Morgunblaðið - 16.02.2013, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 1 6. F E B R Ú A R 2 0 1 3
Stofnað 1913 39. tölublað 101. árgangur
ENDURGERÐIR
ÁHUGAVERÐAR
TILRAUNIR
SKÁBÖRN
OG
BRASILÍA
GETUR EKKI
HUGSAÐ SÉR
LÍF ÁN HUNDS
SUNNUDAGUR HVOLPAR EINS OG LOTTÓMIÐAR 10VIÐTAL VIÐ PAUL RUDD 54
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Tugþúsundir sitja eftir með óleyst
vandamál eftir stjórnartíð norrænu
velferðarstjórnarinnar, að sögn
Bjarna Benedikts-
sonar, formanns
Sjálfstæðisflokks-
ins. „Við þetta
verður ekki búið.
Það verður að
rétta fólki hjálpar-
hönd,“ segir hann
í viðtali í blaðinu í
dag. Þar ræðir
hann stöðuna í
stjórnmálum, m.a.
stjórnarskrána, leiðir í efnahagsmál-
um og þátttöku sína í atvinnulífinu.
„Við eigum að nota skattkerfið til
að auðvelda fólki að greiða niður
húsnæðislán sín. Við ætlum líka að
létta byrðarnar með því að heimila
því að nýta skattahagræðið af sér-
eignarsparnaðinum og leggja beint
inn á húsnæðislánin,“ segir hann.
Andlitslausir eigendur
Bjarni segir það tvískinnungshátt
að bankar á Íslandi séu í dag í eigu
óþekktra aðila og að aldrei hafi farið
fram úttekt á sérstöku hæfi þeirra
til að fara með eignarhaldið. „Á
sama tíma þykjast menn hafa lært
að það skipti máli hver eigi bankana
og að eignarhaldið sé gegnsætt.
Þessu þarf að breyta. Það er óþol-
andi að bráðum séu 5 ár frá hruninu
og eignarhald allra stórra banka sé í
höndum andlitslausra eigenda; vog-
unarsjóða og áhættufjárfesta í leit
að skyndigróða.“
Spurður um snjóhengjuna segir
Bjarni m.a.: „Meginatriðið er að við
ætlum ekki að láta erlenda kröfu-
hafa, sem komu flestir hér inn eftir
hrunið til að stórgræða á ástandinu,
halda okkur í heljargreipum hafta.
Það kemur ekki til greina. Það þarf
að afskrifa stóran hluta þessara
eigna með einum eða öðrum hætti.“
Hann segir nauðsynlegt að lækka
skatta og einfalda skatta- og reglu-
verk atvinnulífsins. „Ég nefni trygg-
ingagjaldið hér alveg sérstaklega
því það er hreinn skattur á það að
ráða fólk og vinnur gegn því að
fyrirtæki geti fjölgað störfum. Það
þarf líka að skapa frið um grunn-
atvinnuvegina sem óvissan nagar að
innan.“
Ekkert á samviskunni
Í samtalinu er vikið að þátttöku
Bjarna í viðskiptalífinu og segir
hann alveg skýrt að þau félög sem
hann sat í stjórn hjá hafi ekki verið
gerendur í þeirri atburðarás sem fór
af stað í hruninu. „Að hafa komið ná-
lægt atvinnurekstri þegar hrunið
reið yfir er ekki sök í sjálfu sér. Þeir
sem með einhverjum hætti höfðu
rangt við þurfa að svara fyrir það.
En ég hef einfaldlega ekkert á sam-
viskunni og ég læt ekki kjafta mig út
úr stjórnmálum með þvættingi og
rakalausum áróðri,“ segir Bjarni.
MÞarf að lækka álögur » 28-29
Nauðsyn að lækka skatta
Bjarni
Benediktsson
Tryggja þarf stöðugleika „Læt ekki kjafta mig út úr stjórnmálum“
Skattkerfið verði notað til að auðvelda fólki að greiða niður húsnæðislán
Tónlistarhátíðin Sónar hófst í gærkvöldi í Hörpu
en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin hér á
landi. Fjöldi fólks kom saman í tónlistarhúsinu og
myndaðist litrík stemning þegar íslenskir sem er-
lendir listamenn, á borð við GusGus, Ghostigital,
Retro Stefson og Trentemøller, stigu á svið.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Gleði og innlifun á Sónar
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Það er álit framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins að sé heildarkostnaður við lántöku
ekki tilgreindur geti það brotið í bága við neyt-
endalöggjöf sambandsins.
