Morgunblaðið - 16.02.2013, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 16.02.2013, Qupperneq 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú færð góðar hugmyndir í dag um það hvernig þú getur nýtt orku annarra til að gera gagn. Ef þú vilt að þér verði eitthvað úr verki þarftu að halda þig við raunveruleikann. 20. apríl - 20. maí  Naut Hlustaðu á stjórnendur, umsjónarmenn og yfirboðara í dag. Ykkur er eðlilegt að líta vel út, sem er í lagi, ef þið leyfið ykkra innri manni að njóta sín. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Tvíburinn hefur hæfileikana sem þarf til þess að leysa verk sín meistaralega vel af hendi. Einhver er á höttunum eftir rifr- ildi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er bara spurning um að horfa nógu lengi á hlutina til þess að sjá fegurðina sem þeir búa yfir. Láttu leggja öll spilin á borðið og ræddu svo um sanngirni hlutanna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Myndaðu þér skoðanir áður en þú að- hefst eitthvað. Sjálfstraust snýst um það að treysta sjálfum sér nógu vel til að taka hvat- vísi sína alvarlega. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þetta er þinn dagur, þú skalt njóta hans eins og þú getur en mundu að hóf er best á hverjum hlut. Að vita hvað er mik- ilvægt hverju sinni er lykillinn að velgengni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sú lausn sem virðist best í stöðunni þarf ekki endilega að vera sú rétta. Þú munt lesa um allar gáfulegu lausnirnar á vandamáli þínu, og ekki fara eftir neinum þeirra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt að hafa þann aga til að bera sem þarf til að rannsaka málin vandlega áður en þú segir af eða á. Láttu það ekki trufla þig þótt möguleikarnir séu margir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það getur verið dýrkeypt að blanda sér í annarra mál að ástæðulausu. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reyndu að gera þér grein fyrir því hvað þú skuldar mikið og vertu varkár þegar þú þarft að tala út. Forðastu loforð og skuld- bindingar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Efasemdir um framtíðaráform þín munu líklega sækja að þér í dag. Láttu ekkert bifa trú þinni á sjálfan þig og taktu frum- kvæðið í þínar hendur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Sá sem hefur allt sitt á þurru getur leyft sér að líða vel og líta til framtíðarinnar með bros á vör. Búðu þig undir glímu en þér er sigurinn vís ef þú ert nógu fylginn þér. Ég hitti karlinn á Laugaveginumþar sem hann stóð við styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli. Hann hafði orð á því að nú væru breyttir tímar og margt af okkar besta fólki flytti af landi brott, – og snússaði sig: Hvort vinstri stjórn verði til nytja? Nei, vonlaust en þó mun hún sitja lengur en sætt er og lengur en stætt er.. Það er eins gott að fara að flytja! Ég hef alltaf haft gaman af því að rifja upp tildrög þess að ég orti mína fyrstu limru. Það var á ár- unum eftir 1970 og Ólafur Jóhann- esson var forsætisráðherra. Við sát- um þrír yfir kaffibolla á Borginni Kristján Karlsson skáld, Þorsteinn Gylfason heimspekingur og ég og Kristján kenndi mér þessa limru: „Ég man ekki meira í flýti,“ sagði maður sem flaut á spýtu. Hann drukknaði óðara, en hann drukknaði fróðari um dauða og minni og spýtu. Síðan fylgdi limra eftir Þorstein í kjölfarið. Gæti verið þessi: „Ég var eins og vera ber,“ mælti Vera. „En ekki hver? Fæst má nú gera...