Morgunblaðið - 01.03.2013, Page 22

Morgunblaðið - 01.03.2013, Page 22
FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Enn sér ekki fyrir endann ákjaradeilum innan Land-spítalans. Eins og Morg-unblaðið hefur áður greint frá hafa tíu stéttarfélög af þrjátíu á Landspítalanum óskað eftir viðræðum um launakjör við stjórn- endur spítalans. Á meðal þessara stétta eru geislafræðingar, sjúkralið- ar, líffræðingar og sjúkraþjálfarar. „Þessi samningur hjúkr- unarfræðinganna var stofnanasamn- ingur og hann er unninn á spít- alanum. Við bökkuðum þá upp með peningum varðandi akkúrat það verkefni. Nú er spítalinn í viðræðum við þessa starfshópa og það hefur ekkert komið til okkar varðandi þá vinnu,“ segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra aðspurður hvort til standi að veita peninga til frekari launahækkana hjá öðrum stéttum Landspítalans. Að sögn Guðbjarts eru menn að skoða stöðu heilbrigð- isstéttanna í samræmi við jafn- launaátak ríkisstjórnarinnar. „En þú tekur ekki stofnanasamning og færir hann í prósentum yfir á einhverja aðra því hann er bundinn við hverja stétt fyrir sig og séraðstæður á stofn- unum,“ segir Guðbjartur og bendir á að ekki hafi verið teknar neinar ákvarðanir um frekari fjárveitingar á þessu stigi. Viðræður í gangi Að sögn Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, hafa einhverjar stétt- ir við spítalann beðið um endurnýjun á stofnansamningi. „Það eru við- ræður í gangi við þær stéttir sem hafa beðið um það,“ segir Björn. Að- spurður hvernig þær viðræður hafi gengið segir hann: „Þær hafa gengið þannig séð eðlilega fyrir sig. Eins og við höfum margoft áður lýst þá var sem hluta af jafnlaunaátaki rík- isstjórnarinnar búið að bjóða líf- eindafræðingum og geislafræðingum ákveðnar breytingar á stofn- anasamningum en það er ennþá ekki komin niðurstaða í það mál.“ Björn bendir á að síðan hafi við- ræður einnig staðið yfir við aðrar stéttir spítalans en í sjálfu sér sé ekk- ert að frétta af þeim. Aðspurður hvort hann hafi heyrt eitthvað í rík- isstjórninni um hvort til standi að hún fjármagni frekari launahækk- anir innan spítalans segist Björn ekkert hafa heyrt um slíkt. Bendir hann á að samkvæmt samþykkt rík- isstjórnarinnar og þeim skilaboðum sem spítalinn hafi fengið séu tvær stéttir eftir í þessum fyrsta áfanga jafnlaunaátaksins, geislafræðingar og lífendafræðingar. „Þetta gerist auðvitað ekki allt á einni nóttu. Svo þarf að vinna þetta dálítið mismunandi. Þetta er ekki þannig að verið sé að leggja flata pró- sentu á alla. Eðli stofnanasamninga er að það eru svo mismunandi breyt- ingar á kjörum fólks, breytingar á vinnuskyldu og vinnutilhögun,“ segir Björn. Þreifa fyrir sér „Við hittumst síðastliðinn þriðju- dag og það er verið að þreifa fyrir sér varðandi málin sem eru inni í okkar kröfugerð. Þannig að við erum að ræða saman, það er svosem engin niðurstaða en það er allavega ennþá verið að ræða saman og skoða málin,“ segir Katrín Sigurð- ardóttir, for- maður Fé- lags geisla- fræð- inga. Kjaradeilur á Land- spítalanum halda áfram Morgunblaðið/Golli Kjaradeilur á Landspítalanum Enn sér ekki fyrir endann á kjaradeilum innan veggja Landspítalans, þrátt fyrir launahækkun hjúkrunarfræðinga. 