Morgunblaðið - 16.02.2013, Side 36

Morgunblaðið - 16.02.2013, Side 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 HInn 16. febrúar 1943 lagði vélskipið Þormóður upp frá Patreksfirði og var ferðinni heitið til Reykjavíkur. Eftir að sóttar voru 30 lestir af kjöti á Húnaflóa- höfn var komið við á Bíldudal og þar sóttir 22 farþegar. Í hópi farþega var móður- systir mín, Áslaug Jensdóttir, sem steig um borð í Þormóð á 17. afmælisdegi sínum. Þormóður var 101 smálest að stærð og útbúinn öllum fullkomn- ustu tækjum þess tíma, þ.á m. nýrri 240 hestafla díselvél, nýrri hjálparvél, dýptarmæli, talstöð o.fl. Lagt var af stað á þriðjudags- morgni í sæmilegu veðri. Um nótt- ina skall á mikill veðurofsi. Næsta morgun sendi forstjóri skipaút- gerðarinnar skeyti til Gísla Guð- mundssonar skipstjóra til að vitja um komutíma til Reykjavíkur. Fékk hann það svar að ekki væri unnt að segja það með vissu vegna veðurs. Loftskeytastöðin hafði aft- ur samband við skipið um kl. 19 miðvikudaginn 17. febrúar til að grennslast fyrir um hvenær skips- ins væri að vænta. Frá Þormóði barst svarið: „Slóum Faxabugt, get ekki sagt um það núna.“ Fréttist síðan ekkert af skipinu fyrr en kl. 22.35 um kvöldið er skipstjórinn sendi út neyðarkall: „Erum djúpt út af Stafnesi. Mikill leki kominn að skipinu. Eina vonin að hjálpin komi strax.“ Daginn eftir slotaði veðrinu og var hafin skipulögð leit og komu að henni íslenskir togarar og flug- vélar frá bandaríska hernum ásamt íslenskri vél undir stjórn Arnar Johnson. Leitarskipin fundu yfirbyggingu skipsins sjö mílur undan Garðskaga og var fast við hana eitt lík. Veiðiskip fann eitt lík í björgunarhring og tveimur dögum síðar fundust tvö lík rekin á Akranes og nokkru síð- ar lík af karlmanni. Var nú orðið ljóst að ms. Þormóður hafði farist með sínum dýrmæta farmi, þ.e.a.s. farþeg- um og áhöfn. Það er erfitt að ímynda sér þá sorg sem ríkti á Bíldudal þar sem íbúar voru um þessar mundir milli 260 og 300 manns. Þessa örlaga- nótt misstu Bílddæl- ingar helstu framá- menn í plássinu. Meðal farþega voru Loftur Jónsson kaup- félagsstjóri, Ágúst Sigurðsson, verslunarstjóri hjá Maron, og kona hans, verkstjóri hraðfrystihússins, kona hans og sjö ára gamall sonur þeirra. Þá fórust með skipinu prestarnir sr. Jón Jakobsson, prestur á Bíldu- dal, og sr. Þorsteinn Krist- jánsson, prestur í Sauðlauksdal. Sr. Jón Ísfeld, prestur í Búð- ardal, hafði vígst til Hrafnseyrar í Arnarfirði árið áður en var nú kvaddur til Bíldudals til að til- kynna aðstandendum þessa þung- bæru fregn. Þegar hann kom yfir á Bíldudal var marga farið að gruna hvað gerst hafði. Einhver hafði heyrt neyðarskeyti skipsins í gegnum talstöð. Eftir sr. Jóni er haft að hann hafi fundið að í sum- um húsum var fregnin komin á undan honum. Hann kom í hús afa míns, Jens Hermannssonar kennara, sem tók á móti honum og sagði: „Þetta eru þung spor fyrir þig, prestur minn. Nú skaltu hvíla þig.“ Móð- ursystir mín, Áslaug Jensdóttir, steig um borð í Þormóð á 17 ára afmælisdegi sínum. Hún hafði gert erfðaskrá þar sem hún ánafnaði systur sinni og vinkon- um eigur sínar. Afi minn fór síð- an og gekk með séra Jóni í húsin og studdu þeir þannig hvor annan, presturinn og kennarinn. Alls létust í slysinu 22 Bílddæl- ingar, þar af sjö konur og eitt barn. Fjársöfnun hófst í Reykja- vík til aðstandenda þeirra sem fórust og tóku blöðin við fram- lögum. Þáverandi biskup, Sig- urgeir Sigurðsson, allir prestar í Reykjavík, ráðherrar og borg- arstjórinn í Reykjavík rituðu und- ir áskorun til stuðnings söfn- uninni. Hinn 5. mars var haldin minn- ingarathöfn í Dómkirkjunni. Þá var mikið ritað um hina látnu. Hugurinn hvarflaði til Bíldudals og hugur þjóðarinnar var hjá þeim sem misst höfðu svo mikið. Herra Sigurgeir Sigurðsson biskup flutti ræðu og endaði hana á þessa leið: „Drottinn, réttu oss veikum börn- um þínum almáttuga hönd þína. Kom huggari, mig hugga þú. Kom hönd og bind um sárin.