Morgunblaðið - 16.02.2013, Page 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Orator, félag laganema, hélt í gær
hátíðarmálþing í tilefni af árshátíð
félagsins undir yfirskriftinni „Ráð-
gefandi álit EFTA dómstólsins – Er
breytinga þörf á íslenskum reglum?“
Frummælendur voru þau Páll
Hreinsson, dómari við EFTA-dóm-
stólinn, Skúli Magnússon, héraðs-
dómari og Margrét Einarsdóttir,
forstöðumaður Evrópuréttarstofn-
unar. Málþingið var mjög vel sótt og
heppnaðist vel að sögn Kristínar
Jónsdóttur, formanns Orators.
Íslenskir dómstólar ráðþægir
Samkvæmt upplýsingum Kristín-
ar fjallaði Skúli Magnússon um
regluverkið og það ferli sem fer af
stað þegar dómstóll óskar eftir ráð-
gefandi áliti. Jafnframt fjallaði hann
í stuttu máli um fræðilegan og sögu-
legan grundvöll EFTA-dómstólsins
og bar saman muninn á ráðgefandi
álitum EFTA-dómstólsins og forúr-
skurðum Evrópudómstólsins. Mar-
grét Einarsdóttir fór yfir niðurstöð-
ur rannsókna sinna þess efnis að
íslenskir dómstólar færu nánast
undantekningalaust eftir ráðgefandi
álitum EFTA-dómstólsins. Hún
gagnrýndi dómstóla jafnframt fyrir
að óska ekki í nægilega mörgum til-
vikum eftir áliti dómstólsins.
Páll Hreinsson sagði að Íslending-
ar væru þó duglegir við að leita ráð-
gefandi álits dómstólsins, margfalt á
við Norðmenn miðað við höfðatölu
og málafjölda fyrir dómstólum land-
anna.
Á málþinginu veitti Orator Páli
Sigurðssyni, prófessor við HÍ,
kennsluverðlaun Orators, sem nú
eru veitt í annað sinn. Að sögn Krist-
ínar Jónsdóttur bárust mjög margar
tilnefningar og ekki auðvelt verk að
velja á milli og margir kennarar vel
að þeim komnir. Páll þótti, að mati
nemenda, hafa lagt mikið til laga-
kennslu á Íslandi á löngum kennslu-
ferli sínum. Fram kom í tilnefning-
um nemenda meðal annars að „það
væri Páli að þakka að námsefni til
BA-prófs er að stórum hluta á ís-
lensku en ekki dönsku“ og að nem-
endur sæktust eftir að sækja nám-
skeið. Páll hefði jafnframt fengið
marga nemendur til að sjá lögfræði
og námið í nýju ljósi.
Framlag Páls til fræðaheims lög-
fræðinnar var einnig ákvarðandi
þáttur við veitingu verðlaunanna.
Í fyrra voru verðlaunin veitt Haf-
steini Þóri Haukssyni fyrir ný-
breytni í kennsluháttum.
Morgunblaðið/Golli
Málþing Grágás, Skúli Magnússon, Páll Hreinsson og Margrét Einarsdóttir á Hátíðarmálþingi Orators í gær
Fjölmennt á málþingi
um EFTA-dómstólinn
Páll Sigurðsson verðlaunaður fyrir lagakennslu við HÍ
Málþing Orators
» Íslenskir dómstólar duglegir
við að leita ráðgefandi álits
EFTA-dómstólsins
» Algjör undantekning að
dómstólar dæmi öfugt við álit
dómstólsins
» Páli Sigurðssyni prófessor
voru veitt kennsluverðlaun
Orators fyrir framlag hans til
lagakennslu
Vel miðar í hreinsunarstarfi í Kol-
grafafirði. Vinna við að grafa dauða
síld í fjörunni er langt komin og
flutningur á grút úr fjörunni er haf-
inn. Stjórnvöld telja hins vegar lík-
legt að grípa þurfi til frekari að-
gerða, enda sé umfangið mikið.
