Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013 Við lestur greinar sem birtist í Morg- unblaðinu, dags. 5. mars sl. eftir Jón Steinar Gunnlaugsson varð mér hugsað til Hæstaréttardóms nr. 542/2010 þar sem nið- urstaðan var að til- tekið fyrirtæki, sér- fræðingur á sínu sviði, bæri ekki ábyrgð á samningi sem það hefði gert. Ég er sammála því grunnstefi sem kemur fram í grein Jóns Steinars um að samstaða sé um það í samfélagi okkar að fólk skuli ráða einka- málum sínum sjálft, þar með talið fjármálum, og því frelsi fylgi ábyrgð manna á að efna skuldbind- ingar sínar. Menn geta ekki gert ráð fyrir að aðrir geri það. Hæstiréttur komst að því er ég tel að þveröfugri niðurstöðu í ofan- greindu máli. Niðurstaða Hæsta- réttar var á þá lund að rétt væri að stjórnvald, þ.e. Hæstiréttur, breytti samningi milli tveggja félaga og þá þeirri ábyrgð sem þau höfðu tekist á hendur. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ósanngjarnt væri að verksamningur væri uppfylltur samkvæmt efni sínu. Verkkaupi (greinarhöfundur var á þeim tíma fram- kvæmdastjóri verk- kaupa) var dæmdur til að greiða umfram það sem samningur hans og verktaka kvað á um. Verktakinn sem er einn af stærri verktökum landsins, ÍAV, bar sem sagt ekki ábyrgð á þeim samningi sem félagið hafði undir- ritað. Verktakinn sem maður hefði haldið að væri sérfræðingur í slík- um verksamningum að því er varð- ar stjórnun. Samningum sem enda oft þannig að verktakinn hagnast, stundum kannski „óeðlilega“ mikið og stundum tapar verktakinn á samningunum. Þannig er lífið, eða það hélt ég en Hæstiréttur var ekki sammála. Hæstiréttur taldi að ósanngjarnt væri að verktaki sem á að hafa reynslu og vit til að stýra verksamningi bæri ábyrgð á því að hafa tekið áhættu sem hann hefði getað tryggt sig fyrir. Hæstiréttur taldi rétt að einhver annar bæri þá ábyrgð, einhver sem hafði ekkert með fjármálastjórn hjá verktak- anum að gera. Það gerðist ekkert annað hjá verktakanum en hjá þúsundum lán- taka með verðtryggða lánasamn- inga. Forsendur urðu aðrar en fólk hafði gert ráð fyrir, verðbólga varð aðeins meiri. Gæti verið að fólk teldi að það ætti ekki að bera ábyrgð á þeim samningum sem það gerði þar sem sérfræðingurinn ÍAV var ekki talinn bera ábyrgð á verk- samningi sem hann undirritaði. Það var ekki talið sanngjarnt að ÍAV bæri ábyrgð á samningnum vegna þess að forsendur (verðbólga) urðu með öðrum hætti en ÍAV sagðist hafa áætlað. Ég var og er enn hissa á nið- urstöðu Hæstaréttar í þessu máli. Ég held að það sé vegna þess sem ég tel að þurfi að vera grunngildi í lífi okkar, þ.e. að fólk og fyrirtæki beri ábyrgð á skuldbindingum sín- um. Kannski sé ég niðurstöðuna með bjöguðum gleraugum þar sem ég var tengdur málinu. Það er ann- arra að dæma um það. Getur það verið að stjórn- málamenn séu að lofa fólki að ein- hver annar eigi að borga en samn- ingar segja til um þar sem þeir hafa fordæmi Hæstaréttar þar um og telji slík loforð þess vegna í anda laganna? Verktakinn gerir marga verksamninga og getur þannig jafnað út tap með öðrum samningum ef honum mistekst einu sinni. Þannig ganga viðskipti fyrir sig. Fyrirtæki tapa stundum og græða stundum og eiga ekki að geta komið grenjandi í faðm stjórn- valda ef þau tapa vegna þess að þau græða í annað skipti. Fólk gerir að jafnaði einungis einn stóran lána- samning og hefur ekki tök á að jafna út ófyrirséðar breytingar á honum eins og fyrirtæki. Eru samningar breytanlegir vegna þess að verðbólga var meiri en forsendur gerðu ráð fyrir? Eftir Berg Hauksson » Verktakinn sem er einn af stærri verk- tökum landsins, ÍAV, bar sem sagt ekki ábyrgð á þeim samningi sem félagið hafði undir- ritað. Bergur Hauksson Höfundur er lög- og viðskiptafræð- ingur. Karl Sigurbjörns- son biskup, er með ábendingu á Fésinu. „Oft er gott sem gamlir kveða“ segir biskup: „Menn skulu ekki dagráðs leita að sýslu sinni eða heim- anförum sínum, fyrir því að guð skóp daga alla góða. Sjö eru dagar í hverri viku. En góður maður og skynsamur skal hefja sýslu sína eða för sína á þeim degi er honum líst sér hag- legastur og veður er gott.“ (Úr fornri prédikun í Hauks- bók). „Við þurfum að byggja hér hvetjandi samfélag. Þar sem fólk finnur stuðning frá stjórnvöldum þegar það leggur sig fram um að bæta líf sitt og annarra. Lög og reglur mega ekki ganga gegn heil- brigðri skynsemi fólks því ella dvínar öll virðing fyrir þeim og það grefur undan samfélagssátt- málanum,“ sagði Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, á Fésa-bókar síðu sinni maí 2012, í tilefni umæla Ás- mundar Stefánssonar á fundi 21.5. 