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tilburðirfrétta-stofu Rík- isútvarpsins og fréttaskýrenda á hennar vegum til að mála afstöðu fólks eða flokka sem falla ekki að forskrift Samfylk- ingar sem dularfulla hafa verið til umræðu. Óli Björn Kárason blaðamaður orðaði þetta svo í vikunni: „Stjórn- málafræðingar og frétta- skýrendur Ríkisútvarpsins eru haldnir alvarlegri mein- loku. Þeir trúa því eða vilja trúa því að viðræður um ríkisstjórn að loknum kosn- ingum fari fram á forsend- um Samfylkingarinnar. Og þar sem Samfylkingin telur að upphaf og endir alls sé í Brussel snúist stjórnar- myndun um aðild að Evr- ópusambandinu. Þeir flokk- ar sem lýsi yfir andstöðu við aðild hafi málað sig út í horn, en þeir sem haldi möguleikanum opnum eigi fleiri tækifæri til að komast í ríkisstjórn. Í hugarheimi fréttaskýrendanna snúast íslensk stjórnmál um mönd- ul Samfylkingarinnar.“ Þetta er sennileg rétt hjá Óla Birni Kárasyni. Frétta- stofa Ríkisútvarpsins er ekki að sinna sínum hlut í pólitísku samsæri með þeirri framgöngu sem vek- ur sífellt meiri furðu. Hinn einliti hópur þar á bæ sér tilveruna einfaldlega í gegnum þessi gleraugu en ekki önnur og þess vegna veldur fréttastofan ekki sínu hlutveki. Ný lýsing Andríkis á ástandinu er sláandi: „Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa bæði skýra stefnu í Evrópusam- bandsmálum. Sjálfstæðis- flokkurinn vill að Ísland haldi fullveldi sínu og standi utan Evrópusam- bandsins. Samfylkingin vill hvorugt. Í samræmi við þetta vill Samfylkingin að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu en Sjálfstæðisflokkurinn vill það ekki. Hvernig ætli standi á því að fjölmiðlamenn og álits- gjafar láta alltaf eins og þeir sem séu á annarri skoðuninni séu „harð- línumenn“, en hinir séu „frjálslyndir“? Ætli eigin skoð- anir fjölmiðla- mannanna hafi eitthvað með það að gera? Hvernig ætli standi á því, að þeir sem ekki taka upp stefnu Sam- fylkingarinnar séu alltaf sagðir hafa málað sig út í horn? En Samfylkingin sem stendur ein í málinu, sé aldrei sögð vera einangruð? Ætli fordómar fjölmiðla- manna í garð flokkanna komi þar við sögu? Samkvæmt könnunum er yfirgnæfandi meirihluti landsmanna andvígur því að ganga í Evrópusam- bandið. Við síðustu kosn- ingar náði aðeins einn flokkur kjöri sem vill að Ís- land gangi í Evrópusam- bandið. Þeir flokkar, sem sögðu kjósendum að þeir væru á móti aðild að Evr- ópusambandinu, fengu yf- irgnæfandi meirihluta at- kvæða. Engu að síður tókst þess- um eina flokki með ofsa sín- um að knýja fram sam- þykkt á Alþingi um að Ísland myndi sækja um að- ild. Tillaga um að þjóðin fengi að greiða atkvæði um þá ákvörðun var felld. Eng- inn fjölmiðlamaður kallar þetta harðlínuafstöðu. Eng- inn fjölmiðlamaður telur að þessi eini ofsafengni flokk- ur hafi málað sig út í horn. Nei, það eru bara þeir sem ekki taka upp afstöðu Evr- ópusambandsflokksins sem eru einangraðir. Ef slíkir flokkar dirfast að leyfa yfirgnæfandi meirihluta flokksmanna að ráða eigin stefnu í málinu, þá eru þeir kallaðir harðlínumenn. Þeir einu sem eru ein- angraðir í eigin heimi og sjá þar ekkert nema eigin harðlínu, eru fjölmiðlamenn og álitsgjafar sem svona tala.“ Því miður er ekkert of- sagt í þessari lýsingu. Trúir einhver því í alvöru að þetta ástand lagist þeg- ar Alþingi hefur slegið því föstu með lögum að Ríkis- útvarpið (sem ekki er leng- ur til sem slíkt í munni starfsmanna „RÚV“) sé eina stofnun landsins sem starfi í „þjóðarþágu?