Morgunblaðið - 12.03.2013, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013
Inn og út um gluggann Engu var líkara en annað höfuð kæmi út um gluggann þegar málarinn stakk sínu inn fyrir dyragættina þar sem hann var að störfum í gær.
Golli
Skoðanafrelsi: Einn
er sá hópur þegna í
þjóðfélagi okkar sem
með óréttmætum hætti
er stundum settur hjá.
Ekki er tekið sann-
gjarnt tillit til skoðana
eldri borgara og þeim
er ekki gefið tækifæri
til að hafa áhrif á sam-
félagið með sama hætti
og öðrum þjóðfélags-
hópum. Sum fyrirtæki, sem standa
fyrir skoðanakönnunum meðal al-
mennings, leggja ekki spurningar
fyrir fólk eldra en 67 ára. Það er eins
og viðhorf þess skipti engu máli.
Með sterkum rökum má segja að
tjáningarfrelsi aldraðra sé heft með
þessu framferði, en klárlega er þetta
virðingarleysi gagnvart galvösku
fólki á góðum aldri.
Atvinnufrelsi: Annað tilvik af
svipuðum toga er það þegar stór
hópur aldraðra er sviptur atvinnu-
frelsi. Þeim sem unnið hafa hjá hinu
opinbera og raunar mörgum einka-
fyrirtækjum er gert að hverfa úr
störfum ekki seinna en sjötugir, al-
veg án tillits til heilsufars, vinnu-
getu, starfshæfni eða vilja viðkom-
andi. Sem betur fer býr þjóðin enn
við góða heilsugæslu og margir
halda góðri vinnufærni langt fram
yfir sjötugt. Margt af þessu fólki er
ekki ginnkeypt fyrir því að láta af
störfum og setjast í sófann og ein-
angrast frá þjóðlífinu. Mikill vinnu-
kraftur fer þannig forgörðum að
óþörfu.
Efnahagsstaða: Sem betur fer er
staða margra aldraðra sæmileg eða
góð. Margir hafa eignast íbúðir sínar
að fullu en aðrir þurfa að berjast við
að halda úti stökkbreyttum húsnæð-
islánum eins og þeir sem yngri eru.
Sennilega hafa aldraðir tapað meiri
fjármunum í hruninu en aðrir þjóð-
félagshópar. Óreiðumennirnir sem
settu þjóðina hérumbil á hausinn
komu aðeins í undantekning-
artilfellum úr hópi eldra fólks. Það
eru ekki margir í hópi 67 ára og eldri
sem hafa fengið gefnar upp skulda-
súpur og sennilega fáir úr þessum
hópi sem eru eigendur
að fúlgum í skatta-
skjólum erlendis.
Fjárhagslegt frelsi:
Eignir aldraðra fyrir
hrun voru fyrst og
fremst húsnæði og
réttindi í lífeyr-
issjóðum. Sumir áttu
einnig innstæður í
bönkum og einhver
hlutabréf. Húsaverð
hefur fallið, innstæður
rýrnað vegna verð-
bólgu og halda hvergi
nærri verðgildi sínu, hlutabréf eru í
flestum tilfellum orðin verðlaus og
lífeyrisgreiðslur stórlega skertar,
bæði frá sjóðum og frá trygging-
unum. Nú er það í sjálfu sér ástæðu-
laust að aldraðir skilji eftir sig veru-
legan arf. Hitt ætti að vera
sanngjarnt að sem allra flestir þurfi
ekki að líða skort og geti búið við
sæmilegt efnahagslegt öryggi á efri
árum. Því miður er alls ekki svo hjá
öllum. Einnig ber á það að líta að
eldra fólk sem hefur orðið fyrir efna-
hagslegum áföllum, hefur hvorki
möguleika né tækifæri til að byggja
á ný upp sjóði sér til öryggis á ævi-
kvöldinu. Um 20% þjóðarinnar eru
svokallaðir eldri borgarar. Það er
sárt að tilheyra hálfgerðum ut-
anveltuhópi í þjóðfélaginu og því
verðum við að breyta. Ef við sýnum
samstöðu og dug getum við haft
veruleg áhrif á okkar sameiginlegu
hagsmuni. Málefni aldraðra þurfa
aukna athygli og þeir að njóta eðli-
legs réttlætis.
Eftir Sigrúnu
Magnúsdóttur
» Gamalt fólk sem hef-
ur orðið fyrir efna-
hagslegum áföllum hef-
ur hvorki tíma né
tækifæri til að byggja á
ný upp sjóði sér til ör-
yggis á ævikvöldinu.
Sigrún Magnúsdóttir
Höfundur er fyrrverandi borgar-
fulltrúi og skipar annað sæti á lista
Framsóknarflokksins í Reykjavík
norður.
Hvers eiga gamlir
að gjalda?
Helgi Magnússon
framkvæmdastjóri
skrifar snúðuga
grein í Fréttablaðið
8. mars sl., í kjölfar
landsfundar Sjálf-
stæðisflokksins.
Hann sakar þar yf-
irgnæfandi meiri-
hluta flokkssystkina
sinna um að hafa
gengið í lið með ein-
angrunarsinnum og
fylgt þeim sem „tilheyra veröld
sem var“. Helgi tekur með þess-
um orðum að sér það erfiða hlut-
verk að hafa vit fyrir þorra
landsfundarfulltrúa. Það hefur
alltaf reynst jafnerfitt á lands-
fundi og milli funda.
