Morgunblaðið - 01.03.2013, Side 18
Pétur
Einarsson
Jakob
Ásmundsson
Stjórn Straums fjárfestingarbanka
hefur ákveðið að Jakob Ásmundsson
taki við starfi forstjóra bankans og
var starfsfólki kynnt það í upphafi
starfsdags.
Pétur Einarsson, sem gegnt hefur
starfi forstjóra síðan 2011, hefur lát-
ið af störfum. Í tilkynningu segir, að
Pétur hafi stjórnað árangursríku
uppbyggingarstarfi Straums á liðn-
um misserum og sé honum þakkað
fyrir framlag sitt. Fyrrverandi for-
stjóri og stjórn bankans séu sam-
mála um að umfjöllun er varðar lok
viðskipta hans í Bretlandi kynni að
skaða hagsmuni Straums. Því hafi
verið ákveðið að bregðast við með
framangreindum hætti.
Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í
gær var greint frá því að Pétur hefði
gert samkomulag við bresk yfirvöld
um að hann stjórni ekki fyrirtæki
þar í landi næstu fimm árin vegna
vangoldinna skatta.
Jakob Ásmundsson, sem verið hef-
ur framkvæmdastjóri fjármála- og
rekstrarsviðs Straums að und-
anförnu, er 38 ára að aldri, doktor í
iðnaðarverkfræði frá Purdue-
háskóla í Bandaríkjunum. Hann
réðst til Straums á árinu 2005 sem
framkvæmdastjóri áhættustýringar.
Jakob hefur gegnt ýmsum fram-
kvæmdastjórastöðum hjá Straumi á
liðnum átta árum, samkvæmt frétta-
tilkynningu frá Straumi.
Forstjóra-
skipti hjá
Straumi
Stjórnin ákvað
breytinguna í gær
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Fjölmiðlasamsteypan 365 miðlar
þarf ekki að reiða fram banka-
ábyrgð né stóran hluta af kaup-
verðinu fyrirfram fyrir útsending-
arréttinn að enska boltanum næstu
þrjú tímabilin.
Þetta segir Ari Edwald, forstjóri
365 miðla, í samtali við Morgun-
blaðið. Hann segist ekki geta tjáð
sig um verðið fyrir útsendingar-
réttinn, en frá því hefur verið
greint í Viðskiptablaðinu að þrír að-
ilar, meðal annars 365 og Skjárinn,
hafi tekið þátt í útboði um enska
boltann og áttu 365 miðlar hæsta
tilboðið, sem ekki var undir einum
milljarði króna. Niðurstaða útboðs-
ins hefur ekki enn verið kynnt op-
inberlega og er nú í gildi kyrrstöðu-
samningur meðan gengið er frá
ýmsum fjárhaglegum þáttum
samningsins.
Ari upplýsir að samkvæmt al-
mennum fjárhagslegum skilyrðum í
útboðinu sé meðal annars gert ráð
fyrir því að sú staða geti komið upp
að krafist sé bankaábyrgðar og að
greidd séu 60% af kaupverðinu fyr-
ir öll þrjú tímabilin fyrir 1. júní
næstkomandi.
„Ég hafði hins vegar gengið frá
því við Premier League með sér-
stökum samningi,“ útskýrir Ari,
„að ef til þess kæmi að enski bolt-
inn yrði áfram hjá 365 þá yrði
greiðslufyrirkomulagið með sama
hætti og verið hefur,“ segir Ari, en
365 miðlar hafa fram til þessa „bara
borgað hvert ár fyrir sig“. Takist
samningar milli 365 miðla og Pre-
mier League um útsendingarrétt-
inn að enska boltanum þá verður
engin breyting á í þeim efnum.
Að sögn Ara mun Premier
League jafnframt ekki gera kröfu
um bankaábyrgð frá 365 miðlum.
„Það væri hvort eð er til einskis
enda getum við ekki útvegað
bankaábyrgð frá erlendum banka,“
segir Ari, en samkvæmt almennum
skilyrðum í útboðinu var gert ráð
fyrir að slík bankaábyrgð yrði
fengin frá fjármálastofnun með
starfsemi á Bretlandi.
„Við höfum haft enska boltann til
margra ára og njótum mikils
trausts hjá þeim aðilum sem selja
réttinn.“ Aðspurður vill Ari ekkert
tjá sig um það hvort fyrirtækið sé
ekki að taka talsverða áhættu með
því að bjóða ekki undir einum millj-
arði króna fyrir útsendingarrétt-
inn. Hann bendir afur á móti á að
fyrirtækið hafi „miklar tekjur af
enska boltanum, enda sé hann stór
hluti af starfsemi þess“.
