Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 17
SVIÐSLJÓS Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Alþjóðlegur dagur sjaldgæfra sjúk- dóma var haldinn í gær. Í tilefni dagsins færði félagið Einstök börn Barnaspítalanum gjöf að andvirði einnar milljónar króna. Um er að ræða vagn sem auðveldar skipti á þvag- og æðaleggjum. Hann vantaði tilfinnanlega. Að auki voru keyptar leikjatölvur og leikir til stytta börn- unum stundir á spítalanum. Þetta er í annað sinn sem Einstök börn taka þátt í þessum degi. Slagorð dagsins er: Sjaldgæfir sjúkdómar án landamæra. „Staða okkar á Íslandi, í þessu fámenni, er verri en margra annarra stórþjóða,“ segir Guð- mundur Björgvin Gylfason, formað- ur Einstakra barna. „Erfitt reynist að laga börnin að kerfinu eins og það er,“ segir Guð- mundur og bendir á að heilbrigð- iskerfið og stuðningskerfið sé ekki skapað til þess að takast á við að sinna börnum með þessa sérstöku sjúkdóma. En hann leggur ríka áherslu á að einstaklingsbundin þjónusta sé veitt. Einstök börn eins og fjölskylda Í Einstökum börnum eru 220 fjöl- skyldur. Sjúkdómar barnanna eru á milli 70 og 80. Margir sjúkdómanna eru svo sjaldgæfir að einungis örfáir einstaklingar í heiminum eru haldnir þeim. Jafnvel eru dæmi um að börn í félaginu eru þau einu í heimi með við- komandi sjúkdóm. Sum þeirra búa við þá erfiðu stöðu að ekki hefur tek- ist að greina sjúkdóm þeirra. Félagið Einstök börn var stofnað árið 1997 af þrettán foreldrum sem áttu það sameiginlegt að börn þeirra voru haldin einstökum og sjaldgæf- um sjúkdómum „Talið er að sjald- gæfir sjúkdómar í heiminum séu á bilinu 6 til 8 þúsund. Til þess að sjúk- dómur geti talist sjaldgæfur, þarf færri en einn af hverjum tvö þúsund, að greinast með sjúkdóminn. Flestir sem greinast með sjaldgæfa sjúk- dóma eru börn sem er 75%. Nokkuð stór hluti þessara barna; 30% þeirra sem eru með sjaldgæfan sjúkdóm deyja áður en þau ná fimm ára aldri,“ segir Guðmundur. „Við höfum verið að styðja fjölskyldur einstakra barna t.d. til að sækja ráðstefnur erlendis. Þar geta foreldrar komist í samband við fjölskyldur annarra barna sem eru með sömu sjúkdóma,“ segir Guð- mundur. Félagið leggur ríka áherslu á að foreldrar barnanna hittist og geti miðlað af reynslu sinni, átt góðar stundir saman og styrkt hverjir aðra. Ellefu mánuði á ári er félagið með einhverjar uppákomur eins og nám- skeið fyrir systkini einstakra barna. „Þegar barn í fjölskyldu er með sjúk- dóm hefur það áhrif á alla í fjölskyld- unni. Það getur kostað sjúkra- húslegur í lengri eða skemmri tíma og ýmsar skerðingar verða á fjöl- skyldulífinu. Þá höfum við horft til systkina og foreldra, hvernig við get- um eflt þau,“ segir Guðmundur. Hann talar af reynslu því hann á sjálfur tvítuga dóttur sem er lang- veik og hefur greinst með hrörn- unarsjúkdóm. Einstök börn gefa tæki og tölvu  Alþjóðlegur dagur sjaldgæfra sjúkdóma haldinn í gær  Einstök börn gáfu Barnaspítalanum gjafir að andvirði einnar milljónar króna  220 fjölskyldur í Einstökum börnum  Mörg börn enn ógreind Morgunblaðið/Árni Sæberg Gjöf Félag einstakra barna færði Barnaspítala Hringsins gjafir í tilefni alþjóðlegs dags sjaldgæfra sjúkdóma. Mæðginin Rakel Dögg Óskarsdóttir og Lúkas Garpur við hluta gjafanna en Lúkas hefur enn ekki verið greindur. FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 „Félagið hefur reynst okkur frábærlega. Mér finnst rosaleg- ur styrkur að hitta foreldri barna sem skilur hvað maður er að ganga í gegnum. Við er- um eins og lítil fjölskylda,“ segir Rakel Dögg Óskarsdóttir um félagið Einstök börn. Hún er móðir Lúkasar Garps sem nærist að hluta til í gegnum tappa á maganum. Fæðingu var komið af stað í 36. viku eftir að Rakel greindist með svínaflensu því barnið stækk- aði ekki eðlilega í móðurkviði. Strax við fæðingu nærðist Lúk- as ekki og þurfti að vera með sondu til ellefu mánaða aldurs. Lúkas er enn ógreindur. „Það er erfitt að fá ein- staklingsmiðaða þjónustu, t.d. ef barnið fellur ekki inn í ákveðna flokka kerfisins,“ segir Rakel en áréttar að henni þykir starfsfólk spítalans standa sig mjög vel. „ Það gerir allt sem það getur. Heilbrigðiskerfið er virkilega flott eins og það hef- ur verið, en auðvitað finn ég mun á því síðustu mánuði og ár; meira álag á starfsfólkinu,“ segir Rakel. Hún segir þó smæð landsins setja strik í reikninginn þar sem greiningar komi oft seint, litlar upplýs- ingar er að finna og fáir með sama sjúkdóm. Styrkur í foreldrunum EINSTÖK BÖRN KOMDU OG PRÓFAÐU NÝR FORD FIESTA SNILLDAR BÍLL FRÁ FRÁ FORD FIESTA 2.490.000 KR. 28.979 KR./MÁN* ford.is Ford Fiesta Trend 5 dyra, 1,0i bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 99 g/km., fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Miðað er við grænan óverðtryggðan bílasamning til 7 ára og uppítökubíl / útborgun að verðmæti 760.000 kr. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Hlutfallstala kostnaðar 10,64%. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 * Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Aukin þjónusta Bíldshöfða 6: Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.