Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 32
Smáauglýsingar Gisting                                     Húsgögn Ítalskur sófi. Til sölu er þriggja manna ítalskur sófi ásamt stól. Hægt er að taka af áklæði til þvottar. Var keyptur í versl- uninni Exo í Skeifunni. Tilboð óskast. svr@simnet.is Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Rafvirkjun AH-Raf. Dyrasímakerfi, töfluskipti og öll almenn raflagnavinna. Tilboð/ tímavinna. Vönduð vinnubrögð. ahraf@ahraf.is - Hermann, sími 845 7711, og Arnar, sími 897 9845. Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - sími 551 6488. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt NÝTT NÝTT NÝTT Teg. 1566 - vel fylltur í BC-skálum á kr. 5.800. Teg. 1566 - vel fylltur í BC-skálum á kr. 5.800. Teg. 11001 - þessi gamli frábæri í C-, D-, E-, F-skálum á kr. 5.800. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-föst. 10-18, laugard. kl. 10-14. Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur Bílaþjónusta GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! MOGGINN Í IPADINN WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013 ✝ GuðmundaPetersen Stefánsdóttir fædd- ist 25. júní 1921 í Reykjavík. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 7. mars 2013. Foreldrar henn- ar voru Stefán Björnsson, f. 1892, d. 1978, og Ágústa Sigbjörnsdóttir frá Vík í Fáskrúðsfirði, f. 1898, d. 1997. Æskuheimili hennar var á Hverfisgötu 104 í Reykjavík. Þar var líka til heimilis amma hennar, Steinunn Jakobína Bjarnadóttir, fyrrverandi hús- stundaði í frístundum í áratugi. Hún sótti ýmis námskeið í Handíða- og myndlistaskól- anum. Hún lagði einnig stund á frönskunám. Árið 1949 giftist hún Gunn- ari Petersen, f. 1923, d. 2004. Áður átti hún soninn Steinar. Faðir hans er Brynjúlfur Thor- valdsson, f. 1925. Þau Guð- munda og Gunnar áttu við- burðaríka og skemmtilega ævi. Ferðuðust mikið um Ísland og stunduðu laxveiði í mörgum bestu veiðiám landsins og ferð- uðust líka mikið erlendis, bæði til flestra landa í Evrópu og ennfremur til framandi landa. Þau voru mikið á skíðum og iðkuðu badminton. Þau komu sér upp sælureit í Hestvík við Þingvallavatn þar sem þau dvöldu þegar færi gafst. Jarðarför Guðmundu fer fram frá Áskirkju í dag, 12. mars 2013, kl. 15. freyja í Vík, f. 1862, d. 1943, og var mjög kært milli Guðmundu og Steinunnar. Að lokinni hefð- bundinni skóla- göngu innritaðist Guðmunda í Menntaskólann í Reykjavik og út- skrifaðist sem stúdent 1941. Hún starfaði við ýmis störf eftir út- skrift, m.a. sem leiðsögumaður fyrir útlendinga. Guðmunda stundaði nám við listaskóla í Stokkhólmi og lauk þar námi í postulínsmálningu sem hún Gunnar frændi okkar, sem féll frá fyrir tæpum áratug, átti hana Mundu sína eða mömmu eins og hann kallaði hana jafnan. Nú er Munda einnig fallin frá og heldur á vit ævintýra á ný með Gunnari. Við systkinin minnumst Mundu fyrir hið fallega yfir- bragð hennar, bros og einlægni. Það var gott að vera í návist hennar. Munda hafði áhuga á að heyra hvað unga fólkið var að bralla og hún hafði alltaf frá ein- hverju skemmtilegu að segja sem var oftast úr hversdagsleik- anum. Ávallt hló hún sínum dill- andi hlátri og bros færðist yfir alla í návist hennar. Það var gott og eftirsóknarvert að fá að heimsækja Gunnar og Mundu á Kambsveginn og í sumarbústað þeirra á Þingvöllum þar sem vel var tekið á móti okkur og ánægjulegt að vera. Gunnar var hefðbundið að dytta að ein- hverju en Munda nærði sál og líkama af góðgæti eins og henni var lagið á milli þess sem við fór- um um ævintýraveröldina. Við minnumst ævintýralegra ferða sem þau hjónin fóru og fal- legra gripa og gjafa sem þau komu með úr þeim ferðum. Gjaf- ir úr ferðum og á jólum voru valdar af kostgæfni og voru rausnarlegar. Munda var mikil veiðikona og náttúrubarn og bárum við gæfu til að njóta ná- vistar hennar á bökkum ánna og þær voru æsilegar sögurnar sem hún sagði frá veiðiferðum sínum og Gunnars í eltingaleik við stóra laxa. En upp úr standa ógleyman- legar samverustundir í Peter- sen-jólaboðunum sem voru lengst