Morgunblaðið - 16.02.2013, Page 32

Morgunblaðið - 16.02.2013, Page 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál KROM 53x80 cm • Aluminum / Ál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Kanadamenn taka við forsæti í Norðurskauts-ráðinu í maí nk. af Svíum á fundi sem hald-inn verður í Kiruna í Svíþjóð. Í Kanada eruþegar hafnar umræður um helztu verkefni sem framundan eru á þeim vettvangi og hvernig Kan- adamenn eigi að nýta sér það tækifæri sem felst í væntanlegri forystu þeirra fyrir starfi ráðsins. Það er umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga vegna þeirra miklu hagsmuna sem eru í húfi fyrir okkur hvað litlar umæður eru um þessi málefni á hinum pólitíska vett- vangi hér. Það eru helzt Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, og Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra sem hafa haldið uppi umræðum um málið en athyglisvert að umfjöllun um það í t.d. stjórnmála- ályktun Samfylkingar er ekki mikil að vöxtum. Það verður fróðlegt að sjá hvort Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir gera betur á landsfundum sínum sem eru á næsta leiti. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að huga að því, að koma sér upp sérstökum tals- manni um málefni norðurslóða vegna mikilvægis máls- ins. Í vefmiðli sem haldið er úti í Alaska, því ríki Bandaríkjanna sem á mestra hagsmuna að gæta og nefnist Alaska Dispatch, var í lok janúar ítarleg umfjöllun um þau viðhorf sem nú eru uppi í Kanada. Þar er þeirri skoðun lýst að eitt helzta málið sem verði til meðferðar á fundinum í Kiruna í vor verði umsókn nokkurra ríkja og ríkjasambanda um að fá varanlegan áheyrnarfull- trúa á fundi Norðurskautsráðsins. Öll aðildarríkin þurfa að vera sammála um áheyrnarfulltrúa. Atkvæði Íslands skiptir því jafn miklu máli þar eins og atkvæði Bandaríkjanna eða Rússlands. Ríkin sem sækja um að fá áheyrnarfulltrúa eru: Kína, Evrópusambandið, Ind- land, Ítalía, Japan, Suður-Kórea og Singapúr. Ekki eru allir á einu máli í þessu efni og fyrir nokkrum misserum flaug það fyrir að bæði Kanadamenn og Rússar væru andvígir því, að Evrópusambandið fengi þarna áheyrnarfulltrúa. Sérfræðingur við Háskólann í Calgary, Rob Hue- bert að nafni, segir við Alaska Dispatch, að kúnstin fyrir Kanada, ef svo má að orði komast, verði sú að finna leið til að segja já við umsókn Kína en nei við umsókn ESB. Bæði Norðmenn og Svíar lýstu því yfir fyrir skömmu að þeir væru hlynntir áheyrnarfulltrúa frá Kína, Rússar eru fámálir um sína afstöðu en Bandaríkjamenn sennilega opnari fyrir aðkomu fleiri þjóða til að fylgjast með því sem gerist á fundum Norðurskautsráðsins. Í Kanada er talið að það geti verið hagstætt að hleypa Kína að þessu borði en bann Evrópusambands- ins við viðskiptum með selaafurðir hefur haft alvar- legar afleiðingar fyrir byggðir inúíta í nyrztu byggð- um Kanada. Þess vegna eru Kanadamenn lítt hrifnir af því að segja já við umsókn Evrópusambandsins. Hvers vegna hafa Kínverjar svona mikinn áhuga á norðurslóðum, sem m.a. hefur komið fram í tíðum heimsóknum háttsettra ráðamanna í Kína hingað til Íslands síðasta aldarfjórðung eða svo? Rob Huebert segir að ástæðurnar séu þessar: Í fyrsta lagi er það vegna loftslagsbreytinga. Þeir hafi gert sér grein fyrir því að það sem gerist hér fyr- ir norðan geti haft áhrif á hæð sjávar meðfram strönd Kína o.fl. Í öðru lagi sé þeim ljóst að efnahagsleg vel- gengni þeirra byggist á alþjóðaviðskiptum