Morgunblaðið - 12.03.2013, Qupperneq 35
Í Reykjavík starfaði Ingimar hjá
Byggingavöruverslun SÍS í nokkur
ár, var gangavörður í Árbæjarskóla
og síðar í Hólabrekkuskóla. Þá
starfaði hann við íþróttahús.
Vill skrifa endurminningar
Ingimar var formaður Héraðs-
sambands Strandamanna 1951-56
og 1967-72 og sat í hreppsnefnd
Kaldrananeshrepps 1954-70.
Hvað hefurðu haft fyrir stafni
eftir að þú hættir að vinna?
„Ekkert sem orð er á gerandi.
Jú, ég hef haft gaman af að setja
saman vísur og kvæði. Þetta er
gamall ávani frá því ég var ungur
maður.“
Er þá ekki kominn tími á útgáfu?
„Nei, það verður nú ekki af því.
En það hefur hvarflað að mér að
setja einhverjar endurminningar á
blað, greina frá uppgangi og þróun á
Drangsnesi og aðstæðum við
kennslu á Klúku, svo eitthvað sé
nefnt. Ég hef upplifað ýmislegt um
dagana.“
Þú leyfir mér nú að heyra eitthvað
eftir þig um æskuslóðirnar?
„Það væri þá helst þetta:“
Norður Strandir liggja leiðir
langar götur út með sjó.
Húnaflói hugann seiðir
heimabyggðar kyrrð og ró.
Sígur alda að svörtum björgum
sömu fjöllin standa vörð.
Eins og fyrir öldum mörgum,
Ennishöfði, Drangaskörð.
Sé ég ótal undraheima
er ég kem í dalinn minn.
Fornar sagnir sögur geyma
um Svan er gekk í fjallið inn.
Gleði vekja gömul kynni,
grænu flosi skrýdd er jörð.
Aldrei hverfur mér úr minni
minningin um Steingrímsfjörð.
Fjölskylda
Ingimar kvæntist 7.4. 1953 Ástu
Vigdísi Bjarnadóttur, f. 30.11. 1932,
húsfreyju. Hún er dóttir Bjarna
Bjarnasonar, bónda í Gautshamri og
á Drangsnesi, og k.h., Önnu Áskels-
dóttur húsfreyju.
Börn Ingimars og Ástu Vigdísar
eru Bjarni Jónas Ingimarsson, f.
31.12. 1952, d. 6.7. 2008, lengst af
skrifstofumaður hjá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli, var búsettur í
Njarðvík og var kvæntur Söru Harð-
ardóttur en dætur þeirra eru Sara
og Ásta Vigdís; Þorbjörg Eyrún
Ingimarsdóttir, f. 20.12. 1953, ráðs-
kona við leikskóla í Reykjavík, bú-
sett í Reykjavík, gift Árna Ingasyni
og er sonur þeirra Ingi Ernir en
fyrri maður Þorbjargar er Helgi Nil-
sen og eru synir þeirra Ingimar Karl
og Brynjar; Elías Jakob Ingimars-
son, f. 22.6. 1956, húsa- og bátasmið-
ur og framkvæmdastjóri Bláfells,
búsettur í Reykjanesbæ en dóttir
hans og Sjafnar Magnúsdóttur er
Ellen Dana og börn hans og fyrrv.
konu hans, Jóhönnu Harðardóttur,
eru Ingimar og Ása Lind en sam-
býliskona hans er Magnea Guðný
Róbertsdóttir; Ástmar Ingimarsson,
f. 25.6. 1959, verkamaður í Reykja-
vík; Ingi Vífill Ingimarsson, f. 27.9.
1962, útvegsb. á Kaldrananesi við
Bjarnarfjörð en kona hans er Birna
Ingimarsdóttir og eru börn þeirra
Alda Ýr og Daníel Elí en börn hans
og fyrrv. konu hans, Brynju Brynj-
arsdóttur, eru Arnór og Eygló.
Systkini Ingimars eru Þorbjörg
Elíasdóttir, f. 22.4. 1930, húsfreyja á
Akureyri, gift Frímanni Haukssyni;
Esther Elíasdóttir, f. 6.7. 1932, hús-
freyja á Akureyri, gift Bjarna Jóns-
syni; Bjarni Elíasson, f. 29.8. 1933,
fyrrv. útgerðarmaður á Drangsnesi,
nú búsettur í Reykjanesbæ en kona
hans var Gyða Steingrímsdóttir sem
er látin; Sólrún Elíasdóttir, f. 24.8.
1936, fyrrv. gangavörður, búsett í
Kópavogi, gift Sigmari Ingvarssyni.
Foreldrar Ingimars voru Páll Elí-
as Bjarnason, f. 15.5. 1899, d. 10.8.