af hjá ömmu Önnu á Flókagötunni. Um síðustu jól var Munda vel tilhöfð og áhugasöm um okkar hagi sem ætíð áður þó svo hún impraði á að hún væri orðin gleymin. Það var ekki að heyra þótt hún væri komin á tíunda áratuginn og enn var til staðar sama fallega yfirbragðið, brosið og einlægn- in. Blessuð sé minning Gunnars og Mundu. Við vottum Steinari og Grétu, börnum þeirra og fjöl- skyldum okkar dýpstu samúð. Bernhard Alfred, Hrönn og Egill Örn. Munda mágkona mín, sem nú hefur kvatt þetta jarðlíf, kom inn í fjölskyldu mína þegar ég var lít- il stelpa og voru þau Gunnar bróðir minn okkur systkinunum í Skála alltaf einstaklega góð og kær. Margar bestu æskuminn- ingarnar eru þeim tengdar því þeim fylgdi gleði, einlæg elska og óvæntar uppákomur. Þau fóru með okkur á skíði, færðu okkur óteljandi spennandi gjafir, höfðu bingó í jólaboðum og samveran með þeim hafði yfir sér notalegan og stundum ævintýralegan blæ. Þau slepptu ekki af okkur hend- inni síðar á lífsleiðinni heldur voru þau okkur bestu vinir. Þær voru ekki leiðinlegar samveru- stundir okkar systkinanna og maka og ekki var greinanlegur aldursmunur þótt árin væru allt að 27. Þessar stundir okkar, seint og snemma, eru dýrmætar end- urminningar. Munda mætti samferðafólki sínu með glaðværð og hlýju brosi. Sinnti sínum nánustu af mikilli alúð og óeigingirni. Rækt- aði samband við vini og frændur. Mundu var margt til lista lagt og hafði áhuga á svo mörgu. Málaði postulín sem hún hafði lært í Sví- þjóð sem ung stúlka. Hún málaði olíumálverk og eins liggja eftir hana ýmis listaverk máluð á silki. Munda var góð fyrirmynd og mér þótti alla tíð mikið til hennar koma. Ekki var hún bara falleg og góð, hún var alltaf fín og smart, hafði sjálfstæðan smekk, talaði frönsku, var mikil veiðikló en hafði stundum áhyggjur ef hún veiddi meira en Gunnar. Hún reyndist móður okkar eins og besta dóttir enda þótti móður okkar ákaflega vænt um þessa stjúptengdadóttur sína. Fáskrúðsfjörður er fögur sveit, flestir segja … Þetta vísubrot fór hún stund- um með þegar talið barst að Austfjörðum. Hún var ættuð frá Vík í Fáskrúðsfirði og bar æv- inlega hlýjar taugar til þess staðar þótt hún hafi ekki sjálf verið alin þar upp. Hún ólst upp í Reykjavík hjá móður sinni og ömmu sem voru frá Vík og fékk með móðurmjólkinni myndina af bænum í Vík, firðinum og fal- legu fjöllunum. Hún hefði ekki haft á móti því að skjótast aust- ur til að sjá Franska spítalann fá nýtt andlit. En hún kvartaði ekki yfir takmarkaðri ferðagetu og sætti sig orðinn hlut. Munda var eins og vængbrot- inn fugl eftir að Gunnar lést enda voru þau alla tíð mjög ást- fangin og samstillt í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau voru lífsglöð og áttu góða vini. Ferðuðust víða, stunduðu íþróttir og útivist. En lífið breyttist, heilsunni hrakaði og hún prísaði sig sæla að fá vist á Hjúkrunarheimilinu Eir. Stein- ar, sonur hennar, og fjölskylda hans báru hana á höndum sér og það var helst að hún vorkenndi þeim að þurfa að hugsa um hana. En hún var innilega þakk- lát fyrir umhyggju þeirra, fyrir alúð starfsfólksins á Eir og vina- legt samfélag á deildinni sinni. Ég efast ekki um að hún fór þar fram með hógværð eins og alla tíð áður. Fyrir hönd okkar systkina Gunnars og fjölskyldna eru hér færðar þakkir fyrir samfylgd- ina, einlæga vináttu og gæsku Mundu í okkar garð. Steinari, Grétu og fjölskyldu þeirra vott- um við innilega samúð. Ég kveð kæra vinkonu mína, Guðmundu Stefánsdóttur Peter- sen, og bið henni blessunar Guðs. Elsa Petersen. Guðmunda Petersen, eða Munda, hefur lokið veru sinni og hlutverki í þessari tilvist. Hún skipaði sérstakan sess í lífi mínu. Mæður okkar voru æsku- vinkonur og hélst vinátta þeirra allt til fráfalls Ágústu móður Mundu; á vináttu þeirra bar aldrei skugga og hún var báðum ómetanleg. Ágústa var einstök kona, það vita þeir sem kynntust henni. Móðir mín fylgdist með lífi Mundu allt frá barnæsku hennar, og hafa þær mæðgur og fjölskylda þeirra ávallt verið samtvinnaðar fjöl- skyldu okkar. Uppvaxtarárin eru mikilvæg og viðkvæm. Ég var svo