Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 24
Grafið Skóflustunguna tóku Sigurður A. Jónsson frá MP banka, Sigurður Sveinbjörnsson frá Sveinbirni Sigurðssyni og Ingvi Jónasson frá Klasa. Morgunblaðið/Golli BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Félagið Mánatún slhf. hefur keypt svokallaðan Bílanaustsreit við Mánatún og mun byggja þar allt að 175 íbúðir ásamt bílageymslum. Þróunarvirði verkefnisins er sjö til átta milljarðar króna. Þetta er væntanlega umfangsmesta bygging- arframkvæmd á íbúðahúsnæði frá hruni. Verkefnið er samstarf MP banka, fasteigna- og ráðgjafarfyrirtækisins Klasa, og verktakans Sveinbjörns Sigurðssonar og er fjármagnað af fjárfestum. „Staðsetningin er mjög góð og við finnum strax fyrir áhuga á íbúðun- um,“ segir Jón Óttar Birgisson, for- stöðumaður fyrirtækjaráðgjafar MP banka, í samtali við Morgunblaðið og nefnir að skortur sé á íbúðum. Fyrsta skóflustungan Reisa á þrjú fjölbýlishús, þ.e. Mánatún 1, Mánatún 7-17 og Sóltún 1-3. Heildarflatarmál íbúðarýmis verður um 20 þúsund fermetrar og er áætlaður verktími um þrjú ár. Samþykktar teikningar vegna Má- natúns 7-17 liggja fyrir og er það fyrsti áfangi verksins. Framkvæmd- ir eru að hefjast og var fyrsta skóflustungan tekin í gær. „Við reiknum með að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar í lok árs,“ segir Jón Óttar. Staðið er að verkefninu með ný- stárlegum hætti, að hans sögn. Upp- leggið var að skapa nýjan fjárfest- ingarkost. Alla jafna í framkvæmdum sem þessum reisa verktakar byggingar með lánsfé og selja þær að svo búnu. Það sé því ekki auðvelt fyrir fjárfesta að kom- ast inn í slík verkefni. Draga fjárfesta að „Við færðum fasteignaþróunar- verkefni í þann búning að fjárfestar geti tekið þátt,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, við Morgunblaðið. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að bankinn hefur umsjón með fjármögnunni, sameinar t.d. hags- muni verktaka, hluthafa og lánveit- enda. „Okkar hlutverk er að skipu- leggja fjármögnunina, við lánum til að mynda ekki til framkvæmdanna nema að litlum hluta en útvegum hagkvæmustu fjármögnunina fyrir verkefnið,“ segir Sigurður Atli. Jón Óttar segir að eiginfjárhlut- fallið sé um 30% á hverjum tíma. „Það þykir tiltölulega hátt í verkefni sem þessu.“ Klasi er fyrirtæki sem er sérhæft í rekstri fasteigna, en það á m.a. Há- degismóa, og hefur umsjón með stjórn verkkaupa. „Fjárfestar geta því treyst því að verkefnið gangi vel fyrir sig,“ segir Jón Óttar. Aðal- verktakinn er Sveinbjörn Sigurðs- son, sem er 70 ára gamalt fyrirtæki. Um það bil tugur fjárfesta kemur að eigendahópi Mánatúns, þar á meðal eru MP banki, Klasi, Svein- björn Sigurðsson, auk ýmissa fjár- festa. „Mögulega má rekja það hve langt verkefnið er komið, að við nálguðumst það með öðrum hætti. Það hefði verið erfitt fyrir einn verktaka að taka það að sér því það er umfangsmikið,“ segir Jón Óttar og vísar til þess að þróunarvirðið sé sjö til átta milljarðar króna. 8 milljarða fjárfesting  MP banki bauð upp á nýjan fjárfest- ingarkost  Nýtt líf Bílanaustsreitsins Miklar framkvæmdir » 176 íbúðir munu rísa á Bíla- naustsreitnum og er um að ræða þrjú fjölbýlishús. » Heildarflatarmál íbúðarýmis verður um 20 þúsund fermetr- ar og er áætlaður verktími um þrjú ár. » Verkefnið er samstarf MP banka, fasteigna- og ráðgjaf- arfyrirtækisins Klasa, og verk- takans Sveinbjörns Sigurðs- sonar og er fjármagnað af fjárfestum. » Uppleggið var að skapa nýj- an fjárfestingarkost. Fram að þessu hefur verið erfitt fyrir fjárfesta að taka þátt í fast- eignaþróunarverkefnum. 