Morgunblaðið - 01.03.2013, Side 31

Morgunblaðið - 01.03.2013, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 ✝ Þóra Björns-dóttir fæddist á Brekku í Bisk- upstungum 9. apríl 1916. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 15. febrúar 2013. Foreldrar henn- ar voru Björn Bjarnarson, bóndi á Brekku, og Guð- rún Jónsdóttir. Barnung, að föður sínum látnum, fluttist Þóra að Vatnsleysu í Bisk- upstungum ásamt fósturmóður sinni Jóhönnu Björnsdóttur og hálfbróður sínum samfeðra, Er- lendi. Á Vatnsleysu bjó Þóra fram undir tvítugt. Þóra átti einnig fjögur hálfsystkini sam- mæðra. Eftirlifandi hálfbróðir Þóru er Magnús Helgason. Þóra fór 18 ára að aldri í systur Karls. Þóra eignaðist stóran hóp afkomenda: barna- börn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Þóra hafði mikla ánægju af ferðalögum og ferðuðust þau hjónin vítt og breitt um Ísland á sínum yngri árum. Þóra vann í mörg ár á vinnustofu Blindra- vinafélagsins og sinnti einnig ýmsum trúnaðarstörfum í þágu félagsins. Eftir það vann hún ýmis störf, síðustu 20 ár starfs- ævinnar við ræstingar í Stjórn- arráðinu. Hún lauk störfum þar sjötug að aldri. Þóra starf- aði í Kvenfélagi Hallgríms- kirkju í mörg ár og var einnig í Félagi eldri borgara í Reykja- vík. Hún ferðaðist mikið með þessum félögum, bæði innan lands og utan. Þóra var heilsu- hraust lengst af ævinnar og bjó á Þórsgötunni þar til hún flutt- ist á Dvalar- og hjúkrunar- heimilið Grund. Þar tók hún virkan þátt í tómstunda- og fé- lagslífi meðan kraftar hennar leyfðu. Útför Þóru fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, föstu- daginn 1. mars 2013, kl. 13. Lýðskólann á Laugarvatni. Þar var hún við nám í tvo vetur. Tvítug giftist hún Karli Magnússyni bif- reiðarstjóra, d. 1. maí 1986. Þau hófu búskap á Hallveig- arstíg 9 í Reykja- vík en bjuggu lengst af á Þórs- götu 13. Þóra og Karl eignuðust tvo syni: a) Björn Brekkan Karlsson, f. 1936, kvæntur Hólmfríði Þór- ólfsdóttur. b) Sigfús Magnús Karlsson, f. 1949, kvæntur Jónu S. Valbergsdóttur. Vil- borg G. Guðnadóttir, f. 1950, gift Hauki Guðjónssyni, var Þóru ætíð sem fósturdóttir eft- ir að hún á barnsaldri dvalist hjá þeim hjónum í nokkur ár vegna veikinda móður sinnar, Það er með miklu þakklæti og virðingu sem ég nú kveð tengdamóður mína Þóru Björnsdóttur. Með þakklæti fyrir allt það sem hún hefur ver- ið mér frá okkar fyrstu kynnum og virðingu fyrir lífsviðhorfum hennar og manngerð. Á Þórsgötu 13, þar sem Þóra bjó lengst af með manni sínum Karli Magnússyni, var ætíð mikill gestagangur enda ríkti þar mikil gestrisni, hjartahlýja og glaðværð. Um þá tvo áratugi sem Þóra bjó þar ein, að Karli látnum, er sömu sögu að segja. Þóra var mannblendin og kynntist mörgum á lífsleiðinni og var eldhúskrókurinn hennar oft þétt setinn, mikið spjallað og hlegið. Þóra var bæði víðsýn og trú- uð kona. Á sínum yngri árum sótti hún, ásamt mágkonu sinni Þórdísi Magnúsdóttur, fræðslu- fundi Guðspekifélags Íslands. Mikil vinátta, kærleikur og hjálpsemi ríkti milli heimila Þóru og Þórdísar alla tíð. Þóra hélt góðum og nánum tengslum við ættingja sína hér heima og einnig hálfsystur sína og hennar fjölskyldu búsetta í Noregi. Oft leitaði hugur Þóru til bernsku- stöðvanna. Að fara austur að Vatnsleysu í Biskupstungum, sem hún gerði oft, kallaði hún alla tíð að „fara heim“. Greiðvikni Þóru virtust lítil takmörk sett og nutu þess margir. Hún gerði sér aldrei mannamun og mætti öllum með sinni látlausu og hlýju fram- komu. Þóra kunni þá list að hlusta á aðra og virða skoðanir þeirra. Hún var hreinskiptin og hafði einstakt lag á að tjá skoð- anir sínar með