Morgunblaðið - 01.03.2013, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013
Það er með sorg í hjarta sem
við kveðjum elsku Andra. Elsku
því hann var ætíð svo ljúfur og
hlýr í viðmóti. Honum var annt
um fólkið í kringum sig og lagði
sig fram við að rækta sambandið
við vini sína og ættingja. Á ung-
lingsárum Jakobs var Andri mik-
ið með honum og vinum Jakobs,
þegar hann passaði hann. Það
var æðislegt að vera stóri bróðir
hans því hann var alltaf svo góð-
ur og áhugasamur að vera með
stóru strákunum. Hann naut
þess að fara í jeppaferðir með
bræðrum sínum og ein eftir-
minnileg ferð var með Binna
bróður þar sem þeir fóru upp á
hálendið. Andri tók með sér snjó-
bretti og menn skemmtu sér vel í
þeirri ferð. Andri var líka alltaf
áhugasamur um vinnuna hjá
Jakobi og kom þá oft á vinnu-
staðinn og svo fór að hann byrj-
aði að vinna með honum með
skóla. Við minnumst einnig
hjálpsemi Andra, en hann var ið-
inn við að passa litlu frændur
sína og vikuna áður en hann dó
passaði hann vel upp á að litli
frændi mætti í leikskólann þegar
Jakob bróðir og Herdís vorum í
útlöndum. Síðustu þrjú ár Andra
voru honum erfið en stoð hans og
stytta var Viktoría unnusta hans.
Hann hafði hug á að halda skóla-
göngu sinni áfram og stefndi á
lögfræði í haust. Sorgin er mikil
og missirinn sár og ótal spurn-
ingar sem koma upp í hugann
þegar svo ljúfur og fallegur
drengur tekur þá ákvörðun að
Andri Líndal
Jóhannesson
✝ Andri LíndalJóhannesson
fæddist 12. ágúst
árið 1989 í Reykja-
vík og lést þann 17.
febrúar 2013. For-
eldrar hans eru þau
Ingigerður Jakobs-
dóttir, f. 17. desem-
ber 1952, og
Jóhannes L. Brynj-
ólfsson, f. 2. októ-
ber 1952. Bræður
hans eru Brynjólfur Líndal Jó-
hannesson, f. 31. ágúst 1971, og
Jakob Líndal Jóhannesson, f. 7.
júní 1977. Unnusta Andra er
Viktoría Dröfn Ólafsdóttir, f. 9.
maí 1994.
Útför Andra fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag, 1. mars
2013, og hefst athöfnin kl. 11.
binda enda á líf sitt.
Eitt stundarkorn
sem breytir öllu. En
það er eins og með
svo margt annað í
lífinu, að spurning-
arnar verða oft
fleiri en svörin sem
maður fær. Minn-
ingarnar um Andra
verða að haldreipi í
gegnum sorgina,
því þær lýsa upp
myrkrið sem nú umlykur mann.
Það var nefnilega birta í brosinu
hans Andra, gamansemi í
hrekkjunum hans, ástúð í við-
móti hans gagnvart öllu fólki og
kærleikur í brjósti hans.
Elsku Andri, minning þín er
ljós í lífi okkar
Mamma og pabbi munu ætíð
varðveita minningu þína í hjarta
sínu.
Brynjólfur bróðir
og Katherine,
Jakob bróðir og Herdís.
Andri Líndal er einhver ynd-
islegasta manneskja sem við höf-
um kynnst. Allt frá því að hann
kom inn í líf okkar hlýjaði hann
okkur með þeirri einstöku gleði
og þægilegu nærveru sem fylgdi
honum hvar sem hann kom.
Hann var tíður gestur á Kær-
leiksheimilinu en stoppaði oft
stutt í senn, enda þurfti allt helst
að vera á fullu í kringum Andra
og því gafst yfirleitt lítill tími fyr-
ir þau rólegheit sem einkenna
Kærleiksheimilið að öllu jöfnu.
Í einni af mörgum heimsókn-
um hans rauk hann til dæmis á
dyr án nokkurra skýringa til
þess eins að snúa aftur skömmu
síðar. Þá hafði honum blöskrað
hvernig búið var um baðherberg-
isgluggann á heimilinu, sem
sjaldnast var hulinn nema með
lítilli tusku, náð í verkfæra-
töskuna sína og sett filmu í
gluggann svo heimilismenn gætu
baðað sig án þess að eyðileggja
daginn fyrir nágrönnunum.