og þar sem mesta vörumagnið sé flutt með skipum hafi þeir hags- muni af að fylgjast með þróun nýrra siglingaleiða. Í þriðja lagi þurfi Kínverjar á nýjum orkugjöfum að halda. Þeir geri sér grein fyrir því að þeir geti ekki sjálfir hafið olíuboranir á norðurslóðum en þeir hafi áhuga á að kaupa sig inn í olíufélög sem hafi rétt til vinnslu á þessum svæðum. Þeir vilji fara að reglum en þeir vilji líka fara eins langt og leyfilegt sé. Í fjórða lagi vilji þeir sem stórveldi hafa eitthvað að segja um það sem máli skipti og í fimmta lagi geri þeir sér skýra grein fyrir mikilvægi norðurslóða í framtíðinni. Í umfjöllun Alaska Dispatch kemur fram, að stjórnmálamenn í Alaska hafi lengi átt erfitt með að vekja áhuga þeirra sem ráða í Washington á norður- slóðum en nú sé skilningur að vakna á því að með því að taka höndum saman geti Kanada og Bandaríkin skapað sér sterka stöðu til þess að nýta þá möguleika sem séu að opnast á hinum norðlægum svæðum. Til marks um veikleika Bandaríkjanna á þessu sviði er sú staðreynd að þeir eiga einungis einn ísbrjót. Vefmiðill- inn veltir því fyrir sér, hvort aukið samstarf Kanada og Bandaríkjamanna frá og með vorinu, þegar Kan- ada tekur við forystu í Norðurskautsráðinu, geti orðið eins konar nýtt upphaf í afskiptum þessara tveggja ríkja af nýja norðinu, eins og sumir banadarískir fræðimenn hafa kallað það. Þessar umræður í Alaska og Kanada, áhugi margra ríkja á að fá áheyrnarfulltrúa á fundi Norðurskauts- ráðsins og sjónarmið sem uppi eru í Evrópu, þótt fínt sé farið í að lýsa þeim, þess efnis að svipaðar reglur eigi að gilda um norðurslóðir eins og um Suðurskauts- landið, eru til marks um að nýja norðrið er að komast með vissum hætti í brennidepil alþjóðlegra umræðna. Vaxandi áhugi vestrænna fjölmiðla á norðurslóðum segir sömu sögu. Hvað veldur því þá, að hér á Íslandi eru umræður um þessi málefni enn svo takmarkaðar eins og raun ber vitni? Hvernig stendur á því að fyrir utan þá tvo einstaklinga, sem hér hafa verið nefndir hafa engir aðrir tekið þessi málefni upp af þeim brennandi áhuga sem þarf? Framtíð Íslands liggur í nýja norðrinu. Ekki gömlum átakasvæðum í Evrópu. Framtíðin liggur í nýja norðrinu Áhugi að vakna í Wash- ington um aukið samstarf Kanada og Bandaríkj- anna um norðurslóðir. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Eftir nokkra daga, þriðjudaginn19. febrúar klukkan fimm, mun ég halda fyrirlestur í hátíða- sal Háskóla Íslands og svara nokkrum bókum, sem miklir spek- ingar hafa skrifað gegn frjáls- hyggju og kapítalisma síðustu ár- in. En oft hafa raddir úr þjóðardjúpinu orðað frels- ishugmyndirnar betur en fræði- mennirnir. Til dæmis sagði Júlíus skóari, reykvískur smákapítalisti, í samtali við Matthías Johannessen: „Sjálfstæði er það að sækja það eitt til annarra, sem maður getur borgað fullu verði.“ Minnir þetta á söguna í Landnámu af Steinunni gömlu, frændkonu Ingólfs Arn- arsonar. Ingólfur bauð að gefa henni Rosmhvalanes, „en hún gaf fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla; henni þótti það óhættara við riftingum“. Enn leiðir þetta hug- ann að Hávamálum: Viðurgef- endur og endurgefendur erust lengst vinir. Frjálshyggjumenn samgleðjast þeim, sem vegnar vel, og tor- tryggja ríkisvaldið. Loftur Bjarna- son útgerðarmaður sagði: „Ég hef getað sofið, þó að öðrum hafi gengið vel.