Morgunblaðið - 16.02.2013, Page 14
Þrír matreiðslumenn og vínþjónn
frá veitingastaðnum Fifteen í Lond-
on stóðu fyrir gala-kvöldverði
ásamt veitingastaðnum Kolabraut-
inni í Hörpu í janúar. Verkefnið var
að frumkvæði Fifteen og er liður í
góðgerðarverkefni sem miðar að
því að styðja við bakið á íslenskum
ungmennum sem glímt hafa við
vímuefnavanda og hjálpa þeim að
komast út í atvinnulífið. Jamie Oli-
ver stofnsetti veitingastaðinn Fif-
teen og var eitt aðalmarkmið hans
að hjálpa unglingum sem voru á
leið út í lífið á nýjan leik eftir vímu-
efnaneyslu. Leifur Kolbeinsson,
matreiðslumeistari og fram-
kvæmdastjóri Kolabrautarinnar,
hefur í gegnum árin unnið með Ja-
mie Oliver og í gegnum þau tengsl
varð þetta verkefni að veruleika.
Samtals söfnuðust 2,5 milljónir
króna. Um 1,8 milljónir í formi að-
gangseyris og þá var boðið upp
verk eftir Birgi Andrésson sem gef-
ið var af fjölskyldu Birgis og gall-
erý i8. Verkið seldist á 700 þúsund
krónur. Allir sem að þessu verkefni
komu gáfu vinnu sína og birgjar
gáfu hráefni og var þannig tryggt
að fjármunirnir skiluðu sér að fullu
til SÁÁ.
Söfnuðu 2,5 millj-
ónum fyrir SÁÁ
Landskeppni í skák milli Íslands og Kína verður haldin í
höfuðstöðvum Arion banka við Borgartún 16. og 17.
febrúar. Keppni hefst báða daga klukkan 13 og eru
áhorfendur velkomnir. Kínverska liðið er eitt hið sterk-
asta sem sótt hefur Ísland heim. Aldursforsetinn í ís-
lenska liðinu verður Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari
Íslendinga. Tefldar verða atskákir í landskeppninni með
20 mínútna umhugsunartíma og verður hvort lið skipað
sex skákmönnum. Allir tefla við alla og því eru alls 72
vinningar í pottinum. Davíð Ólafsson verður lands-
liðseinvaldur í keppninni og meðal þeirra sem munu
keppa fyrir Íslands hönd eru, auk Friðriks, stórmeistararnir Helgi Ólafs-
son, Stefán Kristjánsson og Þröstur Þórhallsson.
Landskeppni við Kínverja í skák
Friðrik Ólafsson
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013
vél og reykköfunarstólar. Að sögn
Þorbergs Bæringssonar slökkviliðs-
stjóra er bíllinn útbúinn tveimur há-
þrýstidælum sem dæla 3.200 lítrum á
mínútu. Í slökkviliðinu starfa 20
manns.
Úrkoma hefur verið mun minni í
Hólminum í vetur en oft áður sem
bætist við þurrviðrasamt sumar.
Snjór hefur varla sést, aðeins föl í
nokkra daga. Í janúar var úrkoman
20% undir meðaltali. Það er langt
síðan vatnsborð stöðuvatna í ná-
grenninu hefur verið jafn lágt á
miðjum vetri.
Stykkishólmur er vaxandi
ferðamannabær og á undanförnum
árum hefur margt verið gert til að
styrkja stoðir ferðaþjónustu. Miklar
endurbætur fara fram á Hótel
Stykkishólmi. Verið er að endurnýja
öll herbergi í gömlu álmu hótelsins
og að því loknu verður öll aðstaða
fyrir gesti til fyrirmyndar.
Habour hostel er nýtt gisti-
heimili sem verður opnað nú í vor.
Rekstraraðilar keyptu Sjávarborg
sem er gamalt hús við höfnina. Mikl-
ar endurbætur fara fram á húsnæð-
inu þessar vikurnar. Hostelið getur
tekið allt að 50 manns í gistingu.
Einnig verður þar til húsa nýstofnuð
ferðaskrifstofa.
Í vor verður hafist handa um
byggingu á tveimur íbúðarhúsum.
Skipavík hf. í Stykkishólmi annast
framkvæmdirnar fyrir eigendur. Þá
er víða unnið að viðhaldi eldri húsa
svo að iðnaðarmenn hafa í ýmsu að
snúast næstu mánuðina.
Um helgina verður leikin önnur
umferð 4., 5. og 6. deildar Íslands-
mótsins í blaki kvenna í Stykkishólmi
og eru skráð 22 lið í keppnina. Allt
gistirými er upptekið þá daga sem
mótið stendur.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Auðunn Árnason
Alltaf á vaktinni Slökkviliðsmenn ánægðir með nýja slökkvibílinn enda er hann afar vel búinn tækjum.
