Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 29
umst við ekki við þar og mætt- umst á Miklubrautinni báðar á leið til Helgu, einnar systurinnar frá Hóli. Það var eins og hand- leiðsla því þó að við hefðum ekki talað okkur saman um að hittast var svo miklu auðveldara að koma saman til vina okkar á þeirri stundu. Það var því margt sem tengdi okkur saman og þó að við værum yfirleitt ekki í dag- legu sambandi fréttum við hvor af annarri í gegnum foreldra okkar. Vinátta og tryggð ríkti ætíð á milli okkar og þó að oft liði lang- ur tími milli þess að við hittumst bar engan skugga á samband okkar. Það var eins og milli okk- ar væri ósýnilegur þráður og oft ef eitthvað bjátaði á hjá annarri þá hafði hin samband. Við eignuðumst okkar fyrsta barn á svipuðum tíma og þeir fóru í afmæli hvor til annars fyrstu árin. Þegar ég veiktist al- varlega og lá mánuðum saman á Landspítalanum, þar sem hún starfaði þá, leit hún oft til mín. Eins var það þegar dóttir mín lá sínar mörgu legur á Borgarspít- alanum, en Lilja gegndi þá ábyrgðarstöðu þar, að hún kom oft til hennar að fylgjast með. Því var ekki gleymt og Ragn- heiður Jóna minntist þess þegar hún háði sína lokabaráttu fyrir tveimur árum. Það var gott að koma við í Hörðalandinu í smáspjall og kaffisopa og skrýtið að hugsa til þess að Lilja sé ekki lengur þar. Á Þorláksmessu hafði hún alltaf afmælisboð og fór ég þangað ef ég mögulega gat. Núna fyrir jól- in var sama gestrisnin þó að Lilja væri orðin mjög veik, þá sá Þórður um að allt gæti verið sem best. Þau voru samhent hjón og ferðuðust mikið bæði innanlands og utan. Lilja var dugleg og traust kona og var lengi ein með dreng- ina sína tvo. Þeir eru henni báðir til sóma. Hún var stolt af barna- börnunum sínum og hlakkaði mikið til að fá tvíbura í hópinn. Því miður fær hún ekki að njóta þeirra en náði þó að sjá telp- urnar litlu. Nú skilur leiðir um stund og ég kveð Lilju með söknuði, en um fram allt þakklæti fyrir það sem hún var. Guð blessi minn- ingu hennar. Katrín Eyjólfsdóttir. Það var mikil gæfa að kynnast Lilju þegar hún og konan mín, hún Ída, hófu nám í Hjúkrunar- kvennaskóla Íslands 1960. Það er margs að minnast. En það sem stendur upp úr er að hún flutti með sér ferskan og hressandi blæ, hlýjan vorvind sem yljaði okkur um hjartað. Það var mikið gæfuspor fyrir Lilju að kynnast Þórði. Það var svo gaman að heyra þau segja frá ferðalögum sínum og finna hvað vinátta þeirra var einlæg og hlý. Okkur langar að minnast Lilju með þessum erindum úr kvæð- inu Liljan eftir Þorstein Gísla- son: Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk – en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. Kæri Þórður, Hörður, Arnar og fjölskyldur. Við flytjum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Páll V. og fjölskylda. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 ✝ Stefán Her-manns fæddist 28. júní 1952 á fæðingarheimili Guðrúnar Hall- dórsdóttur í Skerjafirði. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspít- alans 19. febrúar 2013 eftir stutta legu. Móðir hans var Sigurbjörg Björgvinsdóttir, f. 23.1. 1925, d. 18.9. 2010. Fjögurra mánaða gamall fór Stefán í fóstur til móðursystur Hann vann við verslun alla ævi, fyrst sem unglingur og ungur maður hjá fyrirtækinu „Blóm og ávextir“. Seinna stofnaði hann eigin verslun, „Stefánsblóm“, sem hann rak á meðan hann hafði heilsu til. Eftir að heilsu tók að hraka vann hann í hlutastarfi hjá „Blómaverkstæði Binna“ fram undir það síðasta. Síðastliðin átján ár bjó Stefán í þjón- ustuíbúð við Álfaskeið og með dyggum stuðningi frá heima- hjúkrun og góðri aðhlynningu á Reykjalundi og Hrafnistu gat hann haldið heimili þar til æviloka. Stefán verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 1. mars 2013, kl. 15. sinnar, Huldu Björgvinsdóttur, f. 26.3. 