Morgunblaðið - 12.03.2013, Page 22

Morgunblaðið - 12.03.2013, Page 22
FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Frumvarp Katrínar Jak-obsdóttur, mennta- ogmenningamálaráðherra,um breytingar á fjölmiðla- lögum (eignarhald, ábyrgðarmenn o.fl., EES-reglur) var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd Al- þingis í gær. Frumvarpið felur í sér nokkrar breytingar á núgildandi fjölmiðlalög- um og má þar helst nefna að a-lið 2. mgr. 28. gr. laganna verður breytt þannig að sjónvarpsstöðvum verður óheimilt að miðla efni sem ekki er við hæfi barna fyrr en eftir klukkan tíu á föstudags- og laugardagskvöldum og eftir klukkan níu önnur kvöld vik- unnar og til klukkan fimm morguninn eftir. Samkvæmt núverandi vatnaskila- ákvæði laganna er sjónvarpsstöðvum hinsvegar óheimilt að sjónvarpa efni sem ekki er við hæfi barna eftir klukk- an níu á kvöldin á virkum dögum og eftir klukkan tíu á kvöldin um helgar. Gagnrýna vatnaskilaákvæði Í umsögnum hagsmunaaðila um frumvarpið er þetta ákvæði gagnrýnt og kallað eftir meiri samræmingu í tímatakmörkunum þess. Þannig kalla 365 miðlar t.d. eftir því að heimilt verði að sjónvarpa efni sem bannað er börnum undir 12 ára aldri eftir klukk- an 19.30 alla daga vikunnar og efni sem bannað er börnum undir 16 ára aldri eftir klukkan 21.00 alla daga vik- unnar. Í umsögn sinni gerir RÚV ekki athugasemd við vatnaskilaákvæðið en leggur þó til að sama tímasetningin, þ.e. 21.00, eigi að gilda öll kvöld vik- unnar líkt og í löggjöf langflestra ná- grannaþjóða Íslands. Skjárinn leggur einnig til þá breytingu að sama tíma- setningin, þ.e. 21.00, gildi öll kvöld vik- unnar. Þá bendir Skjárinn á í umsögn sinni að efni sem bannað er börnum undir 12 ára aldri sé umtalsvert skað- lausara börnum en margar þær frétt- ir, og það fréttatengda efni, sem sjá má í sjónvarpi milli klukkan 18.30 og 20.00. Bæði 365 og RÚV benda síðan í umsögnum sínum á þá staðreynd að á meðan strangar tímatakmarkanir eru í gildi varðandi sýningar á aldurs- merktu efni í sjónvarpi geti börn nálg- ast miklu skaðlegra myndefni á netinu án tímamarka. Skjárinn gerir í umsögn sinni um frumvarpið einnig alvarlega at- hugasemd við 17. grein þess en ákvæði hennar myndu veita Sam- keppniseftirlitinu heimild til þess að hlutast til um skipulag fjölmiðlafyr- irtækis ef viðkomandi fyrirtæki gæti ekki fjölbreytileika nægilega vel. Í umsögn Skjásins segir að umrætt ákvæði sé óskýrt og orki tvímælis út frá m.a. ákvæðum stjórnarskrár- innar um tjáningarfrelsi, atvinnu- frelsi og friðhelgi eignarréttarins. Þá bendir Skjárinn einnig á að ekki verði betur séð en að Alþingi sé með þessu að framselja með óheftum hætti vald til framkvæmdavaldsins. „Það er augljóst að slíkt sam- ræmist ekki 3. mgr. 73. gr. stjórn- arskrárinnar sem mælir fyrir um að tjáningarfrelsi megi aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherj- arreglu eða öryggis ríkisins,“ segir í umsögn Skjásins. Að sögn Katrínar Jakobsdóttur leggur hún áherslu að málið verði klárað fyrir þinglok. „Þetta er mál sem ég flutti fyrst í fyrra. Það er búið að breyta því til batnaðar samkvæmt ábendingum sem þá komu fram í vinnu þingsins og grunnlög tillögunnar byggjast á þverpólitískri nefnd allra flokka sem skilaði af sér í samstöðu. Þannig að ég sé ekki hvernig annað er hægt en að klára það,“ segir Katr- ín. Umdeildar breyting- ar á fjölmiðlalögum Morgunblaðið/Sverrir Sjónvarp RÚV, Skjárinn og 365 miðlar gagnrýna allir vatnaskilaákvæði frumvarpsins og kalla eftir aukinni samræmingu í tímatakmörkunum. 