jákvæðum og yf- irveguðum hætti. Gott var að leita til Þóru með hvað eina sem vega þurfti og meta í daglegu lífi. Ekki síst áttu ungmennin í stórfjölskyldunni vísan stuðning og skilning hjá „Ömmu-Þóru“. Þóra var náttúruunnandi og hafði yndi af ferðalögum. Oft skrifaði hún dagbækur á ferðum sínum. Þær ferðaminningar las hún sér til mikillar ánægju á sínum efri árum. Þóra kunni einstaklega vel að njóta líðandi stundar. Hún hafði yndi af hannyrðum, lestri og spila- mennsku. Hún hafði dálæti á fallegum söng, einkum karla- röddum og sótti fjöldann allan af tónleikum um ævina. Einnig nýtti hún hvert tækifæri sem gafst til að fara í leikhús og á ýmsa listviðburði og sýningar, allt fram á síðasta æviárið. Hallgrímskirkja og Listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðu- holtinu eru staðir sem Þóru voru afar kærir. Það var einmitt í garðinum við Listasafn Ein- ars, á sólbjörtum degi fyrir rúmum sjö árum, að við sátum þar á bekk og Þóra tjáði mér að hún hefði tekið þá ákvörðun að tími væri kominn til að bregða búi og flytja á elliheimili, allra helst á Grund. Þangað hafði hún heimsótt marga í gegnum tíðina og alltaf mætt þar svo mikilli ástúð og hlýju. Og þannig varð það. Á Grund naut hún ein- stakrar umönnunar og tók þátt í félagsstarfinu þar af fremsta megni. Í dag er Þóra jarðsungin, við óm frá karlaröddum, frá kirkj- unni sinni – Hallgrímskirkju. Blessuð sé minning Þóru Björnsdóttur. Jóna S. Valbergsdóttir. Elsku amma, ýmis minninga- brot koma upp í hugann þegar ég skrifa þessi orð. Fyrsta minningin er úr eldhúsinu þínu á Þórsgötunni að drekka kringlukaffi eða réttara sagt að dýfa kringlu ofaní mjólk með smá kaffidreitli út í og fullt af sykri. Þetta þótti lítilli stelpu mjög gott. Síðan eru það tjaldú- tilegurnar með þér og afa Kalla. Oft höfum við hlegið að því þeg- ar skórnir fengu að fjúka í læk- inn þegar ein var búin að fá nóg af stríðni bróður síns, en mikið var samviskubitið þegar afi þurfti að fara út í kaldan lækinn til að eltast við skóna sem hann að lokum náði. Það var alltaf gott að koma á Þórsgötuna og alltaf fékk mað- ur eitthvað gott með kaffinu. Þú áttir alltaf heimabakaðar skons- ur og kleinur í frystinum sem þú hitaðir handa okkur. Fyrst eftir að þú fórst á Grund fannst þér heldur leiðinlegt að geta ekki boðið upp á veitingarnar sem þú varst vön að gera –en þá áttir þú alltaf súkkulaði til að bjóða. Ég minnist allra góðu samtal- anna sem við höfum átt í gegn- um árin eftir að ég varð full- orðin. Það var svo gaman að tala við þig og þú varst svo vel inni í öllum málum, þú varst alltaf með á hreinu hvað allir voru að gera; þú fylgdist vel með okkur barnabörnunum og ekki síður langömmubörnunum þínum. Þú varst svo víðsýn og hafðir mikinn skilning á hlut- unum. Oft talaðirðu um hvað þú værir stolt af öllum afkomend- um þínum og varst svo þakklát fyrir hvað öllum gengi vel. Elsku amma, takk fyrir öll góðu samtölin sem við áttum undanfarin ár, ég fór alltaf rík- ari af þínum fundi. Hvíl í friði, þín Karen. Í dag kveð ég Þóru Björns- dóttur, föðursystur Magga míns. Þegar ég kom í Vatns- leysufjölskylduna þá var Þóra ein af þeim. Hún bar mikla hlýju til bróður síns Erlendar og Kristínar konu hans og krakkanna á Vatnsleysu, hún fylgdist vel með uppvexti þeirra og var mjög kært þar á milli á báða bóga. Þóra giftist Karli Magnús- syni og eignuðust þau tvo syni, þá Björn og Sigfús og fóstur- dótturina Vilborgu, Þóra bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni, fylgdist vel með öllu sem við kom barnabörnum og barna- barnabörnum. Þóra var mamma, amma, langamma og langalangamma af lífi og sál. Þóra