Morgunblaðið - 16.02.2013, Side 8

Morgunblaðið - 16.02.2013, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 General Electric kæli- og frystiskápar sem hafa inn- byggða klakavél með mulningi og ísköldu íslensku vatni. Þeir eru öflugir og glæsilega innréttaðir. Fást hvítir, svartir og með stálklæðningu. Verð frá kr. 398.800 stgr. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is TILBOÐSDAGAR Tilboð Amerískir með klakavél Svokallaður aðalsamningamaðurÍslands í viðræðunum um aðild landsins að ESB opnaði sig í viðtali við litháíska fréttaveitu. Þar sagð- ist hann að telja að um mitt næsta kjörtímabil yrðu viðræðurnar komn- ar mjög vel á veg.    Mitt næsta kjör-tímabil er ár- ið 2015 og þá eru sex ár liðin frá því að umsóknin var þvinguð í gegnum Alþingi með ósannindum og fortölum sem seint munu gleymast.    Árni Páll Árnason og JóhannaSigurðardóttir sögðu til að mynda árið 2009 að Ísland gæti orð- ið aðili að sambandinu strax árið 2010. Það sama sagði prófessor og varaþingmaður Samfylkingarinnar Baldur Þórhallsson.    Að ógleymdum sjálfum StefániHauki Jóhannessyni „að- alsamningamanni“ sem sagði um mitt ár 2009 að aðildarviðræður tækju eitt til eitt og hálft ár.    Í litháíska viðtalinu sagði StefánHaukur einnig að fleiri Íslend- ingar vildu klára viðræðurnar en hætta þeim. Þetta er sérkennilegt þegar haft er í huga að í spurningu Capacent Gallup um þetta efni und- ir lok síðasta árs vildi aðeins rúmur þriðjungur halda viðræðunum áfram en meira en helmingur vildi slíta viðræðunum.    Hvernig stendur á því að svomiklum ósannindum hefur verið beitt af hálfu stuðningsmanna aðildar?    Getur verið að málstaðurinn veitiekki svigrúm fyrir sannleik- ann? Stefán Haukur Jóhannesson Örstuttar viðræður sem aldrei lýkur STAKSTEINAR Veður víða um heim 15.2., kl. 18.00 Reykjavík 3 heiðskírt Bolungarvík 0 skýjað Akureyri 1 alskýjað Kirkjubæjarkl. 3 skýjað Vestmannaeyjar 4 heiðskírt Nuuk -3 léttskýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Ósló -2 frostrigning Kaupmannahöfn 1 þoka Stokkhólmur 1 þoka Helsinki -2 alskýjað Lúxemborg 2 þoka Brussel 7 léttskýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 8 skýjað London 8 léttskýjað París 8 skýjað Amsterdam 6 skýjað Hamborg 2 skýjað Berlín 1 skýjað Vín 2 þoka Moskva -7 þoka Algarve 16 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 10 léttskýjað Aþena 10 skýjað Winnipeg -16 snjókoma Montreal 2 snjóél New York 6 heiðskírt Chicago -3 léttskýjað Orlando 13 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:19 18:06 ÍSAFJÖRÐUR 9:34 18:01 SIGLUFJÖRÐUR 9:17 17:43 DJÚPIVOGUR 8:51 17:33 Elín Jónasdóttir, húsfreyja á Siglu- firði, andaðist á sjúkradeild Heil- brigðisstofnunar Fjallabyggðar í fyrradag, 104 ára gömul. Hún var fimmti elsti Íslendingurinn þegar hún lést. Elín fæddist 16. maí 1908 í Efri- Kvíhólma í Ásólfsskálasókn í Vest- ur-Eyjafjallahreppi. Foreldrar hennar voru Jónas Sveinsson (1875- 1946), bóndi frá Rauðafelli í Ey- vindarhólasókn í Rangárvallasýslu, og Guðfinna Árnadóttir (1874-1972), húsfreyja frá Mið-Mörk í Stóra- Dalssókn í Rangárvallasýslu. Elín var sú fjórða í röð níu systkina. Elín bjó á æskuslóðum fram yfir tvítugt en fór þá til Reykjavíkur. Þar kynntist hún mannsefninu sínu, Óskari Sveinssyni, sjómanni frá Siglufirði. Hún flutti til Siglufjarðar 1939 og gengu þau Óskar í hjóna- band 28. nóvember 1941. Elín var húsmóðir og vann einnig við síld- arsöltun á síldarárunum. Óskar lést árið 1983. Elín bjó ein til 98 ára ald- urs en flutti þá á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Elín var trúrækin og studdi líkn- arstarf eftir bestu getu. Áratugum saman saumaði hún og prjónaði föt sem gefin voru fátækum í Austur- Evrópu, Afríku og Asíu. Einnig var hún dyggur stuðningsmaður ABC Barnahjálpar. Þau Óskar og Elín eignuðust þrjú börn, Hauk (f. 1941), Guðlaugu (f. 1942) og Guðfinnu (f. 1946, d. 2009). Andlát Elín Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.