Morgunblaðið - 01.03.2013, Qupperneq 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013
Gleði Það var margt um manninn á árlegu þorrablóti og góugleði hjá ORG ættfræðiþjónustu í gær. Að sögn eigandans Odds F. Helgasonar ríkti þar góð stemning, eins og ætíð.
Árni Sæberg
Það felst engin einangr-
unarhyggja í því að vilja ekki
að Ísland gangi í Evrópusam-
bandið. Alls ekki. En sú skoðun
að aðild að Evrópusambandinu
sé forsenda alþjóðlegs sam-
starfs, lýsir á hinn bóginn ótrú-
legri einsýni. Við Íslendingar
tökum þátt í margvíslegu al-
þjóðlegu samstarfi. Bæði
vegna þess að það er okkur í
hag en einnig vegna þess að við
teljum að slíkt alþjóðlegt sam-
starf sé almennt til góðs fyrir heimsbyggð-
ina.
Evrópa er langstærsta viðskiptasvæði okk-
ar. Evrópsk viðhorf lita að margvíslegu leyti
grunngildi sem okkar samfélags. Við erum
Evrópubúar og höfum aldrei þurft að færa
sérstaklega heim sanninn fyrir því. Gagn-
stætt til að mynda ýmsum ríkjum í aust-
anverðri álfunni, sem hafa verið á ýmsum
tímum þvinguð til þess að taka sér stöðu með
hinum voldugu Sovétríkjum og Rússlandi. Sú
sögulega, hernaðarlega og pólitíska stað-
reynd átti til að mynda mikinn þátt í áhuga
þessara ríkja margra á að sækja um aðild að
Evrópusambandinu. Þessu kynntist ég meðal
annars á sínum tíma, þegar við þáverandi
fulltrúar utanríkismálanefndar Alþingis sótt-
um Pólland heim, í aðdraganda aðildar lands-
ins að Evrópusambandinu.
Við eigum val
Þessar aðstæður allar þurfum við að hafa í
huga þegar við ræðum stöðu okkar í Evrópu.
Við búum að þeirri blessun að eiga val, gagn-
stætt ýmsum þjóðum. Við hljótum því að taka
afstöðu til málsins í ljósi hagsmuna okkar,
hugmynda okkar um fullveldi og þeirrar
stöðu sem við viljum skipa okkur í samfélagi
þjóðanna.
Við erum frjáls að því að velja okkur leið,
án utanaðkomandi þvingana. Og við getum
haft áhrif og styrkt stöðu okkar, í góðu sam-
starfi við Evrópusambandið án aðildar, á
grundvelli EES-samningsins.
Tillaga um að fara aðrar leiðir
Þetta er kjarni þingsályktunartillögu sem
ég var fyrsti flutningsmaður að á Alþingi
ásamt 13 öðrum þingmönnum, sem nú sitja í
þremur þingflokkum. Tillagan var svohljóð-
andi: „Alþingi ályktar að efla beri þátttöku
stjórnmálamanna og embættismanna í hags-
munagæslu tengdri Evrópusamstarfi með
það að markmiði að auka áhrif Íslands á mót-
un og töku ákvarðana á vettvangi Evrópu-
samstarfs.“
Nú hefur þessi tillaga verið afgreidd sam-
hljóða, með svohljóðandi hætti: „Alþingi
ályktar að efla beri þátttöku stjórnmála-
manna og embættismanna í hagsmunagæslu
tengdri Evrópusamstarfi með það að mark-
miði að auka áhrif Íslands á
ákvarðanir á vettvangi Evrópu-
samstarfs.“
Valkostur við
ESB-vegferðina
Þetta eru talsverð tíðindi. Hér
er Alþingi að segja með skýrum
hætti, að við getum haft meiri
áhrif í samstarfi við ESB. Þessi
tillaga sem hér hefur verið af-
greidd felur í sér raunverulegan
valkost við þá vegferð sem á að
enda inni í Evrópusambandinu.
Tillagan sem um ræðir byggir
algjörlega á niðurstöðu nefndar allra þáver-
andi þingflokka sem Björn Bjarnason þáver-
andi dómsmálaráðherra leiddi og skilaði nið-
urstöðu vorið 2007 og ég átti meðal annars
sæti í. Nefndin lagði fram ítarlegar tillögur
um „að Ísland leggi áherslu á aukna þátttöku
stjórnmálamanna og embættismanna í
hagsmunagæslu tengdu Evrópusamstarfi,
með það að markmiði að auka áhrif Íslands á
mótun og töku ákvarðana á þessum vett-
vangi“.