“ Sérviskuleg sér- hyggja opinberrar fréttastofu vekur vaxandi furðu} Þráhyggja í þjóðarþágu? Þ á eru landsfundir og flokksþing stærstu stjórnmálaflokkanna að baki en landsfundir Sjálfstæð- isflokksins og Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs fóru sem kunnugt er fram um síðastliðna helgi. Það styttist að sama skapi í að Alþingi ljúki störfum fyrir þingkosningarnar í vor hvenær sem það annars gerizt nákvæmlega en vafa- laust verður bætt við einhverjum þingdögum til viðbótar við fyrirliggjandi starfsáætlun sem gerir ráð fyrir því að þingstörfum ljúki um miðjan þennan mánuð sem nú er nýhafinn. Þó varla mörgum enda er það yfirleitt ekki stjórnarmeirihluta hvers tíma í hag að heyja kosningabaráttuna í þingsölum. En hvernig sem það verður hlýtur að styttast í það að kosningabaráttan hefjist fyrir alvöru. Líklegt má telja að tvö stærstu málin fyrir þingkosn- ingarnar sem fara eiga fram 27. apríl næstkomandi verði efnahagsmálin, og þar með talið ekki sízt málefni heim- ilanna, sem og Evrópumálin. Yfirleitt eru utanríkismál ekki eitthvað sem er kjósendum hugleikið fyrir kosn- ingar en sú staðreynd að umsókn liggur fyrir um inn- göngu í Evrópusambandið og að mikil andstaða er við þá málaleitan er mjög líkleg til þess að breyta því. Í það minnsta fyrir marga kjósendur sem kunna jafnvel að láta stefnu framboðanna í þeim efnum ráða atkvæði sínu að meira eða minna leyti. Það þarf vart að koma á óvart að lítill samhljómur sé með ályktunum landsfunda Sjálfstæð- isflokksins og VG. Flokkarnir eru þó sam- mála um að hagsmunum Íslands sé bezt borgið utan Evrópusambandsins þó að ástæðurnar fyrir því séu auðvitað ekki endi- lega þær sömu að öllu leyti. Sjálfstæðisflokk- urinn vill hætta viðræðunum við Evrópusam- bandið um inngöngu Íslands í það og þar með í raun draga umsóknina frá 2009 til baka. Málið verði ekki skoðað að nýju nema þjóðin hafi veitt samþykki sitt í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvenær það verður er annað mál. Vinstri grænir hafa hins vegar með afgreiðslu landsfundar síns ákveðið að gera þá stefnu sem forysta flokksins hefur fylgt á kjörtímabilinu að formlegri stefnu hans. Vera formlega á móti inngöngu í Evr- ópusambandið en styðja samt umsókn um slíka inngöngu. Eina viðbótin er sú að setja á tíma- ramma. Til dæmis eitt ár frá kosningunum. Ekki er kveðið fastar að orði en það. Það gætu því samkvæmt orðanna hljóðan allt eins orðið tvö, þrjú eða fjögur ár. Umsóknarferlið að Evrópusambandinu átti upp- haflega ekki að taka mjög langan tíma og klárast í síð- asta lagi á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Síðan hefur áætlunin í þeim efnum sífellt verið endurskoðuð. Eðli- lega hlýtur sú spurning að vakna hvað sé því til fyr- irstöðu að sú verði einnig raunin varðandi þann mjög svo opna tímaramma sem kveðið er á um í landsfund- arályktun VG? hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Til dæmis eitt ár STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Við funduðum með þeim um daginn og fórum þá yfir okkar kröfu um það að þetta kæmi jafnt inn til sjúkraliða eins og hjúkrunarfræðinga. Þá var svar- ið það að þau væru ekkert á móti því að þetta væri skoðað og lagfært, ef við kæmum með peningana,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, spurð út í viðræður við stjórnendur Landspítalans. Að sögn Kristínar hefur hún síðan þá fundað með Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra. „Hún sagði mér hreint og klárt að þetta [þ.e. launahækkanir hjúkrunarfræðinga] ætti að fara líka til sjúkraliðanna og hún lof- aði mér því að hún myndi halda fund með yfirmönnum Landspítalans til þess að gera þeim grein fyrir þessu,“ segir Kristín. Ráðherra lofar hækkun RÆÐA VIÐ SJÚKRALIÐA Kristín Á. Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.