Morgunblaðið - 12.03.2013, Side 9

Morgunblaðið - 12.03.2013, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Ef fer sem horfir verða allt að nítján stjórnmálasamtök í framboði í kom- andi alþingiskosningum en a.m.k. fjórtán hyggjast bjóða fram í öllum kjördæmunum sex. Einn flokkur, Landsbyggðarflokkurinn, hefur ákveðið að bjóða fram í færri kjör- dæmum, eða þremur, þ.e. Norðvest- urkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Af átján stjórnmálasamtökum með listabókstaf munu a.m.k. þrjú ekki bjóða fram í kosningunum í vor. Það eru Frjálslyndi flokkurinn og Borg- arahreyfingin, sem fara fram undir merkjum Dögunar, og Samstaða. Að sögn forsvarsmanna Bjartsýnis- flokksins, sem hefur listabókstafinn E, verður ákvörðun um framboð tekin í vikunni en óvíst er um framboð Framfaraflokksins, sem hefur lista- bókstafinn K, og Lýðræðishreyfing- arinnar, sem hefur listabókstafinn P. Allt að nítján flokkar í framboði Fjöldi fram- bjóðenda Fjöldi Kjördæmi Þingsæti á lista meðmælenda Norðvesturkjördæmi 8 16 240-320 Norðausturkjördæmi 10 20 300-400 Suðurkjördæmi 10 20 300-400 Suðvesturkjördæmi 13 26 390-520 Reykjavíkurkjördæmi suður 11 22 330-440 Reykjavíkurkjördæmi norður 11 22 330-440 63 126 lágmark 1.890 Samanlagður fjöldi miðað við 19 flokka í framboði á landsvísu: 2.394 35.910 Stefnir í líflega kosningabaráttu  Eitt býður ekki fram á landsvísu Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is VATTERAÐIR JAKKAR KR. 12.900.- Litir: brúnt, dökkblátt Str. S - XXL Klútur á kr. 1.990.- MIKIÐ ÚRVAL af garni, blöðum, prjónum, tölum, og öðrum prjónavörum Þönglabakka 4, sími: 571-2288, www.gauja.is Lopi frá Ístex - mögulega besta verð á landinu! Laugavegi 63 • S: 551 4422 GARDEUR GALLABUXUR margir litir, mörg snið laxdal.is Vertu vinur á Svartar klassískar Tilboðsverð 17.900 Buxur kr. 1.000.- Buxur kr. 2.500.- Kjólar kr. 4.000.- 1.000 kr. hengi 3.000 kr. hengi Eddufelli 2 - sími 557-1730 Opið virka daga 10-18 LAGER HREINSUN SÍÐUSTU DAGAR RÍTA LOKAR Í EDDUFELLI Laugavegi 178 - S. 555 1516 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-16. Flottar þessar! Leggings frá one two 7.900 kr. Str. S-XXL- háar í mittið Um hádegi í gær voru yfir 400 ís- lensk skip á sjó, sem er með því mesta undanfarna daga. Víðast hvar var gott veður, nokkuð sem sjómenn hafa ekki átt að venjast að undanförnu. Nú þegar veður fer batnandi og vorar í lofti eykst sjósókn þar sem bátasjómenn fara að hugsa sér til hreyfings og halda til veiða. Landhelgisgæslan minnir á heimasíðu sinni sjómenn á að kanna gildistíma haffær- isskírteina og vera með lögskrán- ingar í lagi um borð áður en hald- ið er á sjó. „Að undanförnu hefur talsvert borið á því að starfsmenn á að- gerðasviði Landhelgisgæslunnar hafi þurft að gera athugasemdir við ferðir báta á sjó þar sem þessi mál hafa ekki verið í lagi. Ef bátar eða skip eru ekki með lögskrán- ingar- og réttindamál í lagi eða gild haffærisskírteini er Landhelg- isgæslunni uppálagt samkvæmt lögum og reglugerðum að vísa þeim til hafnar. Eins er Landhelg- isgæslunni uppálagt samkvæmt sömu ákvæðum að kæra og til- kynna slík mál til lögreglustjóra í viðkomandi umdæmi sem getur leitt til sekta í kjölfarið,“ segir á heimasíðunni. Yfir 400 skip á sjó í gær  Landhelgisgæslan hefur þurft að gera athugasemdir vegna lögskráningar, réttindamála og haffærisskírteina Morgunblaðið/Ernir Við Reykjavíkurhöfn Með hækk- andi sól eykst sjósókn minni báta. mbl.is alltaf - allstaðar Framkvæmdir eru hafnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem miða að því að auka afköst í stöðinni og stytta bið- tíma við afgreiðslu flugfarþega með- al annars með fjölgun sjálfsinnritun- arstöðva, fjölgun brottfararhliða, fjölgun landamærabása og með nýj- um biðsvæðum. Nokkur fjárfesting verður einnig vegna sjálfs flugvall- arins og er gert ráð fyrir að fram- kvæmdir á þessu ári og því næsta kosti um þrjá milljarða króna, segir á vef innanríkisráðuneytisins. Alls verður fjárfest fyrir um 1,4 milljarða króna í flugstöðinni og um nálega 1,3 milljarða vegna verkefna við flugvöllinn og þjónustu við flug- vélar og dreifist þessi fjárfesting á tvö ár. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia sem rekur alla flugvelli lands- ins, segir í samtali á vefnum að síð- asta ár hafi verið metár í umferð og rekstri Keflavíkurflugvallar. Liðlega 2,3 milljónir farþega fóru um völlinn á síðasta ári sem er 12,7% aukning frá 2011. ,,Umsvif á Keflavíkurflug- velli hafa farið vaxandi síðustu árin og við gerum ráð fyrir um 10% fjölg- un í sumaráætlun flugfélaganna í ár,“ segir Björn Óli en 17 félög munu annast áætlunar- og leiguflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Morgunblaðið/ÞÖK Leifsstöð Endurbætur eru hafnar á Keflavíkurflugvelli. Endurbætur fyrir þrjá milljarða  Biðtími verður styttri í Leifsstöð Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo ökumenn um helgina vegna gruns um fíkniefnaakstur. Sést hafði til annars þeirra aka á ofsahraða á Reykjanesbrautinni, samkvæmt tilkynningu frá vegfar- anda. Lögregla færði manninn, sem er um tvítugt, á lögreglustöð. Sýna- tökur þar sýndu að hann hafði neytt kannabisefna. Akstur hins mannsins, sem er á svipuðum aldri, var stöðvaður í Keflavík. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að hann hefði neytt kók- aíns og kannabisefna. Hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Tveir teknir undir áhrifum fíkniefna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.