Morgunblaðið - 12.03.2013, Side 6

Morgunblaðið - 12.03.2013, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Halastjarnan Panstarrs verður sýni- leg á himninum yfir Íslandi skömmu eftir sólsetur í dag; út marsmánuð og fram í apríl. Hægt er að sjá stjörnuna með berum augum. Spáð er skýjuðu veðri um allt land í dag og á morgun en á fimmtudag er spáð norðaustlægum áttum og þá ætti að létta til suðvestanlands. „Þetta er fyrri halastjarnan af tveimur sem væntanlega munu prýða himininn á þessu ári. Þetta er góð upphitun fyrir þá síðari en hún gæti orðið með björtustu hala- stjörnum sem sést hafa um áratuga- skeið. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér halastjörnu með ber- um augum og því um að gera að horfa til himins,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoð- unarfélags Seltjarnarness. Þrátt fyrir að hægt verði að sjá stjörnuna með berum augum mælir Sævar með að handsjónauki sé not- aður til að finna hana til að byrja með. Þá sé gott að skoða himininn í vestri eftir að sólin er sest. En ákjós- anlegasta staðsetningin til að skoða halastjörnuna sé við ströndina, í það minnsta að vera einhvers staðar þar sem engar byggingar eða gróður byrgir sýn. Í byrjun vikunnar verður stjarnan neðarlega á himninum, frekar ná- lægt sólinni í kvöldbjarmanum. Panstarrs-halastjarnan fannst fyrir tveimur árum. Strax kom í ljós að hún gæti orðið nokkuð björt um þetta leyti ársins 2013. Hún hefur þegar látið ljós sitt skína á suðlægari slóðum. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarn- arness, sem er elsta og stærsta félag áhugafólks um stjörnufræði og stjörnuskoðun á Íslandi, ætlar að vera með opið hús í lok vikunnar en tilkynnt verður um stund og stað fljótlega að sögn Sævars. Þar getur fólk komið og skoðað halastjörnuna í hópi stjörnuáhugamanna og fengið fræðslu. Sævar bindur vonir við að þessi halastjarna verði til þess að efla áhuga fólks á að horfa upp í himininn og rýna í stjörnurnar. Þá ítrekar hann að næsta halastjarna sem kemur geti orðið margfalt fal- legri. Stjörnuskoðunarfélagið er öll- um opið og áhugasamir hvattir til koma við. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Halastjarna McNaught-halastjarnan sást hér á landi árið í janúar árið 2007. Hún var í suðaustri frá Reykjavík. Myndin var tekin yfir Hengilssvæðinu. Halastjarna sýnileg í mars  Panstarrs sú fyrri af tveimur á árinu „Þetta er bara eðli stjórnsýslunnar,“ sagði Stefán Thors, forstjóri Skipu- lagsstofnunar, í gær þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við þeirri ákvörðun umhverfisráðherra að staðfesta aðalskipulag Mýrdals- hrepps sem lýtur að færslu hring- vegar um Dyrhólaós og í gegnum Reynisfjall. Stofnunin vísaði þeim hluta aðalskipulagsins til ráðherra í júlí 2012 á þeim forsendum að Um- hverfisstofnun hefði í tvígang lagst gegn málinu. Ráðherra ákvað að staðfesta skipulagið 5. mars 2013. „Við erum með ákveðna fyrirvara- tillögu í þessu máli og ráðherra met- ur það öðruvísi. Það er ekkert óeðli- legt við það,“ sagði Stefán sem þó hafði einungis heyrt af ákvörðun ráðherra en ekki séð gögn frá ráðu- neytinu. „Ég geri ráð fyrir að ráð- herra meti vald sveitarfélaganna á Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Dyrhólaós Nýr vegur mun liggja ofan við ós og gegnum Reynisfjall. Segir ekkert óeðlilegt við ákvörðun ráðherra þann veg að sveitarfélagið geti markað þessa stefnu,“ sagði Stefán. Kristín Linda Árnadóttir, for- stjóri Umhverfisstofnunar, hafði ekki séð gögn frá ráðuneytinu um málið í gær þegar leitað var við- bragða hjá henni, en hafði kallað eft- ir þeim frá ráðuneytinu. ipg@mbl.is Halastjörnur eru litlir hnettir úr ís og ryki sem sveima kringum sólina. Þær mynduðust á sama tíma og reikistjörnur fyrir um 4,6 milljörðum ára og eru leifar frá myndun sólkerfisins. Þær eiga rætur að rekja alveg yst í sólkerfinu. Í kringum sólkerfið er ský, leifar frá myndun þess. Öðru hvoru dettur ein og ein stjarna inn í átt að sólinni