Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013
✝ Eiríkur JakobHelgason fædd-
ist í Reykjavík 18.
janúar 1931. Hann
lést á heimili sínu,
Kelduhvammi 22,
Hafnarfirði, 27.
febrúar 2013.
Foreldrar hans
voru Helgi Sig-
urður Eggertsson,
verkamaður í
Reykjavík, ættaður
frá Hafursstöðum í Kolbeins-
staðahreppi í Hnappadal á Snæ-
fellsnesi, f. 11. ágúst 1890, d. 13.
desember 1984, og Árný Ingi-
björg Jónsdóttir, húsmóðir, frá
Miðhúsum í Mjóafirði á Austur-
landi, f. 16. október 1891, d. 6.
apríl 1976. Albróðir Eiríks var
Jóhann Svavar, f. 31. júlí 1929, d.
1) Haukur, f. 10. maí 1950. Eig-
inkona hans er Brynja Björk
Kristjánsdóttir, f. 10 september
1953. Þeirra börn eru: a) Krist-
ján Þórir, f. 1972, maki Sif Rós
Ragnarsdóttir, þau eiga samtals
fjögur börn. b) Eiríkur Þór, f.
1975, hann á tvo syni. c) Kolbrún
Þórey f. 1976, maki Jónas Guð-
mundsson, þau eiga tvö börn. 2)
Helgi, f. 14. september 1963.
Eiginkona hans er Berglind
Gylfadóttir, f. 1. júní 1961.
Þeirra dætur eru a) Helen Lilja,
f. 1988, maki Hannes Guðmunds-
son, b) Sandra Rós, f. 1990. 3)
Fósturdóttir, Thelma M. Cherry,
f. 25. október 1965, búsett í
Bandaríkjunum.
Eiríkur starfaði til fjölda ára
sem verkstjóri og seinna meir
sem bílstjóri. Hann sinnti einnig
ýmsum félags- og trúnaðar-
störfum, t.d. í verkstjórafélagi
Hafnarfjarðar og innan Sjálf-
stæðisflokksins.
Útför Eiríks fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 12.
mars 2013, kl. 13.
23. desember 2012.
Eiríkur átti þrjú
systkini samfeðra,
Guðmund Ragnar,
Guðbjörn og Rakel,
sem öll eru látin.
Einnig tvær systur,
sammæðra, Bryn-
hildi Haraldsdóttur
og Svövu Jóns-
dóttur, þær eru
báðar látnar.
Eiríkur kvæntist
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Ólafíu Þóreyju Erlingsdóttur, f.
15. mars 1932, hinn 25. maí 1952.
Foreldrar hennar voru Erlingur
Jónsson, vélstjóri, f. 3. apríl
1908, d. 24. ágúst 1957, og Helga
Eyþórsdóttir, húsmóðir, f. 28,
janúar 1912, d. 3. desember
1993. Synir Eiríks og Ólafíu eru:
Á kveðjustund langar mig að
segja nokkur orð um hversu góð-
ur faðir þú varst mér.
Takk pabbi fyrir allar
skemmtilegu sögurnar, takk fyr-
ir að kenna mér að bera virðingu
fyrir öðrum, takk fyrir að styðja
mig í íþróttum, takk fyrir allar
veiðiferðirnar og golfhringina,
takk fyrir að vera vinur vina
minna, takk fyrir að vera frábær
afi barnanna minna og frábær
tengdapabbi konunnar minnar,
takk fyrir allar samverustundirn-
ar.
Sofðu í friði, elsku pabbi.
Helgi Eiríksson.
Elsku tengdapabbi, ég gleymi
því aldrei hversu vel þú og Lóa
tókuð á móti mér þegar ég kom í
fyrsta skipti til ykkar, þú gerðir
mér mín fyrstu kynni svo auðveld
með þinni skemmtilegu fram-
komu og hlýju. Ég gleymi aldrei
þegar þú bauðst mér í minn
fyrsta veiðitúr, mikið hlegið og
haft gaman af og ekki skemmdi
fyrir að ég veiddi minn fyrsta fisk
og eina fiskinn í túrnum. Hann
var að vísu ekki mikið stærri en
öngullinn en þú vildir endilega
skrá hann í veiðibókina og ekki
má gleyma öllum skemmtilegu
golfhringjunum okkar.
