Morgunblaðið - 01.03.2013, Síða 35
hafréttarsamningnum 1982-83, var
skipaður deildarstjóri í við-
skiptaráðuneytinu 1983 og skipaður
skrifstofustjóri þar og staðgengill
ráðuneytisstjóra frá 1988 og hefur
verið skrifstofustjóri í atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytinu frá sept-
ember 2012 til febrúarloka 2013.
Jón var prófdómari í Evrópurétti
við HÍ um nokkurra ára skeið.
Jón var formaður Stúdentafélags
HÍ 1967-68, forseti Stúdenta-
akademíu 1968, ritari stjórnar Júdó-
sambands Íslands 1973, hefur verið
þátttakandi og formaður í ýmsum
nefndum fyrir hönd viðskiptaráðu-
neytisins, sinnti málefnum er lutu að
viðræðum um Evrópska efnahags-
svæðið og hafði umsjón af hálfu utan-
ríkisráðuneytisins með þýðingu á
meginmáli EES-samningsins.
Jón æfði og keppti í frjálsum
íþróttum með ÍR, vann til ýmissa
verðlauna í frjálsum íþróttum, m.a. 3.
verðlauna í sleggjukasti í landskeppni
Íslands við Vestur-Noreg 1964.
Meðal rita Jóns: Drög að íslenzkrí
hraðritun - hraðritunartákn algeng-
ustu orða tungunnar, Rvík 1966; Feg-
ursta kirkjan á Íslandi, ljóðabók,
myndabók, fræðibók, útg. 1995;
Peace and War: Niagara of Quota-
tions (Friður og stríð - Hafsjór af til-
vitnunum), útg. 2012.
Meðal greina eftir Jón má nefna
Heildarendurskoðun stjórnarskrár-
innar frá 17. júní 1944, Úlflj. XXII, 2.
tbl. 1969.
Jón hlaut syrk úr sjóði Franks
Boas við Harvard Law School til
náms í þjóðarétti þar.
Friður og stríð í 33 ár
Óneitanlega urðu tímamót í lífi
Jóns með útgáfu bókar hans Friður
og stríð - Hafsjór af tilvitnunum, sem
nú er nýútkomin. Sú bók var ekki
hrist fram úr erminni. Jón hefur unn-
ið að henni að meðaltali í þrjá tíma á
dag í 33 ár og hefur farið fjölda ferða í
fjórar til sex vikur í senn á bókasöfnin
í Harvard til að viða þar að sér efni í
ritið sem er rúmlega 1.300 blaðsíður í
tveimur þykkum bindum: „Þetta er
einfaldlega mín aðferð til að minna á
þær skelfingar sem stríðrekstur hef-
ur í för með sér – mín leið til að láta
gott af mér leiða,“ segir þessi hóg-
væri en stórskemmtilegi maður.
Fjölskylda
Eiginkona Jóns er Lilja Júlía Guð-
mundsdóttir, f. 13.6. 1948, hjúkr-
unarfræðingur við Landspítala í
Fossvogi. Hún er dóttir Guðmundar
Ívarssonar Ágústssonar, f. 25.8. 1918,
d. 21.11. 2009, skipstjóra og útgerð-
armanns í Vogum, og Guðríðar Þórð-
ardóttur, f. 15.5. 1923, d. 18.12. 2007,
ljósmóður.
Sonur Jóns og Lilju Júlíu er Þor-
móður Árni Jónsson, f. 2.3. 1983,
júdókappi, búsettur í Reykjavík en
kona hans er Bylgja Sigurðardóttir
og eru synir þeirra Elías Funi, f.
2008, og Fannar Frosti, f. 2012.
Systkini Jóns: Salvör Þormóðs-
dóttir, f. 1946, fyrrv. flugfreyja, og
Guðmundur Þór Þormóðsson, f. 1948,
framkvæmdastjóri.
Foreldrar Jóns: Þormóður Ög-
mundsson, f. 17.2. 1910, d. 25.9. 1985,
aðallögfræðingur og síðar aðstoðar-
bankastjóri Útvegsbanka Íslands, og
Lára Jónsdóttir, f. 6.8. 1913, hús-
freyja.