“ Hinn 16. mars var haldin minn- ingarathöfn á Bíldudal í ofsaveðri og jarðsett þau lík sem fundust. Sr. Jón Ísfeld og sr. Einar Stur- laugsson, prófastur á Patreksfirði, fluttu ræðu. Jóhann Skaftason sýslumaður og Böðvar Bjarnason töluðu. Jens Hermannson las ljóð. Lesnar voru samúðarkveðjur og inn á milli voru sálmar sungnir. Fyrir slysið var atvinnulífið á Bíldudal í blóma en nú voru helstu forystumenn staðarins horfnir og skaðinn mikill og óbætanlegur. Þrettándi hver þorpsbúi var lát- inn. Í kjölfar slyssins fluttu marg- ir í burtu og erfitt var að fylla í skörðin. Fólk gerði sér grein fyrir að lífið varð að halda áfram. Skól- inn starfaði, reynt var að halda uppi kirkjulífi og skotið var nýjum stoðum undir atvinnulífið. Söfnun fór fram til handa þeim sem misst höfðu sína. Slysið lét engan ósnortinn, hugur allra var hjá syrgjendum. Árið 1944 fluttist sr. Jón Ísfeld til Bíldudals og gegndi þar prestakallinu í 17 ár við mikl- ar vinsældir þorpsbúa. Það eru nú liðin 70 ár síðan ms. Þormóður sigldi í sína hinstu för. Slysið telst enn í dag til eins af verstu sjóslysum íslenskrar sjó- ferðasögu. Þormóðsslysið 1943 Eftir Guðrúnu Ástu Guðmundsdóttur »Nú eru liðin 70 ár síðan vélskipið Þor- móður fórst og með því 24 farþegar og sjö manna áhöfn. Guðrún Ásta Guðmundsdóttir Höfundur er skrifstofustjóri. Býr og starfar í New York. Í Morgunblaðinu 7. febrúar sl. birtirt grein eftir alþýðuhetj- una Helga Vilhjálms- son, kenndan við fyr- irtæki sitt Góu. Þar talar hann um ýmis mál er varða heill aldraðra, sem hann hefur lengi borið fyrir brjósti og skrifað um. Ég er mjög sammála Helga um þessi mál og þykir rétt að halda þeim á lofti, enda afar brýnt að á málefnum aldraðra sé tekið. Búsetuúrræði Helgi vill að lífeyrissjóðirnir byggi heimili til þess að fjölga bú- setuúrræðum aldraðra. Hann hefur verið hófsamur í tillögum sínum um stærð íbúða, en undirrituðum hefur oft fundist að önnur aðstaða eins og setustofur og matsalir ekki vera nógu heimilisleg. Ég sting upp á að ef af slíkum framkvæmdum verður, sem flestir vona, að lögð verði rík- ari áhersla á að gera alla íverustaði huggulega og aðlaðandi svo fólkið geti lifað með reisn, enda eigum við að hugsa vel um þau, sem hugsuðu um okkur hin yngri. Til eru ýmsar vannýttar bygg- ingar, sem ef til vill mætti byrja á og breyta yfir í dval- arheimili. Þar má t.d. nefna St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og Landakotsspítala í Reykjavík. Lífeyr- issjóðirnir gætu keypt þessar byggingar, gert upp og búið sem vist og/eða hjúkrunarheim- ili eftir ástæðum. Væntanlega mætti svo nota andvirði sölunnar Landspítala til handa. Kjörin Það er eins og að ráðamenn haldi, að þeir verði aldrei gamlir sjálfir. Beinar kjaraskerðingar eru látnar yfir gamla fólkið ganga og tekjutengingar TR banna alla sjálfsbjargarviðleitni og setja fólkið fast í fátækragildru. Þetta er óþol- andi ástand og verður að breyta með hækkun ellistyrks, hækkun skattleysismarka, afnámi tekju- tengingar, afturköllun auðlegð- arskattsins og erfanleika