Morgunblaðið - 01.03.2013, Qupperneq 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Mannréttindi og mannréttindabrot
eru eilíflega í fréttum utan úr heimi.
Hver kannast ekki við Abu Ghraib-
fangelsið í Írak? Sá bölvaði staður
var á allra vörum á sínum tíma eftir
að í ljós kom að bandarískir her-
menn beittu ekki eingöngu „hefð-
bundnum“ aðferðum til að kreista
upplýsingar út úr föngum og um-
gengust þá ekki kurteislega, svo
ekki sé fastar að orði kveðið. Ef til
vill þarf þó ekki að líta svo langt í
burtu til þess að skynja þennan
veruleika?
Kaktus er í aðalhlutverki sam-
nefnds verks sem Leikfélag Ak-
ureyrar frumsýnir í kvöld í Sam-
komuhúsinu. Umfjöllunarefnið er
vissulega alvarlegt, segir Ragnheið-
ur Skúladóttir, leikhússtjóri LA og
leikstjóri sýningarinnar, en undir-
strikar engu að síður að um kómedíu
sé að ræða; gamanleikrit.
Höfundur leikritsins, Juili Zeh, er
þýsk, fædd í Bonn árið 1974, mann-
réttindalögfræðingur og rithöf-
undur. „Mjög þekkt í heimalandinu,
bæði sem skáldsagnahöfundur og
fræðimanneskja. En Kaktus er eina
leikverkið sem hún hefur skrifað,“
segir Ragnheiður í samtali við
Morgunblaðið. Hún fullyrðir að
verkið sé margslungið, mjög
skemmtilegt og gríðarlega vel skrif-
að. „Það er kaktus sem fer með aðal-
hlutverkið! Hann er grunaður
hryðjuverkamaður en segir ekki eitt
einasta orð allan tímann, [eðlilega!]
og það er auðvitað hindrun fyrir
hina. En fjallað er á mjög gam-
ansaman hátt um öryggissamfélagið
sem við búum í; hvernig óttinn er ef
til vill orðinn okkar eiturlyf og nauð-
synlegur til að tryggja öryggi okkar.
Einhver hefur búið þann veruleika
til,“ segir hún.
Vald og valdboð ber á góma. „Höf-
undurinn tekur fyrir hluti úr sam-
tíma okkar. Frá hverjum tekurðu
við skipunum? Hvað gerist í nafni
lýðræðis? Bandarísku hermennirnir
í Abu Ghraib voru margir bara
krakkar, 18 og 19 ára, sendir þangað
og skipað af yfirboðurum sínum að
koma fram á þennan hátt við fanga
til að fá fram upplýsingar. Það tók
ekki langan tíma þar til þessir ungu
hermenn voru orðnir sannfærðir um
að fangarnir væru ekki manneskjur
heldur hlutir.“ Ragnheiður lofar
bæði gamni og alvöru. „Fyrri hluti
verksins er mjög skemmtilegur en
eins og allir góðir gamanleikir vekur
það mann til umhugsunar. Það er
mikil undiralda í verkinu.
Fastráðnu leikararnir fjórir hjá
LA fara með hlutverkin. „Veturinn
afmarkast við leikhópinn og þetta
verk er eins og skrifað ofan í þau.
Eftir að ég fann þau fann ég verkið
og strax við fyrsta lestur sá maður
þau algjörlega fyrir sér; það var ekki
einu sinni spurning hver yrði í hvaða
hlutverki.“
Kaktus var frumsýndur í Þýska-
landi 2009 og er verkið nú sýnt í
fyrsta skipti hér á landi.
Fjallað á gamansaman
hátt um alvarleg mál
Leikfélag Akureyrar frumsýnir þýska verkið Kaktus
Ótti Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri LA og leikstjóri Kaktussins sem frumsýndur verður í kvöld.
Kaktus Einar Aðalsteinsson og
Hannes Óli Ágústsson í leikritinu.
Bandaríski
píanóleikarinn
Van Cliburn er
látinn, 78 ára að
aldri. Hann lést
af völdum
krabbameins á
heimili sínu í
Fort Worth í
Texas.
