Morgunblaðið - 16.02.2013, Síða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013
við hátt vaxtastig, verðbólgu og flökt í gengi
krónunnar. Hluti lána félagsins var í erlendri
mynt, gengisvísitalan var 106 þegar kaupin
voru gerð en í nóvember 2008 þegar ég hætti
sem stjórnarformaður fór gengisvísitalan í 290.
Sé þörf fyrir stjórnmálamenn sem hafa skiln-
ing á mikilvægi þess fyrir heimili og atvinnulíf
að hér ríki meiri stöðugleiki þá ætti að það vera
nokkuð óumdeilt að ég get talað af reynslu í
þeim málum.“
Hjálpum fólki í gegnum skattkerfið
– Hver er afstaða Sjálfstæðisflokksins í
skuldamálum heimilanna?
„Ég tel að þetta sé eitt alvarlegasta vanda-
málið sem enn er óleyst í lok þessa kjörtímabils.
Vandinn er gríðarlegur. Tugþúsundir sitja eftir
með óleyst vandamál eftir stjórnartíð norrænu
velferðarstjórnarinnar. Við þetta verður ekki
búið. Það verður að rétta fólki hjálparhönd.
Við eigum að nota skattkerfið til að auðvelda
fólki að greiða niður húsnæðislán sín. Við ætl-
um líka að létta byrðarnar með því að heimila
því að nýta skattahagræðið af séreignarsparn-
aðinum og leggja beint inn á húsnæðislánin.
Þetta hjálpar fólki að halda heimilum sínum og
greiða niður skuldir sem verst brenna á því.
Samhliða þarf auðvitað atvinnuátak.
Að auki þarf að gera kerfisbreytingar sem
horfa til framtíðar og þar er verkefnið að taka
húsnæðislánakerfið á Íslandi til endurskoð-
unar. Hugmyndir ASÍ í þessu efni eru allrar at-
hygli verðar og koma til móts við þá skýru
kröfu að fólk geti fengið óverðtryggð lán með
föstum vöxtum til langs tíma. Til þess að það sé
raunhæft er grundvallaratriði að tryggja stöð-
ugleika. Mér finnst skipta miklu að tryggja
fólki valfrelsi hér. Það er ekkert unnið með því
einu að banna verðtryggð lán ef grundvöllur
þess að óverðtryggðir vextir lækki hefur ekki
verið skapaður. Einstaklingur sem tók 20 millj-
ón króna lán árið 2005 með 100 þúsund króna
greiðslubyrði á mánuði óverðtryggt og með
breytilegum vöxtum, hann hefði þurft að standa
skil á 300 þúsund krónum á mánuði af því láni
þegar vextir fóru hér í hæstu hæðir. Af þessu
má sjá að það eitt að geta boðið upp á óverð-
tryggð lán leysir ekki vandann. Ákallið er um
óverðtryggð lán með föstum vöxtum til langs
tíma og þau munu ekki verða að veruleika nema
þjóðfélaginu sé stýrt af festu og að hér ríki stöð-
ugleiki.
Önnur kerfisbreyting sem við viljum láta
reyna á er sú að í stað þess að fólk taki almennt
há lán og fái svo í framhaldinu vaxtabætur frá
ríkinu, þá færum við okkur á næstu árum yfir
til þess að fólk hafi skattalegan hvata til að
safna fyrir höfuðstólseign fyrir útborgun í fast-
eignum og hefji þannig íbúðakaupin með eig-
infjárframlagi sem skipti máli. Þannig hvetjum
við til sparnaðar í stað þess að hvetja til lán-
töku.“
Aldrei orðið vitni að öðru eins
– Hvað finnst þér um farveginn sem ný
stjórnarskrá hefur ratað í?
