Morgunblaðið - 16.02.2013, Page 54

Morgunblaðið - 16.02.2013, Page 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Þetta verða fimm, sex mínútur,“ segir skipuleggjandi nokkur á kvik- myndahátíðinni í Berlín þegar blaðamaður hringir til að taka viðtal við bandaríska leikarann Paul Rudd. Býsna stuttur tími fyrir viðtal það, blaðamaður fer að svitna í lófunum. Tilefni viðtalsins er kvikmyndin Prince Avalanche sem er í aðal- keppni hátíðarinnar, bandarísk end- urgerð hinnar íslensku Á annan veg, eins og frægt er orðið. Í íslensku myndinni segir af tveimur mönnum á ólíkum aldri, annar um fertugt en hinn á þrítugsaldri, sem þurfa að vinna einir saman við vegavinnu sumarlangt á afskekktum vegi úti á landi. Í endurgerðinni er sögusviðið Texas en handriti íslensku mynd- arinnar þó fylgt í stórum dráttum. Rudd fer með hlutverk þess eldri í myndinni, Alvins, en Emile Hirsch leikur þann yngri, Lance. Rudd hef- ur átt miklum vinsældum að fagna sem gamanleikari vestanhafs hin síðustu ár og farið á kostum í kvik- myndum á borð við Anchorman: The Legend of Ron Burgundy, The 40- Year Old Virgin, I Love You, Man og This is 40. Áhugaverð tilraun Rudd tekur við símtólinu og hefst þá kapphlaupið við klukkuna. – Varstu búinn að sjá Á annan veg áður en þú lékst í Prince Avalanche? „Já, David (Gordon Green, leik- stjóri Prince Avalanche) sendi mér hana á mynddiski og ég horfði á hana.“ – Reyndir þú með einhverjum hætti að líkja eftir persónunni í ís- lensku myndinni? „Fólk hefur spurt mig að þessu og svarið er nei,“ svarar Rudd. Honum hafi þótt endurgerðin nógu ólík frummyndinni til að hann mótaði persónuna eftir eigin höfði, hafi bara horft einu sinni á frummyndina. „Mér fannst myndin frábær og líka leikarinn sem fór með hlutverkið sem ég tók að mér,“ bætir Rudd við og á þar við Svein Ólaf Gunnarsson. – Hvað finnst þér um endurgerðir svona almennt? „Tja … það fer eftir ýmsu,“ svar- ar Rudd. Endurgerðir eigi alls ekki að snúast um að gera betri mynd úr frummyndinni. „Ég held að end- urgerðir geti verið áhugaverðar til- raunir og ég hef m.a.s. talað við íslensku gaurana sem gerðu Á annan veg um að það væri áhugavert að myndin væri endurgerð í fleiri lönd- um þannig að til yrði asísk útgáfa af henni og maóría-útgáfa kannski. Að sag- an væru löguð að ólíkum menningar- heimum,“ segir Rudd. Það væri áhugaverð, listræn til- raun. „Ég veit ekki hvort slíkt hefur nokk- urn tíma verið gert.“ Keimlík hlutverk – Nú ertu fyrst og fremst þekktur sem gamanleikari og per- sónurnar sem þú leikur eru ögn keimlíkar, karlar á miðjum aldri sem hegða sér dálítið barnalega. Eru þær líkar þér í raunveruleik- anum? Rudd brýtur heilann um stund og segir svo að ákveðnar hliðar á per- sónunum séu vissulega líkar honum. Sem leikari nýti hann, upp að vissu marki, persónulega reynslu sína og þá sérstaklega ef hann komi að handritsskrifum. „Ég myndi gjarn- an vilja leika margar ólíkar persón- ur en hef í raun ekki fengið tækifæri til þess hin síðustu ár,“ segir hann. Blaðamaður tekur áhættuna á því að ergja leikarann og spyr hvort hann haldi að einhver myndi taka hann alvarlega í dramatísku hlut- verki. Nokkurra sekúndna þögn fylgir í kjölfarið. „Ég vona það,“ svarar Rudd. „Mér þætti það frá- bært og hef gert það í leikritum oft- ar en kvikmyndum. Það færi vænt- anlega eftir því hvort ég stæði mig vel.“ Nú þykir blaðamanni fullalvar- legur tónn kominn í viðtalið og hann skýtur inn einni kersknislegri spurningu sem hann fékk frá félaga sínum. -Af hverju fá karlarnir í Apatow- myndunum að reykja meira en þú? (er þar átt við gamanmyndir leik- stjórans Judds Apatows en Rudd hefur leikið í nokkrum þeirra). Nú hlær Rudd og blaðamanni er létt. „Það er Seth Rogen í hnotskurn, lík- lega af því að hann gerir það sjálfur. Þar líkir listin eftir lífinu,“ segir Rudd kíminn um leikarann og skal tekið fram að hér er átt við kanna- bisreykingar. Myndarlegir menn – Ef þú lékir í annarri „brómans“- mynd (e. bromance, kvikmynd sem segir af nánu sambandi tveggja karlmanna án þess endilega að um samkynhneigð sé að ræða) á borð við I Love You, Man, hvern mynd- irðu þá vilja fá til að leika á móti þér? Spurningin virðist koma Rudd í opna skjöldu, hann fer að velta hug- takinu „bromance“ fyrir sér, segist ekki átta sig almennilega á því til hvers sé verið að vísa. En ef hann ætti að leika í sambærilegri mynd væri það Matt Damon, til dæmis eða hinn spænski Javier Bardem. – Sumsé leikarar sem eru næstum því jafnmyndarlegir og þú? „Já, einmitt!