Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Yfir 85% fallið frá
uppsögn á LSH
Læknaráð styður byggingu nýs spít-
ala og vill að yfirvöld hætti niðurskurði
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Ég hugsa að þetta séu nær 90%
hjúkrunarfræðinga sem hafa dregið
uppsagnir sínar til baka en það er
meiri ágiskun en útreiknaðar tölur.
En ég þori að fullyrða að nú sé þetta
komið í 85%,“ sagði Erna Einars-
dóttir starfsmannastjóri Landspít-
alans síðdegis í gær. Draga þurfti
uppsögn til baka fyrir miðnætti í
fyrrakvöld til þess að fá greiddar 60
þúsund krónur í álagsgreiðslur fyrir
nóvember og desember.
„Ég hugsa að ég leyfi helginni að
líða og tek saman þær uppsagnir
sem hafa verið dregnar til baka í
byrjun næstu viku,“ segir Erna.
„Við erum mjög ánægð með þann
hóp hjúkrunarfræðinga sem hefur
fallið frá uppsögnum sínum. Við
vonumst til að fá fleiri því það er
mjög mikilvægt,“ segir Ólafur Bald-
ursson, framkvæmdastjóri lækninga
á LSH. Hann reiknar fastlega með
að starfsemin geti orðið með eðlileg-
um hætti næstu mánaðamót.
Rúmlega 40 geislafræðingar á
Landspítalanum hafa sagt upp
störfum, en þær uppsagnir eiga að
taka gildi 1. maí. Þá hafa tvær form-
legar beiðnir borist spítalanum um
gerð stofnanasamnings, en þær eru
frá náttúrufræðingum og Eflingu.
Þung verkefni framundan
„Það gera sér allir grein fyrir því
að það eru þung verkefni fram-
undan fyrir spítalann varðandi aðr-
ar stéttir sem eru allar mjög mik-
ilvægar,“ segir Ólafur og ítrekar að
það þurfi marga með margvíslega
hæfni til að spítalastarfsemi gangi
upp.
Læknaráð hélt fund í gær og mun
senda frá sér ályktun eftir helgina.
Fundurinn var fjölmennur. „Fund-
armenn voru ákveðnir í því að skora
á yfirvöld að hætta niðurskurði til
Landspítalans,“ segir Ólafur.
Þá sagði hann að annað málefni
hefði einnig verið áberandi á fund-
inum og það var hversu mikill ein-
hugur hefði ríkt meðal lækna um
byggingu nýs spítala.
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Samstarfsyfirlýsing um kísilver á
Bakka var undirrituð gær. Um er að
ræða tvo samninga. Annars vegar
yfirlýsingu um samstarf ríkisins við
sveitarfélagið Norðurþing, Hafnar-
sjóð Norðurþings og þýska iðnfyr-
irtækið PCC vegna áforma um upp-
byggingu kísilvers á Bakka. Þá var
einnig undirritað samkomulag á
milli Norðurþings, Hafnarsjóðs
Norðurþings og íslenska ríkisins um
nauðsynlegar aðgerðir svo hægt sé
að ráðast í atvinnuuppbyggingu á
Bakka.
Þýskt stórfyrirtæki
Að sögn Bergs Elíasar Ágústsson-
ar, bæjarstjóra Norðurþings, mun
þýska fyrirtækið PCC sjá um rekst-
ur kísilversins. Samkvæmt upplýs-
ingum af heimasíðu PCC starfa um
2500 starfsmenn hjá dótturfélögum,
og tengdum fyrirtækjum, fyrirtæk-
isins í sextán löndum.
„Það sem þarna verður framleitt
er kísill og hann er m.a. notaður í
sólarrafhlöður og efnavöruiðnað.
Síðan fylgja þessu ákveðnar rykteg-
undir sem meðal annars fara í ál,“
segir Bergur Elías. Aðspurður hve-
nær verksmiðjan muni hefja starf-
semi sína segir Bergur Elías að skv.
áætlun sem fyrir liggi sé stefnt að
því að starfsemin hefjist seinni hluta
árs 2015 eða í byrjun árs 2016.
„Þegar hæst lætur á uppbygging-
artímanum munu um 390 manns
starfa við uppbyggingu verksmiðj-
unnar og þá er ekki meðtalin at-
vinnuuppbyggingin, höfn, vegteng-
ing, orkuver og línulagnir,“ segir
Bergur Elías og bætir við: „Síðan
þegar fyrsta áfanga er lokið þá
munu starfa við hana um 120 til 130
manns í beinum störfum og um 160
til 170 manns þegar seinni áfanga er
lokið.“
Aðspurður hvers eðlis þessi störf
verði segir Bergur Elías að stór
hluti starfanna verði iðnaðar- og
tæknistörf og síðan verði þarna
einnig í boði verkamannastörf.
Mikill gleðidagur
„Þetta er mikill gleðidagur fyrir
okkur, en ég hef trú á að þetta verði
upphaf að samfelldu uppbyggingar-
og hagvaxtarskeiði á Norðurlandi,“
sagði Kristján Möller, þingmaður
Samfylkingarinnar, um yfirlýs-
inguna í samtali við mbl.is í gær. Þá
sagðist Kristján vilja líta á umrædda
uppbyggingu á Bakka í samhengi
við aðra uppbyggingu sem áformuð
er á norðurslóðum, þ. á m. olíuleit
við Grænland, norðursiglingar og ol-
íuleit á Drekasvæðinu.