1922, d. 1.8. 2001, og manns hennar, Hallgríms Péturssonar, f. 16.10. 1923, d. 5.9. 1993, og ólst hann upp hjá þeim. Fyr- ir áttu þau eina dóttur, Sigrúnu, og er maður henn- ar Ásgeir Þor- steinsson. Þau eiga þrjú börn og átta barnabörn. Stefán gekk í Lækjarskóla og svo í Verslunarskólann. Stebbi góði vinur minn er fall- inn frá. Hugsanirnar þjóta um kollinn um margar frábærar minningar um hann Stebba. Það eru forrétt- indi að hafa kynnst þér, Stebbi minn. Þú varst svo blíður og góð- ur. Þú hefur veitt mér og fjöl- skyldu minni svo mikla gleði. Ég minnist allra skemmtilegu stund- anna með þér og ófárra matar- boða heima hjá okkur Hartmanni og setunnar úti á pallinum okkar í sumarblíðunni. Þú varst líka svo yndislegur að færa mér oft falleg blóm, enda varstu algjör blóma- karl. Það verður ansi einmana- legt hjá okkur á næsta aðfanga- dag en ég veit þú verður með okkur í anda. Þú varst alltaf svo glaður þrátt fyrir veikindi þín. Ég dáist að því hversu jákvæður þú varst alltaf. Þín verður sárt saknað af okkur en þó er missirinn hans Hart- manns míns mestur. Það sem þið gátuð setið saman og spjallað og ófá skipti sem Hartmann rúllaði þér heim. Ég fékk ófá símtöl frá Hartmanni þar sem hann sagðist vera seinn heim því hann þyrfti að kíkja við hjá Stebba og athuga hvort ekki væri allt í lagi hjá þér. Við Hartmann og vinir okkar erum svo þakklát fyrir að þú skyldir hafa náð að halda upp á 60 ára afmælið þitt síðasta sumar. Það var sko gaman hjá okkur þá, Stebbi. Við erum einnig mjög þakklát fyrir að þið „Grindján- arnir“ skylduð ná að fara til Te- nerife sl. haust. Veit að það var svo gaman hjá ykkur þá. Það var erfitt að horfa upp á þig svona veikan á spítalanum en ég er þó þakklát fyrir að við Hartmann vorum hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim. Ég veit að ættingj- ar og allir vinir þínir hafa tekið vel á móti þér hinum megin. Þangað til næst, elsku Stebbi minn. Knús og kossar frá mér og strákunum. Guðbjörg Auðunsdóttir. Í dag kveð ég fósturbróður og frænda. Foreldrar mínir Hulda og Hallgrímur tóku Stefán í fóstur aðeins fjögurra mánaða gamlan og ólst hann upp hjá þeim við gott atlæti. Ég gleymi aldrei deginum er Stefán kom til okkar, ég var svo spennt og ánægð að fá þenn- an unga og fallega frænda í fjöl- skylduna. Stefán var fyrirferðar- mikið barn og meinstríðinn, uppátækin ótrúleg sem allt of langt væri að telja upp hér, hin síðari ár rifjuðum við oft upp bernskubrek hans og hlógum mikið. Stefáni var í blóð borin sölumennska, ungur byrjaði hann að selja merki fyrir líknarfélög og var oftar en ekki söluhæstur. Hann fór sem unglingur að vinna hjá Blómum og ávöxtum. Seinna stofnaði hann eigin blómaverslun, Stefánsblóm, og starfrækti hana á meðan heilsan leyfði. Stefán var með vöðvasjúkdóm sem hann fór að finna fyrir um 35 ára aldur. Síðastliðin mörg ár vann hann hjá Blómaverkstæði Binna en Bernd- sen-fjölskyldan hefur reynst hon- um vel alla tíð. Á síðastliðnu ári fór heilsu hans að hraka, þrátt fyrir það hélt hann veglega veislu í tilefni 60 ára afmælis síns og fór til Tenerife í september með að- stoð góðra vina, fyrir þetta var hann mjög þakklátur og ánægð- ur. Með dyggri aðstoð heima- hjúkrunar og frábærra vina gat Stefán búið heima. Ég vona að á engan sé hallað þó ég þakki sér- staklega Hartmanni, Guðbjörgu, Binna, Ástu og Palla fyrir ómet- anlegan stuðning við hann. Ég vil þakka Stefáni samfylgdina í yfir 60 ár. