Morgunblaðið - 16.02.2013, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013
100%
dúnn
Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið Sími 533 2220 www.lindesign.is sendum frítt úr vefverslun á næsta pósthús
10.000 dúnsængur
100%
bómull
Settu nafnið þitt í pott í
verslun og þú getur unnið
sæng fyrir alla fjölskylduna
Tilboð 7.686 kr (áður 10.980 kr)
Stærð 100x140 - 400 gr dúnn
Tilboð 10.486 kr (áður 14.980 kr)
Stærð 140x200 - 790 gr dúnn
Tilboð 23.490 kr (áður 33.490 kr)
Við fögnum 10.000 ánægðum viðskiptavinum og bjóðum
fleiri í hópinn með risatilboði á öllum dúnsængum.
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
H
vað viltu?“ spyr Sirrý
Halla þegar hún opn-
ar dyrnar að bak-
aríinu sínu Kökuhorn-
inu í Lindarhverfinu í
Kópavogi. „Ja, ég veit það ekki. Mér
líður nú hálfilla að velja mér bara úr
borðinu hjá þér,“ segir blaðamaður
hálfvandræðalega. „Nú, veldu þér
hvað sem er, þú ert svo heppin að
taka viðtal við rétta manneskju,“
svarar Sirrý Halla að bragði. Með
loppna fingur, rautt nef og kaldar tær
sest blaðamaður niður og fær kaffi og
með því. Eftir dágóða útiveru í Heið-
mörk og hesthúsahverfi Gusts þar
sem hundarnir hafa farið í gegnum
sína daglegu æfingar er helsta
áhugamál Sirrýjar Höllu rætt,
hundaræktun og þjálfun. „Mig hafði í
rauninni dreymt um að eignast hund
frá því að ég var smákrakki. Svo þeg-
ar ég lét verða af því fékk ég mér Pa-
pillon. Ég fann fljótt að sú hundateg-
und hentaði mér ekki af því að ég er
svo mikið í hestunum. Þá fékk ég
fyrsta Schäferinn (þýskan fjárhund).
Fljótlega eftir það flutti ég inn rakka
frá Noregi, hann Rambó minn sem er
norsk-íslenskur alþjóðlegur meist-
ari.“
Á eina þýska fjárhundinn
sem er hlýðnimeistari
Ári eftir að Rambó kom til land-
sins flutti Sirrý Halla inn tík frá Nor-
egi til að para hana með Rambó. „Í
fyrsta gotinu kom meðal annars
Gríma en hún er á útkallslista hjá
Björgunarsveitinni. Ég er rosalega
stolt af henni og Emil, eigandanum
hennar. Úr ræktuninni minni á ég
Blaze sem ég hef þjálfað frá því að
hún var hvolpur. Hún er eini Schäfer-
hundurinn á Íslandi sem er með OB1-
próf en það er hlýðnimeistaratitill og
hún er jafnframt íslenskur meistari.
Hún er fyrsti og eini Schäferinn sem
ber titilinn hlýðnimeistari á Íslandi.
Ég hef notið dyggrar aðstoðar Þór-
hildar vinkonu minnar við alla þjálf-
un.“ Þórhildur Bjartmarz er eigandi
hundaskólans Hundalíf en hún og
Sirrý Halla hittast ásamt fleirum að
minnsta kosti einu sinni í viku til að
þjálfa hunda sína og nýta þær sér að-
stæður í reiðskemmu Gusts.
Getur ekki hugsað
sér líf án hunds
Þýskir fjárhundar hafa lengi verið í uppáhaldi hjá Sigríði Höllu Stefánsdóttur eða
Sirrý Höllu eins og hún er alltaf kölluð. Hún var ekki búin að eiga sinn fyrsta
hund lengi þegar hún ákvað að leita að góðum ræktarhundi í Noregi og skella sér
í ræktun. Sirrý hefur vegnað vel en hún var stigahæsti ræktandinn í sinni tegund
árið 2012 og í sjötta sæti yfir allar tegundir innan Hundaræktarfélags Íslands.
Verðlaun Blaze hefur staðið sig vel og bregður á leik með Sirrý Höllu.
Tengsl Sirrý Halla myndar einstök tengsl við hundana sem hún þjálfar.
Hlýðni Blaze liggur kyrr og bíður eftir skipunum frá Sirrý Höllu.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Mikið er lagt upp úr því að hundaeig-
endur sæki námskeið með hvolpum
sínum og skilar það sér yfirleitt í
betri tengslum milli manns og hunds.
Hundaskólinn Hundalíf býður upp á
alls kyns námskeið fyrir hunda eins
og til dæmis hvolpa- og unghunda-
námskeið og hlýðninámskeið. Frekari
upplýsingar um námskeiðin má finna
á heimasíðu skólans og þar má líka
nálgast kennsluáætlun fyrir hvert
námskeið.
Stöku sinnum stendur hundaskól-
inn fyrir námskeiðum utan höfuð-
borgarsvæðisins og er vert að fylgj-
ast með því. Allir kennarar skólans
hafa áralanga reynslu af hundaþjálf-
un og eru að sjálfsögðu hundaeig-
endur sjálfir.
Á heimasíðunni er hægt að skoða
fjöldann allan af hundamyndum og
má þar til að mynda finna ljósmyndir
af nemendum Hundalífs.
Vefsíðan hundalif.is
Hundalíf Það er gefandi að fara með hlýðna hunda í göngu á vetrarkvöldi.
Hvolpar setjast á skólabekk
Mánudaginn 18. febrúar mun Tómas
R. Einarsson mæta í Café Lingua og
spjalla um áhuga sinn á rómönsku
Ameríku, ferðir sínar um þær slóðir
og segja frá því hvernig spænskan
opnaði honum dyr inn í kúbanska
tónlist og menningu. Hann fjallar
einnig um kúbönsk skáld og kúb-
anskar bókmenntir og lesin verða
ljóð eftir skáldið Herberto Padilla á
íslensku og spænsku. Í lokin mun
Tómas grípa í kontrabassann og jafn-
vel spila á bjöllur líka. Fyrir þá sem
kunna spænsku er tilvalið að mæta
og hrista aðeins upp í spænskunni en
auðvitað eru allir velkomnir og
ókeypis inn.
Café Lingua er í Borgarbókasafn-
inu Tryggvagötu 15 og er opið alla
mánudaga kl. 17-18.
Þar geta gestir hitt aðra heims-
borgara á tungumálatorgi.
Café Lingua
Slegið á kúbanska strengi
Kúba Tómas á röltinu með tónlistarmönnum á Kúbu.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.