Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Örlygur Hnefill Örlygsson
Á sviði Daníel Smári kann vel við sig á sviðinu og hér fagnar hann á Tónkvíslinni 2013.
er ekki frá því að ég hafi fengið þrjár
ímyndunarhálsbólgur.“ Daníel er
sviðsvanur því hann er söngvari í
hljómsveitinni sem spilaði undir í
keppninni. „Ég vissi að ég gæti
treyst þeim og það dró úr stressinu.
Hljómsveitarmeðlimir eiga mikið
hrós skilið fyrir frábæra frammi-
stöðu í keppninni allri.“ Daníel segist
ekki plana framtíðina langt fram í
tímann, en hann voni að hann verði
sem lengst í hljómsveitinni. „Mér
finnst rosalega gaman að syngja og
auðvitað er það draumurinn að geta
eitthvað gert með þetta í framtíðinni.
Það kemur bara í ljós,“ segir Daníel
sem hefur einnig sungið heilmikið
með leikdeild Eflingar fyrir norðan.
Tárhrein rödd
Gabríela Sól, systir
Daníels, stóð uppi sem
sigurvegari í söng-
keppni grunnskóla á
norðausturhorni Íslands
sem haldin er í tengslum
við Tónkvíslina og
fór fram sama kvöld
á sama stað. Gabríela
er 14 ára og hún er í ní-
unda bekk grunnskólans
á Vopnafirði. „Þetta var
ótrúlega gaman og frábært að
standa við hlið Daníels í úrslit-
unum. Þetta er líka dýrmæt reynsla
fyrir mig að standa á sviði og syngja
fyrir fimm hundruð manns,“ segir
Gabríela sem tók nú þátt í keppninni
í þriðja sinn, en í fyrra lenti hún í
öðru sæti. Hún hefur afar háa og tár-
hreina rödd og hún valdi lag þar sem
rödd hennar nýtur sín vel. Hún seg-
ist hafa valið lagið Titanium, með
Boyce Avenue af því að það er eitt af
hennar uppáhaldslögum. „Mér
finnst gaman að syngja þetta lag og
ég æfði mig heilmikið heima. Svo
voru æfingar fyrir keppnina með
hljómsveitinni. Ég væri alveg til í að
gera eitthvað meira með sönginn.
Mig langar að fara í framhaldsskól-
ann á Laugum þegar ég verð búin
með tíunda bekk, og þá keppi ég
örugglega í Tónkvíslinni.“
Háværir foreldrar
Þegar Dagný Sigurjónsdóttir,
móðir Daníels og Gabríelu, er spurð
hvaðan afkvæmin hafi sönghæfileik-
ana, segir hún að vissulega séu þau
foreldrarnir frekar hávær. „Hér á
heimilinu hefur alltaf verið hlustað
mikið á tónlist. Við erum bæði í kór,
ég syng í kirkjukórnum og Magnús
pabbi þeirra er í karlakór Vopna-
fjarðar. Föðuramma þeirra syngur í
þremur kórum. Ætli þetta sé ekki í
genunum.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013
Verð kr.
7.950
Verð kr.
12.000
Verð kr.
10.500
Verð kr.
6.600
Verð kr.
4.900
Verð kr.
5.300
Verð kr.
6.400
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 - SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660
Gjafir sem gleðja
vere i Kardemomme by sem kom út
árið 1955.
Æfingar hafa staðið yfir frá ára-
mótum og um fimmtíu manns, á aldr-
inum 5 til 71 árs hafa komið að
vinnunni.
Kardimommubærinn var einnig
settur upp hjá Leikfélagi Fljótsdals-
héraðs árið 1993, þá í leikstjórn Guð-
jóns Sigvaldasonar, og á sú sýning
enn aðsóknarmet hjá félaginu.
Möguleiki er á áframhaldi eftir
páska, ef vel gengur.
Miðapantanir eru í síma 867 1604.
Ókeypis er á sýninguna fyrir börn
undir tveggja ára.
Rán Kasper, Jesper og Jónatan.
Tónkvíslin er stór keppni í alla
staði. Í Laugaskóla eru 100
manns, atriðin voru 30 og áhorf-
endur í sal voru 500, þeir fylltu
Íþróttahöllina á Laugum. Í ár var
8 véla HD-upptaka af keppninni
og komu nemendur skólans að
allri tæknivinnu með fagmönn-
um, en Hlynur Þór Jensson,
útsendingarstjóri hjá RÚV, var
ráðinn til að hafa yf-
irumsjón með tækni-
málum og námskeiði í
tæknivinnslu fyrir sjón-
varp. Allir nemendur
skólans taka áfanga
sem tengist ut-
anumhaldi við-
burðarins og
læra þannig við-
burðastjórnun,
tæknivinnu,
kynningarstörf
og skipulagn-
ingu.
