Morgunblaðið - 16.02.2013, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 16.02.2013, Qupperneq 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 Bóas Kristjánsson fatahönnuður hefur ekki setið auðum höndumfrá því að hann flutti heim til Íslands frá Belgíu 2008 til aðstofna eigið fyrirtæki. Hann hefur verið með annan fótinn í París á milli þess sem hann hefur unnið að því að byggja upp nafn sitt hér heima en í haust kemur á markað eftir hann ný herrafatalína sem hann kallar Karbon. „Línan gengur út á mjög margt sem er persónu- legt fyrir mig,“ segir Bóas. „Hún er tenging við rætur mínar á Íslandi og uppvaxtarárin í kringum landbúnað og kirkjuna,“ útskýrir prests- sonurinn og segir línuna að einhverju leyti í þjóðlegum dúr. Bóas hefur þegar samið við verslanir í Evrópu, Japan og Kanada um sölu á línunni en hann segist vera að velta því fyrir sér að selja lín- una hér heima í hönnunarversluninni ATMO. Í liðinni viku sótti hann textílsýningu í París þar sem hann valdi efni fyrir vor- og sumarlín- una 2014 en hann segist stefna að því að koma merkinu „fagmannlega í sölu og dreifingu og sjá síðan hvað gerist“. Bóas segir tækifærin mörg fyrir íslenska hönnuði. „Það er ekki til neinn fatahönnuðariðnaður á Íslandi sem fólk tengir við eða þekkir. Það þekkir Ísland fyrir tónlist, kvikmyndir eða myndlist frekar en fyrir fatahönnun. En það hefur mikinn áhuga, af því að því finnst Ís- land áhugavert og hefur trú á því að það komi skapandi fólk frá Ís- landi.“ holmfridur@mbl.is Bóas Kristjánsson er 31 árs í dag Tíska Bóas klæddist að sjálfsögðu eigin hönnun þegar myndir voru teknar af honum fyrir umfjöllun í frönsku tímariti fyrir nokkrum árum. Sækir innblástur í uppvaxtarárin Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Sigríður K. Valdi- marsdóttir verður fimmtug á morgun, 17. febrúar. Maki hennar er Jón Helgason og eiga þau tvær dætur, Guðrúnu Valdísi, 19 ára, og Höllu Margréti, 13 ára. Sigríður heldur upp á daginn í faðmi fjölskyld- unnar. Árnað heilla 50 ára Laugardal Védís fæddist 14. nóv- ember kl. 21.50. Hún vó 3.315 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Ragnhildur Sævarsdóttir og Daníel Pálsson. Nýir borgarar Reykjavík Arngrímur Tinni fæddist 29. október kl. 1.35. Hann vó 2.388 g og var 47 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir og Jón Ingi Stefánsson. Ó lafur fæddist í Reykjavík en ólst upp í vest- urbænum í Kópavogi, á Skjólbraut 8. Hann fór fyrst í Ísaksskóla, síðan í Kársnesskóla og útskrifaðist af nátt- úru- og eðlisfræðibraut frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Svo fór Ólafur í Háskóla Íslands og útskrif- aðist þaðan í byggingaverkfræði árið 1987. Þá hóf hann framhaldsnám í Kaupmannahöfn í hljóðverkfræði. Vinnur við hljóðhönnun „Þegar ég kom úr framhaldsnámi árið 1989 voru menn ekki farnir að líta á það sem vandamál að hávaðinn á Miklubrautinni væri kominn í 65 desibel. Ég þekkti stöðuna í Dan- mörku og bjóst við að það tæki fimm til tíu ár að breyta hugarfarinu hér. Það tók hins vegar lengri tíma og í raun þurfti nýja kynslóð til.“ Ólafur fór því fyrst að vinna við brúarhönnun og hönnun háspennu- mastra en smám saman jókst þáttur Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur – 50 ára Í Baldri á Breiðafirði Fjölskyldan á leiðinni á Vestfirði sumarið 2011, en þá keyrðu þau allt norður á Snæfjallaströnd. Gott hljóð gulls ígildi Fjölskyldan Í garðinum hjá foreldrum Sesselju í Kópavogi. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjónÓDÝRU BÍLALEIGUBÍLARNIR VORUAÐKOMA! Vertu fyrstur, fáðu þann besta! Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is Eigum allskonar bíla, langar þig í einn? Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is Ertumeð kaupanda? Skjalafrágangur frá 14.990 kr. Löggildir bílasalar tryggja öryggi beggja aðila Fylgstu með okkur á facebook Sölulaun frá 39.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.