Óskarsgírinn í Leigunni í Vodafone Sjónvarpi. vodafone.is/leigan „Ég er á leiðinni til Rögnu Fossberg í klippingu og treysti henni full- komlega fyrir því að ég muni líta vel út í sjónvarpinu. Hún kom ein- mitt með meikpúðann og tyllti á nefbroddinn á mér þegar ég keppti sjálfur í Gettu betur fyrir 10 árum,“ segir Atli Freyr Steinþórsson, nýr dómari Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Und- anfarin þrjú ár hefur Örn Úlfar Sævarsson dæmt í keppninni. Atli sigraði í Gettu betur fyrir áratug þegar hann keppti fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík og segist nú loksins skilja forvera sína í starfi sem hann hafi stundum býsnast yfir. Atli hefur flutt jólakveðjur á Þorláksmessu í útvarpinu síðastliðin tvö ár. Hann segir að helsta breytingin fyrir sig verði að að sjálf- sögðu að hafa myndavélina vakandi yfir sér. „Ég ætla að passa að horfa ekki beint í myndavélina.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári SPURNINGAKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA Atli hefur lesið jólakveðjur á Þor- láksmessu á RÚV. Jólaþulur í Gettu betur Atli Freyr Steinþórsson keppti í Gettu betur fyrir hönd MR árið 2002 og 2003 og dæmir nú í keppninni. Rás 2 sunnu- dag kl. 19:30. Hið opinbera er þáttur sem legg- ur áherslu á nýja íslenska tónlist, jafnt með þekkt- um sem lítt þekktum flytjendum. Auk þess verður reglulega boðið upp á tón- leikaupptökur úr safni Rásar 2. Umsjón með þættinum hefur Ágúst Bogason. HIÐ OPINBERA RÚV sunnudag kl. 20.40 Að leið- arlokum (e. Parade’s End) nefnist nýr breskur framhalds- mynda- flokkur í fimm hlutum. Æskilegt að sögu- hetjunum endist aldur. AÐ LEIÐARLOKUM Stöð 2 Sport og Gull sunnudag Þorsteinn Joð fer mikinn í grein- ingu á heimsmeistaramótinu í handbolta á Stöð 2 Sport þessa dagana og verður á sínum stað um helgina. Einnig má sjá kappann í Viltu vinna milljón? á Gullinu. VIÐJOÐANDI Þrífarar vikunnar Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er í kastljósinu þessa dagana. Beinar út- sendingar frá leikjum á heimsmeist- aramótinu á Spáni sýna ótal svip- brigði þjálfarans; gleði og sorg. Quentin Tarantino kvikmyndaleik- stjóri er einn þeirra sem mörgum þykir líkjast Aroni okkar. Þessir geð- þekku menn þykja um margt líkir þótt Tarantino sé sjaldan brúnaþung- ur - enda ekki að þjálfa handboltalið. Höfrungur er eitt vinalegasta dýr jarðar. Dökk augun minna um margt á þá félaga Aron Kristjánsson og Quentin Tarantino og ekki síður þyk- ir keimlíkur munnsvipur þeirra allra sem gefur til kynna lúmska kímnigáfu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.