“ Og hið aldna, argent- ínska skáld Jorge Luis Borges gekk eitt sinn yfir Austurvöll í fylgd Matthíasar Johannessens. Þegar hann sá Alþingishúsið, spurði hann, hvaða hús þetta væri. Matthías sagði honum það. Þá gall í Borges: „Þetta er þá þinghúsið ykkar, þetta er þá allt og sumt! Þið getið andað hérna fyrir stjórn- völdum!“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Alþýðuspeki um atvinnufrelsi Guðmundur Odds- son, formaður GKG, skrifar í Morg- unblaðið grein er birtist 13. febrúar sl. undir yfirsögninni Hvers á GKG að gjalda? Það kemur mér nokkuð á óvart að formaðurinn vilji fá útrás fyrir óþreyju sína vegna deiliskipu- lagsbreytinga á golf- vallarsvæði GKG á vettvangi fjöl- miðla því að bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa unnið að málinu síð- ustu mánuði af fullri einurð og áhuga á framgangi þess. Gott samstarf um nýtt deiliskipulag Eftir samþykkt bæjarráðs í mars síðastliðnum var hafist handa við gerð tillögu að breyt- ingu deiliskipulags golfvallarsvæð- isins sem gerði ráð fyrir glæsi- legum golfskála við hlið núverandi skála, stækkun bílastæða og nýrri aðkomu. Skipulagsstjóri Garða- bæjar ásamt deiliskipulagshöfundi leiddi þá vinnu í góðu samstarfi við GKG. Í haust var fundað með nýjum framkvæmdastjóra og til- laga lögð fyrir skipulagsnefnd 24. september sl. og aftur 25. október en þá var samþykkt að heimila kynningu tillögunnar með þeim fyrirvara að samþykki landeigand- ans, Landspítalans, fyrir hönd rík- isins lægi fyrir. Einnig var óskað eftir umsögn Vegagerðarinnar sem barst skjótt og var jákvæð. Góð samvinna við landeigendur Bæjaryfirvöld í Garðabæ leggja það ekki í vana sinn að heimila kynningu deiliskipulagsáætlana nema að fyrir liggi afstaða land- eiganda. Leigusamningur GKG og landeigandans frá árinu 1999 breytir engu þar um þar sem hann miðast við þarfir GKG á þeim tíma. Að auki kemur fram í þeim samningi að uppdrætti bygginga skuli leggja fyrir leigusala til sam- þykktar og má líta svo á að það sama gildi um deiliskipulags- breytingar og ferli þeirra. Það er vilji Garðabæjar að vera í góðri samvinnu við landeiganda Vífils- staða sem og aðra landeigendur innan staðarmarka bæjarins. Strax að lokinni um- fjöllun skipulags- nefndar í lok október var óskað eftir afstöðu landeigandans sem ekki hefur bor- ist enn og því hefur tillagan enn ekki verið kynnt. Hefur þó verið ýtt á eftir málinu hjá eignasviði Landspítalans enda voru skipu- lagsyfirvöld í Garðabæ orðin óþreyjufull eins og Guðmundur Oddsson. Svars mun vera að vænta innan skamms og ég á ekki von á öðru en að landeigandinn hafi skilning á þörfum GKG. Þeg- ar svarið berst er kominn grund- völlur fyrir því að halda áfram með málið á vettvangi skipulags- yfirvalda. Í framhaldinu þarf GKG að forgangsraða óskum sínum varðandi heildaruppbyggingu á svæðinu og kanna hug bæj- arstjórna Garðabæjar og Kópa- vogs þar að lútandi. Niðurlagsorð formanns GKG vekja nokkra furðu og kalla fram spurningar um hvort honum sé treystandi til að eiga eðlileg sam- skipti við bæjaryfirvöld. Garðabær mun áfram styrkja hið öfluga starf GKG – en með stuðningi Garða- bæjar og Kópavogs hefur golf- völlur GKG orðið einn besti golf- völlur landsins á undraskömmum tíma og félagsstarf GKG blómstr- að. Það er því bjart yfir starfi GKG. Bjart framundan hjá GKG Eftir Stefán Snæ Konráðsson Stefán Snær Konráðsson » Það er vilji Garða- bæjar að vera í góðri samvinnu við landeig- anda Vífilsstaða Höfundur er bæjarfulltrúi og formað- ur skipulagsnefndar Garðabæjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.