Elsku Eiríkur minn, þú varst
svo miklu meira en bara tengda-
pabbi, þú varst líka besti vinur
minn.
Hvíldu í friði, elsku Eiríkur
minn.
Berglind Gylfadóttir.
Það var árið 1970 sem ég
kynntist honum Eiríki og Lóu,
þegar við Haukur hófum okkar
samband.
Mér var strax mjög vel tekið af
þeim hjónum og bundumst við
sterkum böndum.
Eiríkur var kröftugur og lífs-
glaður maður sem hafði áhuga á
mörgu og tók þátt á mörgum víg-
stöðvum. Fyrst má nefna fótbolt-
ann, hann spilaði bæði með Reyni
í Sandgerði í nokkur ár en þar
hófu Eiríkur og Lóa sinn búskap.
Þau fluttu í Hafnarfjörð 1956,
þegar Eiríkur flutti sig yfir í FH
og spilaði hann þar í mörg ár, lék
sinn síðasta leik 1971.
Eiríkur hafði einnig áhuga á
veiðimennsku, fór í mörg ár upp á
Arnarvatnsheiði með góðum fé-
lögum í ævintýraferðir, í Eld-
vötnin, Hrífunesálana og á fleiri
staði, og oftar en ekki var mok-
veitt og margar sögur sagðar
þegar heim var komið.
Eiríkur hafði gaman af að spila
brids og oft hittist saumaklúbb-
urinn hennar Lóu og makarnir
með og þeir spiluðu og áttu góðar
stundir saman.
Golf var það áhugamál sem
átti hug hans allan síðustu árin
meðan heilsan leyfði og var þá
ekkert hikað við að spila 18 holur,
dag eftir dag, og stundum meira.
Ég þakka margar og góðar
minningar sem ég á eftir öll þessi
ár, þín verður sárt saknað í fjöl-
skyldunni.
Hvíl í frið elsku tengdapabbi.
Brynja Björk Kristjánsdóttir.
Látinn er svili minn og vinur
Eiríkur Helgason. Hann ólst upp
í Blesugrófinni hér í Reykjavík.
Hann var stór, sterkur og þrek-
mikill, áræðinn dugnaðarmaður
að hverju sem hann gekk. Hann
fór ungur að vinna fyrir sér og
stundaði sjómennsku í nokkur ár.
Að sjómennsku lokinni réðst
hann til ÍAV á Keflavíkurflugvelli
og varð þar verkstjóri yfir vinnu-
flokki sem meðal annars vann við
að steypa nýja veginn til Kefla-
víkur. Sem verkstjóri hjá ÍAV
starfaði hann að ýmsum verkefn-
um í nokkur ár. Eiríkur var órag-
ur við að leggja inn á nýjar braut-
ir. Þegar ákveðið var að byggja
álver í Straumsvík blasti við nýr
starfsvettvangur. Hann sótti um
starf þar og var í hópi þeirra sem
valdir voru til starfsþjálfunar í
Sviss. Hann starfaði síðan sem
verkstjóri í steypuskála Ísal í á
annan áratug. Áræðinn og kapp-
samur sem hann var, vildi hann
nú reyna sig á eigin forsendum
og kom sér upp vörubíl og stund-
aði efnisflutninga. Síðan bætti
hann við sig fleiri tækjum og tók
að sér ýmis smærri jarðvinnslu-
verk. Hann var verklaginn og
vandvirkur. Seinna varð hann sér
úti um atvinnuleyfi sem leigubíl-
stjóri og lauk starfsævi sinni í
þeirri grein með hléum inni á
milli meðan hann vann sem ráð-
herrabílstjóri. Meðfram allri
sinni atorku í starfi átti Eiríkur
langan íþróttaferil sem knatt-
spyrnumaður og golfari. Á ung-
lingsárum sínum lék hann með
Víkingi í Reykjavík, síðan með
Reyni í Sandgerði og lauk ferl-
inum með FH í Hafnarfirði.
Hann var í hópi betri knatt-
spyrnumanna síns tíma, stór og
sterkur skriðdrekasenter og af-
burða skallamaður. Hann lauk
ferlinum í hjarta varnarinnar og
átti sinn þátt í sigrum Hafnar-
fjarðarliðsins þá farinn að nálg-
ast fertugt. Síðar tók golfið við og
stundaði hann það af kostgæfni
svo lengi sem kraftar og þrek
entist. Hann náði góðri færni í
íþróttinni og vann oft til verð-
launa í flokki eldri kylfinga. Þá
vann hann um nokkurt skeið sem
vallarstarfsmaður við golfvöll
þeirra Keilismanna. Í einkalífi
sínu var Eiríkur gæfumaður,
eignaðist góða og trausta konu.