1987, bóndi á Mýrum við Drangsnes,
og Jakobína Guðrún Halldórsdóttir,
f. 14.5. 1900, d. 22.7. 1995, húsfreyja.
Úr frændgarði Ingimars Elíassonar
Ingimar
Elíasson
Guðríður Pálsdóttir
húsfr. á Svanshóli, systir Soffíu á Kleifum
Jón Arngrímsson
b. á Svanshóli
Halldór Jónsson
b. á Kaldrananesi
Þorbjörg Kristjánsdóttir
húsfr.
Jakobína Guðrún Halldórsdóttir
húsfr. á Mýrum
Kristján Kristjánsson
vinnum. á Hellu
Júlíana Kristjana
María Jónsdóttir
Helga Hjaltadóttir
húsfr.
Guðmundur Guðmundsson
úr Tröllatungusókn
Jóhanna Guðmundsdóttir
húsfr. á Klúku
Bjarni Guðmundsson
b. á Klúku í Bjarnarfirði
Páll Elías Bjarnason
b. á Mýrum við Drangsnes
Guðmundur Guðmundsson
b. á Kleifum í Kaldbaksvík
Soffía Pálsdóttir
af Pálsætt, bróðurdóttir Guðmundar í Kjörvogi, langafa Hannibals Valdimarssonar,
föður Jóns Baldvins, fyrrv. ráðherra, og Arnórs heimspekings. Þá var Soffía
systurdóttir Jóns Magnússonar á Saurhóli, afa Stefáns frá Hvítadal og systur hans,
Guðbjargar á Hörgshóli, ömmu Nínu Bjarkar Árnadóttur skáldkonu
Ingimundur
Jónsson
b. á Svanshóli
Guðjón Ingimundars.
sundkennari,
skólastj. og forseti
bæjarstjórnar á
Sauðárkróki
Birgir Guðjónsson
læknir
Ingimundur Kristján
Guðjónsson
tannlæknir
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013
Jón Björnsson rifhöfundurfæddist í Holti á Síðu 12.3.1907 og ólst þar upp. Hann var
sonur Björns Runólfssonar, hrepp-
stjóra í Holti, og k.h., Marínar Þór-
arinsdóttur húsfreyju.
Föðurbróðir Siggeirs var Vigfús,
afi Helga Þorlákssonar skólastjóra,
föður Þorkels stærðfræðiprófessors
og Þorvaldar Karls, prests í Njarð-
víkum. Föðursystir Siggeirs var
Oddný, móðir Jóns Kjartanssonar,
alþm. og ritstjóra.
Systkini Jóns: Siggeir, hrepp-
stjóri í Holti á Síðu; Sigrún, hús-
freyja á Lundum í Stafholtstungum;
Runólfur, lengst af starfsmaður í
prentsmiðju Þjóðviljans og Sigur-
laug, húsmóðir í Reykjavík.
Fyrri kona Jóns var Guðbjörg
Sigurðardóttir en seinni kona hans
var Gréta Sigfúsdóttir skáldkona.
Jón stundaði nám við lýðháskól-
ann Voss í Noregi 1929-30 og lýðhá-
skólann Askov í Danmörku 1930-32.
Hann var búsettur í Danmörku fram
að lokum seinni heimsstyrjaldar en
síðan hér á landi.
Jón var bókmenntagagnrýnandi
við Morgunblaðið 1948-55 og bóka-
vörður við Borgarbókasafnið í
Reykjavík 1959-77. Þá var hann rit-
stjóri tímaritsins Heima er best
1952-1955.
Jón var afkastamikill rithöfundur.
Hann samdi þó nokkrar vinsælar
spennusögur fyrir drengi, fyrst á
dönsku en þýddi þær síðan á
íslensku, s.s. Leyndardómar
fjallanna, útg. í Danmörku 1945 og á
Íslandi 1947; Smyglararnir í skerja-
garðinum, 1945 og 1948; Sonur öræf-
anna, 1944 og 1949; Á reki með haf-
ísnum, 1944 og 1950, og Steini í
Ásdal, 1957.
Þá skrifaði Jón sögulegar skáld-
sögur, þ. á m. Jón Gerreksson, 1947;
Valtýr á grænni treyju, 1951, og
Jómfrú Þórdís, 1964. Hann samdi
auk þess fjölda smásagna sem birt-
ust í norskum, sænskum, dönskum
og þýskum blöðum og tímaritum og
skrifaði greinar í erlend dagblöð.
Jón sat í stjórn Félags íslenskra rit-
höfunda.
Jón lést 15.2. 1994.
