Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Á vertíð í Loftoten hengdur upp og verkaður í skreið, sem Norðmenn kalla „tørrfisk“ eða þurrkaðan fisk. Skreiðin er aðallega seld til Ítalíu sem er langmikilvæg- asti skreiðarmarkaðurinn. Þangað eru flutt 2.500-3.000 tonn á ári. Af því framleiðir Glea AS um 225 tonn og þarf tæp þúsund tonn af hráefni til framleiðslunnar, að sögn Olafs. Hann segir að kjörnar aðstæður séu til skreiðarverkunar á Røst. Hráefn- ið er fyrsta flokks og loftslagið hent- ar einstaklega vel. Lofthitinn er hár- réttur, rétt ofan við frostmark, góður blástur, rigning af og til og ekki of mikil sól. Ekki er gott að fiskurinn frjósi á trönunum því þá vill hann molna og frostþorna. Hæfi- leg rigning veldur því að fiskurinn þornar ekki of hratt og svo getur hann sólbrunnið í of mikilli sól. Stóri þorskurinn er flattur og salt- aður og ýmist seldur blautur eða þurrkaður til kaupenda. Þeir í Glea AS selja líka öðrum saltfiskverk- endum slægðan þorsk til söltunar. Einnig fer nokkuð af ferskum þorski á markað í Skandinavíu og víðar í Evrópu undir vörumerkinu „Skrei“ sem útflutningsráð norska sjáv- arútvegsins (Norges sjømatråd) stofnaði. Glea AS framleiðir einnig nokkuð af lútfiski undir eigin vöru- merki. Þorskhausarnir eru seilaðir og hengdir upp og hertir. Þeir fara aðallega til Nígeríu. Þorskhrognin eru sykursöltuð og seld í kavíar- framleiðslu. Lifrin fer í bræðslu og er notuð í lýsi. Aldagömul framleiðsluaðferð Venjulega er byrjað að taka þurra skreiðina í hús í kringum 17. maí, þjóðhátíðardag Norðmanna. Svo er verið að taka inn skreið fram á sum- ar. Þá tekur við flókið flokkunarferli „ragara“ eða reyndra matsmanna sem flokka skreiðina í marga flokka allt eftir kúnstarinnar reglum. Ítalía er langmikilvægasti skreið- armarkaðurinn en einnig er seld skreið til Króatíu og eitthvað fer til Bandaríkjanna. Í fyrrasumar feng- ust 15-26 evrur fyrir kílóið af skreið, verðið var mismunandi eftir gæða- flokkum. Olaf reiknaði með að verðið myndi lækka á þessu ári en skreið- arverðið liggur ekki fyrir fyrr en í júní til júlí í sumar. Fiskverð til sjó- manna hefur lækkað í Noregi und- anfarið. Skreið hefur verið framleidd í Noregi í meira en þúsund ár. Vitað er að m.a. víkingarnir seldu skreið. Hansakaupmenn í Bergen seldu skreiðina á miðöldum. Skipreika kaupmaður Merkilegt viðskipta- samband stofnaðist milli Lofoten og Feneyja árið 1432. Upphafið var það að feneyskur kaup- maður, Pietro Querini að nafni, lenti í sjávarháska við Skotland á skipi sínu haustið 1431. Skipverjar komust í tvo léttabáta. Annar hvarf í hafið en hinn rak norður í höf og náði landi á eyju við Røst. Heimamenn tóku vel á móti skipreika Ítölunum og veittu þeim góðan beina. Querini sneri aftur heim ásamt þeim sem af komust með honum vorið 1432. Með þeim fór maður frá Røst og tóku þeir með sér 70 þurrk- aða þorska til Feneyja. Querini skrifaði merka bók um lífið á Røst með ná- kvæmum lýsingum á lífi eyj- arskeggja. Nú er verið að semja óperu um þennan at- burð. Þrátt fyrir að verkunar- aðferð skreiðar sé aldagömul hefur hún verið tæknivædd eftir föngum. Búið er að taka í notkun slæging- arlínur í fiskverkunarhús- unum. Hjá Glea AS er til prufu vél sem bindur sam- an þorskspyrðurnar og notaðar eru kerrur með lyftum við að hengja fisk- inn upp á trönurnar. Glea AS er nú að prófa nýja vöru fyrir heimamarkað en það er barin skreið sem pakkað er í loftþétt- ar umbúðir. Þessi alda- gamla afurð er því að ganga í endurnýjun lífdaga. Morgunblaðið/Guðni Skreiðarhjallar Sjá mátti skreiðarhjalla næstum hvert sem litið var á Røst. Hjallar standa alveg fram í fjöruborð og upp að íbúðarhúsum ef því er að skipta. Gellur Pernilla Fagervik, 10 ára, kom eftir skóla til að gella í Glea AS. Krakkarnir á Røst ná sér í vasapeninga með því að gella þorskhausana. Grilluð skreið er orðin vinsæll réttur á borðum margra veitingahúsa í Norður-Noregi. Blaðamaður gæddi sér á grillaðri skreið á veitingahúsinu Bjørk í Bodø nýverið. Rétturinn bragðaðist vel og það kom á óvart að grillaða skreiðin bar lítinn keim af signum fiski eins og þó var búist við. Að sögn kunnugra er skreiðin lögð í bleyti í tvo sólarhringa áður en hún er roð- og beinhreinsuð, hlutuð niður og síðan grilluð. Kokkarnir á Bjørk báru skreiðina fram með svipuðu meðlæti og lútfiski (lutefisk). Meðlætið var maukaðar grænar baunir, skurnlaust egg soðið í ediksvatni (egg Benedict), ristaðir beikonteningar og kartöfluteningar ristaðir í beikonfeiti. Skemmtilegur og gómsætur fiskréttur. Grilluð skreið TÍSKURÉTTUR Á BORÐUM VEITINGAHÚSA Í NORÐUR-NOREGI Smiðjuvegi 4 (Græn gata), 200 Kópavogi, sími 578 3030, gsm 824 0240, laugin.is Erum með allt fyrir Góður endir á góðum degi Nuddpottar Hreinsiefni Síur Viðgerðarþjónusta Varahlutir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.