og Kalli bjuggu á Þórs- götu 13, þau voru höfðingjar heim að sækja, enda var mikill gestagagangur, ég held að alltaf þegar fólkið að austan kom í bæinn þá var farið á Þórsgöt- una, alltaf var gott að koma á Þórsgötuna, alltaf allir vel- komnir, uppdekkað borð með bakkelsi og heitt súkkulaði með rjóma þetta voru dýrðarstundir. Það var gaman þegar við hitt- umst og spiluðum vist, þetta gerðum við í mörg ár, ásamt Sillu og Hjálmari, svo var spjallað saman yfir kaffibolla og þá voru sagðar sögur frá liðinni tíð, frá Brekku og Vatnsleysu, allt var þetta eins og ævintýri í mínum augum. Þóra hafði gaman af allri handavinnu og eru ófá verkin til eftir hana, hún saumaði út alveg þar til fyrir þremur árum að hún var orðin óstyrk í höndum. Þóra var falleg kona, hún unni öllu sem fagurt var, hún hafði gaman af söng og söng sjálf við öll tækifæri enda mikið sungið á Vatnsleysu. Þóra var glöð kona, hafði gaman af að ræða við fólk, enda umkringd góðu samferðafólki á langri ævi. Alltaf var mjög fallegt í kringum Þóru, bæði á Þórsgöt- unni og á Grund. Undanfarin jól höfum við Maggi minn heimsótt Þóru á Grund þá var boðið upp á konfekt og púrtvín, svo var byrjað að tala um gömlu góðu dagana á Vatnsleysu og „krakk- ana“ eins og hún sagði. Ég fór til Þóru rétt fyrir jól- in, hún nýkomin úr lagningu og var að hvíla sig, við áttum mjög góða stund saman og sýndi ég henni mynd af altarisdúknum sem ég saumaði fyrir Tor- fastaðakirkju. Ég fann að henni þótti mjög vænt um það, við vorum báðar meyrar og glaðar í senn, ég skilaði kveðju frá Magga mínum og sagðist koma fljótt aftur. Frændsystkini Þóru á Vatns- leysu og fjölskyldur þeirra þakka áralanga vináttu og tryggð. Fjölskyldu Þóru votta ég mína innilegu samúð. Guð blessi minningu góðrar konu. Þóra Katrín Kolbeins. Leiðir okkar Þóru lágu fyrst saman fyrir ríflega 30 árum þegar við Einar byrjuðum sam- an. Var honum mikið í mun að kynna mig fyrir ömmu Þóru og afa Kalla. Þau hjón voru góð heim að sækja og fór vel á með okkur frá fyrsta degi, en ekki spillti að ættir mínar lágu aust- ur, þó í Hreppana væri. Þóra var einstaklega lífleg og skemmtileg kona, hafði skoðun á mönnum og málefnum og var ónískari á að viðra þær með ár- unum. Hún tók því sem að höndum bar af æðruleysi og tókst á við daglegt amstur af já- kvæðni og vinnusemi. Hún lét sér annt um þá sem minna máttu sín, var ávallt fús að rétta náunganum hjálparhönd og naut þess að láta gott af sér leiða. Umfram allt þótti henni þó vænst um fjölskylduna, Bjössa, Sigfús, Boggu og þeirra fylgi- fiska, bræður sína og skyld- menni og aðra þá sem hún tók upp á sína arma. Hún ræktaði frændgarðinn og vinina og voru ófá kvöldin sem setið var og spilað fram eftir á Þórsgötunni. Fyrir okkur og ekki síst krakkana okkar er það ómet- anlegt að eiga minningar frá góðum stundum í eldhúsinu á Þórsgötunni þar sem gjarnan var stoppað við í kaffi þegar skroppið var í bæinn. Amma Þóra og afi Kalli meðan hans naut við tóku á móti okkur eins og kóngafólki í hvert sinn. Hægt var að treysta því að amma Þóra myndi draga fram nýbakaðar skonsur eða kleinur og ef vel stóð á var jafnvel lag á að læra að spá í bolla og skyggnast inn í framtíðina. Síðustu árin dvaldi Þóra á Grund, en hún var sjálfstæð og hafði lengi þvertekið fyrir að fara á stofnun. Þegar á Grund var komið hafði hún það hins vegar oft að orði að hún hefði átt að þiggja að fara þangað miklu fyrr því þar leið henni vel og hún naut þess að vera innan um heimilisfólkið og þiggja þá þjónustu sem þar var að finna. Það er með söknuði sem við kveðjum ömmu Þóru, en vitum að vel hefur verið tekið á móti henni á nýjum