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Óhjákvæmilegtvar að takadagstund í vantrauststillögu þá sem Þór Saari flutti loks eftir nokkurt hótunarskeið. Stjórnarand- staðan hlaut að samþykkja slíka tillögu, þótt litlu skipti hvort hún yrði samþykkt eða felld. Sjaldgæft er að stjórnarand- staða flytji tillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Sagan sýnir að slíkar tillögur hafa lítið með það að gera hvort ríkisstjórn situr eða fer. Ef forsendur ríkis- stjórnar eru algjörlega brostn- ar bíður hún ekki vantrausts. Ríkisstjórn getur hafa misst starfhæfan meirihluta sinn, þótt ekki sé nægjanlegt fylgi við vantrauststillögu. Ríkis- stjórnarminnihluti og nokkur hluti þingmanna geta átt það sameiginlegt að vilja forðast nýjar kosningar. Þessi tiltekni minnihluti getur reynt að hagn- ast á óvinsældum ríkisstjórnar án þess að ganga svo langt að fella hana. Hann getur tryggt að fjárlagafrumvarp hennar slefist í gegn fyrir hver áramót, en fátt annað af „verkefnalista ríkisstjórnarinnar“. Ríkis- stjórnin hangir þá áfram, en smám saman missir hún tiltrú og álit og þegar lengra líður frá vaxa óvinsældir þegar getuleysi hennar blasir við. Hún hangir m.a. vegna þess að sjálf- sefjunarþáttur stjórnmála- manna stuðlar að því. Ríkisstjórn hvers tíma telur sig jafnan hafa gert nokkurt gagn og sannfærir sig um að „sú staðreynd“ muni renna upp fyrir almenningi fyrir kosn- ingar. Sjaldan verður mönnum að þeirri trú. Núverandi ríkis- stjórn tapaði siðferðisgrund- velli sínum eftir Icesave. Hún hóf feril sinn með hrópum um að nú skyldu allir axla ábyrgð á gerðum sínum. En ekki hún sjálf. Hún fékk mesta rassskell (raunar tvo) sem nokkur ríkis- stjórn í samtímasögu hefur fengið af hendi eigin þjóðar. Og hún skildi ekki skilaboðin. Eftir það var hún ekki nýtileg til neins. Stuðningur við hana kvarnaðist smám saman burt, af þessum ástæðum og vegna einstæðra stjórnmálalegra svika annars stjórnarflokksins. Kjörtímabilið var varla hálfn- að þegar hún var komin í minni- hluta á þingi, ef horft var til þess hóps sem hún lagði upp með. En henni lagðist eitt og annað til. Óvænt hjálp kom úr hópi meintra stjórnarandstæð- inga. Guðmundur Steingrímsson leit jafnan á sig sem fulltrúa Samfylkingarinnar í þingflokki Framsóknar. Gekk það svo langt að mikilvægar ákvarðanir þingflokksins sem vörðuðu stjórnar- andstöðu voru ekki endilega ræddar á form- legum þingflokks- fundum. Það auðveldaði einnig veikl- aðri „meirihlutastjórn“ leikinn um hríð að þingmaður eins og Siv Friðleifsdóttir hallaði sér einatt að ríkisstjórninni þegar hún stóð tæpt og gerði sínum flokki erfitt fyrir. Ekki hefur fundist örugg skýring á þeirri framgöngu. Seinni hluta kjörtímabilsins fóru þingmenn Hreyfing- arinnar í pukur með ríkis- stjórninni um að þeir yrðu öruggt varadekk fyrir hana út kjörtímabilið. Það sem Hreyf- ingin fékk í staðinn var æði sér- stakt. Það var loforð um að ríkisstjórnin myndi fylgja eftir sínum eigin áformum um að kollvarpa íslensku stjórnar- skránni. Þetta var léttvæg krafa. Ríkisstjórn breytir ekki stjórnarskrá fyrr en í bláenda kjörtímabils til þess að falla ekki ofan í gjótu kosninga fyrr en þarf. Hreyfingin yrði að inna af hendi sinn hluta pukursins með jöfnum afborgunum allt kjörtímabilið, en þegar í ljós kæmi að ríkisstjórnin ætlaði aldrei að standa við sitt yrði stundaglas beggja hvort sem er tæmt. Ríkisstjórnin kom því í veg fyrir efnislega umræðu um nýja stjórnarskrá misserum saman. Þess vegna máttu allir sjá og vita að stjórnarskránni yrði aldrei kollvarpað á þessu þingi. Magnús Schram, þingflokks- formaður Samfylkingar, sagði í útvarpi um helgina að „stjórn- arskrárplaggið“ hefði ekki ver- ið tilbúið í heild fyrr en fyrir 10 dögum. Þessi þingmaður hefur því vitað að í senn væri óboðlegt og vonlaust að ætla að afgreiða slíkt plagg nú í vor. Hann vissi einnig að í röðum stjórnarþing- manna gætir vaxandi andstöðu við tillögurnar. Það er ekki nóg með að málið sé dautt eins og nú er komið. Það er margt sem bendir til þess að aldrei hafi verið í því líf. Ríkisstjórnin hefur haldið þannig á málum síðustu miss- erin að ekki er eingöngu hægt að afsaka það með alkunnum vandræðagangi í verkstjórn. Til viðbótar kemur vaxandi vantrú á verkefninu í röðum stjórnar- liða. Vegna fáeinna æsingar- manna, sem tala jafnan í nafni þjóðarinnar, líka þegar þeir saka réttkjörna fulltrúa um landráð, valdi ríkisstjórnin