Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013
sjávarútvegsins eða 15% og 13% lán-
anna eru til fasteignafélaga. Heildar-
útlán bankans jukust í 612 milljarða
króna úr 608.
Fram kom á fundinum að Íslands-
banki sé að skoða það að fá lánshæf-
ismat. Brátt munu stjórnendurnir
ræða við lánshæfismatsfyrirtækin
og í kjölfarið verður tekin ákvörðun
um næstu skref. UBS veitir Íslands-
banka ráðgjöf í verkefninu. Ferlið að
fá lánshæfiseinkunn mun taka þrjá
til níu mánuði.
Skattar og gjöld greidd til ríkis-
stofnana námu samtals 9,3 milljörð-
um á tímabilinu, samanborið við 2,0
milljarða á sama tímabili árið 2011.
Þar af nam tekjuskattur í fyrra 6,3
milljörðum króna.
Íslandsbanki hagnaðist
um 23,4 milljarða króna
Stjórnendur
skoða möguleika á
að fá lánshæfismat
Morgunblaðið/Ómar
Starfsemi Hagnaður af reglulegri starfsemi var 15,7 milljarðar króna.
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Íslandsbanki hagnaðist um 23,4
milljarða árið 2012, samanborið við
1,9 milljarða árið 2011 en það ár lit-
aðist afkoman af virðisrýrnun á við-
skiptavild í kjölfar yfirtöku Byrs
sem olli einskiptiskostnaði upp á 17,9
milljarða króna. Hagnaður af reglu-
legri starfsemi eftir skatta jókst milli
ára, var 15,7 milljarðar í ár, saman-
borið við 13,9 milljarða árið 2011.
Arðsemi eigin fjár jókst í 11,6% úr
11%. Yfir 75% af rekstrartekjum
bankans koma frá vaxta- og þókn-
anatekjum.
Birna Einarsdóttir, forstjóri Ís-
landsbanka, sagði á fundi með blaða-
mönnum að ný útlán á árinu hafi ver-
ið hátt í hundrað milljarðar króna,
sem sé töluverður vöxtur. „Það hefur
verið stígandi í nýjum útlánum,“ seg-
ir hún og nefnir að aukningin komi
frá ýmsum sviðum; bílalánum Ergo,
fyrirtækjasviði og almennum útlán-
um í útbúum.
Flest útlán bankans – og þá er
ekki verið að einblína á ný útlán
heldur öll – eru húsnæðislán til ein-
staklinga eða 29%, næstflest eru til
Íslandsbanki
sameinaðist Byr
» Meðalfjöldi stöðugilda móð-
urfélagsins var 1.119 árið 2012,
samanborið við 1.003 árið 2011.
» Samruna Íslandsbanka og
Byrs lauk á árinu.
» Eiginfjárhlutfall bankans
hækkaði milli ára í 25,5% úr
22,6%. Eigið fé nam 148 millj-
örðum króna við árslok.
» Kostnaðarhlutfallið lækkaði í
48,1% úr 51,5%.
Útflutningstekjur af áli námu ríf-
lega 225 milljörðum á síðasta ári
eða 23% af útflutningstekjum þjóð-
arinnar, að því er fram kom á árs-
fundi Samáls á miðvikudaginn.
Beint og óbeint framlag áliðnaðar-
ins til þjóðarbúsins var 85-96 millj-
arðar króna á árunum 2008-2010
eða 6,8% af heildarmyndinni. Til
samanburðar var framlag sjávar-
útvegsins 17,5% árið 2010. Þetta
kemur fram í skýrslu Hagfræð-
stofnunar. Afleidd störf vegna
starfsemi í áliðnaði eru um fimm
þúsund, segir í upplýsingariti sem
dreift var á ársfundinum.
Lengi hefur verið rætt um áhrif
byggingar Kárahnjúkavirkjunar á
þenslu á árunum 2004 til 2007.
Magnús Ásmundsson, forstjóri Al-
coa á Íslandi, sagði á fundinum að
nauðsynlegt væri að horfa á heild-
armyndina á tímabilinu og að fram-
kvæmdin sem slík hafi verið dverg-
vaxin miðað við aðra bólumyndun í
hagkerfinu. Kárahnjúkar hafi kost-
að um 83 milljarða, en á sama tíma
hafi aukning húsnæðislána verið
um 780 milljarðar, heildarfjárfest-
ing í atvinnulífinu verið um 1.500
milljarðar, verðmæti hlutabréfa í
Kauphöllinni hafi aukist um 2.600
milljarða og skuldsetning atvinnu-
lífsins hafi einnig aukist um 2.600
milljarða.
Gunnar Haraldsson, forstöðu-
maður Hagfræðistofnunar, sagði að
spurningin um hvort áliðnaðurinn
væri of stór væri kannski ekki sú
rétta; hún ætti fremur að snúast um
það hvort áliðnaðurinn skapi meiri
verðmæti en önnur atvinnu-
starfsemi, beint og óbeint. Huga
ætti að því að áliðnaðurinn vaxi að
verðmætum og að gæta þyrfti að
skilyrðum hans svo hann nái að
blómstra. Hann taldi mikil tækifæri
liggja í frekari þróun á álklasa og
að mikilvægt væri að hlúa að og
stuðla að uppbyggingu áliðnaðarins
og starfsemi honum tengdri.
Í ritinu segir að alls verði rúmir
100 milljarðar eftir í landinu vegna
áliðnaðar, eða um 275 milljónir á
dag. Talan hafi hækkað jafnt og
þétt undanfarin ár.
23% útflutnings-
tekna eru vegna áls
Afleidd störf eru fimm þúsund
Morgunblaðið/ÞÖK
Iðnaður Rúmir 100 milljarðar verða
eftir í landinu vegna áliðnaðarins.
Vandaðir og vottaðir ofnar
www.ofnasmidja.is - Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177
LAGERSALA OG
TILBOÐSDAGAR Í MARS
*ATH. Lagersalan gildir út mars 2013 eða á meðan birgðir endast.
10 - 50%
afsláttur á völdum Thor ofnum
10 - 20%
afsláttur á MHS
handklæðaofnum
Alara 60x72 cm
Ryðfrýtt stál
Square 50x120 cm
Ryðfrítt stál
Aquila 50x119 cm
Burstað stál
Oval 50x120 cm
Ryðfrítt stál
Halo 25x120 cm
Krómað stál
10%
20%
15%
10%15%
Home Swim pakki,
án klórs
2 fyrir 1
6.990,-
Eura L Eura C
ATH. opið laugardaginn 2 mars 11-14
Fylgihlutir fyrir nuddpotta
á 10% afslætti