Lengi verður svo í minnum
höfð frábær frammistaða Andra
á íþróttaleikunum sem við héld-
um eitt sumarið á Þingvöllum.
Lítið fór fyrir kappseminni enda
sjaldnast í forgangi hjá Andra.
Hann setti frekar púður í að
skemmta okkur hinum og láta
okkur hlæja og tókst það alltaf.
Ég, Erling, gleymi aldrei ætt-
armóti fyrir nokkrum árum í
Reykholti. Eitt það fyrsta sem
blasti þar við mér var Andri af
öllum mönnum. Við föðmuðumst,
eins og Andra var von og vísa, og
spjölluðum um lífið og veginn í
drykklanga stund þar til við fór-
um báðir að spá í því hvað í
ósköpunum við værum að gera á
sama ættarmótinu. Kom þá í ljós
að við vorum frændur ofan á vin-
skapinn! Við höfðum báðir af-
skaplega gaman af því og köll-
uðum hvor annan alltaf frænda
upp frá því.
Við hefðum óskað þess að fá
lengri tíma með Andra, að eldast
með honum og öllum þeim uppá-
tækjum sem hann hefði tekið
upp á.
Erling Reynisson,
Daníel Kristinsson og
Hafsteinn Hauksson.
Til minningar um góðan
dreng.
Elsku Andri okkar er farinn!
Söknuður, tómleiki og sorg. Að
skrifa minningargrein um þig,
elsku Andri, er eitthvað svo fá-
ránlegt og óraunverulegt. Það
virðist svo stutt síðan ég hitti þig
fyrst, 7 ára, ótrúlega hress og
glaður drengur með fallegu
brúnu augun þín. Þú gafst mér
blóm úr næsta garði og auðvitað
fylgdi knús með, svo varst þú
rokinn. Ég hlaut þau forréttindi
að fylgjast með þér stækka og
þroskast í fallegan og duglegan
ungan mann, framtíðin virtist þín
og svo ert þú farinn allt of fljótt.
Í minningu okkar strákanna
ert þú næstum alltaf brosandi og
urðum við vön að fá það sem hér
eftir mun kallast Andraknús
þegar að við hittumst. Ég veit að
afi Binni hefur tekið vel á móti
þér og þú munt passa upp á og
veita þeim styrk sem sakna þín
og syrgja. Ég vil þakka þér fyrir
að þú varst hluti af lífi okkar og
fyrir að þú kysstir strákana bless
á miðvikudaginn, það er þeim
ómetanlegt og síðasta minning
þeirra um þig. Minningin um þig
mun lifa í hjörtum okkar allra.
Söknuður
sál mína kvelur
minn kæri vinur
þú ei lengur hér
á jörðu dvelur
þinni lífsgöngu ei ætlað var
lengri veg
sárt er því að taka
vildi að þú værir ennþá hér.
Nú þú leið þína
hefur lagt
yfir móðuna miklu
með vissu ég veit
þar þú mætt hefur
móttökum góðum
þar hlýtur nú að vera
glatt á hjalla
þannig ávallt það var
er þú mættir með
brosið þitt bjarta.
Þú einstaka sál
hafðir að geyma
þér ég aldrei
mun gleyma
minningin um þig er
björt og mikil
hér á jörðu niðri
hún áfram lifir
í hjarta mínu
þinn stað þú ætíð
munt eiga.
(Jónína Sesselja Gísladóttir.)
Sólrún Björk, Óliver Líndal
og Sölvi Líndal.
Ég er gríðarlega stoltur af því
að hafa átt þig sem vin, elsku
Andri minn. Þú bjóst yfir svo fá-
gætum hæfileikum og mannkost-
um að það var bæði upphefð og
forréttindi að hafa umgengist þig
jafn mikið og ég var svo lánsam-
ur að gera. Þú gast á svo óþving-
aðan máta látið mér líða vel og
gerðir líf mitt á allan hátt inni-
haldsríkara og litríkara.