að láta málið veslast upp og deyja í þinglok. Það má svo reyna að kenna stjórnarandstöðunni um hvernig fór. Þrátt fyrir tímahrak fór dagurinn í um- ræður um ekkert} Fráleitt mál fær hægt andlát M illistéttin er markhópur stjórn- málaflokkanna sem nú eru að hefja kosningabaráttu sína. Í ályktunum flokkanna er staða skuldsettra heimila í brenni- depli og úrbætur í þeirra þágu áherslumál. Eðlilega, þetta eru mál sem brenna á þús- undum Íslendinga og fjarri fer að hjá þeim sem verst standa sé nokkur landsýn. Verðbólgan mallar og snjóbolti verðtryggingarinnar rúllar áfram, svo kúlan er ekki lengi að breytast í stóran klump. Þetta er í sjálfu sér ósköp kunn- uglegt ferli og reglulega koma fram á sviðið spámenn sem þykjast hafa ráð undir rifi hverju. Kraftaverk þeirra hafa þó látið á sér standa. Í þessum pistli verður ekki tekin nein afstaða til þess hvort verðtrygging eigi rétt á sér eða ekki. Ég sé bæði kosti og galla, en tel mig ekki hafa þekk- ingu til né vera í færum til að gagnrýna eða verja fyrir- komulagið. Umfjöllunin á vettvangi stjórnmálanna vekur hins vegar athygli mína. Í ályktunum þeim sem framsókn- armenn samþykktu á flokksþingi sínu fyrir skemmstu er afnám verðtryggingar á neytendalánum áherslumál. Þar segir að brýnt sé að lausn fáist sem fyrst í dómsmálum varðandi skuldir heimilanna. Í stjórnmálaályktun sjálf- stæðismanna er staða heimilanna einnig í brennidepli, flokkur þeirra vill „stuðla að efnahagskerfi þar sem verð- trygging verður óþörf“. Meginþráðurinn er þó sá að beita skuli skattkerfinu svo ungu fólk verði gert auðveldara að koma sér þaki yfir höfuðið. Vinstri grænir vilja „skoða verðtrygginguna og hugmyndir um 2% vaxtaþak,“ eins og segir í ályktun landsfundar þeirra. Þar er jafnframt hvatt til þess að leigumarkaður verði efldur, m.a. með stofnun samvinnufélaga enda hafi ríkt „ofuráhersla“ á að fólk eigi húsin sín. Sam- fylkingin vill gera fleirum kleift að leigja, fá húsnæðisbætur skv. greiðslugetu og athuga stöðu fólks sem 110% skuldaleiðréttingin nái ekki til. Þá vill Björt framtíð gera að „ófrávíkj- anlegu markmiði“ að á Íslandi verði húsnæð- islánamarkaður með lágum raunvöxtum til langs tíma. Í grein í Morgunblaðinu nýverið var því lýst að Bill Clinton hefði eftir forsetatíð sína á margan hátt þurft að játa sig sigraðan. Ýmis mál hefðu ekki náð í gegn, sakir fyrirstöðu fjár- málaafla. Máttur peninga og manna á Wall Street hafi ver- ið meiri en Bandaríkjaforseta, þó embætti hans sé stund- um sagt hið valdamesta í heimi. Hugsjónirnar náðu ekki að sigra hagsmunina. Í því ljósi er því eðlilegt að spyrja hvort stjórnmálaflokkarnir íslensku hafi einfaldlega þann styrk að geta lagt til atlögu við banka, verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóðina sem varið hafa verðtrygginguna af öllum mætti. Þessar stofnanir eru máttugar en hinar pólitísku hreyfingar á margan hátt veikar. Framundan er því mikil barátta og ég er ekkert viss um krafta og aflsmuni stjórn- málamanna í glímunni, þó einhverjir þeirra kunni ef til vill bæði klofbragð og hælkrók. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Klofbragð og hælkrókur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Lindin, kristileg fjölmiðlun og útvarp, gagnrýnir harðlega b-lið 5. gr. frumvarpsins en þar er kveðið á um að einstaklingur sem fer með yfirstjórn fjöl- miðlaveitu skuli vera ríkisborg- ari EES-ríkis, lögráða og fjár síns ráðandi. Í umsögninni er bent á að með ákvæðinu sé al- varleg mismunun á grundvelli ríkisborgararéttar, sem eigi sér engan málefnalegan grundvöll, innleidd í íslensk lög. „Svo virðist því sem, að til- efnislausu, Alþingi ætli að tak- marka möguleika erlendra ríkisborgara, sem bú- settir og heimilisfastir eru á Íslandi, til þátt- töku í starfi fjölmiðla sem fyrirsvarsmenn og verður slíkt að teljast í besta falli furðulegt,“ segir í um- sögn Lind- arinnar. Gagnrýna mismunun RÍKISBORGARAR Á EES Katrín Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.