Saman ólu þau upp tvo mann-
vænlega sonu Hauk og Helga,
sem eru stolt foreldra sinna, góð-
ir og traustir drengir. Kona mín
Margrét og Lóa, kona Eiríks, eru
systur. Við enga aðra fjölskyldu
hefur samgangur okkar verið
jafn náinn. Miklir kærleikar hafa
verið með þeim systrum í gegn-
um tíðina.
Nú við fráfall Eiríks er svo
margs að minnast en fátt eitt
hægt að nefna. Margar ferðirnar
fórum við saman meðan börnin
voru yngri, og reyndar langt
fram eftir aldri. Útihátíðir og úti-
legur um allt land, berjaferðir og
veiðitúrar. Oft var tekið í bridge
og reglulega hist við tímamót og
við tilbúin tækifæri. Fyrir allt
þetta er nú þakkað. Lóa, eigin-
kona Eiríks, stóð sem klettur við
hlið hans lífið á enda. Síðustu
þrjú árin fór heilsu hans hrak-
andi. Hann fann að hverju stefndi
og bað sína góðu konu að láta sig
ekki frá sér. Með kærleika og
umhyggju efndi hún það loforð
með reisn. Fjölskylda mín kveður
Eirík með söknuði og minning
um góðan dreng lifir í hugum
okkar allra.
Hannes Þ. Sigurðsson.
Elsku afi, Eiríkur afi, nafni
minn.
Þú varst svo miklu meira en
bara afi og ég kveð þig með mikl-
um söknuði en ég er duglegur að
hugsa um allar góðu stundirnar
sem ég átti með þér og þá brosi
ég. Þú fékkst mig oft til að brosa
og hlæja. Þú varst með góðan
húmor og settir stundum upp
smásýningu, eins og á jólunum
yfir möndlugrautnum. Þóttist
alltaf vera kominn með möndluna
ár eftir ár en við höfðum alltaf
jafngaman af því, já við vorum
svo heppin að fá að hafa ykkur
ömmu svo oft hjá okkur á jólun-
um.
Einhver áramót áttum við
saman og þá varst þú auðvitað
brennustjóri á Holtinu, hvað ann-
að. Þú varst stærstur og mestur
og langflottastur og það
skemmtilega er að fótboltasög-
urnar um þig eru sannar.
Ég og þú vorum miklir vinir og
ekki margir sem hafa gert jafn-
mikið með öfum sínum og ég fékk
að gera með þér. Veiðiferðir,
hestaferðir, billjard og þegar ég
var unglingur og þú varst að taka
þátt í uppbyggingu á Krikanum
og varst að koma með efni á völl-
inn þá stökkstu gjarnan út úr
bílnum og spilaðir í nokkrar mín-
útur með mér og vinum mínum í
fótbolta. Þetta fannst mínum vin-
um alveg magnað og minnast
ennþá á þetta í dag. Þú veist ekki
hvað ég er glaður að þú helltir
þér í golfið og það er ótrúlegt
hvað þú náðir góðum árangri
miðað við hvað þú byrjaðir seint í
sportinu en á golfvellinum
blómstraðir þú. Þetta var líf þitt
og yndi síðustu árin og tókum við
heilan helling af golfhringjum
saman þar sem við skemmtum
okkur vel. Það verður skrítið að
rekast ekki lengur á þig á golf-
vellinum því þó að þú spilaðir
ekki síðustu tvö árin var ég samt
að mæta þér á planinu á Hvaleyr-
inni. Þið amma að rúnta á góðum
sumardögum og þá henti maður
auðvitað kossi á þig og ömmu rétt
áður en mætt var á teig, teig, teig
eins og þú sagðir alltaf. Það
munu ekki allir skilja af hverju ég
endurtek teig, teig, teig svona oft
en það kallast einkahúmor sem
nokkrir af þínum nánustu skilja
og munu aldrei gleyma.
