Morgunblaðið - 16.02.2013, Síða 27

Morgunblaðið - 16.02.2013, Síða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 Vefðu þig hlýju Ábreiða úr hinni einstöku íslensku ull gerir hverja stund hlýja og notalega... Sjá sölustaði á istex.is Styrking • Jafnvægi • Fegurð CCFlax Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri og einkennum breytingaskeiðs Heilbrigðari og grennri konur Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Fæst í apótekum, heilsubúðum og völdum stórmörkuðum www.celsus.is Slegið í gegn í vinsældum, frábær árangur ! Mulin hörfræ – Lignans – Trönuberjafræ Kalk úr hafþörungum Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius brast í grát þegar hann kom fyrir dómara í Pretoríu í gær og var ákærður fyrir morð á unnustu sinni að yfirlögðu ráði. Pistorius neit- ar sök. Oscar Pistorius er þekktasti fatlaði íþróttamaður heims, var sigursæll á ólympíumótum fatlaðra í Peking og London og varð fyrsti fótalausi íþróttamaðurinn til að taka þátt í Ól- ympíuleikunum þegar hann keppti í 400 metra hlaupi og 4x400 metra boð- hlaupi á leikunum í London á liðnu ári. Pistorius, sem er 26 ára, hefur ver- ið álitinn þjóðhetja í Suður-Afríku og ákæran er því reiðarslag fyrir þjóð- ina. Hann sat álútur og þögull í rétt- arsalnum þar til hann brast í grát þegar skýrt var frá því að saksókn- ararnir teldu að hann hefði framið morðið af ráðnum hug. Hann á allt að lífstíðarfangelsi yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. Sagður hafa skotið í gegnum hurð Verjendur Pistorius fóru fram á að hann yrði látinn laus gegn tryggingu. Dómarinn frestaði því til þriðjudags- ins kemur að taka þá beiðni fyrir. Þangað til verður Oscar Pistorius í varðhaldi á lögreglustöð í Pretoríu. Fjölskylda spretthlauparans gaf út yfirlýsingu eftir að morðákæran var birt og þar kom fram að hann hygðist „harðneita sök“. Hann vott- aði einnig fjölskyldu unnustu sinnar samúð sína. Að sögn lögreglunnar í Pretoríu hleypti Pistorius af skammbyssu á unnustu sína sem varð fyrir fjórum skotum í höfuðið og aðra höndina. Suðurafríska dagblaðið Beeld segir að unnustan hafi læst sig inni á bað- herbergi og Pistorius skotið á hana í gegnum hurð. Kemur fram í sjónvarpi Unnusta Pistorius, Reeva Steen- kamp, var 29 ára fyrirsæta og tók þátt í raunveruleikaþætti sem tekinn var upp í Jamaíku og verður sýndur í sjónvarpi í Suður-Afríku í dag. Framleiðendur þáttarins sögðu að sýningunni yrði ekki frestað vegna morðsins. Í þættinum keppa nokkrar þekktar suðurafrískar konur um verðlaun að andvirði tæpra 15 millj- óna króna. Pistorius brast í grát fyrir rétti  Neitar því að hafa myrt unnustu sína AFP Ákærður Oscar Pistorius grætur fyrir rétti í Pretoríu í gær. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.