stað. Guðrún Gunnarsdóttir. Mig langar í örfáum orðum að minnast hennar Þóru Björns- dóttur, afasystur minnar, sem lést þann 15. febrúar sl. Á að- eins örfáum mánuðum hafa þau kvatt þetta jarðlíf, mamma, Maggi móðurbróðir minn og Þóra. Stórt skarð hefur því orð- ið til í fjölskyldunni. Þóra var að mínu mati ákaflega glæsileg og vönduð kona að allri gerð. Sjálf- stæð, glögg, umhyggjusöm og umfram allt jákvæð. Sá eigin- leiki nýttist henni vel í gegnum lífið, ekki síst þegar hún missti manninn sinn hann Kalla og einnig þegar aldurinn færðist yfir. Fyrir mér kom umhyggju- semin ekki síst fram í samskipt- um hennar við Gvend, mömmu og svo ótalmarga aðra sem til hennar leituðu. Samband Þóru og mömmu var einstakt og leið ekki sú vika að þær töluðust ekki við. Þóra var mjög tengd Biskupstungunum, enda uppal- in á Brekku og bróðir hennar búsettur á Vatnsleysu. Einstak- lega kært var með þeim systk- inum alla tíð og samskiptin mik- il í gegnum tíðina. Þórsgatan verður þó alltaf í mínum huga gatan þeirra Þóru og Kalla. Þangað áttu margir í fjölskyld- unni erindi í gegnum tíðina og voru þau hjónin einstaklega gestrisin. Ég á einnig afskap- lega góðar minningar um Þóru og Kalla á Rauðalæknum, þar sem ég ólst upp. Foreldrar mín- ir, Þóra og Kalli, höfðu það fyrir sið að spila reglulega vist, í þá gömlu góðu daga. Ég minnist þessara spilakvölda með mikilli ánægju. Það var einhvern veg- inn alltaf svo gaman þegar Þóra og Kalli komu í heimsókn. Ekki spillti það gleðinni að fá að spila sem fjórði maður þegar mamma fann til kaffið. Þá fannst mér ég næstum því orðin fullorðin. Hin síðari ár hef ég tengst Brekku á alveg nýjan hátt vegna þess að þar þykir mér svo gaman að veiða. Þegar ég stend á bakk- anum á Fullsæl og lít í kringum mig á landslagið hugsa ég oft með mér að þetta er umhverfið þar sem þau Erlendur afi og Þóra ólust upp og mótuðust sem einstaklingar. Það er góð til- finning. Ég á ekkert nema af- skaplega góðar minningar um þessa ljúfu frænku mína, hana Þóru. Að lokum sendi ég þeim Bjössa, Sigfúsi, Boggu og þeirra fjölskyldum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Kristín Hjálmarsdóttir. Þóra kvaddi sátt á björtum vetrardegi í faðmi ástvina. Upp- haf vináttu okkar má rekja til þess að Þóra og Dísa mamma urðu vinkonur á fjórða áratug síðustu aldar. Þær lögðu metn- að í að fylgja tískunni, áttu nokkur pör af silkisokkum með saum, pokabuxur og gengu í of litlum skóm. Þóra kynntist Kalla sem var eldri bróðir Dísu og Dísa kynntist Guðna og pör- in nutu lífsins, spiluðu mikið á spil og ferðuðust innanlands. Viðhorfin að njóta lífsins og grípa tækifærin hafa alltaf ein- kennt Þóru og er nú auður af- komendanna. Þóra og Kalli eignuðust Bjössa 1936 og Sigfús 1949 og 1950 eignuðust Guðni og Dísa Boggu. Vorið 1952 greindist Dísa með berkla og í kjölfarið tóku Þóra og Kalli Boggu í fóstur í mörg ár. Þar með var lagður grunnur að sterku fósturfor- eldra- og systkinasambandi sem aldrei hefur fallið skuggi á. Það var gott að alast upp hjá Þóru og Kalla, þau voru einstaklega kærleiksrík og Þórsgatan varð mitt annað heimili. Þóra var öfl- ug fyrirmynd, hún var útivinn- andi, vann á ýmsum stöðum, og ég fór oft með henni í vinnuna. Það var gott að vera með Þóru, hún var heimspekingur, vel les- in, fróð og víðsýn. Á Þórsgöt- unni var mikill gestagangur og það er með ólíkindum hvað þessi litla íbúð gat rúmað marga. Gestir úr nágrenninu komu líka oft, einnig sumir aðr- ir sem áttu eitthvað erfitt. Þóra tók vel á móti öllum og fór aldr- ei í manngreinarálit. Það voru líka ófáar ferðirnar sem hún tók mig með í heimsóknir á öldr- unarheimili