„Ég horfi til þess að þarna verði
uppbygging næstu árin og áratugina
og að þetta verði upphafið að sam-
felldu uppbyggingar- og hagvaxtar-
skeiði næstu árin,“ sagði Kristján.
Undirrituðu samstarfs-
yfirlýsingu um kísilver
Um 390 manns munu starfa við uppbyggingu kísilversins
Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson
Frá höfninni á Húsavík Uppbygging kísilversins skapar fjölbreyttara atvinnulíf fyrir íbúa Norðurþings.
Tveir Íslendingar sem sitja nú þeg-
ar í fangelsi í Danmörku fyrir smygl
á fíkniefnum hafa verið handteknir
af lögreglu grunaðir um aðild að
smygli á 27 kílóum af amfetamíni.
Þetta tengist máli Íslendinga sem
voru handteknir í Danmörku í fyrra
vegna smygls á 34 kílóum amfeta-
míns.
Á vef Ekstra Bladet kemur fram
að mennirnir tveir, sem eru 25 og
37 ára, hafi verið dæmdir í fimm og
átta ára fangelsi fyrir smygl á fimm
kílóum af e-töflum og sitji í fangelsi
í Danmörku fyrir það.
Þeir eru nú grunaðir um að eiga
aðild að smygli á 27 kg af amfeta-
míni en fleiri Íslendingar tengjast
því máli.
Í september í fyrra handtók lög-
reglan sjö Íslendinga sem taldir
voru tengjast smygli á 34 kg af am-
fetamíni. Er nú talið að tvímenning-
arnir tengist því máli en 37 ára Ís-
lendingur, sem var handtekinn á
Spáni, er talinn höfuðpaurinn í mál-
inu.
Þegar hefur danskur karlmaður
frá Fjóni verið dæmdur í 12 ára
fangelsi fyrir hlut sinn í smyglinu á
27 kílóunum en það var hann sem
tók á móti amfetamíninu á heimili
sínu í Óðinsvéum.
Íslendingarnir tveir voru úr-
skurðaðir í 28 daga gæsluvarðhald í
Kaupmannahöfn.
Alls sitja nú tólf bak við lás og slá
í Danmörku vegna þessa máls, Ís-
lendingarnir sem voru handteknir í
gær, Íslendingarnir sem voru hand-
teknir í fyrra fyrir smygl á 34 kg og
þrír að auki.
Tukthúslimir í
gæsluvarðhald
Tveir Íslendingar grunaðir um smygl
TILBOÐ
á 1 lítra
Kókómjólk
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna
ræddu stjórnarskrárfrumvarpið á
fundum sínum í gærkvöldi. Að sögn
Össurar Skarphéðinssonar, utanrík-
isráðherra og þingmanns Samfylk-
ingarinnar, var mikil umræða um
frumvarpið á þingflokksfundi Sam-
fylkingarinnar.
„Á þessum þingflokksfundi fórum
við yfir málið og skoðuðum það frá
öllum hliðum. Við veltum fyrir okk-
ur ýmsum möguleikum, m.a. þeim
sem kom fram í Feneyjaálitinu, að
áfangaskipta, en það varð engin
niðurstaða í þá veru,“ segir Össur.
Hann bætir við að Árna Páli Árna-
syni, formanni flokksins, hafi verið
falið umboð til að skoða málið betur
og ræða það við aðra stjórnmála-
flokka.
Aðspurður hvort sá kostur sé
uppi á borðinu að ná einhverjum
völdum köflum frumvarpsins í
gegnum þingið fyrir þinglok segir
Össur: „Á þessu stigi eru margir
valkostir sem eru til umræðu og
þetta er einn af þeim en hann er
ekki endilega á þessari stundu ofar
settur en aðrir. Menn fóru í gegn-
um ýmsa kosti og mátu þetta út frá
ýmsum hliðum, málið er flókið og
það er okkar ágæti nýi formaður
sem hefur úrslitavald í þessum efn-
um.“
Þá bendir Össur á að hugsanlegt
sé að þingflokkurinn ræði þetta mál
aftur og telur hann slíkt ekki vera
ólíklegt.
„Við ræddum stöðu málsins sem
er í miðri annarri umræðu í þinginu
og við stefnum að því að ljúka þeirri
umræðu og fá málið inn í nefnd til
að geta farið yfir m.a. þá kafla sem
við geymdum í stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd og biðum með að
fjalla um þar til eftir álit Feneyja-
nefndarinnar,“ segir Álfheiður
Ingadóttir, þingflokksformaður
Vinstri grænna. Þar sagðist hún
eiga sérstaklega við kaflann um
stjórnskipun landsins sem lýtur
annars vegar að ráðherrum og rík-
isstjórn og hinsvegar forseta Ís-
lands.
Vilja fá kafla inn í nefnd
„Þetta eru kaflar sem við viljum
fá inn í nefndina til að fjalla um á
milli annarrar og þriðju umræðu að
fengnu áliti Feneyjanefndarinnar,“
segir Álfheiður. Aðspurð hvort sú
hugmynd hafi verið rædd á fund-
inum að ná ákveðnum köflum frum-
varpsins í gegnum þingið fyrir
þinglok og fresta öðrum segir Álf-
heiður að það hafi ekki verið gert.
Áfangaskipting rædd
hjá Samfylkingu
Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna ræddu stjórnarskrána
Össur
Skarphéðinsson
Álfheiður
Ingadóttir