Morgunblaðið - 14.03.2013, Page 4

Morgunblaðið - 14.03.2013, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Fermingargjöfin fæst í Líflandi Lífland hefur að bjóða frábærar gjafir fyrir æsku landsins. Vandaðar og notadrjúgar flíkurmeð klassísku sniði. Fatnaður fyrir unga hestamenn, beisli, hnakkar og aukahlutir í úrvali. Lífland verslun Akureyri | Lónsbakka 601 Akureyri | sími 540 1150 Lífland verslun Reykjavík | Lynghálsi 3 110 Reykjavík | sími 540 1125 www.lifland.is Fulltrúar embættis ríkisskattstjóra sögðu á fundi með efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis á þriðjudag, að skatthlutföll hefðu hækkað og því væri freisting til undanskota meiri en áður. Slíkt væri að jafnaði skýring gjaldenda þegar komist hefði upp um undanskot. Þetta kemur fram í svari ríkisskatt- stjóra við fyrirspurn Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG og for- manns fjárlaganefndar Alþingis, um hvað hefði komið fram á fyrrgreindum fundi. Í svarinu, sem Skúli Eggert Þórð- arson ríkisskattstjóri og Aðalsteinn Hákonarson, sviðsstjóri eftirlitssviðs embættis ríkisskattstjóra, skrifa und- ir, segir m.a. að á fundinum hafi verið rætt um skattskil almennt og hvort þau væru að versna. Spurning hafi komið um það frá Guðlaugi Þór Þórð- arsyni alþingismanni, hvaða vísbend- ingar væru um það. Sömuleiðis hafi verið spurt um mannafla í skatteftir- liti. „Í svari okkar kom fram að pen- ingamagn í umferð hefði aukist, sér- stakt eftirlitsátak sumrin 2011 og 2012 (vel á þriðja þúsund heimsóknir) benti til að umfang svartrar atvinnu- starfsemi hefði aukist, virðisauka- skattsskil virtust hafa versnað að mati fjármálaráðuneytisins og þetta allt benti til að umfang skattaundan- skota væri að aukast. Í orðræðunni sem þarna fór fram var talsvert rætt um flækjustig skattframkvæmdar- innar. Í okkar máli kom fram að skatthlutföll hefðu hækkað og því væri freisting til undanskota meiri en áður og slíkt væri að jafnaði skýr- ing gjaldenda þegar komist hefði upp um undanskot. Við vorum að sjálfsögðu ekki að réttlæta það held- ur greindum frá þeim sjónarmiðum sem heyrðust frá gjaldendum og víðar í samfélaginu hvað þetta varð- ar. Ríkisskattstjóri tekur að sjálf- sögðu ekki undir afstöðu gjaldenda hvað þetta varðar. Á sama fundi kom fram fyrir- spurn um hvort ekki væri ástæða til að einfalda skattkerfið – væntan- lega í víðasta skilningi þess orðs. Undir það tókum við en bentum m.a. á að margar tillögur og laga- frumvörp sem fram hefðu komið á Alþingi síðustu ár væru til þess fall- in að flækja skattheimtu og nefnd- um nýleg dæmi,“ segja þeir Skúli Eggert og Aðalsteinn. gummi@mbl.is Aukin freisting til undanskota  Skýring gjaldenda á skattaundanskotum oftast sú að skattar hafi hækkað  Ástæða til að einfalda skattkerfið að mati embættis ríkisskattstjóra Morgunblaðið/Ómar Á Alþingi Þingmenn spurðu embættismenn ríkisskattstjóra um skattkerfið, undanskot frá skatti og hvort skattskil væru að versna. Vísindamenn Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar hafa birt vísindagrein í vísindatímaritinu Stroke, sem leiðir í ljós að tengsl eru á milli hjartasjúk- dómsins gáttatifs, minnkaðs heila- rúmmáls og minnisskerðingar. Rannsóknin, sem hefur vakið at- hygli, sýnir að þessi tengsl eru óháð því hvort viðkomandi hafi fengið heilablóðfall með heiladrepi. Í rannsókninni var skoðaður 4.251 þátttakandi í öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Meðalaldur þeirra var 76 ár. Vilmundur Guðnason, pró- fessor og forstöðulæknir Hjarta- verndar, stóð fyrir rannsókninni ásamt Davíð O. Arnar hjartasér- fræðingi. Í ljós kom að þátttakendur með gáttatif höfðu minni heilavef í samanburði við þá sem ekki höfðu gáttatif. Sam- bandið