Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013
✝ Sigríður Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
3. janúar 1926.
Hún lést á elliheim-
ilinu Grund 19.
febrúar sl. Sigríður
var dóttir hjónanna
Guðmundar Filipp-
ussonar málara-
meistara, f. 1891,
d. 1955, og Krist-
ínar Vigfúsdóttur,
f. 1901, d. 1987. Sigríður giftist
1946 Ragnari Frímannssyni,
verslunarmanni, f. 1920, d.
1996. Sonur hjónanna Vilh. Frí-
manns Frímannssonar, f. 1888,
d. 1983, og Margrétar Runólfs-
dóttur, f. 1894, d. 1974. Sigríður
og Ragnar skildu. Börn þeirra
eru Margrét, f. 1946, gift Albert
Sævari Guðmundssyni, f. 1946,
þau eiga fjóra syni og fimm
barnabörn. Synir þeirra eru 1)
Benedikt, f. 1968. 2) Hall-
mundur, f. 1973. 3) Sævar Örn,
f. 1979. 4) Ásgrímur, f. 1981, og
Guðmundur Örn, f. 1949,
kvæntur Ólínu Erlendsdóttur, f.
1955, þau eiga fjögur börn og
þrjú barnabörn. Þeirra börn
eru 1) Ingþór, f. 1969, móðir
hans er Áslaug Sigurðardóttir,
Þórði Jónssyni, f. 1958, þau
eiga tvö börn og tvö barnabörn.
Þeirra börn eru 1) Benedikt, f.
1984, og 2) Valdís, f. 1987. Sig-
rún og Þórður skildu. Seinni
maður Sigrúnar var Craig L.
Williams, f. 1959, d. 2007. Öll
sex börn Sigríðar og Benedikts
voru alin upp saman á heimili
þeirra í Keflavík þar sem þau
bjuggu fyrst á Hringbraut 65
og síðar Heiðarbrún 17. 1973
fluttust Sigríður og Benedikt að
Lyngbrekku 19 í Kópavogi og
síðast bjó hún ein í Árskógum 8
í Reykjavík áður en hún fluttist
á elliheimilið Grund 2009, þar
sem hún lést. Sigríður ólst upp
á heimili foreldra sinna í Mið-
stræti 5 og lauk venjulegu
skólanámi í Reykjavík á þeim
tíma. Hún var þátttakandi í fim-
leikum á yngri árum og áhuga-
söm um söng allt sitt líf. Tók
þátt í söngstarfi barna, meðal
annars í fyrstu útsendingum
Ríkisútvarpsins með kór Dóm-
kirkjunnar, söngfélaginu Hörpu
og í Keflavík með Kvennakór
og Samkór Keflavíkur, Fíl-
harmóníu og síðar með Kór
eldri borgara í Reykjavík. Sein-
ast með sönghóp á elliheimilinu
Grund. Hún vann síðast sem
móttökuritari og við símavörslu
hjá Sláturfélagi Suðurlands til
65 ára aldurs.
Útför Sigríðar verður gerð
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 1. mars 2013, og hefst at-
höfnin kl.13.
f. 1951. 2) Margrét
Ásta, f. 1978. 3)
Ragnar Örn, f.
1980, og 4) Styrmir
Örn, f. 1984. Sig-
ríður giftist 17. júlí
1954 Benedikt J.
Þórarinssyni, yf-
irlögregluþjóni, f.
25. janúar 1921, d.
1983. Sonur
hjónanna Þórarins
Eyjólfssonar, húsa-
smíðameistara í Keflavík, f.
1890, d. 1971, og Elínrósar
Benediktsdóttur, ljósmóður í
Keflavík, f. 1890, d. 1974. Synir
Benedikts af fyrra hjónabandi
eru Þorvaldur, f. 1943, kvæntur
Rósu Ólafsdóttur, f. 1947, hann
á einn son og þrjú barnabörn.
Sonur hans er Marteinn, f.
1967, og Rúnar, f. 1948, kvænt-
ur Hrefnu Sigurðardóttur, f.
1949, þau eiga þrjú börn 1) Sig-
rún, f. 1964. 2) Elínrós, f. 1971,
og 3) Sigurður, f. 1980. Dætur
Sigríðar og Benedikts eru
Kristín, f. 1957, d. 2002, var í
sambúð með Ulf Andersen, f.
1956, þau eiga tvö börn. 1) Sig-
rid Liv, f. 1983, og 2) Hugo
Benedikt, f. 1989. Sigrún Ingi-
björg, f. 1959, var fyrst gift
Elsku hjartans mamma mín.
Þá er þinn tími kominn og
margs að minnast, enda löng ævi
að baki. Þú varst afar glæsileg
og flott Reykjavíkurmær. Það
var svo oft talað um það hvað þú
værir reist og hugguleg frú. Þú
fórst aldrei út úr húsi nema til-
höfð í fín föt og oftast með hatt á
höfði.