“ Og fyrr má nú vera en vera eins og Vera ber. Þetta olli því að ég fór að spreyta mig á limrunni og byrjaði: Ólafur fæddist í Fljótum En Þorsteinn leiðrétti: „Ólafur fór burt úr Fljótum.“ Ég: og forðum hér syðra skaut rótum. Þorsteinn leiðrétti: „Í flýti hér syðra skaut rótum.“ Og nú gat ég botnað limruna hjálparlaust sem hljóðar þá svona: Ólafur fór burt úr Fljótum, í flýti hér syðra skaut rótum. Í verðbólgudans með sinn sjöunda sans hann svífur á afturfótum. Og svo að lokum limra eftir Kristján frá þessum tíma: „Ég má ekki meira í einu,“ sagði Magnús og nartaði í kleinu. Ef þér ofbýður þetta, er ekkert að frétta og engin framtíð í neinu.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hvernig limra verður til Í klípu „ÉG PLANAÐI AÐ LÁTA BRENNA HANN, EN ÞÚ ÞEKKIR MIG, ALLTAF AÐ BREYTA UM SKOÐUN Á SEINUSTU MÍNÚTU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA VAR EKKI HLJÓÐKÚTURINN ÞINN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þín verðlaun. ÉG GET EKKI ÁKVEÐIÐ HVORT ÉG EIGI AÐ GIFTA MIG... ... EÐA AÐ FÁ MÉR VINNU! HVAÐ Á ÉG AÐ GERA, MAMMA? AF HVERJU FÆRÐU ÞÉR EKKI TÍMABUNDNA VINNU VIÐ AÐ LEGGJA Á BORÐ! ÉG VAR AÐ STARA Í AUGUN Á LÍSU... OG SÍÐAN HVARF HÚN! HÚN HLÝTUR AÐ HAFA EKKI STARAÐ TIL BAKA! VILTU VEÐJA? ENGIN VINSTRI BEYGJA Víkverji lét tilleiðast á dögunumog brá sér í bíó. Fyrir valinu varð myndin The Impossible sem út- leggst á íslensku: Hið ómögulega. Víkverji er ekki mikill aðdáandi svo- kallaðra náttúruhamfaramynda en hafði ekkert val að þessu sinni; hann varð að hrökkva eða stökkva á boðið þegar klukkan nálgaðist hratt mið- nætti. Víkverji ákvað að sinna fé- lagslegu hliðinni að þessu sinni og sá ekki eftir því að hafa fellt nokkuð mörg tár í fámennum en góðmenn- um myrkum bíósal. Leikurinn var á köflum oftast góður en undir lokin var hann orðinn fulldramatískur þá helst hjá móðurinni Naomi Watts. Ewan McGregor átti góða takta sem ábyrgur fjölskyldufaðir sem gerði allt sem í hans valdi stóð til að sam- eina fjölskylduna. Stundum fórnaði hann meiri hagsmunum fyrir minni en þetta fór þó allt vel að lokum. Stjarna myndarinnar er Tom Hol- land, unglingspiltur sem sýnir stór- leik og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. x x x Myndin fjallar um flóðbylgjunasem skall á strönd Taílands ár- ið 2004 með hörmulegum afleið- ingum þar sem fjöldi fólks lést. Flóð- bylgjan skildi eftir sig slóð eyðileggingar sem samfélagið er enn að bíta úr nálinni með. x x x Fjölmiðlar gerðu þessum nátt-úruhamförum rækilega skil á sínum tíma. En einhverra hluta vegna verður Víkverji að viðurkenna að hann hafði hreinlega gleymt þess- um tilteknu hörmungum. En það er einmitt snilldin við listgreinar, hvort sem um ræðir kvikmyndir eða bæk- ur, að rifja reglulega upp sögulega atburði og minna á þá svo við getum dregið lærdóm og haldið minningu á lofti. x x x Víkverji verður að minnast á hiðklassíska umræðuefni – veðrið, hvað annað. Fyrir sléttri viku síðan dásamaði Víkverji íslenska veturinn. Nú fagnar hann sólinni og er með vorfiðring í hjarta. Hann sveiflast með náttúrunni og fagnar því – ann- ars gæti hann vart búið hér á Fróni. víkverji@mbl.is Víkverji því að orð Drottins er áreiðanlegt og öll hans verk eru í trúfesti gerð. (Sálmarnir 33:4) Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Verð kr. 7.950 Verð kr. 12.000 Verð kr. 10.500 Verð kr. 6.600 Verð kr. 4.900 Verð kr. 5.300 Verð kr. 6.400 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 - SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660 Gjafir sem gleðja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.