Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Leikritið Karma fyrir fugla, sem
frumsýnt verður í Kassanum í Þjóð-
leikhúsinu í kvöld, er frumraun höf-
undananna, Kari Óskar Grétudóttur
og Kristínar Eiríksdóttur, á sviði
leikritunar. Verkið hefur verið um
nokkra hríð í vinnslu í skjóli leik-
hússins og er sagt ljóðrænt og sál-
fræðilegt í senn, og fjalla um afleið-
ingar ofbeldis, heljartök fortíðar á
sálinni, ranglæti og fegurð. Við sögu
kemur stúlka eða kona, Elsa að
nafni, sem er kannski sautján ára
stúlka sem er til sölu og kannski
heimilislaus gömul kona.
Höfundarnir, Kristín og Kari Ósk,
eru báðar menntaðar myndlist-
arkonur – Kristín segist reyndar að
mestu vera komin yfir í heim
orðanna, en hvernig kom það til að
þær fóru að skrifa leikrit?
„Mig hefur mjög lengi langað til
að skrifa fyrir leikhús og er mjög
hrifin af þessu formi,“ segir Kristín
en eftir útskrift úr Listaháskólanum
vann hún um skeið að gjörningalist.
„Við Kari Ósk höfðum lengi rætt
að vinna saman, myndlistarsýningu
eða annað, því listrænt séð tengj-
umst við á margskonar hátt og erum
góðar vinkonur,“ segir hún. „Kari
datt síðan í hug að við byrjuðum að
skrifa leikrit og sæjum hvert það
leiddi okkur. Það gekk mjög vel og
síðan vildi svo til að Tinna Gunn-
laugsdóttir þjóðleikhússtjóri hafði
samband stuttu eftir að við byrj-
uðum að skrifa. Hún hafði lesið bók-
ina mína Doris deyr og fundist vera
einhverjar sviðstilhneigingar í text-
anum; þetta var einhvern veginn í
stjörnunum.“
Þær réðust því í að klára verkið.
„Tilraunaleikhúsið er
eiginlega orðið hefðbundið“
Nýtt leikrit eftir Kari Ósk Grétudóttur og Kristínu Eiríksdóttur frumsýnt
Ljóðrænt Leikritið Karma fyrir fugla er sagt fjalla um afleiðingar ofbeldis, heljartök fortíðar á sálinni, ranglæti og fegurð.
Kristín
Eiríksdóttir
Kari Ósk
Grétudóttir
„Við hittum listráð Þjóðleikhúss-
ins og þau hvöttu okkur áfram. Það
eru tvö ár síðan við byrjuðum á
þessu, við höfum unnið að verkinu á
öllum þeim tíma og nú er komið að
frumsýningu.“
– Kemur „hefðbundið“ leikrit út
úr því þegar myndlistarkonur setj-
ast við að skrifa leikverk?
„Ég veit ekki hvað er hefðbundið
leikrit í dag. Svo margar tilraunir
eru komnar inn í hefðina að tilrauna-
leikhúsið er eiginlega orðið hefð-
bundið,“ segir hún og hlær. „En ég
tel okkur líka mjög lánsamar að
vinna með Kristínu Jóhannesdóttur
leikstjóra, sem kemur með sína ein-
stöku nálgun að verkinu. Hún er
mjög myndrænn leikstjóri og verkið
fór á talsvert flug hjá henni.“ Kristín
ítrekar að þótt minnst sé á gjörn-
inga, ljóðrænu og sálfræði, þá sé
söguþráður í verkinu. „Hetju er
fylgt eftir og hennar ferðalagi.“
Og þær Kari hyggjast halda
áfram að vinna með leikritaformið.
„Við ætlum pottþétt að gera
meira, þetta gekk svo vel. Við erum
farnar að ræða næsta verkefni.“
Myndlistarsýn-
ingin Innrím
verður opnuð í
dag kl. 18 í Víði-
hlíð Landspítala
við Klepp. Á
henni sýna sam-
an Björk Guðna-
dóttir, Helga
Óskarsdóttir,
Helga Þórs-
dóttir, Hlynur Helgason, Karlotta
Blöndal og Ólöf Björnsdóttir. Um
sýningarstaðinn segir í tilkynningu
að húsnæðið hafi lengi vel verið
dvalarstaður sjúklinga á Klepps-
spítala sem hafi verið að reyna að
aðlaga sig á ný að lífinu utan spít-
alans. Nú standi til að taka hús-
næðið á ný í notkun sem félags- og
starfsstöð fyrir nýgreinda geðrofs-
sjúklinga þar sem tónlist sem og
myndlist skipi mikilvægan sess.
„Það er í tengslum við þau tímamót
sem þessi sýning á sér stað, sýning
sem tekst á fjölbreyttan hátt við
sögu staðarins, Kleppsspítala, rými
hússins sjálfs, sem er lýsandi og til
merkis um fjölbreytta sögu, og um-
hverfi þess,“ segir í tilkynningu.
Frekari fróðleik um sýninguna og
listamennina má finna á inn-
rim.this.is.
Innrím
í Víðihlíð
Karlotta Blöndal
Steingrímur Ey-
fjörð myndlist-
armaður heldur í
dag kl. 13 opinn
fyrirlestur um
verk sín og
vinnuaðferðir í
myndlistardeild
Listaháskóla Ís-
lands að Laug-
arnesvegi 91.
Steingrímur
hefur undanfarnar vikur starfað
sem stundakennari við myndlist-
ardeildina, og kennt námskeiðið
Verkleg hugmyndavinna.
Fjallar um
verk sín
Steingrímur
Eyfjörð
Myndlistarmaðurinn Erlingur Jón
Valgarðsson, eða Elli, opnar sýn-
ingu á verkum sínum, Óþægilegar
hugsanir, í sal SÍM í Hafnarstræti
16 í dag kl. 17. Í verkunum vinnur
Elli út frá hugsunum ónafngreinds
fólks og geta sýningargestir tekið
þátt í áframhaldandi mótun verks-
ins með því að skrásetja hugsanir
sínar á einblöðunga og setja í sér-
stakan kassa, að því er fram kemur
í tilkynningu. Sýningin er opin á
skrifstofutíma SÍM, mánudaga til
föstudaga frá kl. 10 til 16. Henni
lýkur 26. mars. Nánar á sim.is.
Óþægilegar
hugsanir
Nýtt íslenskt leikrit, Karma fyrir
fugla, verður frumsýnt í Kass-
anum í Þjóðleikhúsinu í kvöld.
Höfundar eru þær Kari Ósk
Grétudóttir og Kristín Eiríks-
dóttir sem báðar eru myndlist-
armenntaðar. Kristín er einnig
kunn fyrir skrif; ljóð, smásögur
og skáldsöguna Hvítfeld.
Leikstjóri er Kristín Jóhann-
esdóttir og leikarar eru Krist-
björg Kjeld, Maríanna Clara
Lúthersdóttir, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Hilmir Jensson, Þór-
unn Arna Kristjánsdóttir og
Þorsteinn Bachmann. Anna Rún
Tryggvadóttir hannar leikmynd,
Halldór Örn Óskarsson sér um
lýsingu og Guðlaug Mía Eyþórs-
dóttir, Helgi Þórsson og Stein-
unn Harðardóttir hljóðmynd.
Frumraun
FRUMSÝNING Í KASSANUM
STOFNAÐ 1987
M
ál
ve
rk
:
Sv
al
a
Þó
rð
ar
d
ó
tt
ir
einstakt
eitthvað alveg
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s