Í söknuðinum er þó huggunar
skammt að leita því að minning-
arnar sem þú skilur eftir eru
margar og hver annarri verð-
mætari. Vinskapur okkar hófst í
unglingadeild Setbergsskóla og
vorum við ákaflega samrýndir
allar götur síðan. Við deildum
ekki alltaf sömu áhugamálum
eða lífsskoðunum en í þér sá ég
frá upphafi eiginleika sem ég
vildi tileinka mér. Þú varst miklu
innilegri en flest fólk og þú hafð-
ir einlægan áhuga á fólkinu í
kringum þig. Þú tókst alltaf utan
um mig þegar við hittumst og í
seinni tíð dugði ekkert minna en
koss á munn, sérstaklega ef
lengra en nokkrir dagar voru
liðnir frá síðasta fundi. Þá hafðir
þú dásamlega skemmtileg tök á
íslenskri tungu og beitir þeirri
kunnáttu óspart, bæði til að
kasta á mig kveðju en einnig í
góðu gríni sem þá var flestum
nema mér til skemmtunar.
Þegar við höfðum aldur til fór-
um við að ferðast um landið og
eru margar mínar bestu minn-
ingar tengdar þessum ferðum,
þá sérstaklega þær sem við lögð-
um í þinn síðasta vetur. Varð þér
tíðrætt um mikilvægi þess að
fjárfesta í almennilegum jeppa í
hvert skipti sem við sátum fastir,
sérstaklega í ljósi þess hve nei-
kvæð áhrif slíkt athæfi hafði á
veiðidaga okkar. Hins vegar
varst þú það mikill dýravinur að
ég hef grun um að þú hafir bara
verið því feginn hversu lítið oft-
ast veiddist.
Síðasti dagurinn okkar saman,
sem jafnframt var sá síðasti sem
þú upplifðir á þessari jörð, verð-
ur mér þó eftirminnilegastur
allra. Við grilluðum lambalæri í
holu fyrir utan Gufuhlíðina, stað-
ráðnir í að bæta upp fyrir fyrri
axarsköft í þeim efnum, og eins
og fyrir guðlega forsjá varð út-
koman himnesk. Við hnupluðum
gúrkum úr gróðurhúsi fjölskyld-
unnar og síðan útlistaðir þú hug-
myndir þínar um framtíðarupp-
byggingu íbúðarhússins sem þér
var svo hugleikið. En þakklát-
astur er ég fyrir að alveg fram í
andlátið varstu sami góði vinur-
inn sem fékk mig alltaf til að
brosa.
Ég elska þig, kæri vinur – ég
vildi bara að ég hefði sagt þér
það oftar.
Búi Steinn Kárason.
Elsku besti Andri okkar, það
er skrítin tilfinning að upplifa að
þú sért farinn frá okkur. Dofinn
og sársaukinn er of mikill til þess
að við getum áttað okkur vel á
því, sárt og erfitt að trúa því að
við höfum fengið okkar síðasta
Andraknús. Síðustu daga höfum
við hugsað fallega til fjölskyldu
þinnar og rifjað upp okkar uppá-
haldsstundir með þér. Þær eru
nú ansi margar sögurnar sem við
eigum með þér, enda varstu
löngu orðinn hluti af okkar fjöl-
skyldu. Þegar þú og Hreinn urð-
uð vinir, bræddirðu okkur strax.
Húmorinn þinn var einn sá
skemmtilegasti og gátum við
hlegið með þér tímunum saman.
Okkur er það mjög minnisstætt
þegar þú komst á afmælinu þínu
upp í sveit til okkar og við borð-
uðum saman humar í tonnatali
og hlógum að sjálfsögðu í marga
klukkutíma saman. Stundir eins
og þessa munum við alltaf geyma
í minningunni. Mikið erum við
þakklát fyrir að hafa kynnst þér
og fengið að taka þátt í lífi þínu.
Þú munt ávallt eiga stað í hjarta
okkar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem)
Fjölskyldan á Móbergi 10,
Guðlaugur, Björk, Arna,
Hilmar og Viktor.
Elsku besti Andri minn. Það
er erfitt að hugsa til þess að þú
sért farinn frá okkur alltof
snemma.
Það rifjast upp fyrir mér sá
tími sem við kynntumst, ég var
nýkominn heim af sjúkrahúsinu
og þú gafst þér tíma á hverjum
degi til að koma í heimsókn til
mín. Frá þeirri stundu urðum við
bestu vinir og óaðskiljanlegir.