lífeyr- isréttinda verður að koma á. Ég held að ráðmönnum væri hollt að muna gullnu regluna um að breyta eins og menn vilja að aðrir breyti gagnvart sér. Lífeyrissjóðirnir Ég gæti ekki verið Helga meira sammála en þegar hann talar um stjórnun lífeyrissjóðanna og heltök samtaka atvinnulífsins á þeim. Stjórnir sjóðanna svara engum til nema sjálfum sér, en slíkt fyr- irkomulag er ævinlega gróðrarstía fyrir hvers kyns spillingu, sem dæmin og sanna. Sjóðsfélagarnir, eigendur sjóðanna, eiga auðvitað að fara með stjórn þeirra og ráða því hvernig með fé þeirra er farið. Auk þess finnst mér að fólk eigi að geta valið sér sjálft hvaða lífeyrissjóði það vill vera í, en þá mundu sjóð- irnir væntanlega fara að keppa um meðlimi með því að bjóða sem bestu kjörin og lægstan stjórnunarkostn- að. Það sem allir vilja verða en enginn vera Þótt það sé misjafnt á milli fólks þá getur það verið erfitt að vera gamall en það er gangur lífsins að við eldumst öll. Helgi Vilhjálmsson er góður fyrirliði en við verðum öll að snúa bökum saman um að gera ævikvöld okkar allra sem best. Og að síðustu: auðvitað á ekki að selja Landsvirkjun. Helgi mundi aldrei selja gullgæsina. Það sem allir vilja verða en enginn vera Eftir Kjartan Örn Kjartansson Kjartan Örn Kjartansson »Það er eins og ráða- menn haldi að þeir verði ekki gamlir sjálfir. Höfundur er fyrrv. forstjóri og stuðn- ingsmaður XG Hægri grænna. Það verður ekki séð að bein fjárframlög til íslenskra stjórnmála- manna hafi mikil áhrif, þar sem sér- stakar reglur eru í gildi um það. Duglegir og vinsælir þingmenn hafa þó fengið meira en hinir lötu og minna hæfu. Þeir hæfu hafa þurft að segja af sér vegna öfundar annarra þingmanna. Áhrif á pólitík Vissir þjóðfélagshópar hafa í eðli sínu áhrif á stjórnmál. Fremstir eru þeir sem stunda veiðar, vinnslu og útflutning á sjávarfangi. Þessi grein hefur staðið undir 95% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar fram að tilkomu stóriðju og er nú með svipað hlutfall gjaldeyristekna og stóriðja. Það þarf því engan að undra þótt útvegurinn vilji hafa áhrif og það er fullkomlega eðlilegt í lýðræðisþjóðfélagi. Samtök at- vinnulífsins og Alþýðusambandið eru fjöldahreyfingar sem eiga og vilja hafa áhrif á stjórn landsins. Aðilar vinnumarkaðarins beittu sér fyrir þjóðarsátt með forystu Bjargvættarins frá Sólbakka og Ásmundar Stefánssonar, forseta Alþýðusambandsins. Þjóðarsáttmálinn var undirritaður 2. febr- úar 1990 og gjör- breytti öllu á Íslandi til hins betra. Eftir hrun reyndu Samtök atvinnulífsins að gera stöð- ugleikasáttmála við ríkisstjórnina. Stöð- ugleikasáttmálinn var undirritaður af öllum aðilum 25. júní 2009 og litu málin vel út. Svikin loforð Öll atriði stöðugleikasáttmálans voru umsvifalaust svikin af ríkis- stjórninni og gott betur. Ríkisstjórnin gerði samning um 3 ára hækkun á raforkuverði til stóriðjufyrirtækjanna, það hefur líka verið svikið. Forsætisráðherra fann sér tromp á hendi, en það var lækkun elli- og örorkubóta til 3 ára sem nú nemur 35 þ. á mánuði mið- að við aðra launaþróun í landinu. Trompið var að lífeyrisþegar og ör- yrkjar geta ekki farið í verkfall, eða flutt til Noregs á bætur. Í ljósi sögunnar er þetta nokkuð sérstakt útspil hjá forsætisráðherra, sem kallaði stjórn sína norræna velferð- arstjórn. Alþýðuflokkurinn sem J.S. klauf á örlagastundu átti aðild að nýsköpunarstjórn Ólafs Thors, Sérstaða íslenskrar spillingar Eftir Elías Kristjánsson Elías Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.