24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 Reginn og Verkfræðistofan Verkís hafa undirritað leigusamning um fasteignina Ofanleiti 2, sem áður hýsti Háskólann í Reykjavík, sem er í eigu Regins hf. Ofanleiti 2 er alls 8.012 m2 að stærð. Samkvæmt samkomulaginu verður húsnæðið afhent í áföngum. Undirritun leigutilboðs er með fyr- irvörum, þar á meðal um afhend- ingartíma, umfang breytinga og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar vegna kaupa á núverandi eignum sem hýsa starfsemi Verkís. Að auki er fyrirvari um samþykki stjórna félaganna. Reginn hefur samhliða gert til- boð um kaup á ýmsum fasteigna- félögum sem eiga fasteignir sem hýsa núverandi starfsemi Verkíss. Meðal félaga eru: Stórhöfði ehf. og Goshóll ehf. en félögin eiga hluta Suðurlandsbrautar 4, Almenna byggingarfélagið ehf. en félagið á hluta Fellsmúla 26 í Reykjavík og VIST ehf. en félagið á eignirnar Ár- múla 4 og 6 í Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ofanleiti 2 Húseignin hýsti áður Háskólann í Reykjavík, en mun hýsa starf- semi Verkíss. Reginn vill kaupa fasteignafélög sem hýsa starfsemi Verkíss. Verkís gerir leigusamning við Regin um Ofanleiti 2  Reginn gerir til- boð í fasteignafélög                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-.-/ +00.12 +,-.23 ,/.4+, ,/.,++ ,4./4, +/0.3+ +./0++ +03.51 +1+.31 +,0.+2 ,44.,/ +,-.-2 ,/.410 ,/.,10 ,4./3+ +24 +./05, +01.+3 +1,.+5 ,//.030 +,0.25 ,44.1, +,0.,, ,/.+23 ,/./21 ,4.2, +24./0 +./00/ +01.15 +1,.3/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á NÁMSKEIÐ UM SKÓLAGÖNGU BARNA MEÐ ATHYGLISBREST OG OFVIRKNI FYRIR KENNARA OG ANNAÐ STARFSFÓLK GRUNNSKÓLA Fimmtudagur 28. febrúar 2013 Kl. 8:30-14:50 Almennt yfirlit um athyglisbrest og ofvirkni: Páll Magnússon sálfræðingur. Athyglisbrestur og nám: Haukur Örvar Pálmason sálfræðingur. Kennsla nemenda með ADHD og teymisvinna: Elín Hoe Hinriksdóttir sérkennsluráðgjafi. Föstudagur 1. mars 2013 Kl. 12:30-16:30 Líðan barna með ADHD í skólanum: Urður Njarðvík sálfræðingur. Samskipti skóla og heimila barna með ADHD: Bóas Valdórsson sálfræðingur. Fundarstjóri: Ellen Calmon, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna. Að námskeiðinu stendur samstarfshópur fulltrúa frá ADHD samtökunum, Símenntun Rannsóknir Ráðgjöf á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Félagi grunnskólakennara, SAMFOK, Heimili og skóla, Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Kennarafélagi Reykjavíkur og sérfræðingum. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu ADHD samtakanna: www.adhd.is/is/fraedsla-og-namskeid/namskeid/namskeid-um-skolagongu-barna- med-athyglisbrest-og-ofvirkni Verð fyrir félagsmenn kr. 10.900 en 14.900 fyrir aðra. Innifalið í námskeiðsgjöldum eru gögn og nýútkomin handbók fyrir kennara: ADHD og farsæl skólaganga. FIMMTUDAGINN 28. FEB RÚAR OG FÖSTUDAGINN 1. MARS 2013 samtökin Háaleitisbraut 13, 108 Reykjav ík, sími 581-1110, w ww.adhd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.