Atvinnuástand er gott en
fjölbreyttari störf vantar
ÚR BÆJARLÍFINU
Gunnlaugur A. Árnason
Stykkishólmur
Atvinnuástandið í Hólminum hef-
ur verið nokkuð gott. Hér eins og víð-
ar í dreifibýli vantar meiri fjölbreytni
í störf til að skapa ungu og menntuðu
fólki vinnu sem gjarnan vill starfa
hér.
Síldveiðum smábáta í Hólm-
inum er lokið á þessari vertíð. 30
bátar lönduðu síld, samtals 622 tonn-
um og fengust 85 þús. kr. fyrir hvert
tonn. Síldin fór öll til vinnslu og var
mestum afla landað til Agustson ehf.
í Stykkishólmi, 440 tonnum. Heildar-
aflinn er tæplega hálfur farmur hjá
einum af stóru síldveiðibátunum.
Nýr slökkvibíll var keyptur ný-
lega frá Hollandi. Hann er af gerð-
inni Benz 1124 og fylgdi með allur
búnaður, þ. á m. klippur, hitamynda-
Reitir fasteignafélag hf. og Fjöl-
skylduhjálp Íslands hafa undirritað
þriggja ára leigusamning um hús-
næði að Iðufelli 14 í Reykjavík. Um
er að ræða 409 fermetra rými sem
áður hýsti verslun Bónus. Nýtt
húsnæði Fjölskylduhjálparinnar er
um tvöfalt stærra og mun hentugra
fyrir starfsemina heldur en það
húsnæði sem samtökin hafa yfir að
ráða í dag í Eskihlíð.
Núverandi leigutaki húsnæðisins
að Iðufelli 14 er Bónus og gildir sá
leigusamningur út árið 2013. Bón-
us hefur hins vegar ákveðið að
rýma húsnæðið fyrir Fjöl-
skylduhjálpina frá 1. mars nk., en
verslun var aflögð í húsinu fyrir
allnokkru. Bónus hefur jafnframt
ákveðið að skilja eftir nokkuð af
búnaði í húsnæðinu sem mun nýt-
ast Fjölskylduhjálpinni í starfi
hennar, s.s. innbrota- og bruna-
varnarkerfi.
„Leigukjör og skilmálar Reita
gagnvart Fjölskylduhjálpinni út
leigusamninginn eru afar hagstæð.
Framlag Reita til starfsemi Fjöl-
skylduhjálparinnar næstu 36 mán-
uðina er því umtalsvert og gerir
Reiti að einum af meginstuðnings-
aðilum samtakanna,“ segir í frétta-
tilkynningu frá Fjölskylduhálpinni.
Fjölskylduhjálpin var stofnuð ár-
ið 2003 af fimm konum, Ásgerði
Jónu Flosadóttur, Guðrúnu
Magnúsdóttur, Önnu Auð-
unsdóttur, Rögnu Rósantsdóttur
og Guðbjörgu Pétursdóttur, saman
höfðu þær 80 ára reynslu sem
sjálfboðaliðar í góðgerðarstörfum.
Í upphafi var starfsemin stofnuð til
að úthluta klæðnaði til fólks sem
hafði ekki efni á slíku, en fljótlega
fóru að berast til þeirra matvæli
vegna gríðarlegra tenginga inn í
atvinnulífið sem þær konur höfðu.
Á myndinni eru (frá vinstri)
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita,
Ásgerður Jóna Flosadóttir, for-
maður Fjölskylduhjálpar Íslands,
Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir,
varaformaður Fjölskylduhjálp-
arinnar, og Ásta Katrín Vilhjálms-
dóttir, stjórnarkona hjá Fjöl-
skylduhjálpinni.
Fjölskylduhjálpin
flytur í Breiðholtið
Tvöfalt stærra húsnæði en áður
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16
Gulir sjóndeildarhringir
Nikhil Nathan Kirsh
9. – 24. febrúar
nr. 58 Myndlist
9. – 18. febrúar
nr. 59 Silfur
9. – 25. febrúar
Vefuppboð
Erum að taka á móti
verkum á næsta uppboð
Listmunauppboð
Leið til bata eða
bara leiðindi?
Samhjálp kvenna verður með fræðslufund
í Skógarhlíð 8, húsi Krabbameinsfélagsins, 4. hæð,
þriðjudaginn 19. febrúar 2013 kl. 20.00.
Ásgerður Sverrisdóttir krabbameinslæknir flytur erindi:
Hormónameðferð við brjóstakrabbameini.
Allir velkomnir - ókeypis aðgangur
Skógarhlíð 8, 105 R., 540 1900, www.samhjalpkvenna.org