Úr frændgarði Jóns Ögmundar Þormóðssonar
Jón Ögmundur
Þormóðsson
Björg Sigurðardóttir
frá Stokkahlöðum í Eyjafirði
Þorkell Ingjaldsson
b. á Írafelli í Kjós
Salvör Þorkelsdóttir
húsfr. í Varmadal
Jón Þorláksson
b. í Varmadal
Lára Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Geirlaug Gunnarsdóttir
húsfr. í Varmadal
Þorlákur Jónsson
b. í Varmadal
Halldóra Jónsdóttir
húsfr. í Vatnskoti
Þórður Jakobsson
b .í Vatnskoti í Flóa
Jónína Margrét Þórðardóttir
húsfr. á Eyrarbakka
Ögmundur Þorkelsson
kaupm. á Eyrarbakka
Þormóður Ögmundsson
aðallögfræðingur og
síðar aðstoðarbankastj.
Útvegsbanka Íslands
Þórunn Siggeirsdóttir
húsfr. á Króki
Þorkell Ögmundsson
b. á Króki í Flóa
Guðmundur Ögmundsson
b. Efri-Brú í Grímsnesi
Tómas Guðmundsson
skáld
Jón Jónsson
b í Varmadal á
Kjalarnesi
Þorgeir Jónsson
b. og hestam. í
Gufunesi og
glímukóngur
Íslands
Þóra
Þorgeirsdóttir
húsfr. í Rvík
Þorgeir
Örlygsson
hæstaréttar-
dómari
Júdókappi Þormóður Árni Jónsson,
sonur þeirra Jóns og Lilju Júlíu.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013
Ólafur Jóhannesson fæddist íStórholti í Fljótum fyrirréttum hundrað árum. For-
eldrar hans voru Jóhannes Frið-
bjarnarson, b. og kennari þar, og
k.h., Kristrún Jónsdóttir.
Jóhannes var af Hvassafellsætt,
en Guðrún, langamma hans, var
systir Rannveigar, móður Jónasar
Hallgrímssonar skálds.
Ólafur var kvæntur Dóru Guð-
rúnu Magdalenu Ástu Guðbjarts-
dóttur húsfreyju sem lést 2004. Þau
eignuðust þrjú börn, Kristrúnu,
Guðbjart sem er látinn og Dóru.
Ólafur lauk stúdentsprófi frá MA
1935, embættisprófi í lögfræði frá
HÍ 1939 með hæstu einkunn sem þá
hafði verið gefin við deildina og
stundaði framhaldsnám í Stokk-
hólmi og Kaupmannahöfn 1945-46.
Hann sinnti lögfræðistörfum og end-
urskoðun hjá SÍS 1939-43 og var
prófessor við lagadeild HÍ 1947-78.
Ólafur var án efa einn fremsti lög-
spekingur þjóðarinnar á síðustu öld.
Rit hans, Stjórnskipun Íslands, hef-
ur verið meginstoð allrar lögfræði-
kennslu í stjórnskipunarrétti frá
fyrstu útgáfu, 1960. Hann samdi al-
mennt yfirlitsrit, Lög og rétt, og
skrifaði einnig um stjórnarfarsrétt.
Ólafur var alþm. á árunum 1959-
84. Hann tók við formennsku í
Framsóknarflokknum 1968 og varð
áhrifamesti stjórnmálamaður þjóð-
arinnar á áttunda áratugnum sem
forsætisráðherra við fall viðreisn-
arstjórnar 1971 og til 1974, dóms-,
kirkjumála- og viðskiptaráðherra í
ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar
1974-78, forsætisráðherra nýrrar
vinstri stjórnar í rúmt ár frá hausti
1978 og utanríkisráðherra í ríkis-
stjórn Gunnars Thoroddsen 1980-83.
Hann var forsætisráðherra í 50
mílna þorskastríðinu og á tímum
Vestmannaeyjagossins, lenti í orra-
hríð Vilmundar Gylfasonar og fleiri
rannsóknarblaðamanna vegna Geir-
finnsmálsins og hann braut blað í
hagsögunni með setningu Ólafslaga.