lánsöm að vera „send“ til Mundu 14 ára að aldri, eftir að skólavist minni í Reykjaskóla lauk, þar sem fað- ir minn var skólastjóri. Ekki var mikið fyrir mig að gera þar – systkini mín farin til borgarinn- ar og ég ein eftir. Nú átti daman að læra á píanó, og Munda tók að sér að kenna mér að mála á postulín, en hún var mikill lista- maður á því sviði sem öðrum. Ógleymanlegar eru þær stundir sem við áttum saman við eldhús- borðið og máluðum fallega hluti og ekki efast ég um að Munda hafi sagt mér margt fallegt og skemmtilegt um lífið og til- veruna, því hún var víðsýn og vel menntuð kona með hárfínan húmor. Á þessum tíma voru Munda og Gunnar að byggja sitt fallega hús á Kambsvegi. Unnu þau hörðum höndum að því að koma því upp og var ég í því hlutverki að passa Steinar og færa þeim nesti frá Ágústu. Munda og Gunnar kunnu að lifa lífinu og voru samtaka í því. Gaman fannst mér að fara með þeim og horfa á þau spila badminton með sínum skemmtilegu vinum. Mynd kemur upp í hugann; þau eru að fara á árshátíð Oddfel- low-stúkunnar, hann flottur í kjólfötum og Munda glæsileg í síðum kjól. Kærar þakkir kæru hjón. Fyrir nokkrum vikum kom Munda með Steinari og Grétu í heimsókn til móður minnar, Hlífar Böðvarsdóttur, þar sem hún býr nú, orðin tæpra 104 ára. Það varð kveðjustundin. Hún sendir kærar kveðjur og þakkar Mundu fyrir hennar einlægu vináttu í gegnum árin, og það gerum við einnig systkinin. Við vottum Steinari, Grétu og fjölskyldu þeirra innilega sam- úð. Inga Lára Guðmundsdóttir. Látin er á nítugasta og öðru aldursári mín kæra frænka hún Munda. Ég sá hana tæpum mán- uði áður en hún lést og alltaf hélt hún fegurð sinni og reisn. Ekki get ég minnst hennar án þess að hleypa sjálfri mér að. Á milli okkar var tíu ára aldursmunur og minntist hún þess oft hve gaman henni þótti að aka mér í forláta barnavagni. Síðar átti ég margar skemmtilegar samveru- stundir með henni, m.a. að fara í Sundhöllina, það glæsilega hús, sem þá var nýlegt. Og mikið var ég montin að spássera með henni í bænum þegar hún bar hvítu kolluna á höfðinu en hún varð stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavík sumarið 1941. Lítið var um að stúlkur færu í háskólanám á þessum árum. Munda var mjög hagvirk og lærði síðan postulínsmálun í Svíaríki. Ekki var amalegt að drekka kaffi úr hennar hand- málaða postulíni og marga gladdi hún með handverki sínu. Árið 1948 giftist hún Gunnari Petersen, miklum sómamanni, og var hjónaband þeirra farsælt. Nutu þau margra góðra ára á sínu fallega heimili þar til Gunn- ar lést árið 2004. Einkasyninum Steinari og hans fjölskyldu, sem hún unni afar heitt, votta ég samúð mína. Hvíl í friði mín kæra. Sjöfn Haraldsdóttir. Guðmunda Peter- sen Stefánsdóttir Fallin er frá kær vinkona mín, Karen Ragnars- dóttir, eftir stutta en snarpa bar- áttu við ólæknandi sjúkdóm. Minningar um þig og ófáar stundirnar okkar saman í gegn- um árin eiga svo stóran stað í hjarta mér og munu aldrei Karen Ragnarsdóttir ✝ Karen Ragn-arsdóttir fædd- ist á Ísafirði 2. maí 1937. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 6. febr- úar 2013. Útför Karenar fór fram frá Ísa- fjarðarkirkju 16. febrúar 2013. gleymast. Á ýmsu átti maður von, en að missa þig svona snemma úr lífi okk- ar var sannarlega ekki eitt af því. Ég vona að þér líði vel á þeim stað þar sem þú ert núna í faðmi ástvina þinna sem farnir eru. Grámi dagsins grætur hin góðu liðnu ár þá hlupu fimir fætur og féllu gleðitár. Nú faðmast fólk sem lifir og fegurð leitar að en engill svífur yfir þeim yndislega stað. Nú tala englar aðrir um allt sem hérna var. Til jarðar falla fjaðrir sem fagrar minningar. (Kristján Hreinsson) Elsku vinkona, þakka þér fyrir bútasaumsverkin þín og ýmislegt annað sem þú hefur gefið mér í gegnum tíðina, sem mér þykir mjög vænt um. Hvert öðru fal- legra. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Ég vil að lokum votta Palla, Ragnari, Helgu, Haraldi og fjöl- skyldum þeirra mína dýpstu samúð. Guð geymi þig, kæra vinkona. Sigrún Þórey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.