Þú varst mjög listræn og
skapandi. Í þína daga var ekki
hægt að fara út í búð og kaupa
allt eins og í dag. Man ég eftir
því þegar við systur fórum á
grímuball og ekki var hægt að
fara og kaupa búninga svo þú
safnaðir mjólkurhyrnum og heft-
ir utan á okkur hyrnurnar og
hatta í stíl. Við vorum glæsilegar
og gott ef við fengum ekki verð-
laun fyrir búninga. Þú varst
mjög nýtin kona, saumaðir úr
gömlum fötum, lagaðir þau og
breyttir í huggulegar og flottar
flíkur. Ekki var farið í búðina og
keypt allt nýtt eins og sokkar,
heldur alltaf stoppað í og lagað.
Auðvitað fengum við líka ný föt
en kannski ekki í því magni eins
og keypt er í dag, og oft var talað
um hvað við værum alltaf fínar
við systurnar.
Sköpunargleðin varð til þess
að þú fórst í útflutning og það
gerðu ekki margir á þeim tíma.
Þú saumaðir úr kindagærum
púða, húfur, veski og margt
fleira. Hannyrðirnar sendir þú
svo til Ameríku og annaðir varla
eftirspurn því Kananum þótti
þetta nýstárlegt og fallegt.
Við vorum 8 manna fjölskylda
og þú varst mikil húsmóðir. Það
var alltaf heitur matur í hádeg-
inu, kaffi og bakkelsi um miðjan
dag og svo heitur kvöldmatur.
Allt heimalagað. Við bættist allur
saumaskapurinn,
prjónaskapurinn og útsaum-
urinn. Kórstarfið var eini tíminn
sem þú tókst frá fyrir þig sjálfa.
Þú söngst svo fallega, rödd þín
gerði mig alltaf stolta. Ég hef oft
undrast hvað þú gast látið tím-
ann nýtast vel en þú varst alltaf
að vinna eitthvað, sennilega vær-
ir þú kölluð ofurkona í dag.
Í nokkur ár gengum við sam-
an frá Lækjargötu og upp
Laugaveg, um hádegisbil á
hverjum einasta virka degi. Það
var afar gaman að hittast og
voru þetta gæðastundir. Oftar en
ekki þá voru á gangi heldri menn
sem stoppuðu og tóku ofan
fyrir þér og þótti mér það alltaf
jafn gaman að fá að upplifa það.
Við vorum góðar vinkonur og
það er ekki sjálfgefið að mæðgur
séu það, og er ég þér svo þakklát
fyrir að hafa haft þig til að ráð-
leggja mér því ég leitaði svo mik-
ið til þín með alla hluti.
Þú varðst ung ekkja, eða 58
ára, það var mikill missir fyrir
þig því þið pabbi voruð samrýmd
og ykkur leið mjög vel saman. Þú
varðst svo fyrir öðru miklu áfalli
þegar hún elskuleg Kristín systir
lést úr krabbameini eins og
pabbi. Hún var svo ung, aðeins
44 ára.
Þetta hafði mikil áhrif á þig og
byrjaði minnisleysi að hrjá þig
eða Alzheimer. Það var oft erfitt
að upplifa í samræðum hvað
minnið hafði svikið þig. Þú varst
svo heppin að fá heimili á Grund.
Þar var vel hugsað
um þig af því frábæra starfs-
fólki sem þar vinnur og enn og
aftur hafði starfsfólkið orð á
glæsileik þínum.
Þú mættir sko ekki í morg-
unmat nema klædd og með vara-
lit. Þú gleymdir aldrei að maður
á alltaf að vera eins fínn og mað-
ur getur og það varst þú svo
sannarlega alla tíð.
Nú kveð ég þig í hinsta sinn,
elsku mamma mín, með söknuði,
en jafnframt þakklæti fyrir að
hafa fengið þig sem leiðbeinanda
og móður.
Þín dóttir,
Sigrún Ingibjörg.
Vinkona mín, Sigríður Guð-
mundsdóttir, er gengin á 88. ald-
ursári. Það var engin tilviljun að
við kynntumst fyrir nær 32 ár-
um, því ég hafði fellt hug til og
kvæntist yngstu dóttur hennar
og eiginmannsins, Benedikts J.
Þórarinssonar yfirlögregluþjóns.
Leiðir okkar Sigrúnar þrosk-
uðust ólíkt og slitum við síðar
samvistir í vináttu. Sigríði átti ég
sem trúnaðarvin frá fyrstu kynn-
um.