Áskrifendum hefur fækkað
Viðmælendur Morgunblaðsins
sem þekkja vel til á þessum mark-
aði telja þó að það gæti reynst
þrautin þyngri fyrir 365 miðla að fá
nægjanlegar tekjur af enska bolt-
anum til að mæta þeim mikla
kostnaði sem mun fylgja því að
hafa tryggt sér útsendingarréttinn
til næstu þriggja ára. Sú afstaða
byggist ekki síst á þeirri staðreynd
að þróunin hefur verið sú á undan-
förnum árum að áskrifendum að
enska boltanum hefur fækkað
nokkuð. Hægara sagt en gert gæti
verið að snúa þeirri þróun við.
Engin bankaábyrgð
eða fyrirframgreiðsla
365 miðlar buðu ekki undir milljarð fyrir enska boltann
Morgunblaðið/Sverrir
Boltinn „Við höfum haft enska boltann til margra ára og njótum mikils
trausts hjá þeim aðilum sem selja réttinn,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365.
Keppt um boltann
» 365 miðlar áttu hæsta boðið
fyrir útsendingarréttinn að
enska boltanum næstu þrjú
tímabil.
» Forstjóri 365 segir að fyrir-
tækið þurfi ekki að reiða fram
bankaábyrgð eða greiða stóran
hluta kaupverðsins fyrirfram.
» Kaupverðið var ekki undir
einum milljarði króna.
● Róbert Guð-
finnsson fjárfestir
hlaut í gær verð-
laun frá Nýsköp-
unarmiðstöð Ís-
lands fyrir
brautryðj-
endastarf á Siglu-
firði. Meðal verk-
efna sem Róbert
hefur komið að á
Siglufirði er upp-
bygging á veitingasölu og samkomu-
húsum í gömlum stíl í bænum, en
einnig var nýlega hafist handa við
uppbyggingu hótels þar við höfnina.
Þá eru uppi áform um að byggja
lyfjaverksmiðju í húsnæði bátaverk-
smiðjunnar, nýjan golfvöll og bæta
skíðasvæði bæjarins.
Verðlaun fyrir nýsköpun
Róbert
Guðfinnsson
● Í janúarmánuði voru fluttar út vörur
fyrir 55,7 milljarða króna og inn fyrir
44,2 milljarða króna. Vöruskiptin í jan-
úar voru því hagstæð um 11,6 millj-
arða króna en voru hagstæð um 0,5
milljarða í janúar 2012 á gengi hvors
árs.
Sjávarafurðir voru fluttar út í
janúarmánuði fyrir tæplega 20,7 millj-
arða króna og iðnaðarvörur voru flutt-
ar út fyrir tæplega 32,5 milljarða
króna, samkvæmt frétt Hagstofunnar.
Vöruskipti hagstæð um
11,6 milljarða króna
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.-/
+01./
+,,.-2
,,.1-3
,+.024
+0./-3
+5/.3-
+.52,
+40.02
+2/./3
+,-.4/
+01.42
+,,.0,
,,.+,,
,,.155
+0.-+/
+5-.+5
+.522
+01.-5
+2/.05
,,/.-+12
+,2.+/
+0+.5,
+,5.,4
,,.+43
,,.104
+0.-3+
+5-.-+
+.53
+0+.+
+2-.50
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Umhverfisstofnun hefur gefið út
starfsleyfi fyrir Dýrfisk hf. í Dýra-
firði. Um er að ræða starfsemi sem
hefur verið rekin í firðinum í nokk-
ur ár. Á þeim tíma var fyrirtækið
með starfsleyfi frá heilbrigð-
isnefnd og undir mengunarvarna-
eftirliti frá Heilbrigðiseftirliti
Vestfjarða.
Flutningur á starfsleyfinu yfir til
Umhverfisstofnunar kemur til
vegna þess að reksturinn hefur
aukist og hefur farið upp fyrir há-
marksstærð (200 tonna framleiðslu
á ári) sem heilbrigðisnefndir mega
veita starfsleyfi fyrir. Meðan unnið
var að gerð starfsleyfis fór rekst-
urinn reyndar yfir framleiðslu-
mörkin en rekstraraðili fékk tíma-
bundna undanþágu til þess frá
umhverfisráðuneytinu.
Þetta kemur fram í frétt á vef
Umhverfisstofnunar.
Þar kemur jafnframt fram að
rekstraraðili fær með starfsleyfinu
heimild til að framleiða allt að
2.000 tonn samtals af regnbogasil-
ungi eða laxi á ári í sjókvíum í
Dýrafirði. Starfsleyfið öðlast þegar
gildi og gildir til 28. febrúar 2029.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fiskeldi Dýrfiskur má framleiða 2.000 tonn af laxi og regnbogasilungi.
Dýrfiskur má fram-
leiða 2.000 tonn á ári