Þetta lýsir þér best, tilbúinn að
gera allt fyrir alla. Hugmynda-
flug þitt gerði hvern dag hjá okk-
ur að ævintýri. Allar hugmyndir
þínar urðu að veruleika, það var
ekkert sem stoppaði það. Ég á
svo margar ógleymanlegar
minningar um þig og allir sem
þekktu þig eiga það líka. Þú
varst besti vinur sem maður get-
ur átt og það er erfitt að hugsa
sér lífið án þín, því munu minn-
ingarnar lifa í hjartanu mínu. Ég
er svo þakklátur fyrir að hafa
kynnst þér og þinni fjölskyldu.
Ég mun alltaf elska þig, Andri
minn, og vona að þú sért kominn
á betri stað.
Þinn besti vinur,
Hreinn Guðlaugsson.
Mér þótti svo ótrúlega vænt
um þennan litla fjörkálf sem ég
var að passa á Kató í gamla daga
og allt í einu var orðinn fullorð-
inn maður. Þegar ég hitti hann
um daginn svo glaðan og kátan
grunaði mig ekki að það yrði í
síðasta sinn.
Í minningu þessa góða drengs
ætla ég að láta þessar ljóðlínur
eftir Braga Valdimar fylgja:
Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt
sérhver alda rís en hnígur jafnan
skjótt
hverju orði fylgir þögn
og þögnin hverfur alltof fljótt.
En þó að augnablikið aldrei fylli stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
✝ Jóhanna Þor-leifsdóttir
fæddist í Arn-
ardal, Norður-
Ísafjarðarsýslu,
20. júní 1929. Hún
lést 20. febrúar
2013.
Jóhanna var
dóttir Þorleifs
Þorleifssonar út-
vegsbónda f. 1895,
d. 1984 og Stef-
aníu Mörtu Guðmundsdóttir
húsfreyju f. 1907, d. 1983.
Systkini Jóhönnu voru 8 alls
og eru tvær systur eftirlifandi,
Aðalheiður f. 1928 og Guð-
finna f. 1940. Jóhanna giftist
22.12. 1957 Gunn-
ari Gunnarssyni f.
22.12. 1931, d. 3.7.
2002. Foreldrar
hans voru Gunnar
Lárentíus Guð-
mundsson bóndi f.
1897, d. 1988 og
Guðríður Guð-
mundsdóttir hús-
freyja f. 1899, d.
2000. Börn Jó-
hönnu og Gunnars
eru: 1) Sigurður Grétar f. 26.9.
1951, kvæntur Kristjönu Björk
Þórarinsdóttur og eiga þau 3
börn og 9 barnabörn. 2) Sig-
urlín f. 7.11. 1956, gift Eiríki
Jónssyni og eiga þau 4 börn og
5 barnabörn. 3) Þór Arnar f.
27.7. 1960, kvæntur Björgu
Agnarsdóttur. 4) Gunnar Rún-
ar f. 18.2. 1967, kvæntur Sig-
ríði Dagnýju Þrastardóttur og
eiga þau 5 börn.
Jóhanna var barnung send í
fóstur hjá móðurforeldrum
sínum, þeim Guðmundi Guð-
mundssyni, bónda á Gelti í
Súgandafirði, og konu hans
Sigríði Magnúsdóttir hús-
freyju. Jóhanna flytur suður
um tvítugsaldur og kynnist þá
verðandi eiginmanni sínum og
hefja þau búskap á Akranesi
og bjuggu þar nánast allan
sinn búskap fyrir utan um 15
ár er þau héldu bú að Lamb-
haga í Borgarfirði. Síðustu ár
sín var Jóhanna búsett á
Hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Höfða.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Akraneskirkju föstudaginn 1.
mars klukkan 14.
Elsku besta amma mín, núna
ertu búin að kveðja okkur. Það
er svo óraunverulegt að sitja
hérna og skrifa minningargrein
um þig, þín er sárt saknað.
Ég man svo ótal stundir með
þér. T.d. þegar ég var lítil þá
labbaði ég heim eftir skóla og
kom yfirleitt við hjá ykkur afa.
Þú tókst á móti mér, oftast búin
að baka brauð og búa til rúllu-
pylsu sem ég alveg elskaði, og
þú gafst mér oft nýtt brauð og
rúllupylsu til að taka með heim.
Ég man þegar ég gisti hjá
ykkur afa og ef ég varð myrk-
fælin var afi sendur í annað her-
bergi svo ég gæti verið hjá þér.
