Morgunblaðið - 14.03.2013, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013
:
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn 18. mars.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
SÉRBLAÐStórglæsilegt páskablað
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn
22. mars.
Páskablaðið
Matur, ferðalög
og viðburðir um
páskana verða meðal
efnis í blaðinu.
tunguhverfis er um þriggja kílómetra
loftlína en Álfsnes er engu að síður
innan marka Reykjavíkurborgar. „Þó
mest hafi borið á íbúasamtökum Leir-
vogstunguhverfis í umræðu um þetta
mál, þá höfum við það frá íbúasamtök-
unum í Grafarvogi að lyktin berist
þangað líka. Eins kvarta margir aðrir í
Mosfellsbæ undan lykt. Þetta er því
vandamál allra hverfa sem snúa að
Leirvognum“ segir Rúnar.
Tugir milljóna í varnir
Bjarni Hjarðar, yfirverkfræðingur
hjá Sorpu, segir að margt hafi verið
gert til að reyna að útrýma lyktar-
vandamálinu. „Það hefur verið for-
gangsmál hjá stjórn Sorpu að takast á
við lyktarvarnir í Álfsnesi. Við höfum
varið tugum milljóna til þess að takast
á við málið á síðustu árum. Við höfum
t.a.m. farið úr því að vera með opna
seyruholu í að vera með hana yf-
irbyggða,“ segir Bjarni Hjarðar, yfir-
verkfræðingur hjá Sorpu. Seyra er
ýmis lífrænn úrgangur, t.a.m. skolp-
úrgangur.
Ákvörðun liggi fyrir í vor
Sorpa er byggðasamlag, rekið af
bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri
Mosfellsbæjar, segir að í fyrstu hafi
önnur sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu sýnt málinu lítinn skilning.
„Mín tilfinning er sú að augu margra
séu að opnast fyrir því að hér er um
raunverulegt vandamál að ræða.
Hingað til hafa önnur sveitarfélög
ekki verið til umræðu um það að færa
úrgangslosunina. En svo virðist sem
dropinn holi steininn og fleiri sjá að
þetta vandamál á ekki að vera á herð-
um eins sveitarfélags,“ segir Har-
aldur.
Hann segir stærstu útivistarsvæði
bæjarins í Leirvogi. Þar á meðal
hestamannahverfi, reið-, göngu- og
hjólreiðastígar og golfvöllur. Hann tel-
ur að taka verði ákvörðun um stað-
setningu gas- og jarðgerðarstöðvar
sem fyrst. „Það þarf að taka þessa
ákvörðun strax í vor. Mosfellingar
geta ekki búið við þetta svona til fram-
búðar. Við munum ekki sætta okkur
við neina lausn nema þá sem Mosfell-
ingar geta fellt sig við,“ segir Har-
aldur.
Lyktina leggur yfir Leirvoginn
Ólykt af urðunarstað í Álfsnesi gerir íbúum Leirvogstunguhverfis í Mosfellsbæ lífið leitt Íbúar vilja
starfsemina í burtu Árangurslausar lyktarvarnir Stefnt að byggingu gas- og jarðvinnslustöðvar
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Álfsnes Formaður íbúasamtaka Leirvogstunguhverfis telur að ekki hafi tekist að stemma stigu við lyktarmengun
sem berst frá urðunarstöðinni í Álfsnesi. Til stendur að byggja gas- og jarðvinnslustöð til að taka við úrgangi.
Ólykt
» Íbúar í Leirvogstunguhverfi í
Mosfellsbæ eru ósáttir við
ólykt sem berst yfir hverfið frá
urðunarstað í Álfsnesi.
» Íbúasamtök vilja starfsem-
ina í burtu.
» Stefnt er að byggingu gas-
og jarðgerðarstöðvar sem fær
væri um að sjá um stóran hluta
úrgangsins.
BAKSVIÐ
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Megn óánægja er meðal íbúa í Leir-
vogstunguhverfi í Mosfellsbæ vegna
lyktarmengunar sem rekja má til urð-
unarstöðvar í Álfsnesi. Þangað er farið
með sorp og lífrænan úrgang íbúa höf-
uðborgarsvæðisins. Tilraunir Sorpu til
þess að ráða bót á
vandanum hafa að
sögn íbúa og
bæjarstjóra Mos-
fellsbæjar ekki bor-
ið árangur. Vilja
íbúasamtök í Leir-
vogstungu starf-
semina í burtu.
Uppi eru hug-
myndir um að reisa
gas- og jarðgerð-
arstöð sem fær er
um sjá um stóran hluta úrgangsins.
Ekki liggur fyrir hvar beri að byggja
hana.
Árangurslausar lyktarvarnir
„Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir og til-
raunir Sorpu til að draga úr lykt-
armenguninni, þá er árangurinn eng-
inn. Það var lyktarmengun í gærkvöldi
og í fyrradag svo dæmi séu tekin,“ seg-
ir Rúnar Guðbrandsson, formaður
íbúasamtakanna í Leirvogstunguhverfi
í Mosfellsbæ.
Í viðhorfskönnun sem gerð var með-
al íbúa hverfisins á síðasta ári kom m.a.
fram að tæplega 40% íbúa telja sig hafa
orðið fyrir miklum óþægindum vegna
lyktarmengunar og rúmlega 43% hafi
komið kvörtunum og athugasemdum á
framfæri, flestir við bæjaryfirvöld.
Að sögn Rúnars hafa íbúar setið fjöl-
marga fundi með fulltrúum frá Sorpu.
