Morgunblaðið - 12.03.2013, Side 40
Sinfóníuhljómsveit Íslands lék í lið-
inni viku á tvennum tónleikum sama
daginn í Kennedy Center í Wash-
ington-borg, sem fulltrúi norrænna
sinfóníuhljómsveita á listahátíðinni
Nordic Cool.
„Ferðin gekk gríðarlega vel og við
fengum mjög góð viðbrögð í saln-
um,“ segir Sigurður Nordal, fram-
kvæmdastjóri hljómsveitarinnar.
Um morguninn voru skóla-
tónleikar með Maxímús músíkús og
síðan voru tónleikar um kvöldið. Á
efnisskránni voru píanókonsert
Griegs, Lemminkainen-svíta Sibeli-
usar og verk eftir ung íslensk tón-
skáld, Önnu Þorvaldsdóttur og Hlyn
Aðils Vilmarsson.
„Dagskáin var norræn, í anda há-
tíðarinnar. Með okkur lék Garrick
Ohlsson sem er einn fremsti píanó-
leikari Bandaríkjanna en hann er
hálfsænskur. Viðtökurnar voru
framar vonum,“ segir Sigurður.
Tónlistarrýnir stórblaðsins Wash-
ington Post var afar ánægður með
flutning klassísku verkanna á efnis-
skránni en síður þau nýju. Sigurður
segir að vissulega felist alltaf ákveð-
in áhætta í að flytja ný verk, en það
hafi verið meðvituð ákvörðun að
leyfa fólki að upplifa ferska strauma
frá Íslandi.
„Þegar maður fær svona tækifæri
er mikilvægt að koma fram með eitt-
hvað nýtt, sem kann að vera ögrandi
fyrir suma, en verkin fengu dynjandi
lófatak og margir risu úr sætum og
fögnuðu.“
Áður en Sinfóníuhljómsveitin
flutti í Hörpu þótti mikilvægt fyrir
hana að fá að reyna sig í alvöru tón-
listarhúsum. Nú er sú staða breytt
en Sigurður segir engu að síður mik-
ilvægt að reyna sig í nýju umhverfi,
nýjum sal og nýjum hljómi, þótt við-
miðið sé nú annað en áður.
„Það er gott að spila í nýju um-
hverfi og fá viðbrögð frá nýjum tón-
leikagestum. Þá þétta ferðir sem
þessar hópinn og menn skila oft enn
betra verki þegar þeir ferðast og
leika við nýjar aðstæður. Tónleika-
ferðir hafa mikið að segja fyrir
hljómsveitina og hennar framþró-
un,“ segir Sigurður. efi@mbl.is
„Verkin fengu dynjandi lófatak
og margir risu úr sætum“
Hyllt Stjórnandinn Ilan Volkov, Garrick Ohlsson og Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari fremst á sviðinu.
SÍ vel tekið í
Kenndy Center
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013
Gagnrýnandi The Washington Post
segir verk Sibeliusar hafa ljómað í
flutningi Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands í Kenndy Center en er meira
efins um nýju íslensku verkin.
Rýnirinn fagnar því að fá að
heyra Lemminkainen-svítu Sibeli-
usar í heild sinni en það sé fá-
gætt. Og ekki varð hann fyrir von-
brigðum með flutninginn á
píanókonsert Griegs, enda sé
Ohlsson einn besti píanóleikari
samtímans.
Rýninum þykir verk Hlyns Aðils
Vilmarssonar áhrifameira af þeim
íslensku; það hafi vakið fliss í
byrjun en lifnaði við þegar hrynj-
andin tók á sig mynd. Hinsvegar
finnst honum verk Önnu Þorvalds-
dóttur vart eiga heima á þessari
efnisskrá, það hæfi betur sem
hljóðheimur heimildarmyndar um
fjarlægar stjörnur. Þá er hljóm-
sveitin sögð vera býsna góð, þótt
strengjasveitin sé full fáliðuð, og
stjórn Ilan Volkovs hrein og bein.
Verk Sibeliusar ljómaði
RÝNIR WASHINGTON POST HRÓSAR LEIK HLJÓMSVEITARINNAR
Hljómsveitin M og M kemur fram á
djasskvöldi KEX hostels í kvöld,
þriðjudagskvöld, klukkan 20.30.