Merkir Íslendingar
Jón
Björnsson
95 ára
Regína Guðmundsdóttir
85 ára
Haraldur Sigurbergsson
Kristrún Guðmundsdóttir
80 ára
Erna Eden Marinósdóttir
Guðný Sigurbjörnsdóttir
Ingimunda Ólöf
Sigurðardóttir
Jóhann M. Þorvaldsson
Sigtryggur Kristjánsson
Stefán Bragi Einarsson
75 ára
Ágúst Þór Oddgeirsson
Bragi Björnsson
Gísli S. Hafliðason
Guðbjörg Pálína
Sveinsdóttir
Kolbeinn Sæmundsson
Ragnheiður Þorsteinsdóttir
Þórhallur Hermannsson
70 ára
Bragi Ólafsson
Hallfríður Elíasdóttir
Jóhann Purkhús
Ragnheiður Skúladóttir
Ragnheiður Þormóðsdóttir
Sturla Kristjánsson
60 ára
Aðalbjörg María Ólafsdóttir
Anna Elín Marteinsdóttir
Erna Steina
Guðmundsdóttir
Gísli Sæmundur
Guðmundsson
Inga Sigrún Gærdbo
Ólafsdóttir
Lárus Björgvin Jónsson
Margrét Ólafsdóttir
Pálmar Karl Sigurjónsson
Þorsteinn Pétursson
50 ára
Alda Alberta Guðjónsdóttir
Guðný Herdís
Kjartansdóttir
Hálfdán Gústav
Hálfdánarson
Helga Lísa Jónsdóttir
Helga Tómasdóttir
Paulo Jorge Massano G. Da
Cunha
Sigrún Gísladóttir
Sigurður Egill
Rögnvaldsson
Þorgeir Smári Einarsson
40 ára
Anna Vilborg
Sölmundardóttir
Bryndís Theresía
Gísladóttir
Daníel Brandur
Sigurgeirsson
Gareth Carlisle Rendall
Hanna Margrét Einarsdóttir
Helgi Einar Harðarson
Honeyly Abrequino
Limbaga
Hulda Lóa Svavarsdóttir
Ingi Valur Þorgeirsson
Ingvar Valsson
Ryszard Witek
Sólveig Ásgeirsdóttir
Þormóður Kristján
Aðalbjörnsson
30 ára
Aðalheiður Jóhannsdóttir
Ellert Bjarki Gunnarsson
Guðrún Kristín Björnsdóttir
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Katarzyna Anna Jablonska
Kusse Sukuta Bersha
Ósk Dagsdóttir
Róbert Aron Ólafs
Kristinsson
Til hamingju með daginn
30 ára Steinunn ólst upp
í Kópavogi, lauk BA-prófi í
stjórnmálafræði frá HÍ og
starfar hjá Umferðar-
stofu.
Maki: Stefán Jökull Sig-
urðarson, f. 1979, forritari
hjá CCP.
Dóttir: Steinunn Edda
Stefánsdóttir, f. 2011.
Foreldrar: Steinunn Pét-
ursdóttir, f. 1945, hjúkr-
unarfræðingur, og Skúli
Birgir Kristjánsson, f.
1946, d. 1998, sjómaður.
Steinunn
Skúladóttir
40 ára Ingibjörg ólst upp
í Súðavík, stundar sjúkra-
liðanám við MÍ og er
deildarstjóri heimaþjón-
ustu hjá Ísafjarðarbæ.
Maki: Haraldur Á. Kon-
ráðsson, f. 1970, skipstj.
Börn: Kolbrún María, f.
1991; Halldór Ingvi, f.
1995, og Eggert Karvel, f.
1998.
Foreldrar: Dagrún Dag-
bjartsdóttir, f. 1955 og
fósturfaðir, Halldór Jóns-
son, f. 1959.
Ingibjörg Guðný
Kjartansdóttir
30 ára Sigurður er raf-
virki frá FB og er að ljúka
meistaraprófi í greininni.
Sonur: Breki Páll Sigurð-
arson, f. 2009.
Systir: Ásta Kristín, f.
1987. Stjúpsystkini: Hjör-
dís B. Zebitz, f. 1978, og
Guðmundur S. Zebitz, f.
1973.
Foreldrar: Páll Sigurðs-
son, f. 1958, og Guðrún
M. Þorbergsdóttir, f. 1961,
d. 1991. Stjúpmóðir: Sig-
rún Bjarnadóttir, f. 1956.
Sigurður Óskar
Pálsson
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Golfhermir
DOUBLE EAGLE 2000
Frábær aðstaða til að spila golf.
Þú getur valið um 9 golfvelli,
St. Andrew´s, Coeurd Alene,
Firestone, Pebble Beach,
Druids Glen,
Doral Resort,
Emirates.
Óþarfi að týna
sveiflunni í vetur
Hægt er að bóka
fasta tíma í vetur