Ólafur var þéttur á velli, hægur í
framgöngu, brosmildur og viðræðu-
góður, en fastur fyrir og býsna
slyngur stjórnmálamaður þegar á
reyndi.
Hann lést 20.5. 1984.
Merkir Íslendingar
Ólafur
Jóhannesson
85 ára
Ófeigur Pétursson
80 ára
Haukur Otterstedt
Jón Elberg Baldvinsson
Svanhvít Kjartansdóttir
75 ára
Birna Tyrfingsdóttir
Emma Stefánsdóttir
Guðrún Steinþórsdóttir
Gunnar Árnason
Hulda Benediktsdóttir
Olga Khaevna Akbasheva
Una Árnadóttir
70 ára
Aðalsteinn Einarsson
Margrét Svavarsdóttir
María Friðriksdóttir
Sigríður Björk Einarsdóttir
Sigurður Guðjónsson
60 ára
Antoni Turek
Hreinn Sigurgeirsson
Ísfold Helga Kristjánsdóttir
Jóhanna Júlíusdóttir
Ragnar Ragnarsson
Ragnheiður Torfadóttir
50 ára
Eyrún Ragnarsdóttir
Gestur Jón Gestsson
Gísli Örn Arnarson
Guðleif Þórunn
Stefánsdóttir
Guðmundur Þorvaldsson
Halldóra Aradóttir
Heidi Charlotte Troelsen
Helga Björk Bragadóttir
Hjörtur Hjartarson
Oddný Inga Fortescue
Serafin Prado Magdaraog
Stefán Dagbjartsson
40 ára
Aðalsteinn Örn Svansson
Árni Geir Norðdahl
Eyþórsson
Ása Heiður Rúnarsdóttir
Ásgeir Hjartarson
Grímur Tómas Tómasson
Guðmundur Kári
Daníelsson
Hrafnkell Harðarson
Jóhanna Bjarnveig
Magnúsdóttir
Kolbrún Erla Pétursdóttir
Kristmann Már Ísleifsson
Sylvía Hilmarsdóttir
30 ára
Árni Freyr Árnason
Guðrún Lilja Friðgeirsdóttir
Helga Sif Andrésdóttir
Ingvar Steinarsson
Katrín Eva Auðunsdóttir
Kristjana Þórunn
Eðvarðsdóttir
Sara Vilhjálmsdóttir
Sigurmann Rafn
Sigurmannsson
Snædís Ögn Flosadóttir
Svandís Ósk Gestsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Þóra fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp,
lauk embættisprófi í
læknisfræði frá Háskól-
anum í Árósum og er
læknir við Landspítala -
háskólasjúkrahús.
Maki: Níels Lynggaard, f.
1978, kerfisfræðingur.
Börn: Sölvi, f. 2007, og
Silja, f. 2009.
Foreldrar: Þóra Víkings-
dóttir, f. 1958, ónæmisfr.
og kennari, og Bjarni
Jónsson, f. 1954, kerfisfr..
Þóra H.B.
Lynggaard
40 ára Linda lauk BA-prófi
í mannfræði og MA-prófi í
hagnýtum hagvísindum
frá Bifröst og er kennari
við Hringsjá.
Maki: Einar Logi Vign-
isson, f. 1969, auglýs-
ingastjóri hjá RÚV.
Börn: Hafsteinn, f. 2000;
Aðalbjörg Helga, f, 2005,
og Hlynur og Kolbeinn, f.
2007.
Foreldrar: Sigríður M. Pét-
ursdóttir, f. 1950, og Sig-
urður Friðriksson, f. 1951.
Linda Björk
Sigurðardóttir
40 ára Svanhildur er
robe-yogakennari og
snyrti- og förðunarfr.
Maki: Hermann Ingason,
f. 1963, búfræðingur.
Börn: Arnar Már, f. 1991;
Marías Leó, f. 1997, og
Daníel Dagur, f. 2006.
Stjúpbörn: Thelma Björk,
f. 1984; Unnur Lilja, f.
1987, og Jón Þór, f. 1992.
Foreldrar: Marías Sveins-
son og Gyða Guðmunds-
dóttir.
Svanhildur Ósk
Maríasdóttir
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook
Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum!
Vönduð gæðateppi á heimilið
og skrifstofuna