Árin liðu og á meðan hún
starfaði við símavörslu hjá Slát-
urfélagi Suðurlands, sem þá
hafði aðalstöðvar á Skúlagötu,
gekk hún daglega Laugaveginn í
hádegishléinu, glæsileg til fara
svo eftir var tekið. Sigríður var
ákveðin og fylgin sér. Hún hafði
vel tamið skap, bjó yfir mikilli
kímnigáfu og hafði innilega,
hlýja og gefandi nærveru. En
það skal enginn halda að líf
hennar hafi verið dans á rósum.
Hún varð fyrir áföllum á lífsleið-
inni sem hún sjálf varð að vinna
úr. Uppi stóð sterkari og þrosk-
aðri einstaklingur. Eiginmaður
hennar, Benedikt, lést 62 ára af
völdum krabbameins og síðar
missti hún dóttur sína, Kristínu,
sem einnig laut í lægra haldi í
baráttu við krabbamein, 45 ára.
Við ræddum oft dauðann, sorg-
ina og söknuðinn. Það var ekki
dauðinn sem hún taldi verstan,
heldur þær andlegu og líkamlegu
þjáningar sem fólk leið og svo
eðlilega söknuðurinn sem fylgdi í
kjölfarið þegar allt annað var yf-
irstaðið.
Sigríður hélt fallegt heimili í
Árskógum 8 í Reykjavík í mörg
ár. Hún naut þess að syngja í kór
og fara í ferðalög innanlands sem
til útlanda, en aldurinn sagði til
sín, tók sinn toll og lék hana að
lokum illa. Hún bjó á Grund síð-
ustu árin. Það eru notuð lækn-
isfræðileg heiti á sumu því sem
hrjáði Sigríði, en mér finnst það
ókurteisi að viðhafa þau hér um
jafn glæsilega konu. Ég er þess
fullviss að hún sjálf hefði kosið að
sagt yrði um hana á kjarnyrtri
íslensku að minnið hefði brostið
og að hún varð að lokum elli-
hrum.
Það var tregafullt að hitta Sig-
ríði hin síðari ár og sjá án þess að
nokkur mannlegur máttur gæti
aðhafst, hvernig aldurinn grúfði
sig yfir hana, lokaði hana af og
nam hana að lokum frá okkur.
Það er ekki dauðinn sem mér
finnst hér verstur, heldur óviss-
an um hvernig henni leið andlega
hin síðari ár. Ég mun sakna
hennar.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
(Hákon Aðalsteinsson)
Ég votta Sigríði Guðmunds-
dóttur virðingu mína og sendi
fjölskyldu hennar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Þórður Jónsson.
Elsku fallega amma mín, loks-
ins fékkstu að fara heim. Ég veit
að þú beiðst eftir því, við töluðum
stundum um það hversu tilbúin
þú værir. Það þýðir samt ekki að
þetta sé auðvelt, það er ávallt
erfitt að kveðja þá sem hafa allt-
af verið til staðar fyrir mann. En
í minningunni lifir ljósið og ljósið
þitt á eftir að lýsa yfir mér hvert
sem ég fer. Þú yndislega og stór-
glæsilega kona, ég verð alltaf
stolt að geta kallað þig ömmu.
Því vil ég kveðja þig með ljóð-
inu sem ég fann í veskinu þínu.
Ljóðið sem ég samdi þegar ég
var ung og þú hafðir handskrifað
til að geyma hjá þér.
Ég finn andardrátt þinn
við hlið mér þegar ég vakna
líkt og sólin sem skín inn um gluggann
minn
í stað stjarnanna sem ég sakna.
Hljóðið sem fyllir tómið,
tómið það fyllir mig.
Ég lifi í gegnum daginn
dagurinn lifði fyrir þig.
Sofðu vel, draumamær, elska
þig ávallt.
Valdís.
Elsku amma mín.
Margar góðar minningar á ég
um okkar stundir saman. Á
Lyngbrekkunni var oft gaman að
vera, þar var margt áhugavert að
skoða og alltaf eitthvað hægt að
finna sér til dundurs. Laufa-
brauðs- og sláturgerð er mér
sérlega minnisstæð, manni var
svo sannarlega haldið við efnið
og mátti hafa sig allan við til að
gera vel og gera sem mest. Þetta
voru góðar samverustundir og
skemmtilegir tímar og þegar ég
hugsa til baka var manni kennt
meira en maður gerði sér grein
fyrir. Þú kenndir mér að spara
og nýta hlutina í stað þess að
kaupa alltaf nýtt. Þú varst af-
skaplega dugleg og hagsýn kona
og hafðir ítrekað orð á því að
endurnýta, það mátti alltaf nota
hlutina aftur.