okkar. Þegar hún nálgast sólina byrjar hún að hitna og gufar upp. Þá myndast gufuhjúpur og hali sem lýsa upp himininn. Hnettir úr ís sem hitna HVAÐ ERU HALASTJÖRNUR? FRÉTTASKÝRING Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Heyútflutningur á síðasta ári nam tæpum 1.708 tonnum sem er 364 tonnum meiri útflutningur en árið 2011. Aukningin nemur 27% á milli ára. Árið 2006 nam útflutningur á heyi um 306 tonnum. Útflutningur hefur því tæplega sexfaldast á sjö ár- um. Heildarverðmæti útflutnings árið 2012 nam 58,5 milljónum en 42,8 milljónum árið 2011. Meðalverð á kíló í fyrra var 34,2 kr. Árið á undan var meðalverðið 31,9 kr./kg en 25,9 kr./kg árið 2010. Hækkunin á milli ára nemur 7,2% en frá árinu 2010 hefur verðið hækkað um 32%. Á sama tíma hefur verð á aðföng- um til heyöflunar, þar á meðal á áburði, hráolíu og rúlluplasti, einnig hækkað. 95% flutt til Færeyja í fyrra Í fyrra fóru 95% af útfluttu heyi til Færeyja eða 1.623 tonn. 59 tonn voru flutt til Hollands, 12 tonn til Frakk- lands og 14 tonn til Belgíu. Þá feng- ust þau svör frá Matvælastofnun að 103 tonn hefðu farið til Danmerkur, en engar upplýsingar um það fund- ust hjá Hagstofunni. Líklegasta skýringin er talin vera sú að heyið hafi farið í gegnum Færeyjar til Danmerkur og komi því fram í gögn- um um útflutt hey þangað. Sem fyrr er mestur heyútflutning- ur frá Litlu-Tungu í Holtum, frá Vil- hjálmi Þórarinssyni og fjölskyldu. Hann mun vera með um 50% hlut- deild í útflutningi. Toppgras ehf. er næststærsti útflytjandi með um 30% hlutdeild og Eiríkur Blöndal á Jaðri í Borgarfirði er með um 15% hlut- deild. 5% koma frá heyútflytjendum á Austurlandi sem flytja hey með Norrænu til Færeyja. „Þetta er svona hægt og bítandi að aukast,“ segir Hafsteinn Jónsson hjá Toppgrasi ehf. Hann segir verðið vera viðunandi og að verðhækkunin skýrist að mestu af síauknum fram- leiðslukostnaði. Toppgras seldi hey til Frakklands, auk Færeyja. Hafsteinn segir að áform hafi ver- ið um að flytja hey á Noregsmarkað en tollmúrar séu óhagfelldir þar. Þá hafi þeir ekki komist yfir að heyja meira en búið var að lofa síðasta sumar. Vilhjálmur Þórarinsson segir þá hafa aukið við útflutninginn að ein- hverju marki en hann seldi hey í fyrra til Færeyja, Belgíu og Hol- lands. Vilhjálmur reiknar með að allt hey sem hann eigi til útflutnings fari út fyrir vorið. Aðrir heysalar seldu allt sitt hey á Færeyjamarkað. Hækkanir halda áfram í ár Í janúar á þessu ári voru 149,4 tonn send úr landi til fjögurra landa að verðmæti 6,2 milljónir. Meðal- verðið var 41,4 kr./kg sem er um 14% hærra verð en var að meðaltali í des- ember 2012. Ef skoðaður er munur á meðalverði í janúar 2012 og í sama mánuði árið 2013 má sjá hækkun upp á 39,8% á þessum 13 mánuðum. Verðið er nokkuð rokkandi. Þannig var lægsta meðalverðið 29 kr./kg í ágúst en hæsta meðalverðið 41,3 kr./ kg í nóvember. Útflutningur á heyi jókst um 27% í fyrra  95% flutt til Færeyja  Verðmæti 58,5 milljónir króna Útflutningur á heyi árin 2006-2012 2006 2007 2008 2009 2010 2011 1.800.000 1.400.000 1.200.000 1.000.000 800.000 600.000 400.000 200.000 0 Alls kg Færeyjar Grænland Rússland Danmörk Svíþjóð Holland Frakkland Belgía 305.865 628.718 744.676 1.009.112 1.044.626 1.344.409 150 kg 4.644 kg 47.448 kg 9.000 kg Alls: 633.512 Alls: 1.101.074 1.623.400 13.500 kg 12.100 kg 58.500 kg Alls: 1.707.500 2012 Heimild: Hagstofa Íslands Heyútflutningur í janúar 2013 Land Magn Verðmæti Belgía 13,5 t. 601.790 kr. Frakkland 18,4 t. 595.772 kr. Færeyjar 104 t. 4.404.673 kr. Holland 13,5 t. 590.030 kr. Alls 149,4 t. 6.192.265 kr. Meðalverð 41,4 kr/kg Morgunblaðið/Eggert Hey Heyútflutningur hefur verið í sókn undanfarið og eftirspurn vex. Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Hægt verður að kjósa til kl. 12.00 á hádegi 15. mars nk. Láttu þig málið varða og hafðu áhrif. Nánari upplýsingar finnur þú áwww.vr.is Kosningar standa yfir!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.