2012 um lífeyrismál. Fyrrverandi forseti ASÍ, sagðist þar „ekki hafa haft hugmyndaflug til að láta sér detta í hug að stjórnvöld myndu ganga svo langt í tekjutengingu ellilífeyris eins og þau hafa gert. Það skipti í dag engu máli hvort verkakona á lágmarkslaunum hefði greitt í lífeyrissjóð eða ekki. Hún væri jafnsett. Í dag eru 49% þeirra sem eru á hjúkrunarheim- ilum með engar tekjur úr lífeyr- issjóðum og þurfa því ekki að greiða með sér“, sagði Ásmundur og bætti við „að þetta hlutfall myndi lækka á næstu árum þegar aldrað fólk sem ekki er með lífeyr- isréttindi félli frá, en fólk með líf- eyrisréttindi kæmi inn í þess stað“. „Þegar það borgar sig ekki lengur að greiða í lífeyrissjóð verða skyldugreiðslur óskiljan- legar fólki. Svipað og vinna verður tilgangslaus fyrir þá sem heyra að bætur til þeirra sem eru utan vinnumarkaðar eru hærri en launagreiðslurnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, einnig á Fés-bókinni sinni. Ummælin „þetta fólk“ um fjárvana fólk voru af öðrum toga á landsfundi, en muna þarf að allir sem skatt hafa greitt eru með lífeyrisrétt Almennra trygginga og ekki gleyma því. Þess vegna voru þessar skoðanir fræðimanna settar fram; Ólafur Jóhannesson: Sennilega væri löggjafanum heimilt að skerða eftirlauna- og lífeyrisrétt þótt gild rök mæltu gegn því. Greiðslur sem starfsmaður innir sjálfur af hendi eigi þó að njóta verndar. Gaukur Jörundsson: Endurgjald fyrir vinnu og fyrir bein fjár- framlög réttahafanna njóta vernd- ar. Ekki takmarkað við að rétt- urinn sé orðinn virkur né fjárframlag starfsmanns. Stjórnsýsluafglöp fjármálsnill- inga í netbólunni og einka- bankabólunni þekkjum við öll og vitum að „snillin“ var hræðilegur smitsjúkdómur sem smitaði alla fjárgeymslumenn og jafnvel gætn- ustu konur í þeirri stétt með lottó leikjaræði. Snilldin m.a. núna er að hækka lífeyrisaldur til að minnsta kosti sjötíu og tveggja ára aldurs vegna fjárglæfra lífeyr- issjóðanna á liðnum árum. Ríkis- og bæjarsjóðurinn er í um 500 milljörðum króna í mínus og aðrir sjóðir í – 100 milljörðum króna. Nú er að duga eða drepast, lífeyr- isjóðsmenn! 67+ voru um 26.000 í desember 2010 en verða um 60.000 í desember 2030. Í nýlegum mannfjöldaspám hefur verið miðað við að 8% til 10% mannfjölda á Ís- landi sé 67+ undanfarin ár, en verði líklega um 17% 2030 og um 19% 2050. Ef við gefum okkur að Íslendingar verði 375 þús. 2050 verða 67+ um 71.400. Árleg aukn- ing undanfarið hefur verið rúm- lega 1% en stefnir í 3% um 2020, en tekur svo að lækka aftur að 1%. Ásmundur kynnti á fundinum útreikninga á því hvað samfélagið væri að greiða mikið fyrir þjón- ustu við aldraða og hvað aldraðir væru að greiða mikið til þess með sköttum sínum. Niðurstaða hans var að aldraðir fjármögnuðu sjálf- ir útgjöld vegna lífeyris og hjúkr- unarheimila. Samfélagið greiddi ekkert til þessara verkefna. Ás- mundur sagðist vera „sam- viskubitinn út af þessari óáran“. Farið því varlega með afleið- ingar aukinna lífsgæða og gætið sjóðanna ykkar vel, núverandi greiðendur, svo eitthvað verði til á öldrunarskeiði ykkar. En hjálpið jafnframt okkur í verkefnum við að bæta öldrunarþjónustu þeirra, sem eru búin að greiða sín um- sýslugjöld. Svo getum við sest nið- ur og fundið leiðina að enn meiri lífsgæðum og öllum týndu sjóð- unum. Nýjustu tölur frá höf- uðborgarsvæðinu sýna um 400 rýma skort á hjúkrunarrýmum og dvalarheimilisrými eru engin föl lengur. Daggjöld fást ekki leiðrétt, sjóðirnir finnast ekki og Hrafn- istuheimilin hafa hætt að greiða áfallnar lífeyrisskuldbindingar til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. En engar áhyggjur. Góðir ráð- herrar og skynsamir hefja, án efa, bráðlega sýslu sína. Vonandi í góðum veðrum og sjö góð dagráð í farteski, því þeir finna sem finna vilja. En viljann hefur núverandi ráðherra og fylgdarlið skort til verka við hagsmunamál þeirra sem aldraðir eru. Fyrir tilstuðlan sjálfsprottinna félagasamtaka og okkar trygging- arsjóða, hefur orðið bylting í öldr- unarumhyggju á liðnum áratugum. En heldur betur þarf, ef duga skal til næstu áratuga. Einar Ben. sagði: Láttu smátt en hyggðu hátt, heilsa kátt ef áttu bágt. Leik ei grátt við minni mátt, mæltu fátt og hlæðu lágt. Hvetjandi samfélag, en hvar eru sjóðirnir? Eftir Erling Garðar Jónasson »Einar Ben sagði: Láttu smátt en hyggðu hátt/heilsa kátt ef áttu bágt./Leik ei grátt við minni mátt/ mæltu fátt og hlæðu lágt. Erling Garðar Jónasson Höfundur er formaður Samtaka aldr- aðra. Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá .... Hafðu samband Svalaskjól -sælureitur innan seilingar Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Hentar mjög vel íslenskri veðráttu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.