Einu sinni fór ég með þér út í
Mjódd til læknis, ég var nú að
verða eitthvað tæpur á tíma þar
sem ég átti sjálfur að mæta í
skólann. Námið gat beðið, hugs-
aði ég, það var nú eiginlega mun
skemmtilegra að vera með þér
og spjalla um gamla tíma. Þarna
sitjum við á biðstofunni og tölum
um allt á milli himins og jarðar,
allt í einu hættir þú í miðri setn-
ingu, setur höndina í vasann á
kápunni og tekur upp að ég hélt
eina rúsínu. Þú horfir á þetta og
setur síðan upp í þig. Ég spyr:
Er þetta gott? Hvað var þetta
annars? Þú svaraðir: Ææii …
þetta var bara gamalt vínber
sem ég laumaði í vasann í síðustu
verslunarferð. Mér þótti þetta
mjög fyndið og átti erfitt með að
leyna því. Ég bað þig vinsamleg-
ast um að setja þetta heldur í
ruslið en þér fannst ekkert að
þessu gamla krumpaða vínberi
og ekki mátti henda því. Seinna
hlógum við saman að þessu.
Elsku amma, ég á eftir að
sakna þín, ekki bara af því að þú
varst amma, heldur líka af því að
nú er góður vinur farinn. Þinn
tími var þó kominn og sjáumst
við aftur síðar.
Guð veri með þér.
Benedikt Jón Þórðarson.
Enn er höggvið skarð í systk-
inahópinn. Sigga systir hefur
kvatt þetta líf.
Hún var elst okkar systkina.
Hún er mér minnisstæð fyrir
reisn og myndarskap.
Hún var kölluð Sigga fagra á
yngri árum. Var alltaf glæsileg
og vel til fara svo af bar. Í mat-
argerð var hún skörungur, kunni
að gera veislumat fyrir stóra
hópa. Hún var mín hjálparhella
við fermingarveislu elstu dóttur
okkar hjóna og er ég henni æv-
inlega þakklát fyrir það. Margar
veislur hef ég gert eftir hennar
leiðbeiningum. Nokkrar góðar
uppskriftir á ég úr hennar
kokkabókum. Fallega söngrödd
hafði hún og söng hún í mörgum
kórum, var meðal annars sem
unglingur í Dómkirkjukórnum
undir stjórn Páls Ísólfssonar, í
þeirri kirkju sem hún kveður nú.
Um leið og ég votta börnum
hennar og barnabörnum innilega
samúð kveð ég Siggu með þakk-
læti í huga fyrir öll árin sem við
áttum saman.
Hvíli hún í friði.
Kristín.
Sigríður
Guðmundsdóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÓLI EÐVALD BJÖRNSSON
skrifstofumaður,
Bröttugötu 4, Hólmavík,
áður Laugarbraut 27,
Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur miðvikudaginn 20. febrúar.
Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 2. mars
kl. 14.00.
Ingigerður Dóra Þorkelsdóttir,
Þorkell Örn Ólason,
Björn Valur Ólason,
Sigríður Óladóttir, Gunnlaugur Bjarnason,
Margrét Á. Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, amma og langamma,
INGUNN JÓNASDÓTTIR,
Höfðabrekku 11,
Húsavík,
verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugar-
daginn 2. mars kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga.
Örn Ólason,
Einar Ólason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu
samúð og vinarhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
MAGNÚSAR H. GÍSLASONAR
frá Frostastöðum.
Farið vel.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóhanna Þórarinsdóttir.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GÚSTAF GÚSTAFSSON,
Hraunbæ 26,
lést á heimili sínu föstudaginn 22. febrúar.
Útför hans fer fram frá Háteigskirkju fimmtu-
daginn 7. mars kl. 13.00.
Þorgerður Óskarsdóttir, Arnór Már Másson,
Rakel Gústafsdóttir,
Margrét Gústafsdóttir, Aron Þór Jóhannsson,
Gústaf Hrafn Gústafsson
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vinsemd við andlát systur
okkar og mágkonu,
PÁLÍNU AÐALSTEINSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild
4 b á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Guðmundur Aðalsteinsson, Steinunn Aðalsteinsdóttir,
Halldóra Aðalsteinsdóttir,
Agnes Aðalsteinsdóttir, Brynjólfur Sandholt.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu
við andlát og útför ástkærs föður, tengda-
föður, afa og langafa,
KARLS ÁRNASONAR,
fv. forstjóra Strætisvagna Kópavogs,
sem andaðist föstudaginn 28. desember.
Sérstakar þakkir til Jóns Hrafnkelssonar
læknis, heimaþjónustu Karítas, starfsfólks á
11E, 14 E-G á LSH við Hringbraut, fyrir hlýhug og einstaka
umönnun.
Petrína Rós Karlsdóttir,
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson, Ólöf Pétursdóttir,
Pétur Karlsson, Valeriya Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.