Þú sagðir mér alls konar sögur
þar til ég sofnaði þótt þú værir
hálfsofandi við að segja sögurn-
ar.
Ég hugsa oft til þegar þú
varst að brýna fyrir mér ýmsar
forvarnir t.d. að ég mætti aldrei
þiggja far með ókunnugum því
þar gætu verið slæmir aðilar á
ferð sem myndu þess vegna
bara stela mér. Ég tók þig á
orðinu og ég hef aldrei þegið far
með ókunnugum og brýni þetta
fyrir mínum börnum. Þú ræddir
oft við mig að ég skyldi aldrei
prufa fíkniefni og ég skyldi gæta
mín á hinum ýmsu hættum í líf-
inu og ég bar alltaf virðingu fyr-
ir því sem þú sagðir við mig og
ég er þér þakklát fyrir það.
Þú varst alltaf til í að hlusta á
mig og það var svo gott að eiga
þig að. Ég man þegar mig lang-
aði í pitsu þegar ég var ung en
var alltof feimin til að panta
hana sjálf, þú sagðir að ég fengi
pitsu ef ég myndi hringja sjálf
og þú settir símann inn í for-
stofu ásamt stól og ég átti bara
að taka mér þann tíma sem ég
þyrfti sem tókst á endanum og
ég var mjög stolt af mér að hafa
pantað þessa pitsu sjálf.
Ég á svo ótal minningar um
okkar spjall, þú varst svo vel
lesin að þú varst inni í öllu hvort
sem það voru unglingamál eða
hvað sem var annað. Svíþjóðar
ferðin með þér til Sillu og fjöl-
skyldu var ógleymanleg, ég man
þegar ég komst í tölvu þar og
spilaði tölvuleik í marga tíma og
fékk svo martröð um nóttina þar
sem ég sá bara tölvukalla. Þú
passaðir svo vel upp á mig þá
nótt, mér fannst ég alltaf svo
örugg með þér.
Amma mín, þú varst svo gull-
falleg kona bæði að innan sem
utan og hugsaðir mikið út í fal-
lega hluti, það var eitt af þínum
áhugamálum. Ég á enn þá leð-
urjakkann sem þú gafst mér
þegar ég var unglingur sem þú
áttir þegar þú varst ung. Ég
held ég hafi mátað hann nánast í
hvert skipti þegar ég kom í
heimsókn til þín þar sem mér
fannst hann svo fallegur og á
endanum þá gafstu mér jakk-
ann.
Allar myndir sem ég málaði
og teiknaði þegar ég var lítil fyr-
ir ykkur afa hengdir þú inn í
skáp inn í eldhúsi sem mér þótti
alltaf svo vænt um. Eins þegar
ég vildi fara að breyta herberg-
inu mínu í unglingaherbergi
bauðst þú til að geyma allt bar-
bie-dótið mitt, ég var með hálf-
gert dótaherbergi hjá þér sem
vinkonurnar vissu ekki af og ég
kom oft heim til þín að leika mér
í leyni í barbie. Síðan léstu mig
hafa dótið eftir að ég eignaðist
mitt fyrsta barn. Ég gæti skrif-
að ótal minningar um þig,
amma, en í staðinn geymi ég
þær í hjarta stað.
Nú kveð ég þig, elsku amma
mín, og vona að afi sé búin að
finna þig.
Þín,
Anna María
Sigurðardóttir.
Elsku amma Jóhanna, það er
ótrúlegt að hugsa til þess að þú
sért ekki lengur hjá okkur. Það
er svo skrítið að hugsa til þess
að við eigum ekki eftir að sjá þig
aftur.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Minning þín mun lifa í huga
okkar og eigum við margar góð-
ar minningar um þig og afa
Gunnar. Ófáar eru minningarnar
sem við eigum og getum við
nefnt þegar þið fóruð í ferðalög
með okkur barnabörnin, hring-
inn í kringum landið, til Akur-
eyrar og sumarbústaðarferðir.
Þú elskaðir sólina og um leið og
það kom sól varstu farin út í sól-
bað. Þú sagðir að þú værir
svona dökk því þú værir fran-
skættuð langt aftur í ættir. Þú
fórst líka reglulega til sólarlanda
þegar þú varst við betri heilsu,
þú varst alltaf voða falleg og
brún.
Jóhanna
Þorleifsdóttir