var sterk- ara eftir því sem byrði hjartslátt- aróreglunnar var meiri og því lengra sem liðið var frá því að gátta- tif greindist fyrst. Gríðarlegur kostnaður Gáttatif er hjartsláttartruflun sem stafar af truflunum á rafboðum frá efri hólfum hjartans og er heilablóð- fall alvarlegasti fylgikvilli þess. Vil- mundur segir að afleiðingarnar sem í ljós koma í þessari rannsókn megi orða sem svo að hjartað nái ekki að dæla nægilega miklu blóði upp í heil- ann, sem veldur súrefnisskorti. Niðurstöðurnar þykja ekki síst at- hyglisverðar í ljósi þess að önnur ís- lensk rannsókn eftir sömu höfunda sem birt var árið 2011 spáir líklegum faraldri þessa sjúkdóms. Gríðarlegur kostnaður fylgir honum, bæði vegna innlagna á sjúkrahús og kostnaðar á lyfjum, en áætlað er að rúmlega 1% kostnaðar í heilbrigðiskerfum vest- rænna þjóða sé tilkomið vegna gátta- tifs og fylgikvilla þess. Vilmundur segir niðurstöðurnar auka enn frekar mikilvægi þess að meðhöndla gáttatif því í stórum hluta tilfella sé hægt að endurheimta eðli- legan hjartsláttartakt, s.s. með lyfj- um. omfr@mbl.is Sýna að gáttatif í hjarta tengist minnisskerðingu „Vonandi fæ ég einhverjar fréttir og svör annað kvöld [í kvöld]. Ekki frá fimmta aðila heldur beint frá þeim fyrsta og á ís- lensku, þá er ekkert verið að skafa af hlut- unum eða fela neitt,“ segir Þóra Birgisdóttir, sam- býliskona Davíðs Arnar Bjarnason- ar sem situr í fangelsi í Tyrklandi vegna gruns um fornminjasmygl. Hittir Davíð vonandi í dag Fulltrúi íslenska utanríkisráðu- neytisins hélt af stað til Antalya í Tyrklandi í gær til að freista þess að ná tali af Davíð og þrýsta á að mál hans verði tekið fyrir fyrr. Þóra hefur fengið þær upplýs- ingar að búast mætti við að mál hans yrði ekki tekið fyrir fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. Ekki hef- ur verið gefin út dagsetning á fyr- irtöku máls Davíðs. „Ég veit ekki hvernig þetta dómskerfi virkar hjá þeim en mér finnst skrítið að fá ekki að vita hvenær maður fer fyrir dómara,“ segir Þóra. Ræðismaður Íslands í Ankara í Tyrklandi, dr. Selim Sarıibrahi- moglu, telur að Davíð verði að öll- um líkindum látinn laus gegn greiðslu tryggingar, samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafi fengið frá dómstólum. „Ef ég á að vera hreinskilin þá er ég ekki vongóð. Í upphafi var búið að fylla mann af miklum vænt- ingum og vonum en ég hef ekki enn fengið að heyra í honum,“ seg- ir Þóra. Allslaus í fangelsinu „Hann er allslaus þarna. Það er verið að vinna í því að gera honum þessar vikur bærilegar,“ segir Þóra. Fulltrúi íslenska utanríkisráðu- neytisins mun útvega Davíð allra nauðsynlegustu hluti eins og fatnað og vasapening, þá hafði hann með- ferðis bréf og myndir frá Þóru og börnum þeirra. Stofnaður hefur verið styrktar- reikningur til handa Davíð Erni og unnustu hans. Að honum standa þau Stefán Hrafn Ólafsson og Ósk Ágústsdóttir. Þau benda áhugasöm- um á reikningsnúmerið 0322-13- 129886 og kennitalan er 101281- 3969. annalilja@mbli.is thorunn@mbl.is Vonast eftir fréttum af Davíð í dag Davíð Örn Bjarnason  Ekkert liggur fyrir um fyrirtöku Slippurinn setur óneitanlega svip sinn á um- hverfi Reykjavíkurhafnar. Erlendir ferðamenn heimsækja hafnarsvæðið mikið og margt sem dregur þá á þessar slóðir. Oft má sjá útlendinga mynda starfsemina í Slippnum í gríð og erg. En Slippurinn er ekki aðeins myndaefni útlendinga heldur sækja erlendir skipaeigendur þangað með skip sín. Um þessar mundir er unnið þar við viðhald á rússneskum togara. Morgunblaðið/Ómar Alltaf nóg að gera í Slippnum við Reykjavíkurhöfn Listaverk leynast víða í höfuðborginni og litadýrðin tekur á sig ýmsar myndir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.