“ segir Rudd og skellihlær. Við það gellur í skipu- leggjanda og tímaverði nærri Rudd: „Helgí!“ Mínúturnar eru s.s. liðnar og vel það, líklega orðnar átta eða níu. Rudd afsakar hinn nauma við- talstíma. „Við tölum saman aftur seinna,“ segir hann og kveður. Við- kunnanlegur náungi þar á ferð. Til í „brómans“ með Bardem  Nokkrar dýr- mætar mínútur með Paul Rudd AFP Kæti Rudd með leikstjóranum David Gordon Green og leikaranum Emile Hirsch á kvikmyndahátíðinni í Berlín 13. febrúar sl. Green endurgerði íslensku kvikmyndina Á annan veg og er endurgerðin í aðalkeppni hátíðarinnar. Downton Abbey- stjarnan Maggie Smith segist ekki hafa séð einn ein- asta þátt úr þáttaröðinni vin- sælu. Eins og svo margir leikarar þolir hún ekki að horfa á sjálfa sig. Í viðtali við 60 Minutes á dögunum var leikkonan spurð hvernig henni líkaði við þætt- ina um hefðarsetrið. Viðurkenndi hún þar að hún hefði hreinlega ekki séð þá. „Þetta er bagalegt. Ég sé alltaf svo marga hluti sem ég hefði viljað gera öðruvísi eða hugsa með mér „hví í ósköpunum gerði ég þetta þarna svona“,“ bætti hún við til að skýra mál sitt. Eins og svo margir virðist leik- konan vera sinn harðasti gagnrýn- andi. Skiptir þar engu að hún hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hlutverki Mrs. Violet Crawley, móður Granthams hertoga. Hlaut hún m.a. Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í hlutverkinu í janúar síðastliðnum. Er fyrrverandi her- togaynjan almennt talin á meðal vin- sælustu persóna þáttanna enda þyk- ir hún sérlega orðheppin. Hefur ekki séð Down- ton Abbey Maggie Smith Prince Avalanche var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í byrjun árs og naut þar mikilla vinsælda og góðrar aðsóknar. Gagnrýnendur hafa flestir verið jákvæðir í garð mynd- arinnar og því til staðfest- ingar er hún 86% „fersk“ á vefnum Rot- ten Tomatoes en sá tekur saman gagnrýni hinna ýmsu fjölmiðla og metur hversu já- kvæð eða neikvæð hún er. Gagnrýnandi Hollywood Reporter, David Rooney, segir m.a. í sinni rýni að það sé afar ánægjulegt að fylgjast með sam- leik Rudd og Hirsch, hann hafi hreyft við honum. Gagnrýnandi Variety, Dennis Harvey, segir myndina óhefðbundna en sæta „vinamynd“ (e. buddy film). Gagnrýnandi Guardian, Sebast- ian Doggart, er ekki eins ánægð- ur og gefur myndinni tvær stjörnur af fimm mögulegum í sinni rýni. 86% „fersk“ endurgerð PRINCE AVALANCHE ALMENNT VEL TEKIÐ AF GAGNRÝNENDUM Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Listasafn Reykjanesbæjar LÖG UNGA FÓLKSINS Davíð Örn Halldórsson, Guðmundur Thoroddsen, Jóhanna Kr. Sigurðardóttir, Marta María Jónsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Ragnar Jónasson. 26. janúar – 10. mars Sigrún Sandra Ólafsdóttir með leiðsögn sun. 17. febrúar kl. 15.00 Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Aðdráttarafl Björk Viggósdóttir Sunnudag 17. febrúar kl. 15 Sýningarstjóraspjall með Klöru Þórhallsdóttur Teikningar Ingólfur Arnarsson Sýningarlok sunnudag 17. febrúar Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Tveir fyrir einn af aðgangseyri sunnudaginn 17. febrúar Fjölbreyttar sýningar á 150 ára afmælisári Þjóðminjasafnsins: Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár Ljósmyndun á Íslandi 1970-1990 í Myndasal Nýjar myndir - gömul tækni á Vegg Góðar gjafir á Torgi Bak við tjöldin - safn verður til á 3.hæð Ratleikir, kaffihús og fjölbreytt úrval í safnbúð http://www.facebook.com/thjodminjasafn Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 GAMLAR GERSEMAR 9.2. - 5.5. 2013 ERLENDIR ÁHRIFAVALDAR 9.2. - 5.5. 2013 SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mán. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN Bergstaðastræti 74, sími 515 9625. Opið þri. til fim. kl. 11-14, sun. kl. 13-16. www.listasafn.is LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is NOKKUR LYKILVERK EFTIR SIGURJÓN ÓLAFSSON 8.2. - 14.4. 2013 Opið lau. og sun. kl. 14:00 - 17:00. Kaffistofan er opin á sama tíma. Söfn • Setur • Sýningar Ný sýning Innlit í Glit (8.2. – 26.5.) Gísli B. Fimm áratugir í grafískri hönnun (25.10. – 3.3.) Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í andddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.