Hann segir að íbúar sjái ekki hvernig
gas- og jarðgerðarstöð leysi þennan
lyktarvanda. Krafa íbúanna sé sú að
starfsemin fari alfarið af svæðinu.
Losun úrgangs í Álfsnesi hófst árið
1991 en byggð hefur verið í Leirvogs-
tunguhverfi frá 2007. Þar eru nú 122
heimili. Á milli Álfsness og Leirvogs-
Rúnar Þór
Guðbrandsson
Að sögn Haraldar Sverrissonar,
bæjarstjóra í Mosfellsbæ, var sam-
þykkt á fundi Samtaka sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu að
finna stað fyrir gas- og jarðgerð-
arstöð. „Niðurstaða Sorpu var sú
að gas- og jarðgerðarstöð væri
besti kosturinn til framtíðar. Sett-
ur var á fót vinnuhópur embættis-
manna frá Mosfellsbæ og Reykja-
vík sem falið var að meta
staðsetningarkosti,“ segir Har-
aldur. Fimm kostir eru til umræðu:
Tveir í Álfsnesi,
einn í Gufunesi,
einn á óskil-
greindum stað í
um 40 km fjar-
lægð frá höfuð-
borgarsvæðinu
og annar í um 80
km fjarlægð.
Áætlaður bygg-
ingarkostnaður er um tveir millj-
arðar króna en byggingartími eitt
og hálft til tvö ár.
Lausn í gas- og jarðgerðarstöð
FIMM KOSTIR FYRIR GAS- OG JARÐGERÐARSTÖÐ
Haraldur
Sverrisson
Hugsanlegt er að vatn úr borholu
sem Rangárþing eystra lét bora í
Fljótshlíð verði nýtt til að hita upp
félagsheimilið Goðaland. Sveit-
arstjórinn segir að holan geti líka
verið til sölu ef hús- og landeigendur
í nágrenninu sjái sér hag í því. Þótt
vatnið úr holunni sé aðeins 14 stiga
heitt telur jarðfræðingur unnt að
nýta orkuna úr því til húshitunar.
Sveitarfélagið stóð fyrir borun
svokallaðrar hitastigulsholu í vetur,
þröngrar holu til að athuga hvort hiti
er í jörðu. Í upphafi var borað niður í
100 metra en síðan farið dýpra og
endað í 250 metrum sem er hámark
þess sem Karl Gústaf, jarðbor
Ræktunarsambands Flóa og Skeiða,
getur farið við þessar aðstæður.
Hagkvæmt til húshitunar
Ráðgjafi sveitarstjórnarinnar við
verkefnið, Haukur Jóhannesson
jarðfræðingur, segir að staðurinn sé
í útjaðri svæðis þar sem hægt hefur
verið að ná upp heitu vatni með góðu
móti. Hann segir að árangurinn hafi
verið betri en hann átti von á. Á
löngum kafla í holunni hafi komið
upp gríðarlegt magn af volgu vatni.
Um tíma hafi það mælst um 100 lítr-
ar á sekúndu, eða eins og holan frek-
ast leyfði. Heldur dró úr vatnsmagn-
inu en Haukur telur að borholan geti
skilað að minnsta kosti 60 lítrum á
sekúndu af 14 stiga heitu vatni.
Þótt holan hafi verið rannsókn-
arhola telur Haukur unnt að nýta
hana. „Það er mikil orka í henni. Ef
holan væri í Svíþjóð myndi vatnið
verða leitt út um allt og nýtt til
fulls,“ segir Haukur. Hann segir að
borholan sé á þéttbýlu svæði, þar
séu meðal annars stór íbúðar- og frí-
stundahús og hægt að nota hitann úr
vatninu til hitunar með varmadæl-
um. Haukur segir að athuga þurfi
hversu langt sé hægt að leiða vatnið
án þess að of mikil orka tapist en
bætir því við að ganga megi út frá
því sem vísu að hægt sé að bora fleiri
holur á svæðinu með svipuðum ár-
angri til þess að fleiri geti notið.
Haukur telur að hægt sé að ná
kostnaði við borun og lagningu hita-
veitu til baka á fáum árum.
helgi@mbl.is
Hægt að nýta volga vatnið
Jarðfræðingur segir að mikil orka
sé í borholu við Goðaland í Fljótshlíð
Ljósmynd/Árný Lára Karvelsdóttir
Goðaland Jarðborinn Karl Gústaf
var notaður við borun í Fljótshlíð.
Árangur til-
raunabor-
unarinnar
við Goðaland
verður rædd-
ur á fundi
sveit-
arstjórnar
Rangárþings
eystra í dag.
Borunin
kostaði sveitarfélagið um fjórar
milljónir.
Ísólfur Gylfi Pálmason sveit-
arstjóri segir að verið sé að
kanna nýtingarmöguleika hol-
unnar. Til greina komi að sveitar-
félagið nýti hana til að hita upp
félagsheimilið sem hún stendur
við. Þá sé mikil frístundabyggð
þarna í nágrenninu og áform um
aukna ferðaþjónustu. Ef einhver
vildi kaupa borholuna til að nýta
hana gæti hún verið til sölu.
Hitaveita er á Hvolsvelli, Hellu og
sveitabýlum í nágrenninu. Hún
er hluti af kerfi Orkuveitu
Reykjavíkur sem keypti Hitaveitu
Rangæinga fyrir nokkrum árum.
SVEITARSTJÓRN
RÆÐIR ÁRANGUR
TILRAUNARINNAR
Ísólfur Gylfi
Pálmason
Borhola
boðin til sölu