Þú varst mjög duglegur alla tíð
og lærði ég ýmislegt af þér. Ég
bónaði með þér ráðherrabílinn,
ég skrapaði og málaði með þér
hlerana af vörubílnum og þegar
ég var tvítugur hvattir þú mig til
að taka meiraprófið og sagðir að
ég mætti þá keyra leigubílinn um
helgar fyrir þig sem ég gerði um
nokkurt skeið og ég veit að þú
varst ánægður með mín störf.
Elsku afi minn, ég á alltaf eftir
að minnast þín með bros á vör því
ég á bara skemmtilegar minning-
ar um þig. Vá hvað ég á eftir að
sakna þess að fá stóra faðminn
þinn og klapp á bakið.
Eiríkur Þór Hauksson.
Elsku Eríkur afi, þú varst allt-
af góður afi og vinur. Þú varst
ekki bara góður vinur okkar
heldur líka vinkvenna okkar, það
gleymir enginn frægu setning-
unni þinni „hey girls“, þú slóst
alltaf í gegn, sama hvar þú varst,
með húmorinn í lagi.
Það höfðu margir orð á því
hversu góður maður þú varst
enda mikill og góður persónu-
leiki.
Við eigum svo margt að þakka
þér, þú varst svo góður við okk-
ur. Þau voru ófá skiptin sem þú
skutlaðir og sóttir okkur í skól-
ann, á skólaböll eða sama hvað
var, þú varst alltaf til taks. Man
svo vel eitt skiptið þegar þú sótt-
ir mig (Helen) og það var lag í út-
varpinu með Eminem og þú
sagðir: „Erpur er miklu betri
rappari en þessi Eminem!“ Það
var alltaf hægt að hafa gaman
með þér.
Takk fyrir öll árin og allar
góðu stundirnar sem við áttum
með þér, þetta eru dýrmætar og
góðar minningar sem við munum
alltaf geyma.
Þín verður sárt saknað elsku
afi okkar.
Þínar afastelpur,
Sandra Rós Helgadóttir
og Helen Lilja Helgadóttir.
Elsku afi, ég kveð þið með
söknuði og þakklæti fyrir allan
þann tíma sem við áttum saman.
Þú varst ekki bara afi minn
heldur líka vinur, ég fékk að gera
svo margt með þér og eru ferð-
irnar á Arnarvatnsheiði minnis-
stæðar. Ég man að eitt árið
veiddum við svo mikið að við
þurftum að skilja stóran hluta
aflans eftir í snjóskafli og sóttum
hann svo síðar. Þetta voru ekki
bara veiðiferðir heldur líka jep-
patúrar og þótti mér sá hluti ekki
síður skemmtilegur en veiðin
sjálf.
Þú sýndir því sem ég var að
gera áhuga og þótti mér vænt um
þegar þú komst að horfa á mig
keppa í fótboltanum í gamla
daga.
Árið 1997 byrjuðum við svo í
golfi, ég, þú og Eiríkur bróðir, en
Helgi var búinn að stunda sportið
frá barnsaldri og stóð okkur því
framar. Golfið sameinaði okkur
enn frekar og spiluðum við ófáa
hringina saman allir fjórir.
Ég hringdi heim til ykkar
ömmu og þegar amma svaraði
spurði ég „er afi heima“ svona
eins og maður hringir og spyr
eftir vinum sínum, og stundum
fórum við á bílasölurúnt, í golf
eða bara í bíltúr.
Drengirnir mínir Benjamín og
Kristófer tala ennþá um þegar þú
lékst við þá í fótbolta á pallinum
heima hjá ykkur ömmu þegar
þeir voru litlir eins og þeir segja.
Elsku afi hvíldu í friði og takk
fyrir allan þann tíma sem við átt-
um saman.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Kristján Þórir Hauksson.
Það er stundum stutt á milli
kveðjustunda. Eiríkur föðurbróð-
ur okkar lést hinn 27. febrúar en
faðir okkar og bróðir Eiríks
kvaddi þennan heim á Þorláks-
messu síðastliðinni. Bræðurnir
Eiríkur og Jóhann voru alla tíð í
góðum tengslum og órjúfanleg
bönd tengja fjölskyldur þeirra.
Bræðurnir voru ólíkir á margan
hátt en sameiginlegt áttu þeir að
vera miklir fjölskyldumenn og
hafa gaman af útivist og íþróttum.
