Morgunblaðið - 14.03.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013
við elskum skó
VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND
MIKIÐ ÚRVAL AF BARNA, HERRA OG DÖMUSKÓM
Vertu vinur á
Leðurjakki 46.890.-
Tilboð 37.512,-
Taska 11.690.-
Tilboð
9.352,-
Leðurstígvél 34.980.-
Tilboð 27.912,-
20% afsláttur
af öllum
vörum í dag,
opið til 23.00
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Ámorgun kl. 14:00 hefststórsýning á bútasaumi ávegum Íslenska búta-saumsfélagsins, en hún
fer fram í Perlunni og stendur yfir
fram á sunnudag. Sýningin skiptist
í tvær minni sýningar: Strand-
menning og Rautt, hvítt og blátt,
en félagið stendur fyrir sam-
keppnum í bútasaum meðal fé-
lagsmanna. Síðast hélt bútasaums-
félagið yfirlitssýningu á verkum
félagsfólks víðsvegar að af landinu
árið 2010 á tíu ára afmæli félagsins
og ætlunin er að hafa þessa sýn-
ingu með svipuðu móti.
Á sýningunni verður þó sú ný-
breytni að bútasaumsfólk getur selt
verk sín. Þar verða níu borð með
söluvarningi og einnig verða þarna
verslanir með vörukynningar
tengdar bútasaumi. Búist er við að
30-40 einstaklingar sýni verk sín og
því verður ekki að tómum kofanum
komið.
Hvað er bútasaumur?
Bútasaumur er tegund af
saumaskap og höfðar til fólks á öll-
um aldri. Hann á sér sögulegar for-
sendur en upphaflega var tilgang-
urinn sá að nýta gömul föt og larfa
og gefa þeim nýtt líf. „Menn
klipptu niður gömul föt, gallabuxur
og annað og bjuggu til teppi og allt
mögulegt úr því,“ segir Ragnheiður
Björnsdóttir sem er í sýningar-
nefnd. „Það er mikið af slíku í dag,
að menn nýti allt mögulegt í það að
búa til listaverk úr.“
Íslenska bútasaumsfélagið var
stofnað árið 2000 með 140 stofn-
Bullandi bútasaumur
í Perlunni um helgina
Íslenska bútasaumsfélagið stendur fyrir veglegri bútasaumssýningu sem fer fram í
Perlunni um helgina. Þar verður til sýnis margskonar bútasaumur í öllum stærð-
um og gerðum. Fyrir þá sem hafa áhuga verður einnig hægt að fjárfesta í ein-
hverjum af þessum fallegu verkum.
Margskonar munstur Borghildur sýnir hér teppi með fallegu munstri.
Á vefsíðu Eiðfaxa, www.eidfaxi.is, er
margt skemmtilegt að skoða. Þar má
m.a sjá að Hestamannafélagið Fákur
býður upp á námskeið fyrir unga ný-
liða, upprennandi hestamenn sem
eru að stíga sín fyrstu skref í hesta-
mennskunni. Á þessu nýliðanám-
skeiði fá unglingar aðgang að hesti,
allri aðstöðu og reiðkennara sem
leiðbeinir þeim að verða betri knapar
og hestamenn. Fákur skaffar hest,
reiðtygi (ekki hjálm), hesthús, fóður
og reiðkennara. Unglingar sem eru
fæddir 1997-2000 ganga fyrir en í
boði eru 12 pláss. Hver unglingur fær
sinn hest og reiðtygi tvisvar í viku og
hægt verður að nýta frístundakort
Reykjavíkurborgar.
Skráning á fakur@fakur.is.
Vefsíðan www.eidfaxi.is/frettir/2013
Morgunblaðið/Heiddi
Hestamennska Skemmtilegt sport fyrir alla, konur, karla og krakka.
Reiðnámskeið fyrir nýliða
Nú er lag að gera sér ferð á ljós-
myndasýningu sem stendur yfir í
Norræna húsinu og heitir Langa and-
artakið eða The Long Moment. Þar
getur að líta athyglisverðar ljós-
myndir eftir Sarah Cooper og Ninu
Gorfer. Ljósmyndir þeirra eiga sér
rætur í málverkum 18. og 19. aldar og
eru uppstillingar eða sviðsetningar
með tilvísunum í söguna, ævintýri og
goðsagnir. Sarah Cooper og Nina
Gorfer móta myndir sínar eins og
danshöfundar. Ljósmyndirnar eru
unnar í nánu samstarfi við fólkið sem
þær sýna. Hverri mynd fylgir saga
sem hægt er að hlusta á í sérstökum
heyrnartólum sem eru í móttöku
sýningarinnar í sýningarsal í kjallara.
Endilega…
…kíkið á ljós-
myndasýningu
Á morgun, föstudag,
verða hádegistónleikar
í Gerðubergi kl. 12.15-
12.55 og verða tónleik-
arnir endurteknir á
sunnudaginn kl. 13.15-
13.55. Svava Bern-
harðsdóttir lágfiðlu-
leikari og Nína Margrét
Grímsdóttir píanóleik-
ari munu flytja Þrjár
rómönsur óp. 22 eftir
Clöru Schumann,
Passacagliu um gamalt
enskt þjóðlag eftir Re-
beccu Clarke, Íslensk
þjóðlög í útsetningu
Þorkels Sigurbjörns-
sonar og Líf í tuskunni
fyrir einleiksvíólu eftir
Misti Þorkelsdóttur.
Listrænn stjórnandi
er Nína Margrét Gríms-
dóttir. Óvenjulegt er að
verk kventónskálda fylli
meirihluta efnisskrár
en þær Rebecca Clarke, Clara Schu-
mann og Mist Þorkelsdóttir deila at-
hygli víóluunnenda í mars með Þor-
keli Sigurbjörnssyni. Víólan er oftar
en ekki í samleikshlutverkinu en í
höndum Svövu Bernharðsdóttur stíg-
ur hún fram í sviðsljósið sem ein-
leikshljóðfæri.
Klassík í hádeginu hefur verið á
dagskrá Gerðubergs frá árinu 2008.
Boðið er upp á fjölbreytta og metn-
aðarfulla dagskrá sem miðast við að
gefa almenningi aðgang að klassískri
tónlist og flytjendum í hæsta gæða-
flokki. Efnisskrám er fylgt úr hlaði
með kynningum á verkum og tón-
skáldum frá fjölmörgum tímabilum
tónlistarsögunnar og vonast að-
standendur til að ná til sem flestra
aldurshópa. Aðgangur er ókeypis.
Klassík í hádeginu í Gerðubergi
Verk kventónskálda fylla meiri-
hluta efnisskrár Svövu og Nínu
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.