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Guð varðveiti þig. Sigrún. Minningarnar um okkur frændsystkinin, litlar píslir að gera eitthvað skemmtilegt, sækja að. Hugmyndaflug Stefáns var ótæmandi þegar kom að því að skemmta sér. Ein af mörgum minningum er þegar við, senni- lega fimm ára, vorum að leik í kompunni. Klæddum okkur í gömul föt og fór lítið fyrir okkur. Allavega varð enginn var við það að við tvö, í búningunum og á hælaskóm fórum út. Dragfín á leið upp í Klaustur. Færið var af- leitt fyrir allt of stóra skó á litlum fótum, krapi og kuldi. Nunnurnar tóku okkur vel, höfðu gaman af og gáfu okkur heitt kakó. Svo fylgd heim að dyrum á Ölduslóðinni. Mæður okkar voru langleitar þegar systirin skilaði okkur heim. Þær voru vinkonur Stefáns, nunnurnar en það einkenndi allt hans líf að hann var vinmargur og átti ótrúlega trausta og góða vini sem stóðu við hlið hans allt til enda. Snemma kom í ljós að hann var fæddur kaupmaður. Áður en hann fór í skóla hafði hann aflað sér stærðfræðikunnáttu hjá fisk- salanum í nágrenninu. Þar mætti hann oft sem aðstoðarmaður og pakkaði inn fiski. Reiknaði þá allt út í rauðmögum. Ég var dolfallin yfir kunnáttu hans á því hvaða uppæð skyldi greiða fyrir ákveð- inn fjölda rauðmaga! Hann var löngum söluhæsta barnið meðan börn voru nýtt til fjáröflunar með merkjasölu. Hann vann markaðs- vinnu og lét konurnar í hverfinu vita að hann kæmi næsta dag að selja. Þær skyldu því ekki kaupa af öðrum börnum. Stóru bláu augun hjálpuðu til, og svo var hann svo flinkur að spjalla. Einhverju sinni fór hann með strætó til Reykjavíkur til að koma sér í vinnu í búð. Hann var ekki nema sjö ára og erfitt að fá starf svo ungur. Hann var auralaus, átti ekki í strætó heim. Þá fór hann á löggustöðina og sagðist vera týndur. Frítt far heim í löggubíl en það gekk ekki nema tvisvar. Þá sáu þeir í gegnum plottið. Alltaf duglegur að bjarga sér. Snemma var hann kominn í vinnu hjá „Blóm & ávextir“. Nokkrum árum síðar var „Stef- ánsblóm“ orðið að veruleika. Fljótlega eftir það fór að bera á þeim sjúkdómi sem að endingu lokaði hann fanginn í eigin lík- ama. Hægt og örugglega. Engan mann hef ég þekkt sem hefur tek- ið örlögum sínum af slíku æðru- leysi sem Stefán. Aldrei kvartsár. Alltaf til í að skemmta sér, þó að flest væri frá honum tekið. Góður matur, góð vín í góðum fé- lagsskap var nokkuð sem átti við hann. Hann var fagurkeri og kunni að meta vandaða muni og klassa. Smekkmaður fram í fing- urgóma. Þakklæti fyllir huga minn fyrir að hafa fengið að vera samferða Stefáni í gegnum lífið. Jákvæðni hans og hugrekki hefur kennt mér að vera þakklát fyrir allt það sem við tökum sem sjálfs- agan hlut á hverjum degi. Ása Björk. Hann var ekki bara sérstakur, hann var einstakur, átti engan sinn líka. Hefðbundin skóla- ganga: Kató, Barnaskóli Hafnar- fjarðar, landspróf í Vonarstræti og síðan Versló þaðan sem hann útskrifaðist 1973. Nokkrum sinn- um vann hann við uppskipun úr togurum í Hafnarfjarðarhöfn en sumarvinnan var með Gesti í kirkjugarðinum uppi á Öldum og síðar með Binna og hans fjöl- skyldu í Blómum og ávöxtum í Reykjavík. Öll sín bernskuár var hann merkjasölukóngur í Hafn- arfirði. Hljóp milli húsa með slysavarnafélagsbát á höfði að selja merki. Mikið atriði var að verða fyrstur til Lofts Bjarna. Upp úr miðjum áttunda áratug síðustu aldar stofnaði hann sína eigin blómabúð, Stefánsblóm, og hefur ætíð síðan verið kenndur við þá búð. Jeppi lóma (Stebbi blóma) var nafnið sem dóttir mín gaf honum þegar hún var að byrja að tala og það festist við hann hjá okkur. Þær voru ófáar fegurðar- drottningarnar sem voru krýndar með blómum frá Stebba. Hann starfaði lengi við góðan orðstír í Hollywood og á Hótel Sögu. Öllum var hann góður og til allra hugsaði hann með hlýhug. Hann var fjölskyldu minni afar kær og góður vinur. Til