„Mér er algjörlega miðsboðið að sjá hversu
langt stjórnarflokkarnir eru tilbúnir að ganga
til að vinna pólitískan slag, þar sem sjálf stjórn-
arskráin er undir. Mér er líka fullkomlega mis-
boðið að heyra í einkasamtölum að þetta fólk
sér að dæmið gengur ekki upp, en fylgjast síðan
með því tala til almennings á allt annan hátt. Ég
hef á þessum tíu árum sem ég hef setið á þingi
aldrei orðið vitni að öðru eins. Þrátt fyrir
ágreining og ólíkar skoðanir hafa gilt gam-
algróin lögmál um stjórnarskrána sem er
grundvöllur stjórnskipunar landsins. Þau felast
í því að vinna út frá þeim þáttum sem mest sátt
getur tekist um, ekki ala á ágreiningi. En strax
vorið 2009 byrjuðu stjórnarflokkarnir að snið-
ganga þá hugmyndafræði og þeir hafa fylgt
þeirri línu í fjögur ár. Fyrir vikið eru djúp-
stæðar deilur um fjölmörg atriði málsins, ekki
bara á þingi heldur einnig meðal fræðimanna
og helstu lögspekinga.
Endurskoðun stjórnarskrárinnar hófst að
nýju eftir synjun forseta Íslands á fjölmiðalög-
unum á sínum tíma og þá lentum við í stjórn-
arskrárkrísu. Umræða um þörfina fyrir auð-
lindaákvæði í stjórnarskrá hefur líka verið
lifandi í talsvert langan tíma. Þessi stóru atriði,
þ.e. valdmörk forsetaembættisins gagnvart
öðrum valdhöfum, beint lýðræði og auðlinda-
ákvæði í stjórnarskrá hefðu verið nægt fóður
ein og sér fyrir þingið til þess að ná góðri sátt.
En í stað þess að einbeita sér að þeim, sem aug-
ljóst tilefni var til að taka til sérstakrar skoð-
unar, þá var öll áherslan lögð á heildarend-
urskoðun og t.d. nýlegur mannréttindakaflinn
tekinn upp og endurskrifaður. Til hvers? Ég vil
fyrir alla muni og endilega nýta allt það sem
nýtilegt er í vinnunni fram til þess, en mér hef-
ur frá upphafi fundist augljóst að þingið eigi að
fara með forræði málsins. Nú er komin ný for-
ysta í annan stjórnarflokkinn sem talar um að
láta af pólitík af þeim toga sem einkennt hefur
umræðuna í stjórnarskrármálinu og á næstu
dögum ætti að koma í ljós hvort innistæða er
fyrir þeim orðum eða hvort nýju vinnubrögðin
sem heitið hefur verið í tengslum við formanns-
skiptin eru innantóm orð.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum
árum lagt fram sínar tillögur um nýtt auðlinda-
ákvæði í stjórnarskrá og sérstaklega kallað eft-
ir því að efnisleg umræða fari fram um þær á
Alþingi, en stjórnarflokkarnir hafa kosið að
halda málinu frá þinginu allt fram á þennan vet-
ur. Þingið hefur einfaldlega verið í algjöru
aukahlutverki.“
– Heldurðu að nýtt frumvarp um stjórn fisk-
veiða verði samþykkt á kjörtímabilinu?
„Nei, það er engan veginn nægur tími eftir af
þinginu til að vinna að svona stóru máli og ég
skil atvinnuvegaráðherrann þannig að það sé
fyrst og fremst lagt fram til kynningar og um-
ræðu.“
Þurfum að þétta raðirnar
– Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur lýst yfir
framboði til varaformanns Sjálfstæðisflokksins.
Er það áhyggjuefni fyrir þig hversu vel hún
hefur komið út í skoðanakönnunum?
„Ég lít ekki þannig á það. Við tókumst á um
það á síðasta landsfundi hvort okkar ætti að
leiða starfið áfram og inn í kosningarnar. Að-
dragandinn að því var mjög keimlíkur því sem
ég hef séð núna. Og það var útkljáð á þeim
landsfundi. Það sem er mér efst í huga nú í að-
draganda landsfundar og síðan kosninga er
ánægja með að Hanna Birna skuli í fyrsta lagi
hafa stigið það skref að koma inn í landsmálin
og eins gleðst ég yfir því fyrir hönd allra flokks-
manna að það sé eftirspurn eftir henni og hún
hafi traust til að taka að sér forystuhlutverk.