Þetta kalli á frekari fjárveitingar til
verkefnisins.
Ríkisstjórnin samþykkti í gær-
morgun að starfshópur ráðuneyt-
isstjóra forsætisráðuneytis, um-
hverfis- og auðlindaráðuneytis,
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytis og fjármálaráðuneytis ynni
tillögur til ríkisstjórnar um útgjöld
vegna þeirra verkefna, sem ráðast
þarf í vegna síldardauðans í Kol-
grafafirði.
Líklegt er að grípa þurfi til frekari
aðgerða, enda er umfangið mikið.
Ljóst er því að síldardauðinn í Kol-
grafafirði hefur óhjákvæmileg út-
gjöld í för með sér umfram þær fjár-
veitingar sem ríkisstjórn hefur
þegar samþykkt til vöktunar og eft-
irlits. Mun ofangreindur starfshópur
annast tillögugerð vegna útgjalda
sem ráðast þarf í vegna hamfaranna,
líkt og gert var varðandi útgjöld í
tengslum við óveður sem gekk yfir
Norðurland sl. haust,“ segir í frétta-
tilkynningu frá atvinnuvegaráðu-
neytinu og umhverfisráðuneytinu.
Allir ernirnir fleygir
Mikið fuglalíf er á svæðinu og er
því mikil hætta á að grútur setjist í
fjaðrir fugla með neikvæðum afleið-
ingum.
Eftirlitsferð sérfræðinga Nátt-
úrustofu Vesturlands og Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands leiddi í
ljós að töluverður fjöldi arna er á
svæðinu en svo virðist sem aðeins
einn til tveir þeirra hafi komist í
snertingu við grútinn. Grúturinn
virðist þó ekki hamla örnunum því
allir ernir sem sást til eru fleygir,
segir í tilkynningunni.
Frekari aðgerðir
í Kolgrafafirði
Kallar á auknar fjárveitingar
Morgunblaðið/RAX
Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is
Verslun okkar er opin:
Virka daga kl. 9-18
Laugardaga kl.11-16
Sunnudaga lokað
Tilboðsvörur á frábæru verði
70%afsláttur
allt að
af völdum vörum og
sýningareintökum Borðstofustólar frá 4.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr
Borðstofuborð 40.000
Höfðagaflar 5.000
Sjónvarpsskápar 25.000
Rúm 153cm 157.000
Púðar 2.900
Vín
Torino
Fjarstýringavasar 2.500
Hægindastólar 99.000
Tungusófar 75.400
Hornsófar 119.450
Sófasett 99.900
Mósel
AquaClean áklæði
kynningarafslátturAquaClean áklæði er sérstaklegaauðvelt að hreinsa
aðeins með vatni!
H Ú S G Ö G N
Fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudag 19. febrúar kl. 17–18 á vegum Stofn-
unar stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Fimm bækur hafa komið út gegn frjálshyggju og kapítalisma á íslensku síðustu árin,
eftir Einar Má Jónsson, Einar Má Guðmundsson, Stefán Snævarr, Ha-Joon Chang,
Stefán Ólafsson og fleiri. Hannes Hólmsteinn bregst við gagnrýni þeirra og ræðir sér-
staklega orsakir hinnar alþjóðlegu lánsfjárkreppu og bankahrunsins íslenska, „frjáls-
hyggjutilraunina“ á Íslandi, siðleysi í viðskiptum og samanburð hinna 50 Bandaríkja
Norður-Ameríku, 10 fylkja Kanada og 27 ríkja Evrópusambandsins. Fundarstjóri er
dr. Ómar H. Kristmundsson prófessor, forseti Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands.
Fundurinn er öllum opinn. Eftir fundinn verður móttaka í Hámu í Háskóla Íslands
18–20.
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála
Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Frjálshyggjan,
kreppan og kapítalisminn