marks um vináttu okkar þótti mér sjálfsagt að biðja hann að vera svaramaður minn þegar ég gifti mig. Ég var þó ekki sérstaklega glaður þegar ég fann kaupstaðarlyktina af svaramanninum eftir nýársfagn- að kvöldið áður. En honum var fyrirgefið og oft hlógum við að þessu síðar. Hann átti tvær mömmur, Huldu og Sigurbjörgu Björgvinsdætur, fjölda vina og enn fleiri kunningja. Hélt stór og fjölmenn afmælisboð og sendi hundruð jólakorta um hver jól. Honum þótti sérstaklega vænt um fyrrverandi forseta og bisk- upa. Hann var alltaf umkringdur konum og átti margar flottar vin- konur á öllum aldri. Ekki má gleyma þeim konum sem komu að umönnun hans. Þær eru víða m.a. á heilsugæslunni í Hafnarfirði, á Hrafnistu og Reykjalundi svo einhverjir staðir séu nefndir. Í einni innlögn Stebba á Reykja- lund kynntist hann piltum úr Grindavík sem voru í endurhæf- ingu eftir bílslys. Þeir urðu hon- um einstakir vinir og hafa reynst honum afar vel allar götur síðan. Þar skal sérstaklega nefna Hart- mann og hans fjölskyldu. Heilsan síðustu 15-20 árin var honum fjötur um fót en ekki kvartaði hann, minntist aldrei á eigin krankleika en hafði stöðugt áhyggjur af heilsufari þeirra sem hann þekkti og vissi að voru veik- ir. Hann var í guðsótta sínum mjög sáttur við það líf sem honum var gefið. Hann vissi hvaðan hann kom og var líka viss um hvert hann færi. Ég votta öllum ástvinum Stef- áns samúð mína. Minning um góðan dreng lifir. Hann Stefán fer ekki á blýk- lossum til himna eins og gamla konan sagði. Páll Pálsson. Hann var hetja; hann var öð- lingur; hann var gleðigjafi; hann var þrákálfur; hann var vinur minn! Einstakur maður sem aldr- ei kvartaði eða sagði æðruorð þrátt fyrir þær byrðar sem á hann voru lagðar sem ungan mann og urðu æ þyngri með ár- unum. Hann lifði lífinu lifandi til síðustu stundar og var okkur hin- um fyrirmynd. Jólakortaskrifin okkar undanfarin ár skilja eftir ljúfar minningar sem mér eru nú einkar dýrmætar. Þá sátum við tvö tímunum saman, hlógum, sögðum sögur og slúðruðum jafn- vel dálítið. Börnin mín sakna vin- ar síns, sem alltaf var með á stórum stundum í lífi þeirra, nú síðast í desember. Þrátt fyrir sorgina og missinn gleðst ég yfir því að hann þurfti ekki að fara á stofnun eða liggja veikur lengi. Ég gleðst yfir því að hann fékk að fara eins og hann vildi og halda reisn sinni fram á síðasta dag. Ég gleðst yfir því að nú er hann laus úr viðjunum. Ég gleðst yfir því að hafa átt hann að öll þessi ár. Vertu kært kvaddur, elsku Stebbi minn! Sigrún Reynisdóttir. Elsku Stebbi minn, hvað þú ert búinn að standa þig vel í gegnum þessi ár þín, ekki hefur nú þetta alltaf verið dans á rósum fyrir þig, svo mikið er víst, en alltaf var samt eins og þú værir alheill og til í allt, fyrstur á staðinn þegar eitt- hvað var að gerast, svo gleymd- irðu aldrei afmælinu mínu, alltaf fékk ég rauðar rósir frá þér, elsk- an mín, og hvað mér fannst vænt um það, nú verður tómlegt á Jóm- frúnni … enginn Stebbi, en við munum halda heiðri þínum hátt á loft. Ég vil með þessum orðum þakka fyrir vinskapinn okkar, og þakka þér fyrir hvað þú varst góður við mig og krakkana mína. Hvíl í friði kæri vinur okkar. Kolbrún Ólafsdóttir. Í dag kveðjum við góðan dreng, Stefán, æskuvin minn til margra ára. Kynni okkar hófust á barnaskólaárum okkar í Hafnar- firði og áttum við margar ógleym- anlegar stundir saman, einkum þegar líða tók á unglingsárin og dyr skemmtistaða höfuðborgar- innar opnuðust fyrir okkur, en þá létum við ungan aldur ekki hefta för okkar. Stebbi var mikill gleðigjafi og alveg frá því að ég man eftir þess- um litla, sæta strák, þá var hann umvafinn kvenfólki og eftir því sem árin liðu stækkaði sá hópur og margir kynbræðra