Cliburn komst
í heimsfréttirnar
árið 1958 þegar hann fór með sig-
ur af hólmi í alþjóðlegu Tsjaíkovs-
kíj píanókeppninni í Moskvu, að-
eins 23 ára og litu
Bandaríkjamenn á það sem vissan
sigur í kalda stríðinu.
Cliburn varð í kjölfarið heims-
þekktur og mikil hetja í heima-
landi sínu, hlaut höfðinglegar mót-
tökur sem fólust m.a. í
skrúðgöngu á Broadway og voru
um hundrað þúsund viðstaddir
hana. Cliburn átti farsælan feril
sem sólópíanisti í um tvo áratugi
en dró sig í hlé árið 1978. Eftir
það kom hann örsjaldan fram á
tónleikum.
Van Cliburn
látinn
Píanóleikarinn
Van Cliburn
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Lau 2/3 kl. 19:00 aukas Fim 11/4 kl. 19:00 10.k Fös 10/5 kl. 19:00
Sun 3/3 kl. 19:00 3.k Lau 13/4 kl. 19:00 aukas Lau 11/5 kl. 19:00
Þri 5/3 kl. 19:00 4.k Sun 14/4 kl. 19:00 11.k Sun 12/5 kl. 13:00
Mið 6/3 kl. 19:00 5.k Fös 19/4 kl. 19:00 aukas Mið 15/5 kl. 19:00 aukas
Fim 7/3 kl. 19:00 aukas Lau 20/4 kl. 19:00 aukas Fim 16/5 kl. 19:00
Lau 9/3 kl. 19:00 6.k Sun 21/4 kl. 19:00 12.k Fös 17/5 kl. 19:00
Sun 10/3 kl. 13:00 aukas Mið 24/4 kl. 19:00 Lau 18/5 kl. 19:00
Þri 12/3 kl. 19:00 aukas Fös 26/4 kl. 19:00 aukas Mán 20/5 kl. 13:00 aukas
Mið 13/3 kl. 19:00 7.k Lau 27/4 kl. 19:00 Fim 23/5 kl. 19:00
Fim 14/3 kl. 19:00 aukas Sun 28/4 kl. 13:00 Sun 26/5 kl. 13:00
Lau 16/3 kl. 19:00 8.k Þri 30/4 kl. 19:00 aukas Fös 31/5 kl. 19:00
Sun 17/3 kl. 13:00 aukas Fim 2/5 kl. 19:00 aukas Lau 1/6 kl. 13:00
Mið 20/3 kl. 19:00 aukas Fös 3/5 kl. 19:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas
Fös 22/3 kl. 19:00 9.k Lau 4/5 kl. 19:00 Mið 5/6 kl. 19:00 aukas
Lau 23/3 kl. 19:00 aukas Sun 5/5 kl. 13:00 Fim 6/6 kl. 19:00
Sun 24/3 kl. 19:00 aukas Mið 8/5 kl. 19:00 aukas Fös 7/6 kl. 19:00
Þri 26/3 kl. 19:00 aukas Fim 9/5 kl. 14:00 Lau 8/6 kl. 19:00
Einn vinsælasti söngleikur heims, nú loks á Íslandi. Allt að seljast upp!
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Fös 1/3 kl. 20:00 Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas
Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas
Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar komnar í sölu.
Gullregn (Stóra sviðið)
Fös 8/3 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00 Mið 12/6 kl. 20:00
Sun 10/3 kl. 20:00 Þri 19/3 kl. 20:00 Fim 13/6 kl. 20:00
Fös 15/3 kl. 20:00 Fim 21/3 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00
Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré.