Hún ætlar að sækjast eftir varaformannsemb-
ætti í flokknum og verður þannig minn helsti
samstarfsmaður. Við eigum eftir að ná vel sam-
an.
Af hverju í ósköpunum ætti það að vera
áhyggjuefni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi yfir
frambærilegu fólki að ráða í sínum röðum? Það
eimir um of eftir af þeirri hugsun að í stjórn-
málunum séu allir á eigin forsendum og líti á
fólkið í kringum sig sem andstæðinga. Mér
finnst það nokkuð áberandi í umræðunni um
okkur Hönnu Birnu. En ég vil undirstrika að
okkur sjálfstæðismenn tengja sterk hug-
sjónabönd sem engin innbyrðisátök geta slitið í
sundur. Og ég finn fyrir því núna þegar þessar
mikilvægu kosningar eru framundan að fram-
bjóðendur flokksins tala mikið um þörfina fyrir
að þétta raðirnar, stilla saman strengi. Það
gera sér allir grein fyrir því að verkefnin sem
bíða kalla á þétt samstarf og samvinnu þeirra
sem í fremstu röð vinna fyrir flokkinn.“
– Hvaða stjórnarmynstur sérðu fyrir þér eft-
ir kosningar?
„Ég sé fyrir mér stjórnarsamstarf sem bygg-
ist á skýrri sýn á þau stóru mikilvægu mál sem
við okkur blasa. Þetta verður að vera sterkur
stjórnarmeirihluti, bæði hvað varðar afgerandi
stefnu og framtíðarsýn og einnig fjölda þing-
manna. Það bíða mörg úrlausnarefni sem krefj-
ast seiglu og þolinmæði og af þeirri ástæðu er
þessi sameiginlega sýn og sterkur meirihluti
mikilvægur. Þetta verður um leið að vera rík-
isstjórn sem getur sameinað ólík öfl í þjóðfélag-
inu, þar með talið aðila vinnumarkaðarins, að
baki ákveðnum meginmarkmiðum.
Mikilvægasta markmiðið á næsta kjör-
tímabili er að leggja grunn að stöðugleika og
vexti. Framtíðarsýnin þarf að vera skýr til þess
að þessi samstaða geti myndast. Það þurfa allir
að skynja hvert förinni er heitið og að það sé
þjóðarheildinni til heilla að ná þeim mark-
miðum.
– Er raunhæft að lækka skatta í þessu ár-
ferði?
„Það er ekki bara raunhæft. Það er nauðsyn-
legt. Það þarf að lækka álögur á heimilin og at-
vinnulífið, einfalda skattkerfið og gera það skil-
virkara og sanngjarnara. Þetta þarf að gera til
að örva hagvöxt í landinu og við höfum fjölmörg
tiltölulega nýleg dæmi þess að lægri og einfald-
ari skattar geta skilað ríkinu auknum tekjum.
Það er algeng hugsanavilla að ganga út frá því
að hærri skattar þýði ávallt hærri tekjur. Þess-
um misskilningi skýtur reglulega upp kollinum.
Það keyrði þó um þverbak fyrir kosningarnar
2003 þegar Sjálfstæðisflokkurinn þurfti að
svara ásökunum um það, þrátt fyrir að hafa
lækkað skatta, að þeir hefðu í raun hækkað
vegna þess að tekjur ríkisins höfðu aukist! Það
var þá sem þetta dæmi varð til, að ef við lækk-
um fargjaldið í strætó en tekjurnar aukast af
því að það koma fleiri farþegar – hvort hefur þá
fargjaldið verið lækkað eða hækkað?“
Morgunblaðið/Ómar