Tónkvíslin
2013
8 VÉLA HD-UPPTAKA
Maðurinn er skrýtinskepna. Á fyrstu árumævi sinnar fær hanneinlæga ánægju úr því
að raða púslum á réttan stað, móta
form úr kubbum og spila samstæðu-
spil. Síðar meir finnum við þessum
hvötum farveg með því að litaflokka
þvottinn, raða geisladiskunum í staf-
rófsröð eða ráðstafa hverri klukku-
stund í Google calendar.
Kaótíkin er það sem gerir mann-
eskjuna fallega en samt leitum við sí-
fellt leiða til að hemja óreiðuna. Við
reynum að beisla þær hvatir okkar
sem við höfum ákveðið að séu óæski-
legar, við fellum okkur að reglum
samfélagsins og högum okkur eftir
óljósri forskrift.
En við látum ekki staðar numið við
flokkun og tiltekt hjá okkur sjálfum.
Til að greiða úr óreiðunni sem ríkir
annars staðar grípum við til þess ráðs
að raða öðrum manneskjum í flokka.
Það eru til skrilljón leiðir til að
skipa manneskjum í hópa; þær
vinsælustu eru kyn, þjóðerni, ald-
ur og stétt. Stjórnmálaskoðanir,
klæðaburður og útlit koma líka
sterk inn.
Við skipum fólki í skúffur
og þegar manni hef-
ur einu sinni verið
útdeilt hólf í týpu-
safninu er ómögu-
legt að komast þaðan.
Mín kynslóð hefur til að
mynda smíðað ramm-
gerðar skúffur sem eru
merktar skinkum,
hnökkum, vatns-
greiddum stuttubuxna-
strákum og listhneigðum
latté-lepjurum. Skúffurnar eru fleiri
en flokkunin í þær er nánast end-
anleg. Það er lítið rúm til að brjótast
út úr því móti sem samfélagið hefur
skipað manni. Það vekur ugg þegar í
ljós kemur að Hverfisbarsskinkan er
með gráðu í bókmenntafræði eða að
latté-lepjarinn kjósi Sjálfstæðisflokk-
inn. Við verðum hreinlega sjóveik
þegar smjörkúkar úr Garðabæ láta
sjá sig á málverkaopnunum.
Þetta er enn ein leiðin til að henda
reiður á havaríinu sem einkennir
manneskjuna. En í allri flokk-
unargleðinni gleymist að líta til þess
að við erum öll mótuð úr sama
leirnum, óreiðukenndar og
gallaðar manneskjur.
Miklu fleira sameinar
okkur en greinir okkur í
sundur og það er öllum
hollt að endurinnrétta
hirslurnar sínar af og
til. Gerum stórtæka
vorhreingerningu í
hjartanu, hendum
hólfunum í ruslið og
leyfum staðaltýp-
unum að sigla sinn
sjó.
»Mín kynslóð hefurtil að mynda smíðað
rammgerðar skúffur
sem eru merktar.
HeimurGuðrúnar Sóleyjar
Guðrún Sóley
Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
Bretta- og tónlistarviðburðurinn
Mintan 2013 sem átti að vera í Blá-
fjöllum á morgun laugardag, verður
vegna snjóleysis fluttur í miðbæinn.
Við gamla Gaukinn Tryggvagötu verð-
ur nýsmíðuð „jibb braut“ með snjó
sem sóttur verður í Bláfjöll. Í braut-
inni munu bestu brettamenn lands-
ins sýna listir sínar. Dj og léttar veit-
ingar. Tónleikar á Gauknum um
kvöldið með Agent Fresco, Úlfur Úlfur
og Emmsjé Gauta.
Endilega...
...kíkið á bretta-
fjör í bænum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Emmsjé Gauti Spilar í kvöld.
Frumsýning:
laugardaginn 2. mars kl. 15
Önnur sýning:
miðvikudaginn 6. mars kl. 18
Þriðja sýning:
laugardaginn 9. mars kl. 15
Fjórða sýning:
miðvikudaginn 13. mars kl. 18
Fimmta sýning:
fimmtudaginn 14. mars kl. 18
Sjötta sýning:
þriðjudaginn 19. mars kl. 18
SÝNINGAR Í VALASKJÁLF