Morgunblaðið - 01.03.2013, Side 10

Morgunblaðið - 01.03.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Tónkvíslin er frábær við-burður og einstakt tæki-færi fyrir ungt fólk. Mérfannst engan veginn hægt að sleppa því að taka þátt. Hljóð- kerfið sem við vorum með er meiri- háttar og full ástæða til að nýta sér það með því að syngja kraftmikil lög. Þess vegna valdi ég að syngja More than a Feeling, með Boston,“ segir Vopnfirðingurinn Daníel Smári Magnússon 22 ára nemi í Lauga- skóla í Reykjadal, en hann sigraði í söngkeppninni Tónkvíslinni 2013 sem haldin var í skólanum um miðj- an febrúar. Hann fer því áfram í stóru söngkeppni framhaldsskól- anna í vor. „Ég hef tekið þátt tvisvar áður í Tónkvíslinni og lenti þá í þriðja sæti. Núna ákvað ég að taka áhættuna og velja þetta erfiða lag þar sem tónsviðið er mjög breitt. Það skilaði mér fyrsta sætinu og ég er al- sæll með það.“ Daníel segist hafa verið með önnur lög í huga og að hann hafi ekki valið lagið fyrr en ör- fáum dögum fyrir lokadag skrán- ingar. „Ég hugsaði með mér að ann- aðhvort tækist mér að gera þetta með stæl og vinna, eða ég klúðraði þessu algjörlega og þá ætlaði ég bara að leggja míkrafóninn á hilluna. Það var allt eða ekkert,“ segir hann og hlær. Þrjár ímyndunarhálsbólgur „Söngformið var ekki komið hjá mér fyrr en rétt fyrir generalprufu og það var vissulega stressandi. Kærastan mín á hrós skilið fyrir að umbera mig vikuna fyrir keppni, ég eyddi miklum peningum í hálsmeðul, ég gerði allt til að fyrirbyggja að röddin yrði í ólagi á keppnisdegi. Ég Söngglöðu systkinin frá Vopnafirði Þau fengu bæði góðan skammt af hárri rödd í vöggugjöf, systkinin Daníel Smári og Gabríela Sól. Það skilaði þeim sigri á Tónkvíslinni 2013, Daníel sigraði fyrir Framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal en Gabríela í grunnskólakeppninni. Gabríela Sól Hún hefur afar háa og hreina rödd og er örugg á sviði. Daníel Smári Hann tók áhættu og söng erfitt lag, en sér ekki eftir því. Íslenskum ungmennum á aldrinum 18-28 ára gefst tækifæri til að heim- sækja Íslendingaslóðir í Kanada í fjórar vikur í sumar, með því að sækja um verkefni sem kallast Snorri West. Það er menningarskiptaverkefni þar sem ferðast verður til Alberta, Sas- katchewan og Manitoba í Kanada og Norður-Dakóta. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast menningu, sögu, náttúru og eignast nýja vini og „fósturfjölskyldu“. Þetta er mikið fjör, grillveislur á ströndinni, heim- sókn til indíána og annað skemmti- legt. Skráningu fer að ljúka svo nú fer hver að verða síðastur að kynna sér nánar og sækja um á www.snorri.is. Vefsíðan www.snorri.is Sólbað Veðurblíða er mikil í Kanada og um að gera að baka sig. Indíánar, strandlíf og klettafjöll Leikfélag Fljótsdalshéraðs og Leik- félag Menntaskólans á Egilsstöðum hafa sameinað krafta sína þennan veturinn og vinna nú að uppsetningu á Kardimommubænum eftir Torbjörn Egner. Leikstjóri sýningarinnar er Gunnar Björn Guðmundsson sem er lands- mönnum að góðu kunnur, m.a. fyrir leikstjórn kvikmyndanna Gauragangs og Astrópíu auk Áramótaskaupa síð- ustu fjögur ár. Gunnar hefur einnig leikstýrt heilmörgum áhugaleiksýn- ingum víða um land og hefur m.a. áð- ur haft viðkomu á Egilsstöðum. Við uppsetningu Kardimommubæj- arins í þetta sinn var reynt að fara sem næst því útliti sem birtist í myndskreytingum Egners sjálfs í upphaflegu barnabókinni Folk og rö- Kardimommubærinn í Valaskjálf Ræningjabræðurnir fjörugu eru komnir til Egilsstaða Tóbías Vitringurinn sá er hér á spjalli við dreng. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Söngvaskáldin Uni og Jón Tryggvi bjóða til tónleika á heimili sínu Merkigili á Eyrarbakka næsta sunnu- dag 3. mars kl 16. Þá mun hljóm- sveitin Ylja stíga á svið. Sveitina skipa Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir, sem báðar leika á gítar og syngja en Smári Tarfur Jós- epsson spilar á slide-gítar. Smári, eða Tarfurinn eins og hann gjarnan er kallaður, gerði garðinn frægan sem gítarleikari sveitarinnar Quarashi er frægðarsól þeirrar sveitar skein sem skærast en hann hefur auk þess vak- ið athygli fyrir gítarleik sinn með sveitunum Hot Damn! og Lights On The Highway. Í Ylju kveður þó við allt annan tón hjá Smára. Í félagi við stelpurnar hefur hann skapað ein- stakan hljóm sem sker sig töluvert úr litríkri flóru íslensks tónlistarlífs. Hnitmiðaður gítarleikur stelpnanna í bland við seiðandi raddanir, ásamt slide-gítarleik Tarfsins, gerir tónlist Ylju að einstakri upplifun. Allir velkomnir og frítt inn. Seiðandi raddanir og slide-gítar Ylja Bjartey, Smári Tarfur og Guðný. Farið í sunnudagsbíltúr á Eyrar- bakka og hlustið á Ylju spila

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.