Morgunblaðið - 12.03.2013, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013
býli, einn samningur um sérbýli og
einn um annars konar eignir en íbúð-
arhúsnæði. Heildarveltan var 89
milljónir króna og meðalupphæð á
samning 12,7 milljónir króna.
12 kaupsamningum
var þinglýst á Akureyri
Á Akureyri var 12 kaupsamning-
um þinglýst. Þar af voru fjórir samn-
ingar um eignir í fjölbýli, sjö samn-
ingar um sérbýli og einn um annars
konar eignir en íbúðarhúsnæði.
Heildarveltan var 413 milljónir króna
og meðalupphæð á samning 34,4
milljónir króna.
Samkvæmt upplýsingum frá Þjóð-
skrá Íslands var fimm kaupsamning-
um þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar
af var einn samningur um eignir í
fjölbýli, þrír samningar um sérbýli og
einn um annars konar eignir en íbúð-
arhúsnæði. Heildarveltan var 97
milljónir króna og meðalupphæð á
samning 19,4 milljónir króna.
agnes@mbl.is
Upplýsingar um
fasteignamarkað
Fasteignamælaborð Íslandsbanka og Datamarket
Íbúðaverð eftir landshlutum frá árinu 1990
Eining:m2 / þús. kr. Tegund gagna:Meðal kaupverð pr. ferm. (kr./m2)
350
300
250
200
150
100
50
0
Ve
rð
m
2
íþ
ús
un
d
kr
.
1990 1995 2000 2005 2010
Austurland
Höfuðborgarsvæðið
Norðurland
Reykjanes
Suðurland
Vestfirðir
Vesturland
Íslandsbanki hefur í samvinnu við
Datamarket þróað sérstakt fast-
eignamælaborð þar sem hægt er að
skoða þróun íbúðamarkaðarins og
lykiltalna honum tengdra. Til að
mynda er hægt að fletta upp verð-
þróun íbúða/einbýla í einstökum
hverfum höfuðborgarsvæðisins og
eftir landshlutum. Hægt er að skoða
þróunina allt frá árinu 1990.
Markmiðið er að upplýsa kaupend-
ur og seljendur fasteigna og aðra að-
ila um fasteignamarkaðinn og helstu
lykiltölur honum tengdar og auka
þannig gagnsæi og upplýsingagjöf á
markaðnum, samkvæmt því sem
fram kemur í fréttatilkynningu frá
Íslandsbanka.
Fermetrinn á 250 þúsund
krónur á höfuðborgarsvæðinu
Þar kemur fram að meðalkaupverð
á fermetra á árinu 2012 var hæst á
höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega
250 þúsund krónur og hefur aldrei
verið hærra að nafnverði. „Kaupverð
fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hef-
ur náð sömu hæðum og árið 2007 í
krónum talið en það hefur jafnframt
tvöfaldast frá árinu 2002. Sé tekið
mið af verðlagsþróun er raunverð
íbúðarhúsnæðis enn nokkru lægra en
þegar það fór hæst í árslok 2007.
Þinglýstum kaupsamningum á höf-
uðborgarsvæðinu hefur fjölgað jafnt
og þétt. Í febrúar sl. var 431 samningi
þinglýst, sem er um fjórföld aukning
frá janúar 2009 þegar 116 samning-
um var þinglýst.
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á
höfuðborgarsvæðinu hefur aukist
jafnt og þétt. Í febrúar sl. var 431
samningi þinglýst sem er um fjórföld
aukning frá janúar 2009 þegar 116
samningum var þinglýst,“ segir í
fréttatilkynningu.
Hægt er nálgast fasteignamæla-
borðið á vefsíðu Íslandsbanka.
Alls var 112 kaupsamningum þing-
lýst á höfuðborgarsvæðinu 1. mars til
og með 7. mars. Þar af voru 83 samn-
ingar um eignir í fjölbýli, 24 samn-
ingar um sérbýli og fimm samningar
um annars konar eignir en íbúðar-
húsnæði. Heildarveltan var 4.161
milljón króna og meðalupphæð á
samning 37,1 milljón króna.
Á sama tíma var sjö kaupsamning-
um þinglýst á Suðurnesjum. Þar af
voru fimm samningar um eignir í fjöl-
Þróun íbúðamarkaðar
» Kaupverð fasteigna á höf-
uðborgarsvæðinu hefur náð
sömu hæðum og árið 2007 í
krónum talið.
» Kaupverð fasteigna á höf-
uðborgarsvæðinu hefur tvö-
faldast frá því á árinu 2002.
» Hægt er að skoða verðþróun
fasteigna allt frá árinu 1990 á
fasteignamælaborðinu.
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.,/
+00.++
+,,.-1
,,.2+,
,,.2-,
+3.124
+4,.0
+.4+4/
+03.51
+-5.+1
+,-.//
+00./1
+,4.24
,,.21-
,,.+,1
+3.1-+
+44.+1
+.4+14
+32.24
+-5.-4
,,5.4,15
+,-.0/
+03.24
+,4.43
,,.+5
,,.+3,
+3.0+3
+44./5
+.4,++
+32./3
+-/.23
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Nýherji hefur ráðið til sín þá Sverri
Einarsson og Einar Jóhannesson á
fyrirtækjasvið, en þeir hafa báðir
langa reynslu úr upplýsinga-
tæknigeiranum hérlendis. Fyrir ut-
an almenna áherslu á netbúnað og
afritunarlausnir segir í tilkynningu
frá Nýherja að ætlunin sé að leggja
sérstaka áherslu á spjaldtölvu-
lausnir.
Sverrir er iðnrekstrar- og við-
skiptafræðingur að mennt og hefur
m.a. starfað hjá Opnum kerfum og
B. Ormsson, við sölu-, vöru- og inn-
kaupastjórn. Einar er verkfræð-
ingur og hefur meðal annars starf-
að fyrir Símann, Opin kerfi og IBM
á Íslandi, að markaðsmálum, kerf-
isstýringu, vöru- og viðskipta-
stjórn.
Til liðs við Nýherja
Nýherji Sverrir Einarsson og Einar
Jóhannesson, nýir liðsmenn.
● Stjórn Byggðastofnunar hefur
ákveðið að lækka vexti á verð-
tryggðum lánum hjá stofnuninni úr
6,9% í 6,4% eða um 0,5%. Lækk-
unin tekur gildi hinn 1. apríl næst-
komandi og á við um ný og eldri
verðtryggð lán hjá stofnuninni. Þetta
kemur fram á heimasíðu stofnunar-
innar.
Hlutverk Byggðastofnunar er að
vinna að eflingu byggðar og atvinnu-
lífs á landsbyggðinni, m.a. með und-
irbúningi, skipulagningu og fjár-
mögnun verkefna og veitingu lána
með það að markmiði að treysta
byggð, efla atvinnu og stuðla að ný-
sköpun í atvinnulífi.
Byggðastofnun lækkar
verðtryggða vexti sína