hans litu hann öfundaraugum, þar sem hann var umvafinn fyrirsætum og fegurðardísum. Stebbi var hörkuduglegur til vinnu meðan hann hafði heilsu til. Hann byrjaði snemma að afla tekna, mætti fyrstur á merkja- sölustaði, fékk þess vegna alltaf búning hjá Slysavarnafélaginu og seldi mest af öllum. Ungur að ár- um tók hann Landleiðavagninn til Reykjavíkur til að selja blöð og í þeim borgarferðum kynntist hann Binna og fjölskyldu hans sem ráku Blóm og ávexti. Þar réð hann sig sem innanbúðardreng og lagði þar með grunninn að lífs- starfi sínu. Síðar gerðist hann sinn eigin herra og opnaði Stef- ánsblóm við Barónsstíg og seinna við Skipholt. Stebbi átti stóran vinahóp eins og sjá mátti þegar hann bauð til veislu 28. júní síðastliðinn í tilefni 60 ára afmælis síns. Þar voru samankomin hundruð vina og ættingja á sólríkum degi sem glöddust með honum. Vinahópur- inn var stór vegna þess að Stebbi lagði sig fram um að kynnast fólki, lét sér annt um það, mundi afmælisdaga flestra og var dug- legur að halda sambandi við vini sína og heimsækja þá. Stebbi kunni alltaf vel við sig í góðum fé- lagsskap. Hann var lífsglaður og kunni vel að meta samkvæmislíf- ið. Þessi lífsgleði hjálpaði honum í erfiðum veikindum hans. Það sem gerði honum kleift að vera þátt- takandi var ómetanleg aðstoð nokkurra vina hans sem fylgdu honum milli staða og á ferðalög- um milli landa og verður þeim það seint þakkað. Þessir vinir hans gerðu honum kleift að lifa lífinu í gleði og í góðum félagsskap á meðan þrek hans og heilsa leyfði. Minning lifir um góðan vin. Hildur Haraldsdóttir. Höfðingi er fallinn frá. Höfð- ingi sem aldrei gleymdi neinum og gladdi fólk endalaust með sím- tölum, blómum og gjöfum. Ég minnist Stefánsblóma á Barónsstíg og síðan í Skipholti. Ég minnist fallegra blómaskreyt- inga á sviði Hollywood og Broad- way á tískusýningum Model 79 og öðrum viðburðum. Ég minnist glettninnar. Alltaf bros. Alltaf gleði. Stundum smá púki í augna- ráðinu. Ég minnist viðbragðanna þegar veikindin fóru að herja á. Ekki skyldi lagst í dvala, áfram skyldi lífsins njóta. Alvarlegur undirtónn en Pollýanna tekin alla leið. Ég minnist Brekkubyggðar- innar; ferðir mínar og Sindra míns á morgnana til að aðstoða við að komast á fætur og á kvöldin til að ganga til náða. Það voru mörg hlátursköstin tekin þá. Og lífsins naut hann með stæl, þrátt fyrir að vera bundinn hjóla- stól til fjölmargra ára. Fara út, hitta vini, njóta góðs matar og góðra veiga. Grínast, hlæja, bulla, smitandi frá sér jákvæðninni. Al- varlegri umræður inn á milli sem gjarnan lituðust af áhyggjum af líðan og ástandi annarra. Það má læra margt af því hvernig Stebbi minn tók sínum örlögum og lifði lífinu svo eftir var tekið. Ég er ríkari að hafa átt hann að vini í 40 ár og þakka fyrir það. Höfðingsskapur var hans ein- kenni. Ég kveð Blómaprinsinn með virðingu og þökk. Lóló Rósenkranz. Ég vissi alveg hver hann Stebbi var. Stefán Hermanns var í vikublöðunum að kyssa fegurð- ardrottningar og flögra um með fræga og fína fólkinu. En svo stóðum við saman í blómabiðröð- inni, þarna um árið á annarri öld, þegar það var blómaskortur á ís- lenskum blómamörkuðum. Við mættum í röðina klukkan fimm að morgni og urðum fljótt góðir vinir. Við urðum perluvinir, jafn- vel þótt ég væri ekki Sjannel- gúggíarmanískutla. Hann horfði í gegnum fingur sér með það þótt hann væri vandlátur á fatnað og varning og hefði ógurlega gaman af elegant hlutum með fínum merkjum. Hann var hátískuherra og þótt ég væri sveitatútta og alls ekki tískumeðvituð fegurðar- drottning var ég borðdaman hans Stebba svo oft í gegnum lífið. Og Stefán Hermanns SJÁ SÍÐU 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.