Klár stefnumótun Alþingis um
styrkingu EES-samstarfsins
Síðan hefur ýmislegt gerst. Áhersla beggja
núverandi ríkisstjórnarflokka hefur á hinn
bóginn gert það að verkum að lítil rækt hefur
verið lögð við þessa aðferð sem nefnd Björns
Bjarnasonar setti fram. Þess í stað hefur allt
stefnt í eina átt; í átt til aðildar að ESB.
Núna þegar það mál er allt komið í hreint
óefni, er mjög brýnt að við hyggjum að öðr-
um leiðum, sem þjóni hagsmunum okkar sem
þjóðar, stuðli að áframhaldandi góðum sam-
skiptum og blómlegum viðskiptum við ríki
ESB, en tryggi um leið meiri áhrif okkar á
stefnumótun og ákvarðanir innan bandalags-
ins. Sú leið er fær og hún er gerleg, eins og
sést á tillögunum frá 2007, sem Alþingi hefur
nú samþykkt.
Í þessari samþykkt Alþingis felst mjög
skýr stefnumótun og valkostur við ESB-
aðildina. Áköfustu talsmenn ESB, svo sem
utanríkisráðherrann, hafa fundið EES-
samstarfinu flest til foráttu. Nú hefur Alþingi
talað einum rómi með skýrum hætti um að
við eigum að nýta okkur kosti EES-
samningsins til frekari áhrifa og styrkja það
samstarf. Þetta eru því talsverð tíðindi á
sama tíma og ríkisstjórnin vill greinilega
stefna í allt aðra átt, út úr EES-samstarfinu
og inn í ESB.
Eftir Einar Kristin
Guðfinnsson
» Í þessari samþykkt Alþing-
is felst mjög skýr stefnu-
mótun og valkostur við ESB-
aðildina.
Einar Kristinn
Guðfinnsson
Höfundur er alþingismaður.
Aukin áhrif í
Evrópusamstarfi
Fjölmennur landsfundur
Sjálfstæðisflokksins síðustu helgi
heppnaðist afar vel og gaf tóninn
fyrir kosningabaráttuna sem
fram undan er. Sjálfstæðisflokk-
urinn gengur til kosninga með
skýra og raunhæfa stefnu í öllum
málaflokkum frá landsfundinum.
Stefnu sem tekur á vanda heim-
ilanna í landinu og blæs krafti í
atvinnulífið á ný. Ég vil þakka
þeim 1.700 landsfundarfulltrúum,
sem tóku þátt í að móta og skerpa
á stefnu Sjálfstæðisflokksins, þeirra óeig-
ingjarna starf þessa fjóra daga sem landsfund-
urinn stóð.
Í þágu heimilanna
Á þessu kjörtímabili hefur verið herjað á
heimilin í landinu. Mikill samhljómur var um
það á landsfundinum að allar aðgerðir sem ráð-
ist yrði í á næsta kjörtímabili yrðu í þágu heim-
ilanna. Þær snúa helst að eftirfarandi:
Að ráðast að rót vanda íslenskra heimila
með skulda- og skattalækkunum.
Að breyta umhverfi lánamála þannig að
húsnæðis- og neytendalán séu almennt ekki
verðtryggð.
Að auka verðmætasköpun í íslensku at-
vinnulífi.
Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika
og afnema gjaldeyrishöft.
Að sýna ábyrgð og bæta opinberan rekst-
ur, lækka skatta og endurskoða bótakerfi.
Að tryggja grunnþjónustu fyrir alla lands-
menn og standa vörð um velferðina
Með sérstökum skattaafslætti vegna afborg-
ana af húsnæðislánum skal létt undir með fjöl-
skyldum sem orðið hafa fyrir verðbólguskotum
og eignaverðslækkunum.
Fólk á jafnframt að fá val um að ráðstafa
þeim fjármunum sem ella færu í séreignar-
sparnað beint inn á húsnæðislán með fullum
skattaafslætti. Það mun lækka afborganir af
skuldum og hraða eignamyndun.