Er sú afstaða talin
geta haft víðtækar af-
leiðingar fyrir verð-
tryggð lán á Íslandi.
Þetta álit kemur
fram í svari Mariu
Lissowska, sérfræð-
ings innan fram-
kvæmdastjórnarinn-
ar, við fyrirspurn dr.
Mariu Elviru Men-
dez-Pinedo, prófess-
ors í Evrópurétti við
Háskóla Íslands.
Svaraði Lissowska
fyrir hönd Tonio
Borg, sem fer með
heilbrigðis- og neytendamál í framkvæmda-
stjórn ESB, en spurningin var jafnframt lögð
fyrir Stefan Füle, stækkunarstjóra sambands-
ins.
Allur kostnaður við lán falli niður
Telur Mendez-Pinedo að í þessu svari felist að
Íslendingar standi frammi fyrir aðstæðum sam-
bærilegum þeim sem koma fram í tveim málum
fyrir Evrópudómstólnum. Hefði sú staða í för
með sér að fella bæri niður allan kostnað af lán-
um sem ekki uppfylltu skilyrði reglnanna.
MVerðtryggð lán »16
Lánin
álitin
ólögleg
ESB ályktar um
verðtryggðu lánin
1.000
milljarðar
» Upphæðin sem
um er að tefla ef
kostnaður af verð-
tryggðum lánum
fellur niður.
» Þetta er mat
Arnars Krist-
inssonar lögfræð-
ings.
„Við erum ekki
farin að sjá það
ennþá hvar rík-
isstjórnin ætlar
sér að stoppa
þennan bolta,
sem hún ýtti af
stað,“ segir Vil-
hjálmur Egils-
son, fram-
kvæmdastjóri
SA, í tilefni af
stofnanasamningi hjúkrunarfræð-
inga og Landspítala. Ekki verði
betur séð en að aðrar stéttir séu að
setja sig í stellingar til að fara fram
á svipaðar launahækkanir. »4
Ríkisstjórnin ýtti
bolta af stað
Vilhjálmur
Egilsson
Í umsögn um
frumvarp til
breytinga á fjöl-
miðlalögum
leggur fjölmiðla-
nefnd til að
nokkrar breyt-
ingar verði gerð-
ar á 28. grein
laganna, sem
kveður á um vernd barna gegn
skaðlegu efni. Nefndin hefur til
skoðunar tæknileg úrræði fyrir-
tækja til að uppfylla skilyrði lag-
anna. »30
Ákvæðum um vernd
barna verði breytt
Trygginga-
miðstöðin var á
fimmtudag sýkn-
uð í máli sem
slitastjórn Glitnis
höfðaði gegn fé-
laginu vegna
ábyrgðartrygg-
ingar stjórnar og
yfirmanna bank-
ans sem rann út 2009.
Slitastjórn Kaupþings rekur sam-
bærilegt mál fyrir dómstólum á Ís-
landi en ekki slitastjórn gamla
Landsbanka, LBI. »6
Slitastjórnir stefna
tryggingafélögum
Safn tíu þúsund bóka, sem eru í
eigu þjóðkirkjunnar, verður senn
gert aðgengilegt. Safnið hefur í
tæp fimmtíu ár verið geymt bak við
luktar dyr í turni Skálholtskirkju
en verður í sumar komið fyrir þar
sem fleiri geta notið. Í safninu eru
margar merkustu bækur Íslands-
sögunnar, segir Kristján Valur Ing-
ólfsson, og nefnir þar m.a. Guð-
brandsbiblíu og frumútgáfu
Passíusálma Hallgríms. » 18
Trú Biblíur frá fyrri öldum eru í safninu.
Skálholtssafnið
senn úr turninum