Morgunblaðið - 01.03.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013
Hannes H. Gissurarson hélt fyr-irlestur fyrir troðfullum há-
tíðarsal HÍ 19. febrúar sl. Hann
sagði markaðskapítalisma „fela í
sér opið hagkerfi og fjöruga sam-
keppni. Þar er leiðarljósið að virkja
ávinningsvonina í almannaþágu.
Slíkur kapítalismier öflugasta
tækið, sem enn hefur
fundist til að breyta
fátækt í bjargálnir.
Klíkukapítalismier hins vegar,
þegar fámenn auð-
klíka nær víðtækum
áhrifum og jafnvel
völdum, eins og
gerðist hér á landi í
hinum hatrömmu
átökum ársins 2004
(ekki síst um fjölmiðlafrumvarpið).
Þessi auðklíka tæmdi bankana,keypti upp fyrirtæki og tak-
markaði samkeppni. Eftir banka-
hrunið sást, að hún skuldaði miklu
meira en áður hafði verið talið, en á
mörgum kennitölum. Þótt margir
gáfaðir og góðviljaðir menn hefðu
starfað í bönkunum og í fjármála-
eftirlitinu fyrir bankahrunið, var
þeim þetta ekki að fullu ljóst. En
með þessu jókst kerfisáhættan stór-
lega á Íslandi umfram það, sem
gerðist í grannríkjunum.
Þessi auðklíka merkti lysti-snekkju sína með tölunni 101
og einkaþotuna með sömu tölu.
Þetta var eflaust ekki aðeins gerttil þess að minnast hirðskálds
klíkunnar, Hallgríms Helgasonar,
höfundar bókarinnar101 Reykja-
vík, heldur líka til að hælast um af
því, sem klíkunni tókst óneitanlega:
Skuldirnar voru á 100 kennitöl-um, þótt skuldarinn væri 1“.
100 og 1
STAKSTEINAR
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Hannes H.
Gissurarson
PÁSKATILBOÐ!
GLÆSILEGAR OG VANDAÐAR
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
AUKAHLUTIR FYRIR
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
NÚ ER TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ ENDURNÝJA ELDHÚSIÐ!
TIL AFGREIÐSLU AF LAGER - TAKMARKAÐ MAGN!
BÚR-ÚTDRAG - TÖFRAHORN
ÚTDRAGANLEG HÁLFMÁNASETT
HNÍFAPARABAKKAR
ÚTDRÖG Í NEÐRI SKÁPA
OPIÐ 9-18, LAUGARD. 11-15
Ármúla 31 | Sími: 588 7332
COUNTRY
Fulningur, hvítlökkuð háglans.
LINE
Hvítlökkuð háglans, höldulaus.
HORIZONTAL
Spónlögð amerísk hnota.
DUCALE
Hvítlökkuð háglans, innfelld handföng.
DUCALE
Ljós eik - innfelld handföng.
WWW.I-T.IS
Veður víða um heim 28.2., kl. 18.00
Reykjavík 7 alskýjað
Bolungarvík 1 snjókoma
Akureyri 1 skýjað
Kirkjubæjarkl. 5 rigning
Vestmannaeyjar 6 alskýjað
Nuuk -2 snjókoma
Þórshöfn 7 léttskýjað
Ósló 7 heiðskírt
Kaupmannahöfn 6 skýjað
Stokkhólmur 3 heiðskírt
Helsinki 3 skýjað
Lúxemborg 2 skýjað
Brussel 2 skýjað
Dublin 6 skýjað
Glasgow 7 skýjað
London 6 heiðskírt
París 2 alskýjað
Amsterdam 2 léttskýjað
Hamborg 2 skýjað
Berlín 3 skýjað
Vín 7 léttskýjað
Moskva 2 snjókoma
Algarve 11 skýjað
Madríd 5 súld
Barcelona 11 skúrir
Mallorca 12 skýjað
Róm 12 léttskýjað
Aþena 10 léttskýjað
Winnipeg -12 skýjað
Montreal 0 snjókoma
New York 7 skýjað
Chicago 1 snjókoma
Orlando 17 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
1. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:35 18:47
ÍSAFJÖRÐUR 8:45 18:46
SIGLUFJÖRÐUR 8:28 18:29
DJÚPIVOGUR 8:05 18:15
„Það er ekki svo langt síðan farið
var að viðurkenna að þetta væri
raunverulegur sjúkdómur en ekki
bara móðursýki,“ segir Silja Ást-
þórsdóttir, formaður samtaka um
endómetríósu. Íslenska heitið yfir
sjúkdóminn er legslímuflakk en
Silja segir það hafa gefist illa.
„Það vakti of neikvæð hughrif hjá
fólki,“ segir hún. Samtökin standa
í dag fyrir gula deginum en hann
markar upphafið að fræðsluviku
um sjúkdóminn. „Landspítalinn
verður lýstur gulur alla vikuna og
við hvetjum fólk til þess að klæð-
ast gulum fötum til þess að sýna
samhug,“ segir Silja. Hún segir
dagskrá vikunnar fjölbreytta. Á
laugardaginn verður haldinn fund-
ur þar sem flutt verða erindi um
hefðbundnar og óhefðbundnar
verkjameðferðir. Á sunnudaginn
eru konur sem glíma við endómet-
ríósu svo hvattar til þess að hittast
á kaffihúsinu Súfistanum í Hafnar-
firði.
Einkennin breytileg
Endómetríósa er krónískur sjúk-
dómur sem leggst á 5-10 prósent
kvenna. Einkennin eru breytileg
en þau algengustu eru sárir tíða-
verkir, meltingartruflanir, verkir
við þvaglát og tímabundin ófrjó-
semi. Silja telur starfsemi samtak-
anna skila árangri: „Þegar ég
greindist fyrir 13 árum vissi eng-
inn hvað þetta var en nú finnst
mér eins og fólk sé að verða upp-
lýstara um sjúkdóminn.“
Hvetja fólk
til að klæð-
ast gulu
Morgunblaðið/Golli
Gulur Landspítalinn hefur oft verið
bleikur en verður nú gulur í tilefni
fræðsluviku um endómetríósu.