og í leiguherbergi víðsvegar um bæinn til að hlúa að og „gauka einhverju góðu“ að íbúunum. Börnin mín nutu þeirrar gæfu að vera í pössun hjá Þóru og Kalla, sem gáfu þeim sama dýrmæta veganestið og ég sjálf hafði fengið frá þeim í mínum uppvexti. Kalli féll frá vorið 1986 og veturinn á eftir var Þórdís dótt- ir mín svo lánsöm að fá að gista hjá Þóru heilan vetur. Þórdís minnist þess tíma með þakklæti því það var svo gott að eiga ömmu Þóru út af fyrir sig á kvöldin, geta spjallað við hana og sofna síðan örugg í rúminu við hliðina á henni að loknum bænalestri. Eftir fráfall Kalla ákvað Þóra að eiga góð ár fram- undan og hún dreif sig út í lífið að nýju. Hún gekk í Kvenfélag Hallgrímskirkju, skráði sig í gönguklúbb og tók virkan þátt í menningarlífi borgarinnar. Hún ferðaðist töluvert og tók fjöldann allan af ljósmyndum. Gestagangurinn hélt áfram og nú var það ekki síður unga fólk- ið sem sóttist eftir félagsskap hennar. Þóra hélt matar- og kaffiboð og fyrir allar helgar bakaði hún til að eiga eitthvað gott með kaffinu. Hún var með eindæmum veisluglöð og tók þá þátt af lífi og sál og var gjarnan með þeim síðustu heim. Árið 2006 flutti Þóra á Grund þar sem hún átti góð ár og tók virkan þátt í því sem þar var í boði auk þess að sitja löngum stundum við útsaum og eigum við börnin, tengdabörn og barnabörn marga fallega dúka eftir hana. Gamli góði gesta- gangurinn fylgdi Þóru á Grund og það leið aldrei sá dagur að einhver kæmi ekki í heimsókn. Við fjölskyldan kveðjum Þóru með dýpra þakklæti en nokkur orð geta tjáð. Vilborg G. Guðnadóttir og fjölskylda. Elsku Þóra, afasystir manns- ins míns, lést 15. febrúar sl. en dánardagur hennar er merki- legur því Lindi, bróðir hennar, dó 15. febrúar 1978 og Gvendur, uppeldisbróðir hennar, dó 15. febrúar 1994. Kynni okkar Þóru hófust þegar ég kom í Vatns- leysufjölskylduna. Kom hún þá reglulega á æskuslóðirnar til að heilsa upp á fólkið sitt, koma heim eins og hún sagði. Þóra var eftirtektarverð eins og mód- el, smekklega klædd með réttu fylgihlutina í stíl og hárið leit alltaf út eins og hún væri ný- komin úr lagningu. Ég kynntist Þóru betur þegar ég var við hárgreiðslunám í Iðnskólanum og vantaði mig módel í bylgjur og leitaði ég þá til Þóru sem fannst það mikið meira en sjálf- sagt mál að koma sem módel og ekki var það í fyrsta skiptið sem hún kom til þess. Hárið á henni var eins og draumur allra nema það lagðist í fallegar bylgjur eins og hugur manns með engri fyrirhöfn og hinir nemarnir grænir af öfund. Heimsóknirnar urðu með árunum fleiri til henn- ar og dáðist ég oft að því hve fim hún væri og flott en hún sagði að það væru stigarnir heima á Þórsgötu 13 sem héldu henni í svona flottu formi. Þóra var jákvæð og þótti henni vænt um sveitina og rifj- aði upp gamla tíma fyrir okkur Gumma þegar við heimsóttum hana í litla súðherbergið hennar á Litlu Grund. Þá sýndi hún okkur myndirnar sínar og sagði frá þeim og mundi allt saman og hafði mikinn áhuga á að fylgjast með ættingjum sínum, langt komin á tíræðisaldurinn. Eitt skiptið þegar við vorum í heim- sókn hjá Þóru á Grund bankar herramaður á dyrnar hjá henni og spyr hvort hún verði ekki samferða í mat, kveðjum við þá með yl í hjarta og ánægð með að hafa drifið okkur í heimsókn til Þóru Björns sem skrifaði alltaf svo fallegar kveðjur á jólakortin og jólakveðjurnar síðar meir í útvarpinu sem var beðið með eftirvæntingu. Vil ég þakka fyrir að hafa kynnst Þóru Björns, yndislegri konu, sem ólst upp í sveitinni okkar og votta ég fjölskyldu hennar samúð. Sigríður, Vatnsleysu. Þóra Björnsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.