Þó er sýnu erfiðara fyrir Helga
að fara í föt Bjarna Benedikts-
sonar, fyrrverandi forsætisráð-
herra og formanns Sjálfstæð-
isflokksins. Helgi reynir að
leggja nafn Bjarna við aðild að
ESB með eftirfarandi orðum:
„Rökin, sem þarna (þ.e. í ræðu
Bjarna Benediktssonar á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins 1969)
voru færð fram árið 1969 vegna
EFTA-aðildar eru enn í fullu
gildi vegna afstöðu til ESB.“
Ég hef freistað þess, með út-
gáfu bókar og fjölmörgum grein-
um um Evrópusambandið, að
færa út svið umræðunnar um
ESB og tengja hana sögunni.
Þær upplýsingar, sem ég hef bor-
ið á borð fyrir lesendur, eru að
mestu fengnar úr gögnum Evr-
ópusambandsins sjálfs. En einnig
hef ég vitnað í bækur og ræður
sannfærðra ESB-sinna, sem móta
umræðuna innan sambandsins.
Segja má að rúmlega ársgömul
lýsing mín á líklegri framtíð-
arþróun ESB falli í öllum aðal-
atriðum að nýlegri lýsingu belg-
íska hagfræðingsins Pauls De
Grauwes, sem á sér merkan
fræðimannsferil innan London
School of Economics, Katholieke
Universiteit Leuven, IMF og
Seðlabanka Evrópu, auk þess
sem hann sat á þingi í Belgíu svo
eitthvað sé nefnt.
Þótt ég hafi víða leitað fanga
hef ég ekki fyrr
kynnst því sjónarmiði
Helga Magnússonar
að sömu rök gildi um
aðild að EFTA og
ESB. EFTA er frí-
verslunarsvæði. Evr-
ópusambandið er
tollabandalag og
ríkjasamband með
miðstýrðar stofnanir,
þangað sem fullveldi
aðildarþjóða hefur
verið flutt í miklum
mæli og stendur til
að flytja meira. Hug-
mynd framkvæmdastjórans er
því ærið djörf, svo ekki sé meira
sagt.
Tónninn sem Helgi Magnússon
slær er ekki nýr. Ég gegndi for-
ystu í utanríkismálanefnd Alþing-
is á árunum áður en allar gáttir
erlendra lánardrottna opnuðust
Íslendingum eftir 2002. Þá þurfti
ég oft að bregðast við síend-
urteknum fullyrðingum þáverandi
utanríkisráðherra, Halldórs Ás-
grímssonar, að EES-samning-
urinn, sem hann átti í raun að
standa vörð um, væri ónýtur.
Þegar ég varði samninginn og ís-
lenska gjaldmiðilinn var algengt
að frammámenn í atvinnulífi,
einkum þeir sem voru þá þegar
að fá á sig heiðursnafnbótina út-
rásarvíkingar, veittust að mér
fyrir að verja íslenska gjaldmið-
ilinn og EES-samninginn. Þessir
heiðursmenn áttu sér ekki heitari
ósk en að komast inn í Evrópu-
sambandið til að geta slegið
stærri lán, grætt meira með
skuldsettum yfirtökum og limað
sundur fleiri fyrirtæki.
Þetta voru kapítalistar framtíð-
arinnar, án þess að menn gerðu
sér fyllilega grein fyrir því hvers
eðlis sá kapítalismi átti eftir að
verða. Þeir voru þá þegar, á ár-
unum um aldamótin, orðnir
þreyttir á Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra og Sjálfstæðis-
flokknum og voru farnir að leita
að samvinnuþýðari flokki og for-
manni. Þeir fundu hvort tveggja.
Var sú trúlofun lofsungin í svo-
kallaðri Borgarnesræðu.
Ást þessara manna á Evrópu-
sambandinu átti aðeins eftir að
aukast og dýpka. Eftir lánsfjár-
kreppuna sem breyttist í efna-
hagskreppu var ákveðið innan
ESB og Seðlabanka Evrópu að
seilast freklega ofan í vasa evr-
ópskra skattborgara til að verja
fjármálastofnanir og banka. Um
þessa stefnu bera vitni breyt-
ingar á tilskipunum um trygging-
arsjóði innistæðueigenda svo og
hver björgunaráætlunin á fætur
annarri. Grundvallarreglan var
að einkavæða gróðann en þjóð-
nýta tapið. Sá kapítalismi, sem
leit dagsins ljós 2009-2010 innan
Evrópusambandsins, hefur verið
nefndur á íslensku pilsfaldakapí-
talismi. Þar eru vasar skattgreið-
enda veðsettir til að draga rík-
isstjórnir, banka og fjármála-
stofnanir upp úr skuldafeninu.
Íslendingar hafa ekki áhuga á
pilsfaldakapítalisma Evrópusam-
bandsins. Það hefur verið kann-
að. Þeir vilja hins vegar að
stjórnmálamenn snúi sér að því
að bæta kjör fólksins með hag-
vexti, lækkandi sköttum og heil-
brigðari ríkisrekstri. Þetta er það
verk sem landsfundur Sjálfstæð-
isflokksins samþykkti að ráðast í.
Helgi Magnússon, útrásarvík-
ingar og pilsfaldakapítalistar
munu aldrei stjórna Sjálfstæð-
isflokknum. Það sýndi nýafstað-
inn landsfundur. Og nú geta
sjálfstæðismenn einbeitt sér að
verkinu framundan sem er ærið
stórt.
Eftir Tómas Inga
Olrich » Íslendingar hafa
ekki áhuga á pils-
faldakapítalisma Evr-
ópusambandsins. Það
hefur verið kannað.
Þeir vilja hins vegar að
stjórnmálamenn snúi
sér að því að bæta kjör
fólksins með hagvexti,
lækkandi sköttum og
heilbrigðari ríkis-
rekstri.
Tómas Ingi
Olrich
Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra.
Lítum fram á veginn