Fráfarandi ríkisstjórn hefur fyrst og fremst
valið leið skatta- og gjaldahækkana í þeirri við-
leitni að loka fjárlagagatinu. Þrátt fyrir að hafa
gengið lengra en nokkurn gat órað fyrir í þess-
um efnum hefur fjárlagagatinu þó enn ekki ver-
ið lokað. Ástæðan er sú að þessi stefna hefur
virkað hamlandi á hagvöxt sem hefur verið
langt undir því sem nauðsynlegt er.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins kvað
skýrt á um að hverfa frá þessari skattastefnu.
Við ætlum að taka tekjuskattskerfið til endur-
skoðunar, lækka skatta og einfalda skattkerfið
með afnámi þriggja þrepa kerfis. Með þessu
mun krónunum fjölga í launaumslaginu. Aðrir
skattar og gjöld, t.d. eldsneytisgjöld, verða
lækkuð.
Fyrir fyrirtækin er rétt að byrja á trygg-
ingagjaldinu og lækka það. Með trygginga-
gjaldinu eru fyrirtæki skattlögð fyrir að ráða
fólk til vinnu, þegar fátt er mikilvægara en að
fjölga störfum. Nú er staðan sú að með um það
bil hverjum tíu starfsmönnum sem fyrirtæki
hefur í vinnu greiðir það jafngildi launa eins
starfsmanns í tryggingagjald. Það sér hver
maður að slíkt fyrirkomulag
dregur úr hvötum fyrir fyrirtæki
til að ráða fólk til starfa og er
ekki til þess fallið að vinna bug á
atvinnuleysinu. Vinda þarf ofan
af alls kyns skattaflækjum frá-
farandi stjórnar sem virka haml-
andi á framtakssemi í atvinnulíf-
inu. Oft er langt seilst eftir litlu
með miklum kostnaði.
Engar viðræður við ESB
án lýðræðislegs umboðs
Sjálfstæðisflokkurinn vill
halda sig utan ESB. Við teljum mikilvægustu
viðskiptahagsmunum Íslands í samskiptum
við ESB vel borgið með aðildinni að EES.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði
að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og
þær ekki teknar upp aftur nema að und-
angenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hefur
verið stefna flokksins frá því að þetta mál kom
fyrst til kasta þingsins, að rangt væri að eiga í
aðildarviðræðum án þess að skýrt umboð
hefði verið fengið hjá þjóðinni.
Undanfarin ár hefur komið æ betur í ljós
hversu mikilvægt það er að skýr vilji þings og
þjóðar liggi að baki aðildarviðræðum.
Það blasir við að ríkisstjórnin er ekki trú-
verðugur viðsemjandi. Viðræðurnar eru
miklu nær því að vera sýndarviðræður en
aðildarviðræður.
Sumir virðast halda að forysta í utanríkis-
málum okkar Íslendinga felist fyrst og fremst
í því að berjast fyrir inngöngu í sífellt fleiri
milliríkjasamtök. Ég tel forystuna miklu
fremur ráðast af staðfastri afstöðu, sem
stenst dóm tímans, og baráttu fyrir því að Ís-
land skipi sér þar sess á meðal þjóða sem
skapar landsmönnum mesta farsæld.
Að vaxa út úr vandanum
Við Íslendingar þurfum að hefja nýtt skeið
stöðugleika og vaxtar. Það gerist ekki nema
heimilunum verði komið til aðstoðar, kraftur
settur í atvinnulífið og verðmætasköpun auk-
in. Þannig vöxum við út úr vandanum og
treystum um leið mikilvægar stoðir velferð-
arkerfisins.
Vísasta leiðin til að gera betur er að gera
stöðugleika- og vaxtarsáttmála milli aðila
vinnumarkaðarins og vinna saman að bættum
lífskjörum.
Í þágu heimilanna mun Sjálfstæðisflokk-
urinn forgangsraða rétt. Það er kominn tími
til að nýta tækifærin, kominn tími til aðgerða,
tími til sóknar – í þágu okkar allra.
Að loknum landsfundi
Eftir Bjarna Benediktsson
Bjarni Benediktsson
» Vísasta leiðin til að gera
betur er að gera stöðug-
leika- og vaxtarsáttmála milli
aðila vinnumarkaðarins og
vinna saman að bættum lífs-
kjörum.
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.