Hljómsveitin hefur starfað frá
árinu 2005 og sérhæfir sig í að leika
tónlist eftir þá Pat Metheny og Lyle
Mays í The Pat Metheny Group.
Fimm kunnir hljóðfæraleikarar
skipa M og M-sveitina.
M og M leika lög
Methenys og Mays
Fjúsjón Félagarnir í sveitinni M og M.
Pétur Waldorff,
doktorsnemi í
mannfræði við
McGill Univers-
ity, heldur fyrir-
lestur á vegum
Mannfræðifélags-
ins í kvöld,
þriðjudagskvöld.
Er fyrirlesturinn
í Reykjavíkur-
akademíunni,
Hringbraut 121, og hefst klukkan
20. Fyrirlesturinn nefnir Pétur „Líf
og menning í Lúanda, höfuðborg
Angóla, eftir stríð“. Fjallar hann um
það hvernig fólk bjargar sér þegar
opinbera kerfið er ekki fyrir hendi
til þess að bjóða upp á lausnir.
Samfélagið í Ang-
óla eftir stríðið
Pétur
Waldorff
Leikdeild Ungmennafélags Gnúp-
verja frumsýnir í Árnesi á laugar-
daginn kemur, 16. mars, hið sí-
vinsæla leikrit Kjartans
Ragnarssonar, Saumastofuna.
Verkið var fyrst sett upp af Leik-
félagi Reykjavíkur við miklar vin-
sældir. Leikritið var skrifað í tilefni
kvennaársins 1975, sem náði
ákveðnum hápunkti með kvennafrí-
deginum 24. október það ár. Leik-
ritið sló í gegn og var sýnt yfir 200
sinnum á þremur árum.
Saumastofan var þrungin ádeilu
á þjóðfélagið á þeim tíma, þar sem
staða konunnar í heimi karla var til
umræðu. Kjartan beindi sjónum að
lykilspurningum, eins og hvers
vegna konur væru með lægri laun
en karlar og hvers vegna þeir færu
með völdin þegar konurnar héldu
öllu saman.
Leikstjóri verksins er Svandís
Dóra Einarsdóttir og fram kemur
fjöldi leikara og tónlistarmanna.
Sýna Saumastofuna
Leikararnir Margir taka þátt í upp-
færslunni en leikið er í Árnesi.
m.a. Besta
leikkona
í aukahlutverki
FRÁÞEIMSEMFÆRÐUOKKUR
ALICE INWONDERLANDOG LEIKSTJÓRA
SPIDERMANÞRÍLEIKSINS.
MÖGNUÐ
ÆVINTÝRA-
MYND Í STÓR-
KOSTLEGRI
ÞRÍVÍDD
Stórskemmtileg teiknimynd
fyrir alla fjölskylduna!
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
IDENTITY THIEF Sýnd kl. 8 - 10:20
OZ THE GREAT AND POWERFUL Sýnd kl. 5 - 8
21 AND OVER Sýnd kl. 10:40
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D Sýnd kl. 6
VESALINGARNIR Sýnd kl. 6 - 9
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Þriðjudagstilboð
12
12
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!
L
10
14
HHHH
- K.N. Empire
FRÁÞEIMSEMGERÐU
“THEHANGOVER”
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
ÞriðjudagstilboðÞriðjudagstilboð
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
ÓSKARSVERÐLAUN
M.A. BESTI LEIKARI ÁRSINS
DANIEL DAY-LEWIS
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN
GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ
-EMPIRE
IDENTITY THIEF KL. 5.40 - 8 - 10 12
21 AND OVER KL. 10.10 14
THIS IS 40 KL. 5.40 12 / JAGTEN KL. 8 16
IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
IDENTITY THIEF LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
21 AND OVER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D KL. 3.40 - 5.50 L
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.40 L
THIS IS 40 KL. 6 12
DIE HARD 5 KL. 8 - 10.20 16
DJANGO KL. 9 16
HÁKARLABEITA 2 KL. 3.40 L
- H.S.S., MBL
Yippie-Ki-Yay!
IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
THIS IS 40 KL. 8 - 10.40 12
LINCOLN KL. 6 - 9 14
LIFE OF PI 3D KL. 5.20 10
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