Í fjölskylduboðum var oft rifjað
upp ýmislegt frá æskuárum
þeirra bræðra en þeir þekktu tím-
ana tvenna, höfðu upplifað her-
námsárin og krepputíma.
Dugnaður og elja einkenndi Ei-
rík alla tíð og byggði hann glæsi-
legt hús á Móabarði í Hafnarfirði
og var alltaf gaman að koma í
heimsókn til hans og Lóu enda
höfðingjar heim að sækja. Garð-
urinn þeirra var einstaklega fal-
legur, prýddur fegurstu plöntum
og umhirða til fyrirmyndar.
Eiríkur stundaði heilbrigt líf-
erni og hafði mikinn áhuga á
íþróttum og stundaði golf eins
lengi og hann gat þar til heilsan
setti honum mörk. Minningar
okkar um elskulegan föðurbróður
eru margar og munu ylja okkur
um ókomin ár.
Elsku Lóa, við biðjum algóðan
Guð að veita styrk og blessun til
þín og allra í fjölskyldunni.
Þorbjörg Rósa, Guðrún
Ásta, Sveindís Anna
og fjölskyldur.
Elsku langafi okkar.
Takk fyrir að vera þú. Þú varst
besti langafinn okkar.
Manstu þegar við fórum í fót-
bolta saman í garðinum heima hjá
þér og þú varst í marki. Þú leyfðir
okkur að skjóta fast og varðir alla
boltana frá okkur.
Manstu þegar þú sagðir okkur
fótboltasögurnar af þér.
Manstu þegar þú og amma
pössuðuð okkur.
Manstu þegar við hittumst úti á
golfvelli og fórum í golf saman.
Þú varst mikill brandarakarl.
Þér fannst þú alltaf fyndnastur og
hlógum við mikið með þér.
Elsku Eiríkur langafi, það er
með sorg í hjarta sem við kveðjum
þig en við munum muna eftir þér
sem fótboltasnillingnum, brand-
arakarlinum og besta langafa sem
við höfum átt.
Þínir
Grímur Freyr
og Haukur Leifur.
Í dag kveð ég yndislegan mág
minn Eirík Helgason. Bræðurnir
Eiríkur og Jóhann unnu saman í
skóverksmiðju og þar hófust okk-
ar kynni eftir að ég fékk starf í
skóverksmiðjunni. Við Jóhann
urðum fljótt ástfangin og Eiríkur
átti sína kærustu, Ólafíu, sem
hann kvæntist síðar. Þegar ég fór
í fyrsta sinn með Jóhanni í heim-
sókn til Eiríks og Ólafíu bjuggu
þau í Sandgerði en Ólafía ólst þar
upp. Síðar fluttu þau um tíma til
Sviss en settust að í Hafnarfirði
þegar þau fluttust aftur heim til
Íslands. Eiríkur var hrókur alls
fagnaðar hvar sem hann kom.
Hann sagði skemmtilega frá og
átti auðvelt með að hrífa fólk með
sér. Hann var mikið ljúfmenni og
vel liðinn af sínu samferðafólki.
Kært var á milli þeirra bræðra og
fjölskyldurnar alla tíð í góðum
tengslum. Ég bið góðan Guð að
veita Ólafíu, eftirlifandi eiginkonu,
styrk sem og fjölskyldunni allri.
Að lokum vil ég vitna í útgöngu-
sálm Jóns í Garði:
Vígðu helgum himins eldi
hjörtu vor. Ó, Drottinn minn!
Og að loknu lífs vors kveldi
lyft oss blítt í faðiminn þinn.
Ellen Marie Sveins.
Eiríkur Jakob
Helgason
Niðurlag minningargreinar vantaði
Í minningargrein um Mattheu Katrínu Guðmundsdóttur eftir
Marsibil Ólafsdóttur sem birtist í blaðinu í gær, 11. mars, vant-
aði niðurlag greinarinnar, sem hljóðar svo: Við Stefán sendum
öllum aðstandendum alúðarkveðjur og um leið og við biðjum
Möttu Guðs blessunar þökkum við henni fyrir að hafa auðgað líf
okkar allra.
Höfundur er beðinn velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Þegar andlát ber að höndum
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Blóm eru okkar fag
Útfaraskreytingar
Samúðarblóm
REYKJAVÍKURBLÓM
BORGARTÚNI 23 S: 561-1300
www.reykjavikurblom.is