Tengdó (Litla sviðið)
Fös 1/3 kl. 20:00 7.k Fös 5/4 kl. 20:00 16.k Lau 27/4 kl. 20:00 23.k
Mið 6/3 kl. 20:00 8.k Lau 6/4 kl. 20:00 17.k Fös 3/5 kl. 20:00 24.k
Lau 9/3 kl. 20:00 9.k Sun 7/4 kl. 20:00 aukas Lau 4/5 kl. 20:00 25.k
Fim 14/3 kl. 20:00 10.k Lau 13/4 kl. 20:00 18.k Sun 5/5 kl. 20:00
Fös 15/3 kl. 20:00 aukas Sun 14/4 kl. 20:00 19.k Fös 10/5 kl. 20:00
Lau 16/3 kl. 20:00 11.k Fim 18/4 kl. 20:00 aukas Lau 11/5 kl. 20:00
Sun 17/3 kl. 20:00 12.k Fös 19/4 kl. 20:00 aukas Fim 16/5 kl. 20:00
Fim 21/3 kl. 20:00 13.k Lau 20/4 kl. 20:00 20.k Fös 17/5 kl. 20:00
Fös 22/3 kl. 20:00 14.k Sun 21/4 kl. 20:00 21.k Lau 18/5 kl. 20:00
Lau 23/3 kl. 20:00 aukas Mið 24/4 kl. 20:00 22.k Fim 23/5 kl. 20:00
Sun 24/3 kl. 20:00 15.k Fim 25/4 kl. 20:00 aukas Lau 25/5 kl. 20:00
Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur!
Saga þjóðar (Litla sviðið)
Fim 7/3 kl. 20:00 Fös 8/3 kl. 20:00 lokas
Tónsjónleikur með Hundi í óskilum. Allra síðustu sýningar.
Ormstunga (Nýja sviðið)
Fös 1/3 kl. 20:00 Fim 7/3 kl. 20:00 Fim 14/3 kl. 20:00
Lau 2/3 kl. 20:00 Lau 9/3 kl. 20:00 Lau 16/3 kl. 20:00
Mið 6/3 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 20/3 kl. 20:00
Tungan rekin framan í þjóðararfinn á ný
Nóttin nærist á deginum (Litla sviðið)
Lau 2/3 kl. 20:00 Sun 3/3 kl. 20:00 Sun 10/3 kl. 20:00
Nýtt, íslenskt verk eftir Jón Atla Jónasson. Síðustu sýningar.
Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið)
Sun 3/3 kl. 13:00 Lau 9/3 kl. 13:00 Lau 9/3 kl. 15:00 lokas
Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri. Síðustu sýningar.
Ósóttar pantanir seldar daglega
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR
Fyrirheitna landið (Stóra sviðið)
Fös 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 15/3 kl. 19:30 9.sýn
Lau 2/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 10.sýn
Fim 7/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 14/3 kl. 19:30 8.sýn
Kraftmikið nýtt verðlaunaverk!
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 3/3 kl. 13:00 Sun 10/3 kl. 16:00 Sun 24/3 kl. 13:00
Sun 3/3 kl. 16:00 Sun 17/3 kl. 13:00 Sun 24/3 kl. 16:00
Sun 10/3 kl. 13:00 Sun 17/3 kl. 16:00
Eitt ástsælasta barnaleikrit á Íslandi!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )
Sun 3/3 kl. 20:30 Sun 10/3 kl. 20:30 Sun 17/3 kl. 20:30
Nýtt sýningatímabil! Miðasala í fullum gangi!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 2/3 kl. 13:30 Sun 3/3 kl. 15:00 Lau 9/3 kl. 16:30
Lau 2/3 kl. 15:00 Sun 3/3 kl. 16:30 Sun 10/3 kl. 13:00
Lau 2/3 kl. 16:30 Lau 9/3 kl. 13:30 Sun 10/3 kl. 15:00
Sun 3/3 kl. 13:30 Lau 9/3 kl. 15:00 Sun 10/3 kl. 16:30
Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Karma fyrir fugla (Kassinn)
Fös 1/3 kl. 19:30
Frumsýning
Sun 3/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 5.sýn
Lau 2/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 10/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyrsta leikrit Kristínar Eiríksdóttur og Karí Óskar Grétudóttur
Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 1/3 kl. 20:00 Fös 1/3 kl. 23:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Segðu mér satt (Kúlan)
Mið 6/3 kl. 19:30 Fim 7/3 kl. 19:30
Leikfélagið Geirfugl sýnir
Homo Erectus - pörupiltar standa upp (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 2/3 kl. 21:00 Lau 16/3 kl. 21:00 Lau 23/3 kl. 21:00
Pörupiltar eru mættir aftur!